Morgunblaðið - 18.03.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Atvinnuleysi hefur
verið víðtækara og
meira á árinu 1975, bæði i
V-Evrópu og Bandaríkjun-
um en nokkru sinni frá
krepputímum fyrirstríðs-
áranna. Undanfari þessa
atvinnuleysís var ofþensla
í efnahagsmálum, sem ef
til vill átti rætur í slökun á
stjórnun þeirra, samhliða
ýmsum öðrum orsakavöld-
um, vaxandi verðbölgu,
sem fylgdi í kjölfarið, og
viðleitni til að ná á ný
stjórnun á verðbólgunni,
þróun efnahagsmála og
efnahagslegum framför-
um.
Jónas H. Haralz hanka-
stjöri segir m.a. í erindi,
sem hann flutti nýverið á
aðalfundi Verzlunarráðs
íslands: „Hafi heimskrepp-
an 1930 fært mönnum
heim sanninn um, að vest-
ræn þjóðfélög stæðust ekki
almennt atvinnuleysi,
sannfærðust menn nú um,
að þau myndu ekki heldur
standast mikla og langvar-
andi verðbólgu. Þess vegna
var rösklega tekið í taum-
ana og lögð megináherzla á
að ráða niðurlögum verð-
bólgunnar. Afleiðingin
varð sú efnahagskreppa,
sem staðið hefur árin 1974
og 1975.“ Jónas telur að
lítilla breytinga sé aó
vænta í þessu efni á yfir-
standandi ári. Hann segir:
„Hér kemur til greina sú
skoðun, sem rutt hefur sér
til rúms, ekki aðeins með-
al hagfræðinga, heldur
einnig stjórnmálamanna,
verkalýðsleiðtoga og alls
almennings, að hversu
mikið böl sem atvinnuleysi
sé, þá sé verðbólgan enn
meiri ógn. Það sé ekki leng-
ur unnt að losa sig undan
svipu atvinnuleysisins með
því að auka við verðbólg-
una. Sé það reynt, munu
menn missa stjórn á verö-
bólgunni og uppskera enn
meira atvinnuleysi. Þetta
sé sú meginskoðun sem nú
ræður stjórn efnahagsmála
í öllum helztu iðnaðarlönd-
um heimsins, hvort sem
miðflokkar eöa jafnaðar-
mannaflokkar fari með
völd. Þetta er stefna Hel-
mut Schmids í Þýzkalandi
og Harolds Wilsons í Bret-
landi í jafn ríkum mæli og
Ueralds Fords i Bandaríkj-
unum.“
Um stöðu efnahagsmál-
anna hér á landi segir Jón-
as: „1 stórum dráttum hafa
islendingar fylgt alþjóðleg-
um ferli í efnahagsmálum
fram að þessu. Hér var enn
nokkur hagvöxtur á árinu
1974, er þjóðarframleiðsla
jókst um 3%. Þá versnuðu
viðskiptakjör hins vegar
mikið, verðlag á innflutn-
ingi hækkaði, ekki sízt olíu.
og verð á útflutningsvör-
um lækkaði. Versnandi viö-
skiptakjör þurrkuðu út á-
vinning aukinnar þjóðar-
framleiðslu og þjóóartekj-
ur stóðu í staó. Árið 1975
versnaði þetta enn. Talið
er að Þjóðarframleiðslan
hafi minnkað um 3.5% og
viðskiptakjör versnað um
12% með þeim afleiðingum
að þjóðartekjur lækkuóu
um 8%. Þess sjást nú
merki hér eins og annars
staðar, að hagsveiflan sé að
byrja að snúast við. Verð-
lag á útflutningsvörum
okkar tók að hækka síðari
hluta árs 1975 og er ekki
ósennilegt, að sú þróun
haldi áfram, þótt varhuga-
vert sé að vonast til of mik-
ils í því efni. Jafnframt
þessu dró talsvert úr hraða
verðbólgunnar eftir því
sem leið á árið 1975. Á hinn
bóginn reyndist halli á
greiðslujöfnuði svipaður
og áður, eða 12% af þjóðar-
framleiðslu, bæði árin 1974
og 1975.“
Jónas sagði ennfremur:
„1 þjóðhagsspá, sem lögð
var fram í nóvembermán-
uði sl„ var gert ráö fyrir aó
þjóðarframleiðsla myndi
standa í stað 1976 og litil
sem engin aukning verða á
þjóðartekjum. Gert var ráð
fyrir að bæði einkaneyzla
og samneyzla myndu
standa í stað en fjármuna-
myndun minnka. Nokkuð
slaknaði á eftirspurn eftir
vinnuafli en atvinna þó
haldast næg.“
Siðar í ræðu Jónasar
kemur fram að þessi þjóð-
hagsspá þarfnist endur-
skoðunar. Gera verði ráð
fyrir samdrætti í þjóðar-
framleiðslu, bæði vegna
verkfallsins og fyrirhug-
aðra ráðstafana gegn of-
veiöi. Nú sé fyrirsjáanleg-
ur verðbólguvöxtur, sem
geti numið allt að 30% á
árinu. Geti það haft alvar-
leg áhrif á sparnað og
greiðslujöfnuð, að menn
sjái fram á vöxt verðbólgu
í stað rénunar hennar.
Þörf sé nýrrar og sam-
ræmdrar stefnu í efna-
hagsmálum, er taki fullt
tillit til áhrifa lækkandi
framleiðslu og verðbólgu-
vaxtar og miói umfram allt
að því að draga verulega úr
hinum mikla halla á við-
skiptajöfnuði. Áframhald-
andi lánstraust landsins er-
lendis, sem viö þurfum nú
meira á að halda en nokkru
sinni fyrr, byggist á því, aó
verulegur árangur náist í
þessu efni, og það sem allra
fyrst.
Jónas H. Haralz lagði
ríka áherzlu á gildi frjálsr-
ar verzlunar í ljósi þeirrar
reynslu, sem fengin væri á
undanförnum árum og ára-
tugum. Hún væri ein af
meginforsendum hagvaxt-
ar, aukinnar velmegunar,
heilbrigðrar verðmyndun-
ar og frjáls neyzluvals.
Hún væri eina skipan við-
skiptamála, sem væri í
samræmi vió hagsmuni
allrar þjóóarinnar, laun-
þega jafnt sem vinnuveit-
enda, neytenda jafnt sem
kaupsýslumanna. Eigi sá
mikli ávinningur hins veg-
ar að haldast, sem frjáls
verzlun felur í sér, sé um-
fram allt nauðsynlegt að ná
föstum tökum á almennri
stjórn efnahagsmála, svo
unnt reynist að draga úr
hallanum á vióskiptajöfn-
uði þjóðarinnar sem allra
fyrst.
Stjórn efnahagsmála og baráttan
gegn verðbólgu og atvinnuleysi
Vafi betri en vissa hinna
ÞORSTEINN Gylfason er
einn hínna föstu greinahöf-
unda Skirnis og setur svip á
ritið með skorinorðum athug-
unum sínum. í Skírni 1975
er grein eftir Þorstein, sem
nefnist Ætti sálarfræði að
vera til? Þorsteinn kveðst
ætla að velta þessari spurn-
ingu fyrir sér án vonar um
endanlegt svar. Hann gerir
sér grein fyrir því að með
þessu hljóti hann að valda
lesendum sínum vonbrigð-
um, en huggar sig við „að
enginn maður hafi hlotið feg-
urri eftirmæli en sá sem um
var sagt: vafi hans var miklu
betri en vissa hinna".
Annar greinahöfundur,
sem Skírnir virðist ekki geta
án verið, Helga Kress, skrifar
um Kvenlýsingar og raunsæi
með hliðsjón af Gunnari og
Kjartani eftirVéstein Lúðvíks-
son. Helga hefur farið á
grenjandi túr í kenningum
Georges Lukacs og notar
raunsæi „í marxískri merk-
ingu um þann eiginleika list-
ar að skyggnast undir yfir-
borð hlutanna og draga fram
og sýna samfélagsleg tengsl
þeirra og orsakir". Niður-
staða Helgu er sú að hinn
sósíalíski höfundur viður-
kenni „hvað varðar hlut-
verkaskiptingu kynja í þjóð-
félaginu þá borgaralegu hug-
myndafræði sem hann ann-
ars ræðst gegn". Skáldsögu
hans „vantar heildarsýn" og
höfundur „gerir sér ekki
grein fyrir að um stéttaskipt-
ingu þjóðfélagsins verður
ekki fjallað án kynskiptingar
þess, og sú þjóðfélagsmynd
sem hann gefur, getur því
ekki orðið annað en röng",-
Ætlun Helgu Kress er að ala
Véstein Lúðvíksson upp í
réttri kenningu svo að hann
geti fengið sama út úr túrn-
um og hún. Grein þessi hef-
ur fengið góðan hljómgrunn
í Þjóðviljanum, en þar var
dregið i efa að Vésteinn væri
í raun sósíalisti. Sömuleiðis
hefur Svava Jakobsdóttir
vegsamað Helgu Kress í út-
varpsþætti um gildi kvenna-
ársins. Það kemur ekki á
óvart þegar þess er gætt að í
greininni um Véstein telur
Helga Svövu helsta rithöf-
undinn, „sem fjallar um líf og
vandamál kvenna á þjóðfé-
lagslegum grundvelli". Hinir
eru Guðbergur Bergsson og
Jakobina Sigurðardóttir
Grein Helgu Kress hefði því
alveg eins getað birst í Rétti
eða einhverju öðru marxísku
rétttrúnaðarriti En kannski
ber að skilja greinína sam-
kvæmt skilgreiningu Þor-
steins Gylfasonar í fyrr-
nefndri grein hans, en þar
Karl Marx. Hann kemur viS sögu I
Sklrni 1975
segir hann að „byltingarhug-
sjónir virðast á okkar dögum
vera deyfilyf handa skóla-
fólki, með áþekkum hætti og
Karl Marx taldi kristindóm á
1 9du öld vera eiturlyf handa
alþýðu". Helga Kress mun
ver-a bókmenntakennari.
Meðal læsilegs efnis í
Skírni að þessu sinni eru
greinarnar Georg Brandes og
Hannes Hafstein eftir
Kristján Albertsson; Seint
borguð kiðin eftir Davíð
Erlingsson; Messíasarþýðing
Jóns Þorlákssonar eftir W.
M. Senner og Seyðisfjarðarár
Jóns Trausta eftir Arnheiði
Sigurðardóttur. Fræðilegri
eru greinarnar Fyrsta hljóðrit-
un nútíma-islenzku eftir
Magnús Pétursson og Málfar
blaða og útvarps eftir Helga
J. Halldórsson. Grein Helga
er eins konar eftirmáli
útvarpsþátta hans um dag-
legt mál, bregður „Ijósi á
hverjar séu helstu veilur
íslensks máls um þessar
mundir". Þetta er tróðleg
lesning og gagnleg.
Ég hafði gaman af að
kynnast skoðunum Berg-
steins Jónssonar í grein hans
Fjölnismenn og þjóðarsagan,
sem er andmælaræða við
doktorsvörn Aðalgeirs
Kristjánssonar 7. september
1974. Bergsteinn hvetur til
endurmats og með það í
huga lætur hann ýmislegt
fiakka, sem ef til vill er full
hvatvíslegt þótt ég efist ekki
um að Bergsteinn tali af
þekkingu.
Einhvern tíma hefði það
þótt tíðindum sæta að af-
greiða Fjölnismenn sem
„andrlka fagurkera og sér-
vitra stafkrókamenn" og tala
um „seinlæti og slóðaskap
Jónasar og Konráðs". Ekki
held ég að þetta sé orðalag
Aðalgeirs Kristjánssonar I
doktorsvörninni, sem síðar
varð bókin Brynjólfur Péturs-
son ævi og störf (Útg. Hið
islenzka bókmenntafélag
1972). En ætli timi sé ekki
kominn til að við kynnumst
öðrum söguskoðunum en
þeim, sem lesa má I kennslu-
bókum eftir Jón J. Aðils,
Arnór Sigurjónsson og Jónas
Jónsson frá Hriflu? Kannski
verður næsta íslandssaga
rituð af einhverri Helgu
Kress?
Bókmenntaskrá Skírnis
tekin saman af Einari Sig-
urðssyni kemur nú út I sjö-
unda sinn og er eins og áður
hin nytsamlegasta. Skírni er
æ meir beint inn á fræðilegar
brautir og ér það að vonum.
Ritdómarnir fjalla til dæmis
allir um vísindaleg rit að
undanskildum dómi Kristjáns
Arnasonar um þýðingu Jóns
Gíslasonar á Þremur leikrit-
um um ástir og hjónaband
eftir Evrípides. Grein Helgu
Kress um Véstein Lúðviksson
má þó flokka undir ritdóm og
eins Tilraun til draumráðn-
ingar eftir Beth Juncker og
Bent Söndergárd, sem fjallar
um Kristnihald undir Jökli
eftir Halldór Laxness.
Ristjóri Skírnis er Ólafur
Jónsson.