Morgunblaðið - 18.03.1976, Qupperneq 1
r
32 SÍÐUR
Taugastríð í
kauphöllum
London, 17. marz. Reuter.
TAUGASTRlÐ var háð á gjaldeyrismörkuðum f Evrópu t dag og
ríkisstjórnir reyndu af fremsta megni að bjarga hinu sameiginlega,
fljótandi gengiskerfi Evrópuríkja, „snáknum".
Kerfið varð fyrir gífurlegum þrvstingi þar sem spákaupmenn voru
sannfærðir um að gengi vestur-þvzka marksins vrði hækkað til að
bjarga þvf frá algerri upplausn.
Talið er að seðlabankar í Vest-
ur-Þýzkalandi og fleiri löndum
hafi eytt 1000 til 1500 milljónum
dollara í dag til að draga úr þess-
um þrýstingi og bjarga snáknum.
Bilið milli sterkra og veikra
gjaldmiðla hefur aukizt siðan
Frakkar ákváðu að draga sig út úr
gjaideyrissamvinnunni á mánu-
dag.
Staða allra evrópskra gjald-
miðla nema marksins, sænsku
krónunnar og svissneska frank-
ans veiktist, en staða ítölsku lír-
unnar þó mest. 1 kauphöllinni í
Mílano var talað um „svartasta
daginn" í manna minnum, enda
lækkaði líran um 5.6% gagnvart
dollar á fimm tímum.
Gjaldmiðlar Belgíu,
Luxemborgar, Noregs, Danmerk-
ur og Hollands féllu allir niður
fyrir neðstu mörkin sem hið fljót-
andi gengi miðast við og aðeins
sænska krónan hélt sig innan
marka þess og þýzka markið seld-
ist á 1 % hærra verði.
Jafnframt var því hátíðlega lýst
yfir í Bonn, Brússel og Haag að
Framhald á bls. 18
Franjieh
studdur
Beinit. 17. marz. Reuter.
KRISTNIR falangistar og stjórn-
málaforingjar f Lfbanon er fylgja
Sýrlendingum að málum lýstu
því yfir í dag að þeir væru mót-
fallnir tilraunum til að bola
Suleiman Franjieh forseta úr
embætti.
Assem Qanso, foringi Baath-
flokksins, fordæmdi bvltingartil-
raun hersins og kallaði hana
„sjónvarpsbvltingu“. Jafnframt
hélt útvarp falangista því fram að
samsæri hefði verið gert um að
skipta landinu.
Framhald á bls. 18
Líbanskir stjórnmálaforingjar á fundi til að reyna að leysa deilurnar. Kamel Assad
þingforseti er fyrir miðju og Rashid Karami forsætisráóherra er honum á hægri
hönd.
James Callaghan
talinn líklegastur
London, 17. marz. Reuter.
Reagan neitar
að gefast upp
Chicago, 17. marz. Reuter.
STUÐNINGSMENN Fords for-
seta voru sigri hrósandi f dag
eftirsigur hans f forkosningunum
Ford forseti gælir við barn í
Norður-Karólínu.
f Illinois og gáfu f skyn að keppi-
nautur hans, Ronald Reagan, ætti
að draga sig f hlé.
Hins vegar neitaði Reagan að
gefast upp og kvaðst hafa eins
góða möguleika og forsetinn á að
verða útnefndur forsetaefni repú-
blikana.
Sigurvegarinn í forkosningum
demókrata, Jimmy Carter, hélt
því fram að nú kæmu aðeins tveir
til greina sem forsetaefni demó-
krata, hann sjálfur og Henry
Jackson öldungadeildarmaður, en
Morris Udall hefði þó enn nokkra
möguleika.
Einn helzti aðstoðarmaður
Fords, Rogers Morton, sagði að að
því kæmi að Reagan yrði að koma
Framhald á bls. 18
JAMES Callaghan utanrfkisráðherra og fjórir aðrir ráð-
herrar Verkamannaflokksins gáfu kost á sér sem for-
sætisráðherra f dag f stað Harold Wilsons. Callaghan er
talinn langlfklegastur og gert er ráð fyrir að hann fylgi
sömu stefnu og Wilson ef hann verður fyrir valinu.
Tveir eindregnir vinstrimenn
gáfu kost á sér: Tony Benn, hinn
umdeildi orkumálaráðherra, og
ræðuskörungurinn Michael Foot
atvinnuráðherra. Vinstrisinnar
eru óánægðir með að tveir af leið-
togum þeirra taka þátt í kapp-
hlaupinu þar sem þeir óttast að
atkvæði þeirra dreifist.
Hinir tveir sem buðu sig fram
voru Roy Jenkins innanrfkisráð-
herra, sem nýtur stuðnings I
hægra armi flokksins, og Anthony
Crosland umhverfisráðherra, sem
kveðst stefna að því að sameina
vinstri og hægri menn.
Denis Healey fjármálaráðherra
gaf hins vegar i skyn að hann
mundi ekki gefa kost á sér og
lagði áherzlu á að hann væri að
vinna að undirbúningi fjárlaga-
frumvarpsins sem hann leggur
fram eftir þrjár vikur. Hann sagði
að afgreiðsla frumvarpsins yrði
James Callaghan
mikilvægasta verk þingsins og
það mundi miða að bata efnahags-
lifsins án þess að magna veröbólg-
una.
Fyrir einni viku hefði Healey ef
til vill þótt líklegasti arftaki Wil-
sons, en hann gerði harða hríð að
vinstrimönnum þegar þeir gerðu
uppreisn gegn stjórninni fyrir
viku með þeim afleiðingum að
Neyðarástandi lýst yfir
í fiskiðnaði Perúmanna
Einkaskeyti til Mbl. frá
Henry s. Ackerman.
IJma. 17. marz. AP.
STJORNIN í Perú lýsti vfir
nevðarástandi i ansjósu-
iðnaðinum í dag vegna verk-
falls um það bil 10.000 fiski-
manna.
Jafnframt lýsti stjórnin þvf
vfir að verkfallið væri ólöglegt
og hótaði fjöldauppsögnum, en
sjómenn héldu verkfallinu
áfram, þriðja daginn í röð.
Forvstumenn fiskimanna-
sambandsins í Perú sögðu að
verkfallinu vrði ekki hætt fvrr
en vfirviild slepptu nokkrum
verkíilýðsforingjum úr haldi.
Stjórnin varaði fiskimenn við
þvi að verkfallið hefði kostað
Perúmenn 6.22 milljónir
dollara (tæplega 1.1 milljarð
ísl. króna) fvrstu daga ansjósu-
vertiðarinnar.
Samkvæmt fréttum frá
Chimbote, mikilvægri veiðistöð
250 niilur norður af Lima, hafa
rúmlega 60 fiskibátar róið í dag
og þar með gerzt verkfallsbrjót-
ar. ÞeSsir bátar eru um 10%
fiskiskipastólsins.
Stofnunin Pesca-Peru, sem
var sett á fót 1973 þegar
ansjósuveiðarnar voru þjóð-
nýttar, sakar æsingamenn um
efnahagslega niðurrifsstarf-
semi i opinberum tilkynning-
um.
Framhald á bls. 18
hún beið ósigur i atkvæðagreiðslu
um efnahagsstefnu hennar. Siðan
hafa vinstrimenn í flokknum ekki
getað litið hann réttu auga.
Callaghan verður 64 ára i næstu
viku og er þvi fjórum árum eldri
en Wilson og einn þeirra elztu
sem keppa um að taka við af
honum. Hann er talinn manna
bezt til þess fallinn að græða sár-
in eftir uppreisn vinstrimann-
anna I flokknum og tryggja ein-
ingu í flokknum.
Jenkins er 55 ára og fyrrver-
Framhald á bls. 18
Færaútí
marz 1977
Washington, 17. marz. AP.
ÖLDUNGADEILDIN og fulltrúa-
deildin náðu samkomulagi I dag
um frumvarp um útfærslu banda-
rfskrar fiskveiðilögsögu I 200
mflur frá 1. marz 1977.
Leomoc K. Sullivan, formaður
sameiginlegrar nefndar þing-
deildanna, kvaðst hafa fengið þær
upplýsingar i Hvíta húsinu að
Ford forseti mundi undirrita
frumvarpið ef lögin tækju gildi 1.
marz 1977.
Stjórn Fords hafði verið andvíg
þvi að útfærslan tæki gildi 1. júli
1976 eins og kveðið var á í frum-
varpi þvi sem fulltrúadeildin
samþykkti í október. Stjórnin
vildi að timi gæfist til tilrauna til
samninga á hafréttarráðstefn-
unni. Öldungadeildin hafði sam-
þykkt útfærslu frá 1. júlí 1977.
Samkvæmt málamiðlunarfrum-
Framhald á bls. 18
Visconti látinn
Róm, 17 marz. Rcuter.
ITALSKI kvikmyndaframleið-
andinn Luchino Visconti lézt í
Róm í dag, 69 ára að aldri.