Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 26

Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1976 Það er eins og tím- inn hafi staðið kyrr Fundarstjóri, iðnaðarráóherra, góðir fundarmenn. Þegar ég byrjaði að semja þessa ræðu, las ég yfir ræðu þá, sem ég flutti hér í fyrra, og þá fannst mér að best væri að ég flytti gömlu ræðuna aftur, því það er eins og timinn hafi staðið kyrr i þeim málum, sem okkur varðar — ekk- ert hefur verið framkvæmt af1 stjórnvöldum af því, sem ég lagði þá til að gert yrði, nema að reynt hefur verið að breyta tekjuskipt- inu í sjávarútvegi og sjóðakerfi hans hefur verið endurskoðað. Þetta er lika það eina — engar af hinum ýtarlegu tillögum stjórnar Félags íslenskra iðnrek- enda til ríkisstjórnarinnar frá því i desember 1974 hafa verið fram- kvæmdar siðan síðasta ársþing var haldið og heldur engar af þeim tillögum sem við höfum komið með síðan, jafnvel þó Al- þýðusamband Islands hafi skrifað undir þær með okkur. Sama er að segja um tillögur Iðnþróunar- nefndarinnar sálugu, sem voru milli 40—50 talsins — engin ein- asta af veigameiri tillögum henn- ar hefur verið framkvæmd. Allar þessar tillögur eiga það sameigin- legt að þær stefndu að því, að breyta stjórn efnahagsmála á Is- landi. atvinnuleysi, sem ég óttast að hefjist í haust skellur yfir þjóð- ina, er of seint að benda á iðnað- inn og segja — nú verður iðnaður- inn að koma til skjalanna og taka við fólkinu. Efling iðnaðar tekur tiltölulega langan tima og ef koma á af stað hraðvaxtarskeiði íslensks iðnaðar, þarf að taka upp gjörbreytt búskaparlag á Islandi. Verði það ekki gert óttast ég að sama ástand skapist og var fyrir 100 árum síðan, þegar mikill hluti þjóðarinnar fluttist vestur um haf vegna ónógra atvinnumöguleika hér á landi. Gera ráðamenn þjóðarinnar sér enn ekki ljóst, að hver einasti starfsmaður í sjávarútvegi og framleiðsluiðnaði skapar að með- altali 3—4 starfstækifæri í öðrum atvinnugreinum? Gera þeir sér virkilega ekki grein fyrir því hve samdráttur í þessum undirstöðu- í fyrra og eins og ég sagði áðan, hefur ekkert mark verið á þeim tekið, en ég vil þó nefna nokkra málefnaflokka, sem snerta iðnað- inn sérstaklega: 1. TOLLAMÁL Stjórnvöld verða að gera sér ljóst, að framleiðslutæki og efnis- vörur framleiðsluatvinnuveganna eru ekki tekjustofn og því verður að afnema öll innflutningsgjöld af þeim, hverju nafni sem þau nefnast. Á þetta að sjálfsögðu jafnt við fiskiðnað sem annan framleiðsluiðnað. 2. SKATTAMÁL Taka verður upp virðisauka- skattskerfi eða söluskattskerfi Ræða Davíðs Sch. Thorsteinssonar á ársþingi Félags ísl. iðnrekenda MINNITEKJUR — MEIRI SKULDIR Afleiðingarnar láta heldur ekki á sér standa — þjóðartekjur á mann minnkuðu árið 1974 um 1—2%, þær minnkuðu um 9% á árinu 1975 og fyrirsjáanlegt er, að þær munu enn minnka verulega á þessu ári. Meðalverðbólgan milli ára varð 43% 1974 hún varð 49% 1975 og ég álit að við stefnum í 35—40% verðbólgu á þessu ári. Heildargjaldeyristekjur þjóðar- innar nægðu aðeins fyrir 2/3 hluta gjaldeyriseyðslu hennar og erlendar skuldir, sem námu 200.000 krónum á mannsbarn í ársbyrjun 1975, námu 330.000 krónum á mannsbarn í árslok. Mér er spurn: Er ekki mál að linni? Hvenær ætlar ráðamönnum þjóðarinnar að verða ljóst, að ástandið í þessum málum verður ekki bætt, nema með aukningu arðbærrar framleiðslu sem annað hvort skapar eða sparar erlendan gjaldeyri, svo og með því að draga úr óarðbærri fjárfestingu? Sjá ekki allir menn að verði haldið áfram á þessari braut, er fjöregg þjóðarinnar — sjálft sjálf- stæði hennar í voða, því glötum við efnahagslegu sjálfstæði, er vísast að hitt fylgi á eftir. ATVINNULEYSI FRAMUNDAN Til að sjávarútvegurinn geti haldið áfram að vera sá máttar- stólpi íslensks efnahagslífs sem hann hefur verið er óumflýjan- legt að takmarka veiðar hér við land á þessu og næstu árum, og þar sem hér hefur ekki verið í framkvæmd nein stefna til efling- ar iðnaði, er atvinnuástandið framundan að mínu viti hættu- ástand. Lýsi ég furðu minni á því, að um þetta skuli hvorki vera rætt opinberlega af stjórnvöldum, sem þó hljóta að sjálfsögðu að vera búin fyrir löngu að gera sér grein fyrir þvi hvert stefnir, né heldur hafa verið gerðar neinar þær ráðstafanir, sem ég tel að duga muni til að draga úr þessu hættuástandi. Ég vil benda á, að þegar það greinum hefur geigvænleg áhrif á allt atvinnulíf i landinu? Gera þeir sér heldur ekki ljóst, að gjaldeyrissparnaður og gjald- eyrissköpun innlends fram- leiðsluiðnaðar, án áls, var 2V4 mílljón krónur á hvern einasta starfsmann — eða 30.000 milljón- ir króna samtals — á síðastliðnu ári? Gera þeir sér heldur ekki ljóst hvaða þýðingu það hefur fyrir atvinnuhorfur og tekjur þjóðar- innar í framtíðinni þegar fjárfest- ing í atvinnuvegunum dregst sam- an á sama tíma og fjárfesting híns opinbera í óarðbærum fjárfest- ingum vex? EFNDIR EFTA- SAMNINGA Hefur ráðamönnum þjóðarinn- ar ekki skilist, að með inngöngr unni í EFTA og með samningun- um við EBE voru þeir að undir- gangast að gjörbreyta ríkjandi stefnu í stjórn efnahagsmála? Er það raunverulega skoðun ráðamanna, að nauðsynlegra sé að standa við samninga við útlend- inga, heldur en við þegna lands- ins? Við gerðum ákveðinn samning við ríkisstjórn Islands, þegar við samþykktun EFTA-aðildina. Samningarnir við útlendingana hafa verið haldnir, meira að segja höfum við haidið áfram að lækka tolla á vörum frá þeim, á sama tíma og EBE ríkin hafa verið að hækka tollana á aðal útflutnings- vörum okkar til þeirra. Ég vil upplýsa það hér, að mér er kunnugt um að vegna þessa datt ráðamönnum í sumum EBE ríkjum ekki í hug að við mundum láta umsamda tollalækkun koma til framkvæmda um siðastliðin áramót. Við, sem hér erum inni, þekkj- um sorgarsöguna um vanefndir EFTA loforðanna frá 1969 og það er sama hvaða ríkisstjórn hefur verið við völd. Smámálin hafa verið efnd að hluta — stóru málin hafa ekki verið framkvæmd — og sjálfur andinn, sem fólst í loforð- unum, hefur verið svikinn. Eg spyr því enn: Ef gerðir eru tveir samningar svo til samtimis og sá fyrri er forsenda hins síðari, er síðari samningurinn ekki ómerkur, þeg- ar ekki hefur verið staðið við fyrri samninginn? Ég spurði þessarar spurningar fyrir ári síðan, en hef ekki enn fengið neitt svar. Ég spyr enn: Halda ráðamenn þjóóarinnar að hægt sé að byggja upp heilbrigt atvinnulíf í landi, þar sem verð- bólgan er um 190% á þriggja ára tímabili? Gera þeir sér ekki grein fyrir því hve framkvæmd svokallaðra verðstöðvana, sem staðið hafa hérlendis nálega óslitið frá því að við gengum í EFTA hefur haft óheillavænleg áhrif á þróun og uppbyggingu innlends iðnaðar? Ég álit að þessi atriði geri það að verkum, að það væri hægðar- leikur að fá framlengingu á aðlög- unartímanum hjá félögum okkar í EFTA og EBE ef eftir væri leitað, en í því sambandi er tvennt, sem ég vil undirstrika, til að forðast misskilning: 1. Við þurfum að fá aðlögunartim- ann að EFTA og EBE framlengd- an, til að vinna upp þann tima, sem glatast hefur á þeim hluta aðlögunartímans sem liðinn er. Jafnframt er nauðsynlegt, ekki aðeins vegna iðnaðarins, heldur vegna þjóðfélagsins I heild, að tekin verði upp gjör- breytt stefna i stjórn efnahags- mála á tslandi. 2. 1 EFTA eigum við að vera og samning við EBE verðum við að hafa, því slíkir samningar eru hluti af forsendum fyrir þjóð- hagslega hagstæðari þróun fram- leiðsluiðnaðar á Islandi. TILLÖGUR UM AÐGERÐIR Ég tel ekki nauðsynlegt hér að koma enn einu sinni fram með sundurliðaðar tillögur um breytta stjórn efnahagsmála á Islandi, þær komu fram i ræðu minni hér með virðisaukaskattssniði. Þar sem slfk kerfisbreyting mun taka all langan tíma er nauðsynlegt að taka nú þegar upp „jöfnunar- gjalds-kerfi“, en tillögur um það mál voru lagðar fyrir rfkisstjórn- ina í febrúarmánuði s.l.... Þar sem staðgreiðsla opinberra gjalda er eitt af þeim hagstjórnar- tækjum, sem hjálpað geta til við að ná tökum á verðbólgunni, ber að taka upp slfkt fyrirkomulag. Fyrningar atvinnuveganna verða að nægja til að hægt sé að endurnýja vélar og tæki, þegar endurnýjunar er þörf, eins og gert er hjá öllum rfkisfyrirtækj- um. Eitt af leióarljósum allra skatta- laga ætti að vera, að fremur beri að skattleggja hagnað heldúr en að standa þannig að málum, að komið sé í veg fyrir aó hagnaður geti myndast. 3. FJARMAL Afnema verður alla sjálfvirkni í gerð fjárlaga og heildarupphæð þeirra verður að ákveðast með hliðsjón af ástandi efnahagslífs- ins á hverjum tfma og jafnframt verður að stöðva frekari útþenslu hins opinbera i þjóðfélaginu. Lagður verði auðlindaskattur á alla þá, sem nýta auðlindir þjóðar- innar, og gengi krónunnar skráð í samræmi við þá skattlagningu. Hætta verður útgáfu verð- tryggðra spariskírteina ríkissjóðs með öllu, þvf ég fæ ekki séð hvern ig hægt verður að greiða þau bréf, sem þegar hafa verið gefin út, og að auki rennur sparifé lands- manna í sivaxandi mæli til ríkis- ins, f stað þess að það sé notað til uppbyggingar og til að anna rekstrarfjárþörf atvinnuveganna. Allir framleiðsluatvinnuveg- irnir verða að hafa sambærilegan aðang, bæði að fjárfestingarlán- um og rekstrarfé, og arðsemi verður að ráða fjárfestingu í at- vinnuvegunum og lagasetningu þeirra vegna, því ella munu lífs- kjör þjóðarinnar allrar enn halda áfram að versna. I sambandi við lánsfé atvinnu- veganna frá viðskiptabönkunum, vil ég benda á að sama útlánaþak hefur verið látið gilda, hvort sem nota átti peningana til að fjár- magna innlenda framleiðslu, eða innflutning sambærilegra er- lendra iðnaðarvara, en slíkt er að sjálfsögðu ekki gert hjá þróuðum iðnaðarþjóðum, sem beita öllum tiltækum ráðum til að örva og auka framleiðsluna. 4. TÆKNIMAL. Samhæfing þjónustustofnana iðnaðarins hefur nú verið á döf- inni síðan i mai 1972, en ennþá hefur ekkert verið ákveðið af hendi löggjafans. Inn i það mál fléttast menntun og þjálfun iðn- verkafólks, sem er mjög mikil- vægt mál, og vil ég skora á iðnaðarráðherra, sem hér er staddur, að sjá svo um, að þessu máli verði komið í höfn, áður en þingi því sem nú situr, verður slitið. 5. VERÐSTÖÐVANIR. Eins og ég sagði fyrr álít ég verðstöðvanir, eins og þær hafa oftast verið framkvæmdar hér á landi, af hinu illa. I fyrsta lagi vegna þess hve misjafnlega þær koma niður á at- vinnuvegunum og einstökum greinum þeirra. I öðru lagi vegna þess að verð- stöðvun er ekkert annað en fölsun á staðreyndum — þ.e. frestun á því að sannleikurinn komi í ljós. Þannig var því lýst yfir af ráða- mönnum að dregið hefði úr verð bólguhraðanum á siðari hluta ársins 1975. Það vanalveg rétt, en það var að hluta til vegna hinnar hertu verðstöðvunar og öll þjóðin finnur nú fyrir þvi hvað gerist þegar stíflan brestur. I þriðja lagi hafa þessar svoköll- uðu verðstöðvanir einkum bitnað i raun á framleiðsluiðnaðinum. Þær hafa tafið nauðsynlegar verð- hækkanir hans, og þannig gert hann enn háðari lánsfé, og hindrað uppbyggingu hans á miðjum aðlögunartímanum að fríverslun, með þeim afleiðing- um, sem slikt mun hafa fyrir at- vinnuástandið í landinu í fram- tíðinni. Og i fjórða lagi hefur það svig- rúm sem verðstöðvun getur skapað, ekki verið notað sem skyldi til raunhæfra aðgerða gegn verðbólgunni. 6. INNKAUP OPINRERRA AÐILA Eg álít að hið opinbera hafi þarna í hendi sér tækifæri, bæði til uppbyggingar atvinnulífs, mikils sparnaðar á gjaldeyri og til aukningar á eigin tekjumöguleik- um, tækifæri sem hafa alls ekki verið notuð sem skyldi þótt ótrúlegt sé frá að segja. Hjá þróuðustu iðnrikjum heims hefur það lengi verið stefna stjórnvalda að beina viðskiptum sínum sem mest til innlendra fyrirtækja og er þetta eitt af grundvallaratriðunum í iðnþróun þessara ríkja. Ég skora á iðnaðarráðherra aó hann beiti sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að opinberum aðilum verði fyrirskipað að leita undanbragðalaust eftir viðskipt- um við innlenda framleiðendur með þær vörur, sem framleiddar eru, eða unnt væri að framleiða hér á landi. Sama regla þarf að gilda um framkvæmdir, sem fjármagnaðar eru af opinberum sjóðum, eða fyrir milligöngu opinberra aðila. 7. KJARASAMNINGAR. Nýafstaðnir verðbólgu kjar- samningar og allsherjarverkfall ættu að hafa gert öllum ljóst, að svona getur þetta ekki gengið til lengur; það er anuðsynlegt að taka upp breytt vinnubrögð. Eina raunhæfa leiðin er sú að reiknað verði út hve mikið þjóðar- tekjur muni aukast, eða minnka, á einhverju tilteknu timabili og að aðilar vinnumarkaðarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.