Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRJL 1976
20
fltargtitiMafrft
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 50,00 kr. eintakið.
Auðveldara fjar-
skiptasamband
Mikil breyting hefur
oröið á samskiptum við
útlönd á undanförnum ár-
um. Fyrir svo sem einum
áratug fóru ýmiss konar
viðskipti fyrst og fremst
fram meö bréfaskriftum.
Nú er þaö síminn og hin
svonefndu telex-tæki, sem
hafa aö mjög verulegu
leyti tekið við hlutverki
bréfanna en kostnaður við
símhringingar til útlanda
er mjög verulegur og telex-
kostnaður einnig. Það er
því ekki aö ófyrirsynju, að
hugmyndir hafa komiö
fram um að auðvelda þetta
fjarskiptasamband milli ís-
lands og annarra landa og
gera það um leið ódýrara.
Alþingismennirnir
Ellert B. Sehram og Þórar-
inn Þórarinsson fluttu fyr-
ir nokkru athyglisverða
þingsályktunartillögu á Al-
þingi þar sem skorað er á
ríkisstjórnina að fela
Landssíma Islands að reisa
jarðstöð, með það fyrir
augum aö bæta fjarskipta-
samband við útlönd og
gera sjónvarpinu kleift aö
komast í beint samband við
sjónvarpsstöðvar í Evrópu.
Ýmsar eftirtektarverðar
upplýsingar koma fram í
greinargerð þingmann-
anna. Þeir skýra frá því, að
Landssími íslands standi
nú frammi fyrir því vanda-
máli að fullnægja sívax-
andi eftirspurn á símarás-
um milli íslands og ann-
arra landa og þar komi
einkum tvær leiðir til
greina, annars vegar að
leggja annan sæstreng
milli Færeyja og Islands en
hins vegar að reisa jarð-
stöð, sem kæmi okkur í
samband við gervihnetti,
en þannig kæmist ísland í
beint samband við flest
lönd heimsins. I greinar-
gerð þingmannanna kem-
ur fram, að ef jaröstöð yrði
reist mundi arður Lands-
símans fljótlega verða
mjög verulegur og í kjöl-
farið fylgdi væntanlega
veruleg lækkun á afnota-
gjöldum síma og telexsam-
bands við útlönd. En nú
eru afnotagjöld af sæsima
til Evrópu vegna talsam-
bands við útlönd nær
fimmfalt hærri en al-
þjóðargjöld miðað við
sömu vegalengd og telex-
gjöld níföld og gefur þetta
nokkra hugmynd um hví-
líkur sparnaður yrði í al-
mennum viðskiptum, ef
komið yrði upp slíkri jarð-
stöð.
Þá er ljóst, að ef jarðstöð
yrði reist mundi íslenzka
sjónvarpið komast í beint
samband viö sjónvarps-
stöðvar í Evrópu og er tal-
ið, að sá viðbótarkostnað-
ur, sem sjónvarpið þyrfti
að leggja í til þess að geta
tekið við myndum frá
Evrópu mundi nema um 15
milljónum króna en
kostnaðurinn yrði nokkru
meiri, ef unnt ætti að vera
að senda sjónvarpsmyndir
héðan.
Síðan segja þingmenn-
irnir í greinargerð sinni:
„Nú þegar landssíminn
þarf óumflýjanlega að
bæta við símarásum milli
Islands og útlanda opnast
möguleiki til að slá tvær
flugur í einu höggi, þ.e.
bæta eigin þjónustu og
mæta þörfum sjónvarps-
ins. Ef jarðstöð verður
ekki reist nú og önnur leið
valin er fullkomlega ljóst,
að möguleikar okkar hér á
landi til að komast í beint
samband við stjónvarps-
stöðvar erlendis eru úr sög-
unni a.m.k. næstu tíu árin.
Kostnaður við að reisa
jarðstöð er nokkurn veg-
Astæða er til að
vekja athygli að at-
hyglisverðum árangri
Breta í viðureigninni við
verðbólguna undanfarna
mánuði. Á síðara helmingi
ársins 1975 nam verðbólgu-
vöxturinn í Bretlandi um
14% miðað við 38% verð-
bólguvöxt á fyrri hluta árs-
ins 1975. Þessi mikli árang-
ur, sem Bretar hafa náð að
undanförnu í baráttunni
við verðbólguna, hlýtur að
vekja nokkra athygli hér á
landi. Bretar hafa að vísu
ekki komizt jafnlangt í
verðbólgukapphlaupinu og
við Islendingar, en verð-
bólgan þar hefur þó verið
langtum meiri en í nokkru
öðru iðnaðarríki vestur-
álfu nú hin síðustu misseri.
Sá árangur, sem Bretar
hafa náð byggist fyrst og
inn sá sami og að leggja
nýjan sæstreng að viðbætt-
um þeim kostnaði, sem áð-
ur er getið, en kostirnir
yrðu miklu mun meiri inn-
an örfárra ára. Flutnings-
menn þessarar tillögu
leggja því eindregið til, að
ríkisstjórnin ákveði að sú
leið verði valin og að þegar
verði hafizt handa.“ Hér
sýnist vera um hið merk-
asta mál að ræða og ástæða
til að þingsályktunartillaga
þessi og sú hugmynd, sem
þar er hreyft fái jákvæðar
undirtektir.
fremst á því, að samkomu-
lag tókst milli ríkisstjórnar
Bretlands og aðila vinnu-
markaðarins, og þá fyrst og
fremst verkalýðssamtak-
anna um, að verkalýðsfé-
lögin féllust á að takmarka
kauphækkanir við 6%.
Þetta samkomulag hefur
borið mikinn ávöxt og nú
hefur Healey fjármálaráð-
herra Breta, boðizt til þess
að lækka skatta verulega,
ef verkalýðshreyfingin
samþykkir að halda kaup-
hækkunum innan við 3%.
Þessar aðferðir Breta í bar-
áttunni við verðbólguna
mættu vera okkur Islend-
ingum nokkurt umhugsun-
arefni þótt við að öðru leyti
höfum ekkert gott haft af
þeim að segja siðustu mán-
uði.
Bretar og verðbólgan
I gildru flokkræðisins
Stefán Júlfusson: Agúst. Q
Skáldsaga. □ Iðunn. Revkjavfk
1975.
Stefán Júlíusson hefur á und-
anförnum árum ritað eina
skáldsöguna annarri betri um
hið margumrædda vandamál,
uppreisn stefnulausra og reik-
ulla barna og unglinga, gegn
liðfshefð og siðalögmáli for-
eldra og samfélags, sem vissu-
lega er engu síður á fálm-
kenndu ráðleysislegu reiki en
hin unga kynslóð. Hefur mér
virzt Stefán hafa dýpri og næm-
ari skilning á þessu vandamáli
en nokkur annar íslenzkur rit-
höfundur, sem hefur að því vik-
ið að meira eða minna leyti.
Hefur hann þar notið hartnær
þriggja áratuga reynslu sem
skilningsríkur fræðari og leið-
beinandi barna og unglinga,
meðfæddrar innlifunar og
glöggskyggni á mannlegt eðli,
mótað mjög misjöfnum aðstæð-
um — og loks víðtækrar bók-
menntalegrar sálfræðilegrar
þekkingar, sem hann hefur afl-
að sér innanlands og utan.
Sömu djúpmannlegu skyggni
og innlifunar gætir í minn-
ingabók hans um bernskuárin,
Byggðin í hrauninu, og
ævisagnaþáttunum Mörg
er mannsævin, þar sem hann
situr við kné manna, sem
þegar hafa hlotið fullnaðar-
mótun á tímum mikilla og
margvíslegra breytinga á lífs-
kjörum og þjóðfélagsháttum. í
engum af þessum bókum er
bein samfélagsleg ádeiia, hvað
þá illa dulinn áróður — þar
talar lífið sjálft, á engan hallað,
ekkert fegrað og ekkert lýtt —
og einmitt þess vegna og sakir
hins látlausa, en skilríka frá-
sagnarháttar eru þessar bækur
líklegar til þeirra æskilegu
áhrifa, sem allar sannar bók-
menntir hafa á alvarlega hugs-
andi og leitandi lesanda.
Nú hefur Stefán tekið til
meðferðar efni, sem er mjög á
annan veg en í öllum fyrri bók-
um hans. Það er sá illræmdi en
sífellt viðloðandi háttur ís-
lenzkra stjórnvalda að veita
hvenær sem því verður við
komið flest eftsóknarverð em-
bætti í samræmi við flokkskröf-
ur og líklega flokkshagsmuni,
án þess að meta, hvort flokks-
bróðirinn er öðrum umsækj-
endum hæfari eða á annan hátt
rétthærri, — án þess að hyggja
að því hver áhrif slík valdbeit-
ing hefur á almenna réttarmeð-
vitund og annars eðlilega og
alltaf æskilega virðingu fyrir
æðstu stjórn þjóðárinnar — og
síðast en ekki síst án tillits til
aðstæðna og tilfinninga þess,
sem ranglætinu er beittur, hvað
þá til vonbrigða nánustu að-
standenda hans.
Þetta er vissulega verðugt
viðfangsefni, en mér virtist
þegar fyrsta kafla sögunnar
að þarna væri höfundurinn
ekki staddur í umhverfi
sem væri honum jafneðlilega
samruna og það, sem hann
í nokkrum fyrri bókum
sínum lifir og hrærist í og
skynjar þó án allra sjálflægra
hvata. Stíllinn virðist ekki
bera mót eins persónulegs
jafnvægis og í þeim bókum og
jafnvel vöndun orðfærisins
ekki heldur. Þessa gætir svo
meira og minna í sögunni allri.
Höfundurinn bregður og á það
ráð um form hennar, sem óhjá-
kvæmilega hefði eitt saman
nægt til að firra hana heildar-
svip. Henni er skipt i fjórtán
kafla. 1 þeim fyrsta segir sög-
una ungur lögfræðingur, sem
er trúnaðarmaður forsætis- og
Stefán Júlfusson
dómsmálaráðherra, valinn með
tilliti til dugnaðar hans og rögg-
semi í unghreyfingu flokksins
og hefur það hlutverk að vera
með í ráðum um viðkvæm fram-
Bðkmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
kvæmdaatriði og að nokkru
leyti að koma í stað ráðuneytis-
stjóra, sem þykir viðsjáll and-
stæðingur stjórnarinnar. En í
öðrum kafla segir höfundur
söguna í þriðju persónu og
sömuleiðis í fimmta, níunda og
tólfta kafla, enda greinir í þess-
um köflum frá því sem „aðstoð-
arráðherrann" getur ekki vitað.
Hefði auðvitað mátt komast hjá
þessu misræmi í gerð sögunnar
með því að höfundurinn segði
hana alla í þriðju persónu, en
svo mætti virðast sem honum
hafi verið efnið svo sjálflægt
vegna eigin reynslu og sér-
stakra kynna sinna af starfs-
háttum í stjórnarráði Islands,
að svo bezt yrði sagan sannfær-
andi, að hann segði frá megin-
hluta hennar i égformi.
Annars er síður en svo, að
sagan hafi ekki allverulega
kosti. Þó að lesandann gruni
fljótlega, að hverju stefnt er
um sögulok, er frásögnin víða
gædd slíku lífi, að hún vekur
eftirvæntingu lesandans, og
ýmsar af persónunum verða
honum minnisstæðar. Sem
ádeilurit á hágkalegt ranglæti f
stjórnsýslu nær og sagan settu
marki. Til að gera lesendum
minum það nokkurn veginn
ljóst, verð ég að geta söguþráð-
arins f fáum dráttum.
Gamall sýslumaður og bæjar-
fógeti í kaupstað á Norðurlandi
lætur af embætti. Tengdasonur
hans, Björn að nafni, hefur um
áratugi verið fulltrúi hjá hon-
um, og það er á allra vitorði að
hin margvislegu störf i þágu
embættisins hafa um langt
skeið fyrst og fremst hvílt á
honum. Hann hafði fljótt aflað
sér vinsælda með forystu i
félagsmálum ungs fólks í
bæjarfélaginu og sýslunni og
með kennslu í gagnfræðaskóla
kaupstaðarins, auk þess sem
störf hans sem fulltrúa öfluðu
honum trausts og hylli. En eftir
fárra ára ástrika sambúð lézt
hin glæsilega kona hans, þá er
hún hafði fætt honum dóttur.
Svo varð hann þá hlédrægari
en áður, helgaði sig heimi og
skyldustöríum, sem hann rækti
við sívaxandi vinsældir og virð-
ingu. Þegar svo embættið
losnaði og hann sótti um það,
þótti almennt sjálfsagt, ekki
aðeins heima fyrir heldur og út
í frá, meðal annars innan
heildarsamtaka íslenzkra lög-
manna, að hann hlyti veitingu,
enda gerðist í fyrstu enginn til
að sækja á móti honum. Ágúst,
hinn ungi trúnaðarmaður
dómsmálaráðherra, var fæddur
og uppalinn í grennd við Víkur-
kaupstað og hafði notið mikils-
verðrar fræðslu hjá Birni full-
trúa, og auðvitað taldi hann
engan annan geta komið til
greina við veitingu embættisins
og raunar var ráðherrann á
sömu skoðun, en hann vildi
samt fara með gát, grunaði af
reynslunni, að sitthvað kynni
að geta komið til greina í slíku
máli sem þessu. Og sú varð'og
raunin. Tveir menn norðan úr
Víkurkaupstað komu á hans
fund og kröfðust þess, að em-
bættið yrði veitt ákveðnum og
virkum flokksmanni, þar eð þá
vantaði áhrifamenn um fylgi
flokksins í kaupstaðnum.
Annar þessara manna, Gunnar
Magnúsen, var bankastjóri
norður þar og auk þess þing-
maður stjórnarflokksins í kjör-
dæminu. Hinn var Þórður Jóns-
son, bæjarfulltrúi flokksins í
Víkurkaupstað og formaður
kjördæmaráðs. Þeir fundu
Birni það til foráttu, að hann
léti stjórnmál afskiptalaus og
hefði hvorki fengizt til að
styðja flokk þeirra beint né
óbeint. Ráðherra gerði sér
fyllstu grein fyrir verðleikum
Björns og fór undan í flæmingi,
lét þá félaga skilja að þeir yrðu
að minnsta kosti að hafa á
takteinum einhvern vel fram-
bærilegan umsækjanda um em-
bættið sem keppinaut Björns,