Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
27
ákveði síðan, með samningum sin
á milli, hvernig þeirri upphæð
skuli skipt milli atvinnurekstrar-
ins og launþega. Síðan verði það
hlutverk A.S.I. að skipta þeim
hluta fjárins, sem í hlut launþega
kemur milli hinna ýmsu stétta-
félaga.
Hefði þessi tilhögun verið við-
höfð í nýafstöðnum kjara-
samningum hefði að sjálfsögðu
ekki verið um neinar
kauphækkanir að ræða, þar sem
þjóðartekjur munu minnka á
þessu ári og því er ómögulegt að
hækka kaupgjald í raun. Það var
því ekki verið að semja um raun-
verulegar kauphækkanir, heldur
verðbólgu.
Ég tel mjög miður að ekki skuli
hafa verið farið að sameiginleg-
um tillögum aðila vinnu-
markaðarins til ríkisstjórnar-
innar við sfðustu kjarasamninga,
en þetta er í fyrsta sinn, sem
þessir aðilar hafa lagt fram sam-
eiginlegar tillögur um breytta
stjórn efnahagsmála.
Þær tillögur voru um margt
merkilegar og hefðu gert það auð-
veldara að taka upp nýja stefnu i
stjórn enfahagsmála, ef eftir
þeim hefði verið farið.
8. STÓRIÐJA
Auóvitað er bæði sjálfsagt og
nauðsynlegt að nýta auðlindir
landsins sem mest og á sem skyn-
samlegastan hátt. Einn þáttur í
því er orkusala til orkufreks
iðnaðar og því á hann fullan rétt á
sér, ef þess er gætt, að við
högnumst sem mest, bæði á orku-
sölunni til hans, svo og á starf-
semi hans i heild, og að hugsan-
legri mengun, sem af allri annarri
starfsemi, sé haldið i algjöru lág-
marki.
Sý reynsla, sem við höfum orðið
fyrir í sambandi við Málmblendi-
verksmiðjuna í Hvalfirði, ætti að
sannfæra alla þjóðina um, að það
er hið mesta óráð að Islendingar
eigi hlut í verksmiðjum, sem
þannig eru uppbyggðar, að
erlendi aðilinn ræður verk-
smiðjunni i raun, hvað sem líður
eignaraðild, bæði vegna þekk-
ingar hans á rekstrinum sem
slikum, svo og vegna þess að hann
getur ráðið í raun hráefnaverði og
söluverði afurða verksmiðjunnar.
Ef við hefðum ekki átt neitt í
Málmblendiverksmiðjunni í Hval-
firði, þyrftum við t.d. ekki að hafa
neinar áhyggjur af sölu orkunnar
frá Sigölduvirkjun, því þá hefði
verið hægt að búa svo um hnút-
ana, alveg eins og gert er i
samningunum við ISAL, að verk
smiðjan hefði orðið að greiða
fyrir umsamið orkumagn, án
tillits til þess hvort hún notaði
orkuna eða ekki.
Vona ég, að slikir samningar
um orkufrekan iðnað af þessu
tagi verði aldrei gerðir aftur hér á
landi.
Hvað snertir orkuna frá Sig-
öldu, þá er ég sannfærður um að
islenskur iðnaður getur notfært
sér mikinn hluta hennar t.d. til
gufuframleiðslu ef hann fær
orkuna keypta með hliðstæðum
kjörum og samið var um við
Málmblendiverksmiðjuna og
sparað á þann hátt mikinn gjald-
eyri, sem nú er eytt í oliukaup.
LOKAORÐ
Að lokum vil ég taka enn einu
sinni fram, að iðnaðurinn fer ekki
fram á nein forréttindi, en við
krefjumst:
— Sömu starfsskilyrða og aðrir
höfuð atvinnuvegir þjóðarinnar
njóta.
— Sömu starfsskilyrða og er-
lendir keppinautar okkar njóta,
hver í sínu landi.
— Sömu starfsskilyrða, þar með
talið orkuverð, og útlendingar
njóta á Islandi.
Verði þessar kröfur okkar
uppfylltar er ég sannfærður um
að ieysast mun úr læðingi sá
skapandi Icraftur, sem með
þjóðinni býr, en fær ekki að
njóta sin við núverandi skilyrði.
Lífskjör munu aftur geta farið
batnandi, landið mun geta boðið
hverri vinnandi hönd starf við sitt
hæfi og grundvöllur sjálfstæðis
þjóðarinnar og áframhaldandi
búsetu í landinu treystur.
Tímarit-
ið Saga
komið út
SAGA, tímarit Sögufélags, XII.
bindi, 1975, er nýlega komin út.
Sögufélagið hefur gefið Sögu út
allt frá árinu 194j), en áður gaf
félagið út Blöndu.
I þessu nýjasta hefti Sögu
kennir ýmissa grasa. Sigurður
Ragnarsson menntaskólakennari
á þar ýtarlega myndskreytta rit-
gerð, er nefnist Innilokun eða
opingátt — þættir úr sögu fossa-
málsins. Sigurður rekur hér
deilur þær sem urðu um yfirráð
yfir virkjunarréttindum í fall-
vötnum, og dvelur mest við árið
1917, en þá voru deilur um þessi
efni óvenju harðar.
Bergsteinn Jónsson lektor birt-
ir í þessu hefti Sögu ritgerð sem
nefnist Mannlif f Mjóadal um
miðja 19. öld, og eru þar raktir
kaflar úr dagbókarfærslum Jóns
Jónssonar frá Mjóadal i Bárðar-
dal frá árúnum 1853—61, en þá
var hann ókvæntur í föðurgarði.
Einar Bjarnason prófessor á í
þessu hefti ritgerð um ætt Einars
Sigurðssonar sem bjó á Hraunum
í Fljótum um 1700.
Þá kemur hér á prent síðari
hluti bréfa Valtýs Guðmunds-
sonar til Skúla Thoroddsens, alls
17 bréf frá árunum 1897 til 1906,
þ.e.a.s. frá sjálfum blómatíma
valtýskunnar og skipbroti
hennar.
I heftinu er birt Alitsgerð Ölafs
Gunnlaugssonar, kaþólsks manns,
til kardínálaráðsins í Róm árið
1857, en þar er m.a. fjallað um
möguleika á kaþólsku trúboði
hérlendis. — Lýður Björnsson rit-
ar hér um höfund tslandslýsingar
þeirrar sem nýlega var gefin út og
talin eftir Odd biskup Einarsson,
en Lýður dregur þá höfundar-
greiningu í efa.
I Sögu 1975 birtast að venju
nokkrar ritfregnir, og loks er í
heftinu ritaukaskrá um sagnfræði
og ævisögur 1974, tekin saman af
Inga Sigurðssyni bókaverði.
I ritstjórn Sögu eru Björn Sig-
fússon, Björn Teitsson og Einar
Laxness. Forseti Sögufélagsins er
Björn Þorsteinsson, prófessor.
er svo annað lakk
Manstu þegar þú lakkaðir síðast? Lakklyktin ætlaði alla að
kæfa, og þegar þú varst loksins búinn að lakka, áttirðu
enga terpentínu til að hreinsa alla nýju penslana, sem þú
keyptir.
Bráðum þarftu að lakka aftur, sannaðu til. Þá er líka betra
að gera ekki sömu skyssuna aftur. Nú skaltu nota Hitt lakkið.
Kópal-Hitt er hálfgljáandi vatnsþynnt akryl-lakk, ætlað á tré
og stein, — úti sem inni. Kópal-Hitt hefur einnig frábæra
veðurrvatns- og þvottheldni.
Svo geturðu nefnilega notað rúllu, og að sjálfsögðu pensil
líka. Kópal-Hitt þomar á 1—2 klst. Það er lyktarlaust, gulnar
ekki og bregst ekki. Greinargóður leiðarvísir á hverri dós.
Þegar þú ert búinn að lakka, þá,
penslana úr venjulegu sápuvatni.
Hugsaöu um Hitt
þegar þú lakkar næst.
já þá þværðu rúlluna og
Aukin þjónusta
Almenn bankaviðskipti
Til þess að geta haldið áfram að
veita viðskiptavinum sínum per-
sónulega þjónustu, samfara auknum
umsvifum í almennum sparisjóðs-
viðskiptum, mun Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis lengja
daglegan afgreiðslutíma sinn um
þrjár klukkustundir.
Framvegis verður afgreiðslutími
okkar:
Kl. 9.15 til 12.00
Kl. 13.00 til 16.00 (NÝRTlMl)
Kl. 17.00 til 18.30
Reykjavikur& nágrennis
Skólavörðustíg 11
SPARISJÓÐUR HEIMILANNA
Afgreiðslutímarnir verða fyrir all-
ar viðskiptagreinar sparisjóðsins, svo
sem ávísanareikning, sparisjóðsbæk-
ur, innheimtu, víxla og skuldabréf,
bankahólf, gíróþjónustu, greiðslur
Tryggingastofnunar ríkisins, m.a.
ellilífeyri og eftirlaun.
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis væntir þess að hinir nýju af-
greiðslutímar verði til hagræðis fyrir
viðskiptavini sína.
SPARISJÓÐUR