Morgunblaðið - 18.03.1976, Page 17
VERÐLAUNAAFHENDING
tvær klukkustundir verða gestir að sitja þolinmóðir í sætum sínum.
...og fer hérmeð
fram á Nóbels-
verðlaunin...
10. DESEMBER ár hvert blakta fánar
við hún í Stokkhólmi, eins og um þjóð-
hátiðardag væri að ræða. Þann dag árið
1896 andaðist Alfred Nobel og á þeim
degi um þriggja aldarfjórðunga skeið
hefur verðlaunum hans verið úthlutað
við hátiðlega athöfn í Stokkhólmi. Þá
ber vel i veiði fyrir þá, sem leigja út
kjólföt, og enginn leigubill virðist laus.
Síðast var 3000 gestum boðið til að vera
við athöfnina en rúmlega 1000 var boðið
til veizlunnar í ráðhúsinu á eftir. Verð-
lunahafar að þessu sinni voru 11, en 45
hinna 159 fyrri verðlaunahafa, sem á lifi
eru, sátu veizluna i tilefni þess, að
Nóbelsverðlaununum var nú úthlutað í
75. skipti.
Hvergi i heiminum mun hátíð vera
haldin, sem er í jafnlitlum takt við
tímann og þessi Nóbelsverðlaunaviðhöfn
með öllum sínum glæsileik, hátíðarblæ
og hefðbundna stússi. Sérstök flugvél
flytur tugi þúsunda blóma frá itölsku
Rivierunni til hinnar vetrargráu Stokk-
hólmsborgar, en þau eru gjöf frá borg-
inni San Remo, þar sem Alfred Nobel
dvaldist siðustu æviár sin. Þegar allir
verðlaunahafar og verðlaunaveitendur
ásamt fjölskyldum sínum, allir
diplómatarnir og ráðherrarnir, helzta
tignarfólkið, og hinir útvöldu í sænskri
list og menningu hafa tekið sér sæti, er
lítið rúm eftir fyrir venjulega dauðlega
menn. Klukkan fjögur ber öllum að vera
mættir í kjólfötum og kvöldklæðnaði
„með orðum og heiðursmerkjum", eins
og segir á boðskortinu.
En annars eiga fæstir Nóbelsverð-
launahafar kjólföt. Þess vegna útvegar
Nóbelsstofnunin viðkomandi kjólföt við
hæfi að fengnu nákvæmu máli, teikn-
ingu og mynd. Kostnaóurinn við leigu-
kjólinn er ekki innifalinn i hinu höfðing-
lega boði. Aðeins tveir hinna 45 vísinda-
manna, sem komu til hátíðarinnar,
afþökkuðu boðið um útvegun á kjólföt-
um. Sjö blaðsíðna leiðarvísir er sendur
hverjum verðlaunahafa á móðurmáli
hans, og þar er hverju dagskráratriði
lýst mjög itarlega, en honum lýkur með
þessum orðum: „Verðlaunahöfum, fjöl-
skyldum þeirra og samferðafólki (en
þeir koma oft með ritara og aðstoðar-
menn) er boðið til hátíðarhaldanna sem
gestum Nóbelsstofnunarinnar, og i þvi
boði er innifalinn kostnaður við hótel-
herbergi ásamt morgunverði fyrir þá
sjálfa og maka þeirra og ófullveðja börn
í eina viku frá og með komudegi þeirra
að telja.“
Verðlaunin nema i ár 630.000 sænsk-
um krónum, en reiðufé fá þeir ekki fyrr
en nokkrum dögum síðar, eftir að þeir
hafa veitt viðtöku heiðursskjalinu, gull-
peningnum og ávísuninni á Nóbeltékk-
ann úr hendi konungs við hina lang-
dregnu viðhöfn. Fulltrúi Nóbelsstofn-
unarinnar sækir þá síðan til að afhenda
þeim hinn raunverulega tékk í banka.
„Hvað þeir ætii svo að gera við pening-
ana?“ Þessari vanabundnu spurningu
forvitinna blaðamanna svara þeir flestir
eitthvað á þessa leið: „Fyrst af öllu að
kaupa jólagjafir, siðan fara kannski i
ferðalag, kaupa sumarbústað, nýjan bíl
eða langþráðan seglbát." Fyrir
Hemingway (1954) var tékkinn
kærkomin búbót, svo að hann gæti greitt
hinar miklu skattskuldir sínar, sem
höfðu hlaðizt upp vegna ritlauna fyrir
metsölubækur. Bernhard Shaw hafði
fjórum sinnum meiri tekjur en verð-
launaupphæðin nam, árið sem hann fékk
Nóbelsverðlaunin (1926), en þau gaf
hann þegar til stofnunar sjóðs, er skyldi
veita styrki til þýðinga á skandinavísk-
um bókmenntum. I viðtali, sem ég átti
við hann síðar um gildi Nóbelsverðlaun-
anna, sagði hann: „Verðlaunin eru
handa ungu fólki. Ég fékk þau, þegar ég
þurfti þeirra ekki lengur." Jean-Paul
Sartre hafnaði Nóbelsverðlaununum, af
því að þess konar upphefð færi i bága
við siðferðiskennd sína, en verðlauna-
hafinn 1965, Michail Sholokow, yppti
öxlum og sagði: „Ágætt, einmitt það sem
ég þurfti, svo að ég gæti látið gera við
Datschann minn.“
Mikill
virðingarvottur
Um flesta verðlaunahafana hefur mátt
segja, að þeir hafi engan veginn verið
ríkir, þegar þeir sóttu verðlaunin til
Stokkhólms. „Og þeir voru það heldur
ekki, þegar þeir fóru heim aftur,“ viður-
kenna þeir í Nóbeisstofnuninni. Nóbels-
verðlaunin hafa fyrir löngu misst hið
fjárhagslega gildi sitt. Alfred Nobel, sem
þrátt fyrir hinn mikla auð sinn var
einmana og ólánsamur, vildi arfleiða þá
að milljónum sinum, sem „gert hefðu
mest mannkyninu til heilla“, firra
hugvitssama og snjalla menningar-
frömuði og visindamenn áhyggjum af
daglegu brauði og örva þá tíl sjálf-
stæðrar sköpunar. Þegar þeir Wilhelm
Röntgen, geislakönnuðurinn, Emil Adolf
von Behring, sem uppgötvaði blóðvatnið,
van Hoff, hollenzki efnafræðingurinn,
Henri Dunant, stofnandi Rauða krossins,
og franska skáldið Sully-Prudhomme
hlutu fyrstu Nóbelsverðlaunin 1901,
150.800 gullkrónur, jafngiltu þau
launum háskólakennara í um 25 ár.
Raungildi verðlaunaupphæðarinnar nú,
sem er fjórum sinnum hærri, nær tæp-
lega fjórum árslaunum.
Sú virðing og sá álitsauki, sem fylgir
þessum verðlaunum, er eigi að síður
mjög mikils virði. Þau eru móttakendum
ekki aðeins hvatning til nýrra dáða,
heldur skapa þau vísindamönnum aukna
möguleika á að fá stærri rannsóknarstof-
ur, fleiri aðstoðarmenn og fjárhagslegt
öryggi. Þrátt fyrir rýrnun peningagildis-
ins er hin stórbrotna hugmynd Nóbels
um stuðning við vísindi og listir enn i
fullu gi'di, og Nóbelsverðlaun eru fyrir
mörgum eins og „Sesam, opna þú“ og
fagrir draumar rætast.
Það er ekki langt síðan amerískur upp-
finningamaður, kunningi minn, bað mig
í fullri alvöru að „útvega sér Nóbels-
verðlaunin, sem sér væru svo pauðsyn-
leg“. Og samlandi hans, rithöfundur,
sem greinilega vissi litið um stofnskrá
Nóbelsstofnunarinnar, skrifaði mér:
„Þér hafið góð sambönd í Stokkhólmi. Ef
þér beitið yður í mína þágu gagnvart
Nóbelsstofnuninni, munuð þér ekki
hljóta verra af því.“ Oft hefur verið farið
fram á við mig, að ég beitti áhrifum
minum „gegn góðum ómakslaunum“.
Þóttafullur vonbiðill bókmennta-
verðlaunanna vildi ríða skáldfáki sinum
beinustu leið í konungsgarð og sendi 20
handrituð bindi af ljóðum til konungsins
með svohljóðandi eftirmála: „Vinsam-
legast sendið handritin til baka ásamt
Nóbeltékkanum.“
I Nóbelsstofnuninni eru slik bréf
geymd í sérstakri möppu, sem merkt er:
„Ruglingsleg bréf.“ Sjálfsöruggur ítali
skrifaði skýrt og skorinort: „Ég fer
hérmeð fram á Nóbelsverðlaunin fyrir
rannsóknir minar á kjarnorkueldsneyti
.. . og alla vega eigi síðar en 2. apríl
1976.“
„Ef Sænska akademían myndi loks
veita mér verðlaunin, bið ég yður að
senda tékkann beint til konu minnar,
Doris, eða sonar míns, John..segir
bréfritari nokkur frá Minnesota.
Japani býður fram nýja vél i bifreiðar,
Spánverji latneska ritgerð um
„óbrigðula aðferð til að framkalla gervi-
regn“ með meðfylgjandi formúlum og
teikningum, en Indverji frá Kashmir
leggur i fjórtánda sinn fram viðamiklar
töflur, sem eiga að sýna fram á, að sólin
sé kaldari en suðurheimskautið. Hin
kurteislega ábending, að reglum sam-
kvæmt verði allar tillögur að berast frá
þar til bærum aðilum, hefur jafnlítil
áhrif á hann og Kóreubúann, sem telur
sig vera „sameiginlega endurholdgun
Jesú Krists og Isaks Newtons“ og hefur
árum saman lagt fram „uppgötvanir,
sem merki aldahvörf, á sálfræðilega
galvaníseruðu endurskini".
IBSEN VAR
OF RÓTTÆKUR
Eilífðarvélin, sem fyrir nokkrum ára-
tugum var algengust i slíkum tillögum,
er nú ekki eins vinsælt viðfangsefni, en
ein slík var lögð fram með þessum fyrir-
vara: „Sendið mér verðlaunin — og þá
skuluð þið fá likanið.“ Stjórnandi skóla
fyrir tizkusýningardömur mælti með
bók sinni: „Hvernig á ég að verða fyrir-
sæta“ og kvað hana í samræmi við „tii-
gang Nóbels varðandi hugvitssamleg af-
rek“, og portúgölsk kona taldi sig eiga
skilið bókmenntaverðlaun Nóbels „fyrir
að hafa skráð hina undursamlegu
drauma móður minnar“.
Hverjir fá svo eiginlega Nóbelsverð-
Iaun? Hverjir bera fram tillögur, dæma
og ákveóa? Hvernig stóð á því, að
Winston Churchill fékk þau bókmennta-
verðlaun (1953), sem afburðamönnum
heimsbókmenntanna, svo sem Tolstoj,
Strindberg, Ibsen, Rilke Kafka, Proust
og fjölmörgum öðrum slíkum
áskotnuðust aldrei? Strindberg hlaut
þau ekki, af þvi að meðlimum Akademí-
unnar líkaði ekki einkalíf hans. Tillaga
um Tolstoj barst of seint, einum degi
eftir hinn fastákveðna 1. febrúaf, en þá
verða allar tillögur að hafa borizt. Ibsen
var of róttækur fyrir Akademíuna. Og
lengi var Hemingway í ónáð, af því að
hann drakk of mikið viský.
Tillögurétt hafa meðlimir Akademí-
unnar, háskólakennarar, rithöfundasam-
tök og fyrri verðlaunahafar (en hvað
friðarverðlaunin snertir éinnig lög-
fræðingar, þingmenn og ráðherrar).
Þannig eru það nokkur þúsund manns í
um 50 löndum, sem býðst að senda til-
lögur um væntanlega verðlaunahafa
ásamt tilhlýðilegum rökstuðningi til
Sænsku vísindaakademíunnar (í eðlis-
fræði, efnafræði og hagfræði),
Karólínsku stofnunarinnar (i læknis-
fræði og lífeðlisfræði), Sænsku aka-
demíunnar (i bókmenntum) og Nóbels-
nefndar norska Stórþingsins (varðandi
friðarverðlaunin). Árlega berast milli
400 og 500 tillögur með 200 til 300 nöfn-
um.
Á þessum 75 árum hefur tilhögun
Nóbelshátíóarinnar litið breytzt. Á slag-
inu klukkan 16.30 boðar lúðraþytur
komu konungsfjölskyldunnar. Þrátt
fyrir hina miklu nákvæmni við undir-
búning-hátíðarinnar gerðist það fyrir
nokkrum árum, að einn verðlaunahaf-
anna var nærri því kominn of seint.
Hinum aldraða, israelska rithöfundi,
Samuel Josef Agnon, varð að aka með
leifturhraða gegnum Stokkhólm, en á
undan fóru lögreglumenn á mótorhjól-
um með allar flautur í fullum gangi.
Alltaf eru fulltrúar Nóbelsstofnunar-
innar á nálum þrátt fyrir ítarlega æfingu
um morguninn um að einhver hinna
taugaóstyrku aðalleikenda hinnar mikil-
fenglegu sýningar kunni að villast i völ-
undarhúsinu, eins og Sinclair Lewis
gerði reyndar viljandi, þegar hann slapp
frá fylgdarmanni sinum til að fá sér
nokkra hjartastyrkjandi á snyrtiher-
bergi, áður en alvaran mikla tæki við.
I tvær klukkustundir verða gestirnir
að sitja þolinmóðir í sætum sínum,
meðan hálærðir prófessorar útlista
afreksverk verðlaunahafanna oft í lang-
dregnum, vísindalegum fyrirlestrum. Þá
Framhald á bls. 18
„Hátíð hátíðanna” hefur verið
haldin 7 5 sinnum í Stokkhólmi