Morgunblaðið - 08.04.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 Lionshreyfingin: Rauða fjöðrin til styrktar vangefnum I FRÉTTATILKYNNINGU frá Lionshreyfingunni á Islandi kem- ur fram að hreyfingin er 25 ára á þessu ári. Á síðasta umdæmis- þingi var ákveðið að minnast þessara tímamóta með sameigin- legu átaki allra Lionsklúbba á landinu með því að selja Rauðu fjöðrina til styrktar vangefnum. Söfnunarfénu á að verja til tækja- og áhaldakaupa í öllum landshlut- um og mun salan fara fram dag- ana 9, 10. og 11. apríl. Lionshreyfingin hefur áður gengizt fyrir landssöfnun en þá var Rauða fjöðrin seld í þágu sjónverndar. Var fénu sem þá nam um 5 millj. kr. einkum varið til að byggja upp fullkomna að- stöðu fyrir augnsjúklinga á Landakotsspitalnum og einnig voru keypt tæki til sjónprófunar sem dreift var um allt land til að leita að gláku á frumstigi, en gláka var þá langtum útbreiddari hér en f nágrannalöndunum. Sölu á Rauðu fjöðrinni er þann- ig háttað að Lionsklúbbarnir skipuleggja sjálfir söluna hver í sínu byggðarlagi og nágrenni þess. Á Islandi eru nú starfandi 72 Lionsklúbbar og eru i þeim um 2.600 félagar. Gert er ráð fyrir að gengið verði i flest hús á Islandi. Þá kemur fram í fréttatilkynn- ingunni að margvisleg verkefni biði nú úrlausnar fyrir vangefna en þeir eru nú um 1500 á landinu en aðeins er rúm fyrir 400 þeirra á stofnunum. Nauðsynlegt er að byggja skóla fyrir þetta fólk enda hægt að þjálfa það ótrúlega mikið ef byrjað er á unga aldri. A Vest- ur- og Austurlandi eru engin heimili fyrir vangefna en viðkom- andi aðilar á þessum stöðum hafa ákveðið að beita sér fyrir bygg- ingu heimila fyrir þetta fólk. Það er von þeirra sem að þess- ari söfnun standa, að almenning- ur taki vel á móti þeim sem selja Rauðu fjöðrina og stuðli þannig að bættri aðstöðu vangefinna hér á landi. Á fundi sem boðaður var af þessu tilefni kom einnig fram að Lions hreyfingar eru starfandi í 147 löndum í liðlega 28 þús. klúbbum. Sýning á textíl NU stendur yfir I Norræna húsinu sýning á textílverkum frá Svlþjóð. Er hún opin daglega frá kl. 14—22 fram yfir páska eða til 19. aprfl. Verkin eru eftir félaga I svo- nefndum „Textilgruppen" sem er hópur textílhönnuða eða nánar tiltekið 44 listakvenna, sem reka sýningarsali og verzlun við St. Pálsgötu i Stokkhólmi. Hópurinn hefur haldið sýningar viða í Svíþjóð við góðar undirtektir, og í haust sýndi hópurinn í Washington. Á sýningunni eru ýmiss konar textilverk, svo sem myndvefnaður, tauþrykk og textll-skúlptúr, og eru flest verk- anna til sölu. Fjórir textilhönnuð- ir komu með sýninguna hingað og settu hana upp, þær Kristina Laurent, Tania Alyhr, Margareta Röstin og Asa Bengtsson. INYSKIPAÐUR sendiherra Chile, hr. Mario Rodriguez, afhenti á miðvikudag forseta tslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanríkisráðherra Einari Agústssyni. Sfðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sýning á vélsleðum Á MÁNUDAG var opnuð sýning á vélsleðum og ýmsu fylgjandi þeim í húsnæði Gisla Jónssonar & Co í Sundaborg, Klettagörðum 11. Sýningin er haldin í sameiningu af Gisla Jónssyni o§ Co og Véla- borg. Mun hún standa yfir fram á sunnudag. Hjá Þorsteini Baldurssyni feng- um við þær upplýsingar að hér væri á ferðinni fjölbreyttasta sýning þessarar tegundar á Islandi. Á sýningunni eru átta sleðar af mismunandi tegundum og gerðum svo og kerrur undir sleðana, sleðar sem hengdir eru aftan í vélsleðana og ýmislegt fleira viðvíkjandi vélsleðaakstri. Þá eru á sýningunni búningar sem hentugir eru við vélsleða- akstur, hjálmar o.m.fl. Sýningin er opin daglega frá 9—6, á laugardag frá kl. 10—6 og á sunnudag frá kl. 2—6. BJÖRG Vík, höfundur leikrits- ins Fimm konur sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu I kvöld er nú stödd hér á landi I boði Norræna hússins þar sem hún mun kynna verk sln og lesa úr þeim. 1 fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir að sagt hafi verið um Björg Vik að hún sé ein af fáum rithöfundum sem njóti almennra vinsælda. Hún er einkum smásagnahöf- undur og fyrsta smásagnasafn hennar, Söndag eftermiddag, kom út 1963. Auk smásagnanna hefur hún skrifað tvö leikrit, Hurra det ble en kvinne og To akter for fem kvinner (1974), sem hefur verið sýnt víð miklar Höfundur „Fimm kvenna” hér á landi vinsældir og var m.a. sýnt i fjórum leikhúsum samtímis í Noregi og verður nú sýnt hér í Þjóðleikhúsinu. Málefni kvenna hafa verið Björg Vik ofarlega í huga og í verkum sínum fjallar hún um samskipti karls og konu og vandamál kynjanna og hvernig þau megi leysa. I fyrstu var hún bara fræg i heimalandi sinu en nú hefur hróður henn- ar borizt til annarra Ianda og smásögur hennar hafa víða birzt i úrvalsritum margra landa segir i fréttatilkynning- unni. Björg Vik er blaðamaður að mennt og hefur unnið í mörg ár við það starf og hún stóð m.a. að útgáfu nýs kvennablaðs í Noregi, Sirene, sem fyrst kom út 1973. I dag kl. 14.15 ræðir Björg Vik um leikrit sitt Fimm konur í Norræna húsinu en á sunnu- dag mun hún lesa úr verkum sinum á sama stað. Erdýr chrome — helmingi meira viröi en nýja X1000 kasettan? Við vitum að svo er ekki og þekktir atvinnutónlistarmenn eru því sammála. En þú! X 1000 60 — 90 mín Einnig til: EMimiPi Hy — Dynamic 60 — 90 — 120 mín Gerið verö og gæða samanburð •2-___' ív.; FÁLKINN Suðuriandsbraut 8 — sími 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.