Morgunblaðið - 25.03.1976, Side 15

Morgunblaðið - 25.03.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976 15 Fatafell- an f allin Buenos Aires 24. marz AP. MARIA Estela Peron, sem nú hefur loks verið velt úr sessi í Argentínu, var fyrsta konan á vesturhveli jarðar sem varð þjóðarleiðtogi. Peron, fyrrverandi forseti, gjörði hana að varaforseta sínum við endur- komu sína til Argentínu, en óánægja með takmarkaða stjórnvizku hennar og þekkingarleysi hlaut að leiða til þess sem nú er orðið. MariaEstela fæddist árið 1931 í La Rioja í norðurhluta Argentínu og missti föður sinn barnung. Hún fluttist með móður sinni og systkinum til Buenos Aires á unga aldri og sagt er að hún hafi lagt stund á dansnám og frönsku, en alténd mun skólaganga hennar hafa verið i skemmra lagi. Tuttugu og fjögurra ára gömul var hún I dansflokki í Avenidaleikhúsinu i Buenos Aires, en framkvæmda- stjóri þess leikhúss hefur síðar sagt að hún hafi hvað eftir annað krafizt þess að fá stór hlutverk og loks hafi hún slegizt í hóp með leikflokki sem ferðaðist meðal annars til Panama og kom þar fram i djörfum atriðum i næturklúbbi og þar hitti hún Juan Peron árið 1955. Hann var þá í útlegð eftir að herinn hafði velt honum úr sessi þremur mánuðum áður. Peron tók nú dansmeyna upp á arma sina og fylgdi hún honum upp frá þvi, fyrst til Venezuela sem ritari hans, en siðan héldu þau til Spánar og gengu í hjónaband. Þegar Peron var veitt leyfi til að hverfa á ný heim til Argentínu árið 1973, þá háaldraður maður, 77 ára, og heilsutæpur, bauð hann sig fram til forseta og sigraði og hún varð varaforseti hans. ,,Ég er félagi hans, starfsbróðir, ráðgjafi hans, systir og móðir,“ sagði hún iðulega og lét að því liggja að Peron ætti sér margt að þakka. Peron lézt i júlí 1974 og þá tók Maria Estela — oft nefnt Isabel, en undir því nafni gekk hún þegar hún var dansmær — við embættinu eins og fyrir hafði verið mælt. Peron hafði ríkt beint eða óbeint yfir argentísku stjórnmálalífi i þrjátíu ár og nafn hans eitt vó þungt i hugum milljóna landa hans, einkum meðal verkamanna og annarra láglaunastétta sem töldu hann jafnan hafa barizt fyrir þeirra högum. Var því Mariu Estelu i fyrstu tekið heldur vel: hún var í margra hugum leiðarljósið sem Peron hafði eftirlátið þeim. Maria Estela safnaði að sér ráðgjöfum úr íhaldssömum röðum og varð fljótlega illa þokkuð og nánasti samstarfsmaður hennar, for- sætisráðherrann Jose Lopez Rega, neyddist loks til að flýja land í júli vegna alls konar spillingar sem upp komst um að hann hefði verið flæktur i. Slíkar grunsemdir beindust einnig að forsetanum sjálfum, en það sem úrslitum réð að ákveðið var að koma henni frá völdum var þó án efa það, að öllum mátti ljóst vera, að stjórn hennar var engin, getuleysi hennar til að takast á við þann gífurlega efnahagsvanda, sem land hennar var í, sýndist algert og þær raddir urðu æ háværari að forsetinn væri ekki andlega heill, enda hefur hún nokkrum sinnum dregið sig í hlé af þeim sökum. I haust tók hún sér meðal annars „írí“ frá störfum og á meðan reyndi forseti öldungadeildarinnar, Italo Luder, að koma á sáttum milli hinna ýmsu arma Peronistahreyfingarinnar. En kröfurnar um að hún viki gerðust æ háværari eftir að hún snefi aftur og almenningur og herinn i landinu þóttust endanlega sjá fram á, að ringulreiðin í landinu myndi áfram magnast svo fremi hún sæti áfram. Estella Peron meðan allt lék I lyndi. R ■ Þyrla með Marfu Estellu Peron innanborðs yfirgaf aðsetur stjórnar- innar skömmu áður en stjórnarbyltingin átti sér stað. - Myndin er tekin við stjórnarbygginguna f Buenos Aires meðan á valdatöku hersins stóð. Rhódesía: Tilboð Breta stendur enn Lundunum — Salisbury — 24. marz — Reuter BREZKA utanrfkisráðuneytið lýsti þvf vfir i dag, að tilboð Breta um að reyna málamiðlun f Rhódesfu væri ekki fallið úr gildi, þrátt fyrir, að Ian Smith forsætisráðherra hefði hafnað þvf. Talsmaður ráðuneytisins sagði vonir standa til, að stjórn Rhódesfu skoðaði málið nánar í Ijósi þeirra óhjákvæmilegu af- leiðinga, sem afstaða Smiths og stjórnar hans mundi hafa. Sagði talsmaðurinn, að Rhódesfu-stjórn ætti aðeins um tvo kosti að velja — að taka tilboði Breta eða ganga út á „braut dauða og eyðilegging- ar“, eins og hann orðaði það. Stjórnin í Rhódesíu lýsti þvi Framhald á bls. 31 r Israelum sárna orð Scrantons Jerúsalem24. marz. Reuter. ISRAELAR brugðust með gremju og sárindum við gagnrýni Williams Scrantons, nýskipaðs aðalfulltrúa Bandarfkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á land- námi Israela á vesturbakka Jórdanár og i Austur-Jerúsalem. Að vfsu hefur rfkisstjórn tsraels ekki formlega svarað gagnrýni Scrantons, en heimildir Reuters- fréttastofunnar, sem eru tengdar rfkisstjórninni, sögðu að með yf- irlýsingu Scrantons væri f raun og veru um að ræða grundvallar- stefnubreytingu á afstöðu Banda- rfkjamanna í garð lsraela. Bætt var við úr þeim búðum, að fsrael- ar myndu leita eftir nákvæmri skýringu á orðum Scrantons og fá afdráttarlaust svar við hvernig þau bæri að túlka. ísraelsk blöð voru ekki sein á sér að láta í ljós skoðun sína og Ma-ariv, sem er útbreiddasta blað- ið, sagði, að „augljós ágreiningur væri millum Bandaríkjamanna og Israela". i hinni umtöluðu ræðu Scrant- ons var sett fram sú skoðun að landnám israela á þeim tilteknu hernumdu svæðum, sem hér er getið að ofan, myndi hafa það eitt upp á sig að torvelda alla gerð friðarsamninga. Einhliða aðgerð- ir Israela mættu ekki ráða fram- tið Jerúsalem, þar sem fólk af ýmsum trúflokkum telur sig þar eiga sína helgidóma. Múhameðstrúarmenn sækja að forsetahöllinni Beirut 24. marz NTB-Reuter SVARTUR reykjarmökkur hvfldi yfir Beirut f dag er götubardagar héldu áfram, en af minni ofsa en undanfarna daga. Kristnir falang- istar héldu enn velli f austur- hverfum borgarinnar þrátt fyrir stöðugar titraunir múhameðskra hersvcita til að brjótast í gegn og ná undir sig mikilvægum bæki- stöðvum þar. Engin merki voru um að boðað vopnahlé væri að komast á, og sveitir múhameðs- trúarmanna þokast æ nær forseta- höllinni austur af höfuðborginni, en hallarsvæðið varð fyrir fyrstu skotum borgarastrfðsins i nótt. Borgarbúar í sumum hverfum Beirut sem rólegt var i voguðu sé i dag í fyrsta sinn i nokkra daga út á götu og virtu fyrir sér eyði- legginguna. Kamal Junblatt, leið- togi sósíalista, ræddi i dag við aðra leiðtoga vinstri aflanna um möguleika á vopnahléi og sáttatil- raunir Sýrlendinga. fermingarbörn hans — Helgi Seljan í sjálfsmynd — — Konurnar á kassanum — Hrærivél í mars-getraun nýtt i hverri Viku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.