Morgunblaðið - 18.03.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraeE'Kár'
Sigurður
Gunnarsson þýddi
jejipann á ný og óku hæí»t niöur aö
bænum þeirra, sem hét Davíöslundur
eins ojí fyrr segir. Slíkir bæir nefnast
samyrkjuhú hér í ísrael. Þau óku gegn-
um bananaekurur og appelsínulundi og
ungt fólk leit upp frá vinnu sinni og
veifaöi til þeirra. Þarna voru mörg stór
og falleg hús. María benti á skóiann,
borösalinn og bókasafnið. Þetta voru
fallegir og frjósamir reitir eins og aldin-
garöurinn Eden hlýtur að hafa verið.
Víöa voru vatnsdreifarar, sem úöuöu
vatninu út yfir smærri og stærri svæöi,
en öll ræktun á þessum slóðum byggist á
því að hægt sé aö ná til vatns.
Á miöju svæöi samyrkjubúsins hafði
verið geröur fegursti blómagaröur. Þau
COSPER-------------
Á ég aö trúa því, aö þú viljir ekki láta
^sleppa þér? ^
gengu þangaö inn og Gyðingarnir ungu
leiddu Óskar að litlum steinkofa. „Þetta
var fyrsta húsið okkar,“ sögöu þeir, „en
nú er þaö minnismerki yfir þá menn
okkar sem féllu í stríðinu fyrir ísrael.“
„Líttu hérna á,“ sagöi Míron. Hann
lyfti upp sléttri steinhellu inni í kofanum
og sýndi Óskari leynihólf sem í voru
nokkrar bækur. „Þetta var fyrsta bóka-
safnið okkar. Þótt fyrstu árin hér í eyði-
mörkinni hefðu vissulega veriö erfiö,
tókst okkur ööru hverju aö finna tóm-
stund til aö lesa. En viö vissum, aö ef
óvinirnir hrektu okkur burt mundu þeir
líka eyöileggja bækurnar. Þess vegna
földum við þær hér og þeir fundu þær
aldrei. ()g þegar við komum aftur voru
bækurnar eins og við höföum skiliö viö
þær.
Fyrr en varöi haföi sú fregn borizt um
allt samyrkjubúið, aö þangaö væri
kominn fjarlægur gestur, — drengur
nokkur, alla leiö frá Noregi. Krakkarnir
komu brátt hlaupandi til aó sjá Óskar og
einn þeirra reyndi aö klípa hann í fót-
leggina til þess að gera sér grein fyrir,
hvort hann væri skapaður meö holdi og
blóði eins og þau, sem hér bjuggu. Seinna
sagói Óskar viö Maríu, aö mennirnir
væru alls staöar eins og hann bætti við:
„Ég fann, aö neglurnar hér í Galíleu eru
jafnbeittar og Noregi.“
Attundi kafli.
Óskar var nú kominn í vinnuflokk, sem
hafði þaó hlutverk meö höndum að
þurrka upp mýrarnar noröan viö Djúpa-
vatn. SamyrkjubúiÖ Davíöslundur hafói
keypt þar töluvert landssvæði. Og
morgunn einn, snemma, var hann vakinn
til að hefja fyrsta starfsdag sinn hér í
Galíleu. Döggin glitraöi enn á laufum
appelsinutrjánna, og sólin varpaði fyrstu
geislum sínum, rauögullnu gliti, á tinda
fjallanna. Hýena vældi hrollvekjandi,
einhvers staóar nióri vió Jórdan.
Vinnuflokkurinn átti aö aka í jeppa út
aö mýrunum, og bíllinn hafði þegar verið
ræstur. Þarna kom Jesemel, fremur súr á
svip ennþá því aö hann hafði einmitt
verið að baksa viö að boröa morgun-
verðinn með gaffli, en gengiö heldur
óhönduglega, eins og stundum fyrr. Og
þarna kom Míron líka, — raulandi
kunna, þýzka vísu, ofurlitla minningu um
Va‘ri þér sama þó aó við Þá mátt þú spvrja vitnið!
frestuðum því fram yfir
hádegi. — Svona snemma get
ég varla opnað augun.
Troðfullur af hugmyndum —
Hvernig heldur hann fjöl-
skvldu uppi á því?
Má ég biðja um eina aðeins
minni?
Fangavörðurinn: — Ég sé
það núna, að ég hef haldið þér
hér inni einni viku of lengi.
Ég verð að biðja þig afsökunar
á þvf.
Fanginn: — Hafðu engar
áhyggjur af þvf. Við drögum
hara þessa viku frá, þegar ég
verð hér næst.
X
Prestur-inn: — Hvernig er sjö-
unda hoðorðið. harnið mitt?
Barnið: — Presturinn ... má
ekki stela.
Prestur: — Þetta er ekki rétt.
hoðorðið er svona: Þú skalt
ekki stela.
Barnið: — Ilún mamma mín
sagði, að ég mætti ekki segja þú
við prestinn.
X
Maja litla kom hlaupandi til
pabba sins, sem var önnum
kafinn við skriftir.
— Pabbi, það er kominn
maður. sem vill finna þig.
— Kg má ekki vera að því að
tala við hann núna. Segðu
honum. að ég sé ekki heima.
Maja: — Ég má ekki skrökva
Þú verður að segja honum það
sjálfur.
Sjúklingurinn: — Ég hef nú
enga trú á þessum meðulum
þinum.
Læknirinn: Það gerir ekkert
til. hundarnir hafa ekki heldur
trú á meðulum, en læknast þó.
X
Presturinn: — Það er hug-
hrevsting fyrir þig, að hinu-
megin hittirðu fvrir gamla vini
og konuna þína sáluðu.
Hans gamli: — Það vantaði nú
bara ef ég á að fara að striða
við hana í annað sinn.
X
María var ákaflega hrifin af
kærastanum sínum, sem var við
nám erlendis og skrifaði
honum á hverjum degi. I bréfi
hennar frá í gær stöð t.d.::
— Þú getur ekki imyndað þér,
hve mikið ég þrái þá stund, er
þú kemur aftur til mín. Myndin
af þér hangir hér á veggnum,
og í hvert sinn, sem ég Ift á
hana, óska ég þess að þú sjálfur
héngir þar.
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 0
21
hafði samskipti við hana bréflega
út af húsinu. Ég er að hugsa um
að fara og finna hann.
— Hvers vegna.
— Ég er bara forvitinn.
— Kinkennileg ástæða.
— Forvitni um uppruna manns
er ekki einkennileg.
— Haldið þér að gamli maður-
inn búi yfir leyndarmálum sem
aðrir vita ekki um?
— Þrfr menn komu við sögu varð-
andi erfðaskrána, svaraði David.
— Herault læknir, móðir mln og
lögfræðingurinn sem annaðist
gerð hennar, I þessu tilviki M.
Boniface. Hann gæti vitað meira
um þann mikla greiða sem móðir
min gerði Madelaine Herault.
Gautier heldur að hún hafi
hjálpað Madeleine að leynast og
hjúkrað henni eftir að hún slapp
undan Þjóðverjunum, en hann
veit ekki nein nánari málsatvik.
Það er ein af spurningunum, sem
mig langaði að leggja fyrir yður.
Hvernig bar dauða Madeleine að?
Marcel sneri sér aftur að höll-
inni og gekk hægar en áður.
— Þetta Ijóta hús yðar, sagði
hann að lokum — á slna sögu. Og
það má orða það svo að I strtðinu
hafi þetta hús gegnt sögulegu
hlutverki. Ef ég þarf að segja
yður frá þvf kemst ég ekki hjá að
tala um sjálfan mig, eins og þér
hljótið að skiija. Ég óska þess
eins að gieyma þessum árum. Of
mörg mannslff glötuðust. Það er
óhjákvæmilegt að eins konar
sektarkennd fylgi þvf að hafa lif-
að af.
— Hver lifði af?
— (Jr litla hópnum okkar? Ég,
Simone, Herault læknir og
nokkrir aðrir. Það er að segja af
þeim sem verulega beittu sér f
samtökunum okkar. En svo komu
margir aðeins fram á sjónarsviðið
á sérstaklega völdu augnabliki.
Þjóðverjarnir hurfu á braut og
við tókum stjórnina f okkar hend
ur. Við frelsuðum okkur sjálf.
Herault og ég vorum aðalskipu-
leggjendurnir. Ég var þá að vinna
við fyrirtæki föður míns. Ég hafði
afsökun fyrir að fara um. Ég ætti
að segja þér það áður en aðrir
gera það að faðir minn hafði gert
eins konar samning við Þjóðverja
— einfaldlega til að bjarga lffsaf-
komu sinni — um að sjá þeim
fyrir ákveðnum nauðsynjum. 1
raun og veru var engin fram-
bærileg ástæða fyrir þvf að hann
gerði slfkt ekki. Það varð einnig
öðrum til hjálpar og þetta kom
okkur I samtökunum sérstaklega
vel og varð okkur til verndar að
mörgu leyti. Ég var einu sinni
tekinn, en þegar þeir vissu hver
ég var slepptu þeir mér. Herault
var læknir fjölskyIdunnar. Hann
hafði stóran praxis og allir
þekktu hann. Hver og einn gat
leitað til hans án þess það þætti
grunsamlegt. Og húsið hans varð
þvf miðstöð neðanjarðarhreyfing-
arinnar hér.
— Og hver var svo hlutur móður
minnar f þessu.
— Simone vann við móttöku
sjúklinga hjá Herault lækni. Hún
bjó f húsinu, þegar ég hitti hana
fyrst. Dugleg en prúð stúlka. Hún
og Madeleine voru miklar vinkon-
ur. Madeleine var ekki i vinnu á
þessum tfma. Hún annaðist heim-
ilisstörfin, þvf að móðír hennar
hafði dáið ári áður en styrjöldin
skali á. Madeleine tók að sjálf-
sögðu mikinn þátt f athöfnum
samtaka okkar. — Við gerðum
ekki mikið til að byrja með. Smá-
vegis skemmdarverk. Og ekki
tókst allt vel. Við eínbcittum okk-
ur að þvf að koma okkur upp ncti
þeirra sem voru okkur hliðhollir.
Það voru herfileg mistök. Þvf
fleiri sem vissu allt um starfsem-
ina þvf meiri var hættan á „leka".
Við vorum bara viðvaningar og
vissum ekki hvernig við ættum að
fara að. Við höfðum ekki lært
undirstöðuatriði I slfkum hern-
aði.
— Þvf leiddi af sjálfu sér að of
margir vissu um of marga. Samt
sem áður gekk okkur ýmislegt I
haginn. Það fréttist um okkur tíl
Englands og haft var samband við
okkur. Við báðum um vopn og
peninga. Þeir sendu okkur tvo
menn, skipuleggjanda og loft-
skeytamann. Loftskeytamaðurinn
náðist skömmu eftir að hann
kom. Aftur á móti tókst okkur að
koma f veg fyrir þeir næðu tækj-
unum hans og Madeleíne tók við
starfinu. Énglendingurinn hinn
kenndi henni.
— Hvar bjó þessi Englendingur?
— 1 Heraulthúsinu.
— Var það faðinn minn?
Marcel svaraði ekki að bragði.
— Nei. Nei, minn kæri David.
Faðir yðar kom fyrr, á undan Ian.
Ég skal segja vður þá sögu eftir
stutta hrfð.
— Þessi maður hét lan Richards-
soa Það var eftir að hann kom að
allt fór að ganga á afturfótunum.
Við bjuggumst við að loftskeyta-
maðurinn hefði verið pfndur til
sagna. Sömuleiðis hljóta Þjóð-
verjarnir að hafa ráðið dulmáls-
kótann okkar. Við fengum eina
vopnascndingu og það tókst bæri-
lega. Sfðan barst okkur til eyrna
að við ættum Ifka að fá pening-
ana En þeir komu aldrei. Þjóð-
verjar vissu Ifka um peningana