Morgunblaðið - 18.03.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1976, Blaðsíða 5
Ný hljómplata MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976 5 MANNAKORN í tónum og söng ÚT ER komin hjá Fálkanum hljómplatan MANNAKORN, en allflestir textar plötunnar og lög eru eftir Magnús Eirfksson gftar- leikara. Hljómplatan, sem er hin vandaðasta að allri gerð, var tekin upp f Hljóðrita f Hafnarfirði, en það er hljómsveit Pálma Gunnarssonar söngvara og bassa- leikara sem leikur á plötunni, en hana skipa auk Pálma þeir Magnús Eirfksson gftarleikari, Björn Björnsson trommuleikari, Baldur Már Arngrfmsson gftar- leikari m.m. og Úlfar Sigmarsson pfanóleikari, nikkuleikari o.fl. Auk Pálma syngja þeir Vilhjálm- ur Vilhjálmsson og Magnús Eirfksson nokkur lög. 12 létt lög eru á plötunni og eru öll utan eitt eftir Magnús. Ýmsir fleiri góðir tónlistarmenn koma einnig við sögu plötunnar og m.a. má nefna Magnús Ingimarsson sem skráði útsetningar fyrir blás- ara og strengjaleikara. Textar, sem allir eru á íslenzku, fylgja plötunni. Skagaleikflokkur- inn sýnir „GísF’ Akranesi — 16. marz. SKAGALEIKFLOKKURINN frumsýndi írska leikritið Gísl eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Arnasonar sl. laugardags- kvöld í Bíóhöllinni hér á Akra- nesi. Leikstjóri var frú Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona. Akur- nesingar og aðkomugestir, sem fylltu Bióhöllina, virtust skemmta sér mjög vel og klöpp- uðu leikendum lof í lófa. I leiks- lok var leikstjórinn hvlltur, og Herdísi færð blóm en hún þakkaði með ávarpi, þar sem hún lofaði hinn unga Skagaleikflokk fyrir dugnað og framtakssemi um leið og hún bað bæjarbúa og bæjarvfirvöld að svna leiklistinni áhuga og verðskuldaða aðstoð. Næstu sýningar á Gfsl verða á Akranesi föstudag og laugardag. „Gísl“ er annað verkefni Skaga- leikflokksins á þessu Ieikári, í haust var Fómarlambið eftir Yrjö Soini sett á svið og má geta þess að vegna húsnæðisleysis i jafn stórum bæ og Akranes. er, urðu æfingar að.fara fram í félags- heimili fyrir utan bæinn sem og smiðar sviðs. Með aðalhlutverk í „Gisl“ fara þau, Halldór Karlsson er leikur Pat og Þórey Jónsdóttir er leikur Meg, aðrir leikarar eru fjórtán. — Júlíus Austur-Eyfellingar sýna Pétur og Rúnu LEIKFÉLAG Austur-Eyfellinga sýnir um þessar mundir leikritið Pétur og Rúna eftir Birgi Sigurðsson. Frumsýning var f fé- lagsheimiiinu Skarðshlfð og hefur leikritið einnig verið sýnt I Gunnarshólma og á Hellu við góðar undirtektir. Leikfélag Austur-Eyfellinga var stofnað 1970 og er núverandi formaður félagsins Margrét Tryggvadóttir. Rúna og Pétur eru leikin af Guðbjörgu Þórisdóttur og Arna Blandon sem jafnframt er leik- stjóri. önnur hlutverk eru leikin af Margréti Tryggvadóttur, Ingi- mundi Vilhjálmssyni, Sesselju Öskarsdóttur, Óskari Ketilssyni, Ölafi Eggertssyni og Garðari B. Sigvaldasyni. Leikritið Pétur og Rúna fékk fyrstu verðlaun ásamt Kertalogi eftir Jökul Jakobsson i leikrita- samkeppni L.R. Leikfélag Austur-Eyfellinga mun sýna leikritið í Kópavogs- bíói, laugardaginn 20. marz. Myndin er frá opnunarmótinu og eru það skákmeistararnir Bragi Halldórsson og Helgi Olafsson sem eru að tafli. 1 baksýn er Jóhann Þórir ritstjóri Skákar og Guðmundur Agústsson. SKÁKSTOFA OPN- UÐ í REYKJAVÍK OPNUÐ hefur verið að Hagamel 67 í Reykjavík Skákstofa þar sem skákáhugamönnum gefst kostur á að tefla eða ræða áhugamálið yfir kaffibolla eða svaladrykk. Allt að 16 manns geta teflt í Skákstof- unni i einu en jafnframt er ætl- unin að veita fólki á öllum aldri kost á námskeiðum i skák þar sem okkar hæfustu skákmeist- arar verða leiðbeinendur. I tilefni þess að stofan var opnuð stefndi tímaritið Skák saman ýmsum beztu skákmönn- um landsins til hraðskákmóts á laugardaginn. Urslit mótsins urðu þau að Guðmundur Sigurjónsson varð hlutskarpastur með 10 vinn- inga af 11 mögulegum. 1 öðru til þriðja sæti urðu þeir Friðrik Ólafsson og Ingvi R. Jóhannsson með S'/t vinning. Hugmyndin er að slik mót fari fram i Skákstofunni öðru hvoru. Þeir sem áhuga hafa á námskeið- um þeim sem fyrirhugað er að halda í Skákstofunni geta snúið sér til tímaritsins Skákar og kynnt sér fyrirkomulagið á nám- skeiðunum. I Skákstofunni verður einnig til sölu flest það sem að skák lýtur, töfl, klukkur, bækur o.fl. Tízkusýning í Breiðholtinu Kvenfélag Breiðholts gengst fyrir tízkusýningu I anddyri Breiðholtsskóla í dag, fimmtudag klukkan 20.30. Þar verður sýndur tízkufatnaður frá nokkrum þekktum tizkuverzl- unum. Búa í snjó- húsum DRÖTTSKATAR í Reykjavfk ætla nú að taka upp þá ný- breytni að kenna félögum dróttskátahreyfingarinnar að byggja snjóhús sem hæf eru til fbúðar. Slfk kunnátta er afar gagnleg og getur komið sér vel f ýmsum tilfellum. Er þetta í fyrsta sinn sem slfk kennsla fer fram á landinu, en ætlun dróttskátanna er að búa f hús- unum eina nótt. Snjóhúsin verða byggð á Hellisheiði nálægt skála sem heitir Jötunn. Munu skátarnir búa i skálanum aðfaranótt laugardagsins en hafa hugsað sér að búa i snjóhúsunum seinni nóttina. Jafnframt því að byggja snjóhús verða skát- arnir með skíða- og snjósleða- keppni. Dróttskátarnir leggja af stað á föstudagsmorgun kl. 8.00 frá Búnaðarbankanum við Hlemmtorg. HOOVER er heimilisprýði HOOVER Tauþurrkarar. StærS: Hæð 85 cm, breidd 59 cm, dýpt 55 cm. Hleðsla: 3,5 kg, af þurrum þvotti. Þurrkkerfi: Tvö, annað fyrir náttúrulegan vefnað en hitt fyrir gerfiefni. Hitastig: 55 C, 75 C Tímastillir: 0 til 110 mínútur. Öryggi: Öryggislæsing á hurð, 1 3 A rafstraumsöryggi, Taurþurrkarinn er á hjólum. Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan. FÁLKIN N’ Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70 HOOVER þvottavélar StærS: HxBxD. 85x59x55 sm. Þvottamagn: 5 kg af þurrum þvotti Þvottakerfi: 1 2 til 16 algjörlega sjálfvirk þvottakerfi. Vatnsinntak: Heitt og kalt (blandar), eða eingöngu kalt vatn. VatnshæSir: Vélarnar velja á milli vatnshæða. Sápuhólf: Skúffa sem skipt er I 3 hólf, forþvottur, aðalþvottur og bætiefni. Hitastig: 30 gr. C, 40 gr. C, og 60 gr. C, og 95 C Öryggi: Öryggislæsing á hurð, vatnsöryggi á sápuskúffu. 1 3 A rafstraumsöryggi. Þvottatromla úr ryðfríu stáli. Vélarnar eru á hjólum. Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan. Þær falla þvi vel i innréttingar eða undir borð. Einnig má sameina þvottavél og tauþurrkara á þann hátt að skorða þurrkarann ofan á vélina. HOOVER- VERKSMIÐJURNAR ÁBYRGJAST VARAHLUTI í 20 ÁR, EFTIR AÐ FRAMLEIÐSLU SÉRHVERRA TEGUNDA ER HÆTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.