Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 w Islenskzr og erlendir herraskór í glæsilegu úrvali ) Gerió stóriniikaup á Skólavöróustíg ic ,, Opióámorgun IIhk,. tii kl.6 VON ER A JOLASVEINUM KL.2 BÖRN ÞURFA EINNIG AÐ LESA — PRENTLISTIN BREYTIR HEI TIL ÞESS AÐ PRENTLISTIN BREYTI HEIMINUM, ÞARF AÐ LESA ÞAÐ SEM PRENTAÐ ER. EKKI AÐEINS FULLORÐNIR HELDUR EINNIG BÖRN — TVÆR GÓÐAR BARNABÆKUR — Valtir veldisstólar er myndaflokkur sem vel er sögu segir hann raunar ekki mikiö og ekkert nýtt, en önnum kafið fólk, tekur áreiðanlega með þökkum þessari myndrænu tilreiðsiu sög- unnar. Upprifjunargildið er að minnsta kosti ótvírætt. Það er meira guðslánið að veröldin skuli vera að mestu laus við þetta drepleiðinlega fyrirbæri — aðalinn. Síbrotamenn, ‘ þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar, var mjög fróðlegur. Könnun félags- fræðingsins, sem stjórnand- inn ræddi við, var iangt frá því að vera nógu ít- arleg, en ekki við stúlkuna að sakast. Hún kannaði það sem henni var falið að kanna — og ýmislegt var á þeirri könnun að græða. tskyggilegasta niðurstaðan var sú, að brotamað- ur sem á ungum aldri sæti fangelsisvist skuli í vistinni stofna til enn verri kynna en áður var hlutskipti hans, kynna sem að vistinni lokinni gera hann að mikilvirkari brotamanni. Manni kemur einna helst í hug sú Iausn, að maður sem í fyrsta sinn kemst undir manna hendur verði látinn afplánafangelsisdóminn annarstaðar á Norðurlöndum en á tslandi, að fangaskipti yrðu gagnkvæm, svo fremi brotamaðurinn féll- ist á þá tilhögun — og þá gegn mildun dóms. Það gefur auga leið að freista verður allra tiltækra ráða til að aftra því að betrunarhús skili vist- mönnum sínum aftur út í þjóðfélagið sem brenglaðri sálum en þegar vistun hófst. Sá hef- ur aldrei verið tilgangurinn með betrunarhús- um. En við verðum að gæta þess að falla ekki i sömu gryfju og Svíar sem fyrstir Norðurlanda- þjóða byrjuðu að gambra um það að glæpur væri sök samfélagsins en ekki þess sem fremur hann og búa svo vel að brotamönnum sínum að fang- elsi þeirra eru hótelum líkust og eftirsóknar- verð vist i augum fjölmargra ólánsmanna. Það eru til menn í Svíþjóð sem að hausti þegar fer að kólna labba sig með múrsteina að stórum búðar- gluggum í miðborginni og mölva þá. Þetta er ekki nema handtak — og svo bíða þeir lögregl- unnar. Þeir vita að viðurlögin eru sex mánaða fangelsi — veturlöng dvöl með góðri umönnun og léttu Iaunuðu starfi sem síðan er greitt þeim við brottför að vori og dugir þeim til að hafa það gott i sólinni til næsta hausts að þeir taka strætisvagn með nýjan múrstein niður í mið- borg. Mannsheilinn var prýðismynd. Margir menn hafa vaðið þá villu að hægt væri að framleiða tölvu sem afrekað gæti því sem mannsheilinn geti ekki. Tölva getur og mun aldrei geta gert neitt sem mannsheilinn getur ekki. Hún getur aðeins leyst verkefnið með þúsundföldum hraða, kannski milljónföldum. Skiptir ekki máli. Það er mannsheilinn sem smíðar og hana og getur tortímt henni þegar honurn sýnist, og mannsheilinn er og verður mesta undur verald- ar Það er ástæðulaust að falla f stafi yfir tækn- inni, nær að vegasama snilligáfu heilans. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og áhugamað- ur um ferðalög, ræddi við Gunnar Gunnarsson öðru sinni, þann öndvegishöfund og mikla manneskju. Það var ekki fritt við að brygði fyrir sjarma í svipfari Thors að þessu sinni, en undar- legar voru tilraunir feðagarpsins til að fá Gunn- ar til að játa að hann hefði skrifað hitt og þetta fyrir áhrif eða undir sterkum áhrifum frá hin- um og þessum stórmennum bókmenntasögunn- ar. Það var eins og það kæmist ekki inn I hausinn á Thor að íslenskir rithöfundar gætu gert neitt af eigin rammleik. Utnefndir höfund- ar geta lært af okkur ekkert síður en við af þeim. Mig minnir að það hafi Rasmus Rask sem sagðist hafa lært íslensku til að geta hugsað eins og maður. Svíar t.d. gætu lært tíu sinnum meira af okkur en við af þeim. Því miður halda ýmsir islenskir höfundar að þessu sé öfugt farið, og sænsk-menntaðir gagnrýnendur, sem flestir eru raunar viðrini, hafa hlaðið undir þessa bábilju. Höfuðból og hjáleiga Sigurðar Róbertssonar, fimmtudagsleikritið, var afbragð. Ég hafði gam- an af því. Það ætti að senda Svíum það, og Eyja í hafinu mætti fylgja með. Finnum þyrfti að senda eins og fimmtíu bókatitla. Ef dæma má eftir framleiðslu síðasta Norðurlandaráðsverð- launahafa þeirra eru finnsku bókmenntirnar morandi í klámi; sjoppurnar hér á landi anna fyllilega dreifingu á slíku. Ég hef mjög takmark- aða trú á norrænu þýðingarmiðstöðinni, hún er reist á slíkum vanefnum, og hin Norðurlöndin hafa litinn sem engan áhuga á okkur. Kannski á bókavalið til Norðurlandaráðskeppninnar í bók- menntum undanfarin ár sinn þátt í áhugaleys- inu. Baldvin Tryggvason hjá Almenna bókafé- laginu sagði mér um daginn hvernig Hollend- ingar færu að. Þeir gefa út tímarit á heimsmáli, ensku, sem i eru upplýsingar um nýlega út- komnar hollenskar bækur og þýddir úrdrættir úr þeim, og svo dreifa þeir timaritinu til allra forlaga i veröldinni. Þeir vita það sem hver óvitlaus maður á að vita, að ekki er hægt að selja mönnum það sem þeir vita ekki að er til. Og umheimurinn veit ekkert um hvað hér á landi er skrifað og hugsað. Hollendingar hafa ekki við að taka á móti pöntunum. Þannig frægja þéir þjóð- ina. Georgi Völtsev, búlgarskur maður, lektor við háskólann i Helsinki í bókmenntum þjóðar sinnar og meðlimur í búlgörsku vísindaakademí- unni, heimsótti mig i sumar og sat hjá mér fram á nótt. Jón Gunnarsson, lektor samanburðarmál- fræðingur, mæltur á aragrúatungumála túlkaði. Frásögn Búlgarans um hvernig landar hans efldu og hlúðu að bókmenntum sirium, sann- færði mig um hve gersamlega metnaðarlausir Islendingar eru gagnvart umheiminum. en það sem kom mér mest á óvart voru þær upplýsingar að Eistlendingar, þjóð sem telur tvær milljónir manna, eru með fimmtíu manns á rikislaunum við það eitt að þýða eistlenskar bökmenntir á aðrar þjóðtungur. Framtakið skilar sér marg- falt, ekki aðeins sem virðingarauki i augum heimsins, heldur einnig i beinhörðum pening- um, og útflutningur óskyldra framleiðsluvara nýtur að auki góðs af og af sjálfu leiðir. Sam- kvæmt höfðatölunni ættu Islendingar að vera með tíu menn á launum við að þýða íslenskar bókmenntir. Við erum ekki með neinn. Mennta- málaráðuneytið íslenska ætti að gefa út tímarit á borð við það hollenska og nefnd rithöfunda að velja f það, ekki gagnrýnenda, nema þeir sem áður hafa fært sönnur á að þeir geti skapað bókmenntir sjálfir. Ella eru þeir blindir á þær, eins og Kristján Karlsson hefur gert skóna í formála að ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirs- sonar. Kristján væri sjálfkjörinn ritstjóri slíks timarits, svo snjall heili og fordómalaus maður sem hann er. Þegar Búlgarinn fékk svör mín við þeirri spurningu sinni, hvernig þessum málum væri háttað hér, frusu augun i höfðinu á honum, og dró ég þó ýmislegt undan, sitthvað sem jafngilt hefði niði um þjóð mina. Arnbjörn Kristinsson, sá sæmdarmaður og fyrrum útgefandi minn, hörkugreindur forkur, olli mér sárum vonbrigðum i kastljósinu á bðka- útgáfuna i landinu. Hann taldi nauðsyn á að kanna hver áhrif umsvif bókasafnanna hefðu á sölu bóka í landinu. Það þarf ekkert Fanna og ekkert að rannsaka, bara byrja að borga — og borga fyrir hvert útlán tvö hundruð krónur og binda gjaldið i eitt skipti fyrir öll við andvirði vindlingapakka, þvi að þjóðin gefur ekki það eitur uppá bátinn fremur en brennivínið það sem eftir er af eilífðinni. Kjarni málsins er sá að hugverk höfunda og framleiðsluvara útgefenda er tekin ófrjálsri hendi og dreift ókeypis á hendur Péturs og Páls, og það er brot á anda stjórnarskrárinnar og á sér enga hliðstæðu i þjóðfélaginu. Samtök höfunda og útgefenda þurfa að eignast sinn Jón Leifs, mann sem veit hvað list er og elskar peninga og þjónar sjálfum sér um leið og hann þjónar umbjóðendum sín- um, starfar með fullu umboði og á prósentu- grundvelli með slyngan lögfræðing sér við hlið. Það er þetta sem okkur vantar. Fullveldisfagnaður stúdenta 1. desember var þesskonar skrælingjasamkoma að hún liður manni seint úr minni. Mikið lifandis ósköp er þetta blessað fólk miklir græningjar, ef það hyggur að upptroðsla af þessu tagi skirskoti til þjóðarinnar og vinni málstað þess gagn. En skylt er að játa að ungu fólki i dag er mikil vorkunn. Margefld upplýsingamiðlun siðustu ára hefur dregið fram í dagsljósið margháttaða vitfirringu sem viðgengst í mannlífi á jörðinni og aðilar óvandir að meðulum séð sér leik á borði að virkja í pólitískum skollaleik í krafti vitneskj- unnar um hve uppnæm og byltingarsinnuð lund æskumannsins er. En um eftirleikinn er minna hirt. Fyrir hitt er ekki að synja að frumkvæða stjórnvalda að sníða af samfélagslega agnúa, strax og bryddir á þeim, er mjög ábótavant. Það er beðið eftir þrýstingi neðan frá og réttmæti kröfunnar metið samkvæmt bramboltinu. En það breytir engu um, að rökstudd gagnrýni og dólgsháttur ersitthvaðogdagskráiní minningu fullveldisins var hneisa fyrir háskólann. Og er illt til þess að vita, ef þeir sem hvergi komu þar nærri, verða látnir gjalda hennar. Kvikmyndin um Macbeth Shakespeares bar af samnefndri kvikmynd sem ég sá í kvikmynda- húsi fyrir nokkrum árum. Dóra Hafsteinsdóttir var sögð þýðandi textans. En mér þótti ég kenna þar ljóðmál Helga Hálfdánarsonar. Annað hvort er mér farið að förlast eða Dóra er jafnoki Helga og er þá langt til jafnað og mikið fagnaðarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.