Alþýðublaðið - 21.09.1958, Blaðsíða 6
6
Alþýðublaðið
Sunnudagur. 21. sept. 1958
Fimnítugur
,.ÞEGAR ég kom til Reykja-1
víkur árið 1909, var hér enginn
iðnaður,“ sagði einn af kunn-
ustu kaupsýslumönnum lands-;
•ins við mig fyrir fáum dögum,
og þannig var það lengi fram
eftir árum. Við hið sama sat
meira en áratug seinna og í
raun og /eru var enginn iðnað-
ur til á nútíma mælikvarðá fvn-
en eftir 1930. — íslenzkur iðn-
aður hefúr risið upp á tiítöiu-
lega fáum árum með bátnandi
hag þjóðarinnar, rýmra at-
hafnafrelsi, rafvæðingu og öðr-
um framförum, sem gáfu skil-
yrði til nýrra landvinninga í at-
vinnuiífi þjóðarinnár.
Straumkastið hefur verið
strítt síðustu tvo áratugina, —
hraðinn mikill og umsvifin stór
fengleg. Allt hefur fvigst að:
umbætur á n-ser öllum sviSum,
ný öld og nýtt fólk. „Fólfcið
varð nýtt 1 gær“, sagði séra Sig-
urður Emarsson í hátíðaljóðum
sínurn árið 1930 ....
Á þessum árum hafa stígiö
fram margir menn nýrrar ald-
ar, sem skapað hafa ný viðhorf,
numið lönd og valdið æ sterk-
ari og áhrifameiri straumkösí-
um. Allt eru þetta tiltöiulega
ungir menn, sem brjótast þær
leiðir, sem forfeörurn okkar
datt ekki í hug að hægt væri
að fara — og byggðu þar, sem
fortíðin sá enga undirstöðu . . .
í dag ætla ég að minnast eins
slíks manns, eins þeirra, sem af
dugnaði, hugrekki og fvrir-
hyggju hefur gerst landnáms-
maður í atvinnulítinu og dreym
ir stöðugt nýja drauma um
landvinninga, einn þeirra
manna, sem ósjálfrátt verða
brautryðjendur, — 0g þola
hvorki fjötra né höft á athöfn-
umsínum. Þannig er þetta nýja
fólk, hrautryðjendur dagsins í
dsg í atvinnumálum. Og allt
er það „self máde“, það er að
segja, sprottið upp úr mölinni,
sem feður þeirra börðust á, alls
laust op ósérhlíft, hefur barist í
sveit .og á sjó uppvaxtarár sín
og þekkir af eigin raun strit og
stríð alþýðufólksins.
Þessí maður er Axei Kristj-
ánsson, forstjóri í Hafnarfirði.
Hann er fimmtugur í dag. Axel
Kristjánsson fæddist hér í
Reykjavík þennan dag árið
1908, sonur hjónanna Guðrún-
ar Ólafsdóttur og Kristjans H.
J. Kristjánssonar, síeinsmiðs.
Guðrún er enn á lífi, en Knst-
ÞAÐ: má ekkj minna vera en
a-ð ég sendi Axel Kristjánssyni,
á fimmtíu ára afmæli hans,' hug
heilar kveðjur, árnaðaróskir cg
Þakkir. — í nærri 20 ár höfuin
við verið nánir samstarfsmenn,
og hefði ég þar fáa, eða enga,
getað hugsað mér honum betri
né fremri. j
Hann tók við stjórn Raf-
tækjaverksmiðjunnar í Hafnar-
firði, þegar hún var nýstofnuð,
og hefur rekið hana síðsn með
þeim myndarbrag, að hún er
nú eitt stærsta og álitiegasta
iðnfyrirtæki landsins.
Undir hans stjórn hefur verk
smiðjan þanist út, framleiðslan
vaxið, b.æði að magni, fjöi- 1
breytni og gæðum og ný, skyld
fyrírtæki eins og SteinuII, Raf- j
mótor og Málmgluggar bætst j
við. j
Allt er þetta verk Axels Krist I
jánssonar meira en nokkurs
eins manns annars.
Annað aðalstarf Axels hefur j
verið á sviði kælitækni, við
hraðírystihúsabyggingai- og ým 1
isfegt fleira í því sambandi. — j
Hann hefur teiknað frýstihús
Axel Krisíjánsson
ján lézt árið 1932. Eins'og títt
var í þá daga fór Guðrún í sveit
með börn sín á sumrum og
vann fyrir þeim. Dv.akij Axel
oft í sveit í æsku, ba;Ö.i með
móður sinni og án hennar. Þar
átti hann kost á að kyrmast
hörkulegrj lífsbaráttu, sem kom
mjög við hann. Þegar hann
hafði slitið barnsskónum fór
hann að stunda allskonar vinnu:
fór á síld og vann á eyrinni.
Hann fór í vélsmiðjuna Hamar
tii járnsmiðsnáms og var þar í
þrjú ár og hafði í huga að verða
vélstjóri, enda stóð hugur hans
mjög til véla. Hann réðist sem
kyndari á togara og varðskipin
og stundaði þau störf í tvö ár,
v e $ j a
og verið ráðunautur um gerð
þairra og rekstur, nú síðast íisk
iðjuver Bæjarútgerðar Haínar-
fjarðar, sem er eitt stærsta og
nýtízkulegasta hús af því tagi
hér á landi. Fyrir IV2 ári tók
hann einnig við framkvæmda-
stjórn Bæjarútgeröar Hafriar-
fjarðar, á mjög erfiðurn tíma,
og hefur tekizt að reka það
stóra fyrirtæki, svo að orð fer
af. Að fjölda mörgu öðru hef-
ur Axel lagt gjörva hönd, sem
ekki verður rtakið hér, og ég
þekki minna til- Allsstaðar hafa
komið fram sömu manndóms-
einkennin, dugnaour, kjarkur,
hagsýni og smekkvísi, 1 verk-
um öllum, byggt á víðtækri
þekkingu á því verkeíni, sem
hann hverju sinni hefur haít
með höndum.
Þó að Axej þyki stundum
•hrjúfur á yfirborðinu slær gott
hjarta undir þeim harða stakki,
sem raunverulega vili öllum
vel.
Ég þakka Axel Krisíjánssyni
iiðin ár, ósk; honum langlífis
og mikilla verkefna og honum
og fjölskyldu hans gæ.fu og vel-
farnaðar. Emil Jónsson.
en las við Vélskólann og út-
skrifaðist úr honum árið 1930.
Árið eftir sigldi hann til Kaup-
mannahafnar og hóf nám við
Köbenhavns Maskin-teknikum
cg las þar verkfræði í þrjú ár.
Þaðan útskrifaðist hann árið
1934. Að því loknu réðist hann
til Marinens flyvevesen, vann
þá á teiknistofu Burmaisters &
Wein og loks hjá Atlas maskin-
fabrik. Þar kynntist hann mjög
náið frystivélum og öilu þar að
lútandi.
Árið 1937 flutti Axej heim,
enda var um það leyti að hefj-
ast bylting í fiskiðnaðarmálum
okkar með stofnun íiskimála-
nefndar, er stefndi markvisst
að því, að koma upp frystihús-
um sem víðast á landinu. Vúdi
hann gjarna fá tækifæri íil
þess að starfa að'þeim málum,
en það gekk illa tii að byrja
með. Loks var hann þó ráðinn
ráðunautur nefndarinnar í
frystihúsmálum. Hann ferðað-
ist þá hvað eftir annað hring-
inn í kringum landið og kvnnti
sér óskir manna, staðhætri fyr-
ir frystihús og fletrs. Átti harin
síðan aðild að byggingu og upp-
setningu allt að fimmtíu frysti-
húsa víðsvegar um land. Þá þeg
ar komu fram hinir miklu for-
ystuhæfileikar Axels, kunnátta
hans og framsýni. Hann starf-
aði að þessum málum í átta ár
við vaxandi vinsældir yfirboð-
ara sinna og traust þeirra
manna, sem nutu starfs hans og
leiðbeininga.
Raftækjaverksmiðjan í Hafn
arfirði — Rafha, hafði verið
stofnuð árið sem Axe.l kom
heim. Það var í mikið ráðist,
en grundvöllurinn eins og eðli-
legt var, lítt undirbúinn. Árið
1939, meðan Axel var enn
starfsmaður Fiskimálanefndar,
var hann ráðinn forstjórj Rafha,
og gegndi hann báðum störfun-
um þar til hann hætti hjá fiski
málanefnd. Saga Rafha, undir
íorvstu Axels Kristjánssonar,
hefur oft verið sögð. — Hann
ruddi brautina fyrir raftækja-
iðnaðinn og vann af svo mikilli
framsýni og jafnframt dyrfskn
| os bjartsýni, að Rafha varð
brátt öndvegisfyrirtæki ís.
I lenzfcs iðnaðar og heldur enn
því sæti, jafnvel þó að upp hafi
risið síðan fyrirmyndar-iðnað-
arstofnanir í öðrum greinum.
Hefur brautryðjandastarf Ax-
els á' þessu sviði haft mi.kla
þýðingu fyrir íslenzku þjóðina,
auðveldað henni hraðfara raf-
j væðingu og sparað henni stórar
! fjárupphæðir í erlendum gjald-
eyri. Ljúka allir upp einum
munni um það, að raftækin hjá
| Raíha standist fvllilega sam-
! anburð við beztu erlendar vör-
ur í sömu grein og snmar fram-
j ar, eins og t- d. eldavélarnar. —
j Hefur Axel Kristiárisson nú
j starfað sem forstióri B,afha í
j t-æpa tvo áratugi. Þá var hann
l eftirlitsmaður flugvéla í 12 ár.
j Loks skal þess getið síðasi en
ekki sízt, að fyri.r rúmu ári var
| hann ráðinn forstjóri Bæjarút-
: geðar Hafnarfjarðar. — Hann
hafðj teiknað og skipriagt
| væntanlegt frystihús Bæjarút-
j gérðarinnar — og nú var að
! reisa það. Það er komið upp og
hefur tekið til starfa fyrir
nokkru. Hafa erlendir sérfræð-
inga sagt mér, að það sé svo
vel gert, nákvæmlega skipulagt
og öllu svo haglega fyrirkomið,
að það standi eins framarlega
og fullkomnustu frystihús er-
lendis. — 1 samtölum iðnaðar-
manna hefur Axel tekið mikinn
þátt og átt sæti árum saman í
félagi íslenzkra iðnrekenda.
Um öll þessi störf Axels Krist
jánssonar væri hægt að skrifa
langt mál ,en ég sleppi því. En
upptalningin hlýtur að sýna
mönnum dugnað mannsins og
ósérplægni. Menn treysta hon-
um til mikilla afkasta, enda
mun hann ekki hafa brugðist
þvj trausti. Sumir segja að
hann sé ráðríkur og óbilgjarn,
en Þannig eru aLir dugnaðar-
menn. Hann er aíltaf með nýj-
ar hugmyndir á prjónunum, og
hann er einn þeirra manna, er
lætur sér ekki nægj a að tala um
þær. Hann vill framkvæma
þær — og engan þekki ég eins
óþolinmóoan og hann. Ég lái
slíkum mönnum ekki.þó að þeir
snúist fcart við þegar á að fjötra
þá með iangvarandi bollalegg-
ingum, hugieysi og vangavelt-
um, rjúka upp á fundum og
segi: „Eg nenni ekki að sitja
yfir þessum vangaveltum. Ég
er farinn“.
Margir 'eita til Axels Krist-
jánssoriar og h3nn leysir vand-
ræði Þnarxa og það er því líkast,
sem hann viti ekki af því.
Axex Klstjárisson er tvíkvænt
ur. Með fyrri konu sinni, Rósu
ÉríeridsSóttur átti hann fjögur
börn, en með síðari konu sinni
i Sigurlaugu Arnórsdóttur á
j hann tvær dætur.
| Ég kynntist Axel Kristjáns-
: syni fyrst um 1924, en löngu
j síðar urðum við vinir- Hann er
\ alltáf að flýta sér. Það sópar að
hcnum, enda er hann mq,ð
stærstu mönnum, — og þannig
er hann líka í skaphöfn við
framkvæmdir á thmmi mikilla
og stórdíenglegra framfara með
al ungrar þjóðar, sem beið svo
lengi í keppunni, að hún vill
j gera a!it í einni svipan ....
Axei Kristjánsson er afsprengi
þeirrar miklu framkvæmda-
byltingar, sem við nú lifum í,
, eitt gleggsta dæmið um ein-
stakiinga sem ryðja henni
braut. ‘ VSV.
Nýjustu íízkusnið frá París og New York,
m. ?. Empirekjólar, Chemisekjólar, Balloon-
kjólar.
Laogavegi 89
Það tilkynnist hér með að Brezka sendiráðið er
flutt úr Þórshamri og eru skifstofur þess nú að
Laufásvegi 49.
r
Sportskyríur á kr. 75,00
Vinnuskyrtur á kr. 75,00
Vaíteraðir unglingajakkar á kr. 200,00
Gallaðar kvenbuxur á kr. 15,00
Háhælaðir kvenskór á kr. 60,00
Kvarthælaðir kvenskór á kr. 60,00
IVé
m fram á hverjui
S¥Í eicki a'
glafirsisr tfmszil
J