Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 19

Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 19 Byggðaþróunaráætlun Norður-Þingeyjarsýslu: Stefnumörkun um mál- efni Norður-Þingeyinga Sérstæð vandamál á Kópaskeri og Þórshöfn ótimabærri skuldasöfnun viö framleiðslu á umframorku, sem ekki væri markaður fyrir næstu árin. — Núverandi ríkisstjórn hefði að vísu tekið við erfiðum arfi, bæði i orkumálum og sjávarútvegsmálum, og þar ætti Alþýðubandalagið ógnvekj- andi sök, bæði í skipastól langt umfram veiðiþol fiskistofna og ráðgerðum orkuframkvæmdum án nauðsynlegs undirbúnings, markaðskönnunar eða nægilegs tillits til fjárhagsgetu þjóðar- innar. En hún hefði í engu breytt um stefnu. Bæði í ríkis- fjármálum og lífeyrissjóðamál- um væri dansaður dans, sem ekki væri í takt við fjármála- stefnu Seðlabankans. Bragi sagði áhættupólitík Kröfluvirkjunar lítt verjandi, bæði af fjárhagslegum og nátt- úrufræðilegum ástæðum. Vitn- aði hann í þvi sambandi enn til Þorleifs Einarssonar, Jónasar Elíassonar, Jóhannesar Nordal og nýbirtra athugasemda frá fimm jarðfræðingum á vegum Orkustofnunar. I því sambandi vitnaði hann til þess, að likur bentu til að kostnaður við raf- orkukerfi landsmanna myndi tvöfalt meiri í ár en hann var á sl. ári. Þetta hlyti að koma fram i verulega hærra raforkuverði, sem þó væri nægilega hátt fyr- ir, einhvers konar viðbótar- skattheimtu á landsfólkið eða nýrri skuldasöfnun, nema allt þetta kæmí til, sem trúlegast væri. Þá ræddi Bragi um hitaveitu- mál á Akureyri og keppni Ak- ureyringa og Kröflunefndar um hinn stórtæka jarðbor, Jöt- un. Hann sagði sendinefnd frá Akureyri, sem hingað hefði komið til viðræðna við orkuráð- herra, hafa þurft að snúa heim án þess að fá viðtal við hann. • ÓSANNINDI Þegar hér var komið ætlaði forseti að fresta umræðu og taka fyrir önnur dagskrármál. Áður fengu þó orkuráðherra og Ingvar Gíslason að gera örstutt- ar athugasemdir. Gunnar Thoroddsen orkuráð- herra, sagði það bíða betri tíma að leiðrétta fjölda rangfærsla í máli Braga Sigurjónssonar. Hitt vildi hann bera til baka strax sem ósannindi, að hann hefði neitað fulltrúum frá Akureyri um viðtal. Vegna seinkunar á flugi hefðu þeir ekki náð að mæta f viðtalstíma fyrir hádegi sl. miðvikudag. Hins vegar hefði hann haft samband við þá siðar og nú síðast í morgun hefði verið haldinn fundur með fulltrúum þeirra og ýmsum sérfræðing- um. Ráðuneytið myndi gera það sem í þess valdi stæði til að leysa úr vanda þeirra og veita þeim tiltæka fyrirgreiðslu f hitaveiturannsóknum. • FYRRI UMMÆLI LEIÐRÉTT Ingvar Gfslason (F) sagðist virða tilmæli forseta um að stytta mál sitt. Hann myndi þvf láta við það sitja hér og nú að bera til baka fullyrðingar Braga Sigurjónssonar frá því í fyrri viku, að hann hefði haft í hótunum við sig (Braga), ef hann gerði Kröflumál að um- ræðuefni á Alþingi. Þann dag, sem Bragi hefði viðhaft þessi orð, hefði hann (Ingvar) verið fjarverandi, haft fjarvistarleyfi forseta til að sinna öðru aðkall- andi verkefni. Þessi ásökun hefði því verið borin fram að sér fjarstöddum, sem væri óvanaleg vinnubrögð og óþing- leg. Hið sanna í þessu máli væri, að hann hefði f einkasam- tali við Braga látið að því liggja, að það myndi ekki mælast vel fyrir nyrðra að auka á æsi- fréttamennsku um Kröflumál með umræðum utan dagskrár. Að í þessum ummælum hefði falizt einhver hótun er því gróf- asta mistúikun, sagði þingmað- urinn. Byggóaþróunaráætlun fyrir Norður- Þingeyjarsýslu var á dag- skrá sameinaðs þings 6. apríl sl., er forsætisráð- herra, Geir Hallgrímsson, svaraði fyrirspurn um, hvenær vænta mætti stað- festingar rfkisstjórnarinn- ar á henni. Forsætisráð- herra sagði ma.: STEFNUMARKANDI Aætlun FYRIR STJÓRNVÖLD OG LÁNASTOFNANIR „Hinn 31. mars s.l. gerði ríkis- stjórnin svofellda ályktun: „Rfkisstjórnin staðfestir að hafa veitt byggðaþróunaráætlun N-Þingeyjarsýslu viðtöku og heimilar útgáfu hennar með fyr- irvara um, að framkvæmdir sam- kvæmt áætluninni séu háðar nán- ari athugunum og ákvörðunum meðal annars um fjárveitingar." Sú áætlun, sem hér er um að ræða barst rfkisstjórninni rétt um mánaðamótin okt.—nóv., en hér er um allmikið plagg að ræða, eins og menn sjá og það þótti eðlilegt og sjálfsagt að ráðh. gæf- ist tækifæri til þess að skoða þessa áætlun áður en afgreiðsla færi fram í ríkisstjórn og veit ég ekki betur heldur en þessi sam- þykkt ríkisstjórnarinnar hafi ver- ið tjáð Framkvæmdastofnun rik- isins. Framkvæmdastofnun rfkis- ins eða áætlanadeild hennar hef- ur gert nokkra frekari grein fyrir þessari áætlun, sem ég vil með leyfi hæstv. forseta rekja hér: í þeim lögum um Fram- kvæmdastofnunina, sem enn eru í gildi, er svo kveðið á um f 11. gr. „Aætlanir skulu sendar ríkis- stjórninni til samþykktar og gerir hún Alþingi grein fyrir þeim.“ Með þessu var ætlazt til, að áætlanir fengju stefnumarkandi gildi og þar með skírskotað til allra hlutaðeigandi opinberra að- ila, að stuðla að framgangi þeirra. Kemur þessi skilningur fram f 1. málsgr. formálans, en hann er að- eins uppkast þar til vitað er um Getr Hallgrfmsson, forsætisrððherra. staðfestingu rfkisstjórnarinnar. Svohljóðandi: „Birtist áætlunin hér með öll- um hlutaðeigandi aðilum til upp- lýsingar um stefnumið hins opin- bera að þvf er varðar byggðaþró- un N-Þingeyjarsýslu svo og til stuðnings og fyrirgreiðslu við þessi stefnumið, er opinberir aðil- ar megna að veita og löglegar heimildir eru eða verða til fyrir.“ Með þessu er rækilega undir- strikaó að skuldbindingar hins opinbera vegna áætlunarinnar eru siðferðilega fremur en laga- legar og fyllilega bundnar af rétt- um lögheimildum i hverju tilviki. Áætluninni er eigi að sfður ætlað að vera nytsamt gagn við öflun slikra heimilda einkum fjárveit- inga og lánveitinga. Við vinnslu áætlunar verkefnisins var að sjálfsögðu að því stefnt að koma svo nærri beinum tillögum um aðgerðir, sem auðið yrði, þó svo að endanlegar ákvarðanir um fram- kvæmdir og fjárhagslegar ráð- stafanir hlytu afgreiðslu eftir venjulegum stjórnarfarslegum leiðum. Reynslan hefur staðfest þessa eðlilegu varkárni. Hafa stjórnsýsluaðilar og sýnt mikla tregðu á að tjá sig til fullnustu um aðgerðir. Það sem er einna nær- tækast varðandi samgöngufram- kvæmdirnar hefur verið tekið til sérstakrar áætlunargerðar. Það er samgönguáætlun Noróurlands. Af þessu leiðir að N- Þingeyjarsýsluáætlunin inniheld- ur engar beinar, fullar og endan- legar skuldbindingar um fjárveit- ingar eða aðrar aðgerðir rikis- valdsins. Væntanlega mun áætl- unin af ýmsum gagnrýnd fyrir einmitt þetta. Gildi áætlunarinn- ar helst þannig fyrst og fremst í kerfisbundinni samstillingu allra nauðsynlegra þróunarskilyrða landshlutans. Uppfylling hvers þessara skilyrða styður að og eflir önnur, þannig að samstilltar þró- unaraðgerðir á sem flestum svið- um veita mun meiri von en ein- angraðar aðgerðir. Sjónhringur áætlunarinnar er settur við árið 1985 og millistig sett við árið 1975 og 1980 en gagnagrundvöllur áætlunarinnar miðast yfirleitt við árið 1973. Sett er fram það mark- mið til viðmiðunar að Norður- Þingeyjarsýsla haldi eigin fólks- fjölgun án nettó brottflutninga. Samkvæmt því er spáð fjölgun í sýslunni úr 1807 manns 1973 í 2160 árið 1985. Samsvarandi fjölg- un mannafla er úr 755 upp í 950. Að meðtalinni vannýtingu mann- afla sem fram kemur í skýrslum 1973 er þörf nýrra atvinnutæki- færa áætluð 310 fram til 1985, þar af 162 fyrir konur. Mikill hluti áætlunarinnar gengur út á að meta með hvaða hætti verði unnt að uppfylla þessa þörf og þá I hvaða atvinnugreinum og byggð- um. Til þess þarf að verða tals- verð breyting á atvinnusamsetn- ingunni. SÉRSTÖK VANDAMAL 1 SÝSLUNNI Síðan rakti ráðherra í ítarlegu máli möguleika einstakra byggð- arlaga i sýslunni um atvinnuupp- byggingu og félagslega aðstöðu, eins og frá þeim er greint í áætl- uninni og gögnum, er henni fylgja. Þá vék hann að sérstökum staðbundnum vandamálum og mælti á þessa leið: „Vegna afleiðinga af náttúru- hamförunum á Kópaskeri sem ríkisstjórnin hefur haft til athug- unar gerði heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra sér ferð þangað norður til að kanna afleiðingar jarðskjálftanna og var sú yfirlýs- ing gefin, að tjón af völdum þeirra mundi hljóta sömu með- ferð eins og tjón af völdum hlið- stæðra náttúruhamfara, þ.e.a.s. eldgosanna í Vestmannaeyjum og snjóflóðanna I Neskaupstað. Að miklu leyti er hér um að ræða tjón, sem hinar nýju viðlagatrygg- ingar munu bæta, en auk þess eru tjón á öðrum mannvirkjum og verðmætum, sem ekki falla undir bótaskyldu viðiagatryggingar og þarfnast sérstakrar meðferðar. Þar sem hér er um að ræða atriði og málefni, sem falla undir fleiri en eitt ráðuneyti, ákvað ríkis- stjórnin að fela félagsmálaráðh. að samræma aðgerðir á þessum sviðum og hefur ráðuneytið haft þau mál til athugunar. Þá er það og ljóst, að frystihúsarekstur og útgerð frá Raufarhöfn á við sér- stök vandamál að striða og hefur Framkvæmdastofnun ríkisins haft þau mál sérstaklega til með- ferðar og tillögugerðar. Loks ber þess svo að geta að Þórshöfn hef- ur orðið fyrir nær algerum afla- bresti á yfirstandandi vertið, eóa frá áramótum, ef miðað er við afla fyrri ára og jafnvel siðasta árs, en þá minnkaði aflinn um helming frá árinu áður. Allt þetta, hefur orðið til þess, að al- varlegt atvinnuleysi hefur sagt til sín á Þórshöfn. Hafa fulltrúar Þórshafnarbúa átt fund með mér, norður á Akureyri, þegar ég átti þar ferð um, og afhent mér bréf og greinargerð um vandamál sín, auk þeirra tillagna og greinar- gerðar er áður höfðu verið sendar sjávarútvrh. Hefur hann þau mál nú til sérstakrar athugunar en þau eru mjög erfið úrlausnar, þar er fyrst og fremst um hráefna- skort að ræða vegna aflabrests, sem að hluta til kann að eiga sínar orsakir I veiðum breskra togara nálægt miðum þeirra Þórshafnar- búa. öll þessi mál eru til meðferð- ar og hafa þm. Norðurl. eystra einnig átt fund með fulltrúum rikisstjórnar varðandi þau mál og mun þvi samráði sem þar með er hafið við þingmenn kjördæmis- ins, verða framhaldið af hálfu rík- isstjórnarinnar. Norrænn fjárfestingarbanki: Sérstakt tillit tekið til sérstöðu Islands — sagði forsætisráðherra á Alþingi GEIR Hallgrfmsson, forsætis- ráðherra, mælti nýverið á Al- þingi fyrir stjórnarfrumvarpi um aðild tslands að norrænum fjárfestingarbanka. I ræðu for- sætisráðherra kom fraip að samningur Norðurlanda um stofnun bankans hefði verið undirritaður í Kaupmannahöfn 4. desember sl. og frumvörp um fullgildingu hans hefðu nú ver- ið lögð fram á þjóðþingum allra landanna til afgreiðslu. Á auka- þingi Norðurlandaráðs i Stokk- hólmi I nóvember 1975 var sam- þykkt með miklum meirihluta að mæla með stofnun hans og greiddu allir fulltrúar Islands þvf atkvæði, enda benti flest til þess, að starfsemi bankans yrði Islendingum til hagsbóta, auk þess sem hann væri nýtt spor fram á við til eflingar efnahags- og stjórnmálasamstarfi norrænna þjóða. Islendingar hefðu lengi haft áhuga á stofnun slíks banka, ekki sízt eftir samninga um norrænt tollabandalag. Þetta framfaraspor á sér ákveðnar forsendur í efnahagslegu og stjórnmálalegu umhverfi Norðurlanda um þessar mundir, sagði ráðherrann. í fyrsta lagi hafi öll löndin þörf fyrir mikið fé til fram- kvæmda, til að auka fram- leiðslu og útflutning, ekki sizt vegna rfkjandi aðstæðna í orku- málum. I öðru lagi erlim þessar mundir sterkur pólitiskur vilji til að hrinda hugmyndinni um samnorrænan fjárfestingar- banka í framkvæmd. I þriðja lagi verður slíkur banki mikil- vægur hlekkur í norrænu efna- hagssamsfarfi og er tákn um raunhæfa norræna samstöðu. I fjórða lagi mun lánastofnum með jafn miKÍð stofnfé og hér um ræðir hafa lánstraust á alþjóðamarkaði og felur í sér beina viðbót við samanlagða. lántökumöguleika landanna 5 og mun án efa gefa kost á hag- stæðari lánakjörum en ella. Þetta mun ekki sízt hafa gildi fyrir Islendinga, en á ráðherra- fundi í Stokkhólmi í júli 1975 var gerð svohljóðandi bókun. „Ráðherrannefndin gerir enn- fremur ráð fyrir þvf að tillit verði tekið til sérstöðu Islands vegna einhliða atvinnulifs og f j ármagnsskorts. “ Það er því ástæða til að binda vonir við, að starfsemi bankans geti átt mikilvægu hlutverki að gegna f islenzku atvinnulífi og muni stuðla að efnahagsfram- förum hér á landi. Hann mun og hvetja til samnorræns fram- taks. Forsætisráðherra sagði stofn- fé bankans vera 4 hundruð milljónir sérstakra drátt- arréttinda eða um 80 millj- arða ísl. króna á núgildandi gengi. Af stofnfé bankans er hluti danska rfkisins 88 millj., finnska 64 millj., islenzka 4 millj., norska 64 millj. og sænska 180 millj. sér- stakra dráttarréttinda. Sam- kvæmt þessu verður hluti Is- lands í stofnfénu um 800 m. kr. miðað við núverandi gengi, en hver samningsaðili leggur fram 1/4 hluta stofnfjárframlags sfns til bankans með 3 jöfnum greiðslum, 2,14 og 26 mánuðum eftir gildistöku samþykktanna. Greiðslur fara fram eftir kröf- um bankans og yrði greiðslu- hluti Islendinga væntanlega um 70 m. kr. á þessu ári og síðan sama fjárhæð 1977 og 1978. Gert er ráð fyrir að bankinn afli sér lánsfjár á Norðurlönd- um og utan þeirra. Innborgað framlag verður einnig notað til lánveitinga. I stjórn bankans sitja 2 menn frá hverju aðildar- rfki. Aðildarrfki munu skiptast á um formennsku í stjórninni. Bankastjóri ásamt nauðsynlegu Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.