Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 Loftur Guðmundsson: Hálendið heillar. Þættir af nokkrum helztu öræfahílstjórum. Bókaútgáfa Þórhalls Bjarnasonar. Reykjavík 1975. Ohætt hyf>8 ég að fullyrða að einhvei vin.ialasta grein íslenzkrar þjóðtrúar, trúin á að útilegumenn hefðust við inni á öræfum íslands, sé nú að fullu dauð, en hafi einhver neisti af þeim forna ógnareldi fram að þessu falizt í hugarhlóðum einhverra fastheldinna öld- unga, þá mun þessi bók ná að slökkva hann enda er nú minn gamli vinur, Sigfús frá Eyvindará, fyrir alllöngu horfinn inn á þær lendur sem enn eru lítt kannaðar, og mun þar að mörgu hyggja, ásamt þeim merka manni Jóni í Hlíðarendakoti. Loftur Guðmundsson ritar tuttugu og tveggja blaðsíðna forspjall að bókinni. Þar vekur hann athygli á ýmsu, sem ég hef ekki áður séð um fjallað. Hann bendir á að i Landnámu og Islendingasögum sé þess vart getið að torfærur hafi vald- ið nokkrum vanda í ferðalögum um landið, óbyggðir sem byggðir. Hins vegar sé slíkra erfiðleika að miklu minnzt í Biskupasögum og fornum annálum. Það sé mikið sagt frá hrakningum „hraustustu garpa og gildustu bænda“ af völdum stórfljóta, og hrakviðra, jafnvel í sumarferðum, að „fátt bendir til þess annað en örnefni að allar þær hrakningafrásagnir gerist f sama landi og forn- sögurnar." Telur Loftur að þeir sem rituðu Biskupasögurnar, hafi þurft á hrakfallafrá- sögnum að halda „í því skyni að gera veg hinnar geistlegu stéttar sem mestan — og þó fyrst og fremst hinna helgu manna kirkjunnar." A nauðöld unum eftir siðaskiptin kemur 0 Faðir minn — bóndínn Q Gfsli Kristjánsson bjó til prentunar. 0 tJtgefandi: Skuggsjá. 1975. Loftur Guðmundsson. Fagurt er á fjöllunum svo aftur „langt tímabil, þar sem ferðalaga er naumast getið nema i annálum, og því aðeins að slys hafi orðið, dauðsföll eða athyglisverðir hrakningar." Ýmsar gamlar leiðir týndust — og svo rýmkaði þá um ímyndunarafl alþýðunnar til sköpunar útilegumannabyggða. Öræfin með þeirra himingnæfu jöklum, hraunum, söndum, vötnum og rjúkandi hverum voru f senn ógnvekjandi og heillandi, og svo ber eins að gæta sem hafði feikna mikil áhrif til staðfestingar útilegu- mannatrúnni: Inn í óbyggðirnar, sem bændur áttu ekki undir að kanna, leitaði fé þeirra. Þar gat refurinn gengið að vísri björg, og fjölmargt fé féll þar í vetrarhörkum, en við og við komu þaðan harðfengar kindur, ljónstyggar og ærið álit- legar. Ymsir bændur kenndu það svo útilegumönnum, hve illar voru fjárheimtur þeirra, og seinast á 19. öldinni studdu margir og merkir búendur um- sókn Jóns í Hlíðarendakoti til Alþingis um fé til leiðangurs gegn útileguhyskinu... I einum þætti Forspjallsins gerir Loftur grein fyrir hinum löngu og erfiðu ferðum vermanna „fót- gangandi með föggur sínar“ norðan úr Skagafirði og Húna- vatnssýslu og austan úr Skafta- fellssýslum til Suðurnesja um hávetur, i þann tíma er allar ár og öll fljót voru óbrúuð. Þá vikur hann að gerð fyrstu brúa og vegarspotta, og síðan segir hann skilmerkilega frá upphafi bílaaldar á þessu stóra, torfæra en undur fagra og vart viðjafnanlega landi.. . Að síðustu kemur hann að þeim görpum sem hafa staðið einna fremstir f flokki um opnun leiða um svo til allar öbyggðir Islands, og þar eð ég tel fylli- lega að verðugu það lof, sem hann ber á þessa öræfaunn- endur í niðurlagi Forspjallsins, þykir mér hæfa að birta það í heild: „Þjóðin öll stendur í þakkar- skuld við þessa menn. Með dugnaði sinum, þrautseigju og ráðsnilli hafa þeir opnað henni nýtt land í sinu eigin landi, land stórbrotinnar tignar og mikilúðlegrar fegurðar, þar sem hversdagsleikinn með sinum dægurmálum ysi þys, aggi og deilum virðist svo óendanlega fjarri. Þar sem hámenntuð og raunsæ nútíma- manneskja stendur sjálfa sig ef til.vill allt í einu að brigðlyndi við allar lærdómskenningar og formúlur og finnur nálægð ein- hverra áhrifa sem hún fær hvorki skilið né skýrt. Þar sem Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN „Látum gróa grund og móa.. Einn af méstu og óeigingjörn- ustu hugsjónamönnunum, sem ég hef kynnzt á langri ævi, var Kristinn Guðlaugsson, bóndi á Núpi í Dýrafirði. Hann var list- unnandi, hafði yndi af söng og hljóðfæraslætti og var auk þess vel og smekklega hagmæltur. Hann orti tvö erindi til hvatningar um samstarf í þágu hins jákvæða í tilverunni og er t.d. lag við ljóðið eftir séra Sig- trygg, bróður hans, sem innti af hendi sex áratuga starf í þágu gróandans í eðli æskumanna og gróðrarafla islenzkrar náttúru. Ég man fyrra erindið úr ljóð Kristins. Það hljóðar þannig: Látum gróa grund og móa. granda. hrekku og hól. Lflum þrótt til þarfa. þaó er nóg aó starfa út um bvggó og ból. Þar eð Kristinn Guðlaugsson er einn af þeim fjórtán bændum, sem um er ritað í þessa bók og Unnur dóttir hans, fer í grein sinni óþarflega hóf- samlega í sakirnar fyrir hæversku sakir, þótti mér hæfa að nota fyrstu línuna í grónad- Ijóði Kristins sem fyrirsögn þessa greinarkorns. Hákon Guðmundsson skrifar um Guðmund Þorbjarnarson á Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu, Torfi Bjarnason um Bjarna Jesson i Ásgarði í Dalasýslu. Unnur Kristinsdóttir um Kristin Guðlaugsson á Núpi í Vestur-ísafjarðarsýslu, Gunn- laugur Gfslason um Gísla Jóns- son á Hofi í Svarfaðardal, Hjalti Þórarinsson um Þórarin Jónsson á Hjaltabakka í Aust- ur-Húnavatnssýslu, Sæmundur Friðriksson um Friðrik Sæmundsson f Efri-Hólum í Norður-Þingeyjarsýslu, Helga Magnúsdóttir um Magnús Þor- láksson á Blikastöðum í Gullbringusýslu, Björn Jónsson um Jón Konráðsson í Bæ í Hofs- hreppi í Skagafjarðarsýslu, Gunnar Guðbjartsson um Guðbjart Kristjánsson á Hjarðarfelli í Hnappadalssýslu, Þorkell Björnsson um Björn Þorkelsson í Hnefilsdal í Norður-Múlasýslu, • Sigurður Líndal um Jakob ,1. Líndal á Lækjamóti í Vestur- Húnavatnssýslu, Ólafur Sveins- son um Sverri Gílsason í Hvammi í Mýrasýslu, Jónas Jónsson um Jón Sigurðsson á Yztafelli í Suður- Þingeyjarsýslu og Jón Helga- son um Helga Jónsson í Segl- búðum í Vestur- Skaftafellssýslu. Þarna er sem sé sagt frá heiðurshöldum úr öllum landsfjórðungum og flestum sýslum á landinu. Um val hödlanna felli ég engan dóm, en sá á kvölina sem á völina, og Gfsli Kristjánsson getur þess í formála, að honum hafi verið sett þau takmörk, að hann veldi aðeins úr hópi látinna bænda. Hann nefnir það lfka að víða hafi hann leitað fyrir sér og fengið neikvæð svör. Það mun gjarnan verða sagt, að höfundar greinanna geri ef til vill meira úr verðleikum feðra sinna en vert hefði verið, en dragi hins vegar fjöður yfir það, sem miður hafi farið í gerð þeirra og störfum. En ég þekkti meira og minna nokkra af þeim höldum, sem um er ritað og ég fæ ekki betur séð en að hinir mætavel ritfæru höfundar þáttanna hafi ekkert sagt, sem ekki sé sannleikanum sam- kvæmt — og ekki undan dregið neitt f fari feðra sinna, sem máli skipti. I hverjum þætti er og ótrúlega mikið af talandi staðreyndum, sem einn og sér- hver getur kynnt sér annars staðar, svo að frá mfnu sjónar- miði þurfi ekki að draga í efa verðleika hinna fjórtán bændahöfðingja. Allir voru sérhver einstaklingur finnur aftur ýmislegt það sem hann hélt sig og sína samtíð löngu hafa glatað." Ástæðulaust virðist mér að greina frá nöfnum hinna ellefu sögumanna því að ég hygg, að eftir þann forsmekk afreka þeirra, sem menn hafa fengið af því sem á undan er komið, fýsi þá að lesa bókina, er áhuga hafa á öræfaferðum eða láta sér að minnsta kosti skiljast, að það, sem þessir menn og þeirra líkar hafa á sig lagt sé ekki sfður vottur framtaks seiglu, hreysti og manndóms en flest annað, sem rómað hefur verið í sögnum og sögum. Þó vil ég nefna þrjá menn. Mér var það mikil ánægja að komast að raun um, að hálfáttræður bekkjar- bróðir minn Einar Magnússon, fyrrverandi rektor skuli að mér skilst, hafa verið fremstur i flokki þá er lagt var á bröttu- brekku öræfanna. Þá þykir mér gaman að sjá að togarakallinn Sæmundur Ólafsson hefur ekki glatað í kexinu þeirri fágætu frásagnargáfu, sem mér virtist hann gæddur þegar hann fyrir mörgum árum sagði þannig frá ógnþrungnum sjávarháska að mér fannst ég sjá og heyra í stofulogninu þær náttúruham- farir sem þarna var við að stríða... Svo er það Ólafur Ketilsson, sem ég þekki sama og ekkert. — hann þykir mér skemmtilegastur allra hinna ellefu, sem þarna koma fram þó að hann virðist hafa átt í harðara stríði við vegamála- stjórn, vegaverkfræðinga og jafnvel sjálft Alþingi en við tor- færur íslenzkrar náttúru. Eg leyfi mér svo að ljúka þessu greinarkorni með þeim orðum, sem eru lokaorð hans I þessari bók: ... Og ekki get ég hrósað mér af því að hafa farið nokkra leið fyrstur manna en á stund- um hef ég ekið ruddar og lagðar vegleysur í byggð í því ásigkomulagi að ekki hefði ég óskað neinum þess að fara í slóð mína. Ekki einu sinni verk- fræðingum hjá Vegagerð rikis- ins.“ þeir á einn eða annan hátt I fylkingarbrjósti til þeirrar einstæðu land- búnaðarbyltingar, sem ég og aðrir á mínum aldri höfum verið vottar að frá upphafi. I ræktun og tækni hafa þeir haft forystu — og auk þess að sjá sér og sínum farborða, hafa þeir gegnt ótrúlega mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni og héraði og margir bætt á sig félagslegum önnum, sem hafa tekið til iandsins alls. Sumir þeirra hafa verið gæddir hæfi- Ieikum sem þeir hefðu gjarnan kosið að leggja rækt við fremur en starf bóndans og forgöngu- mannsins i félagsmálum, en svo hefur þeim verið eðlislæg skyldan við brýna þjóðfélags- lega þörf, að hún hefur orðið að sitja f fyrirrúmi. Ég hygg líka, að sá verði dómur sögunnar, að þær ógöngur í verðlags- og fjár- málum, sem þjóðin er komin í, eigi sér annars staðar orsakir en í árangrinum af störfum forystuhöldanna í landbúnaðar- málum, og þeir hljóti verðugt lof fyrir að hafa afstýrt því að í rúst væri lagður sá atvinnu- vegur sem samkvæmt náttúru- lögmáli verður alltaf að vera ein styrkasta máttarstoð is- lenzkrar sannmenningar og manndóms, svo sem og sjómennskan á vel virtu og vörðu landgrunni Islands. Þökk sé safnanda þessara þátta og höfundum þeirra — og þá ekki síður hvatamanni þess, að bókin varð til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.