Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1976 29 Björn Arnórsson, Ásgeir Danfelsson og Már Guðmundsson á blaða- mannafundi Fylkingarinnar. Fylkingin-stuðnings- deild Fjórða alþjóða- sambandsins _jr BUR kaupir Freyju fyrir 350 milljónir UTGERÐARRÁÐ samþykkti á fundi sfnum 4. marz að leita heimildar borgarráðs um kaup á skuttogaranum Freyju RE 38. Borgarráð heimilaði þetta á fundi 9. marz. Umræður urðu um málið f borgarstjórn sfðastliðið fimmtu- dagskvöld. Ragnar Júlfusson (S) fylgdi til- lögunni úr hlaði. Hann sagði til- boða hafa verið leitað og upphæð þeirra hefði verið frá rúmlega 200 milljónum króna upp i 600 milljónir og komu tilboðin erlend- is frá. Sagðist hann hafa rætt við sjávarútvegsráðherra um hugsan- leg skipakaup erlendis frá. Svar ráðherra var stutt: „Hvorki B.U.R. né nokkur annar aðili fær í dag að flytja inn nýjan eða notaðan skuttogara.“ Þegar þessa upplýsingar lágu fyrir voru hafnar viðræður um kaup á Freyju RE 38. Ragnar lagði ríka áherzlu á, að Freyja RE hefði lagt afla sinn upp hjá B.U.R. og ef skipið yrði selt úr borginni tapað- ist hráefni það sem skipið hefði aflað fvrir fiskvinnslustöðvar B.U.R. Þá minnti Ragnar á þá staðreynd, að Þormóður Goði RE væri tekinn að lýjast og að fljót- lega þyrfti að taka ákvörðun um endurnýjun botnplatna í honum. Ragnar sagði, að nú væri unnið að heildarúttekt á rekstri B.U.R. og að það lægi ljóst fyrir, að endur- nýjun skipastólsins væri nauðsyn- leg og ennfremur að bæta þyrfti aðstöðu til fiskmóttöku. Benti Ragnar á, að þessi kaup mættu ekki tefja fyrir framkvæmdum við Bakkaskemmuna og sagðist, að þessu tvennu fengnu, fullviss um, að rekstrarafkoma B.U.R myndi stórbatna. Sagði hann það stefnu útgerðarráðs, að B.U.R. yrði vel rekið fyrirtæki, sem yrði lyftistöng fyrir atvinnulífið í borginni. Lýsti hann siðan Freyju RE 38. Hún er smíðuð í Frakk- landi 1972, 46.55 m á lengd, 9.3 m á breidd og fiskilest er 350 rúmm. Áhöfnin er 19 manns. Skipið er búið fullkomnum fiskvinnslu- tækjum, isvél og Simrad fiski- leitartækjum. Vé.lin er af gerðinni British Polar, 1800 hestöfl, og ganghraði 13.5 hnútar. Heildarverð er um 350 milljónir króna. Skipið afhendist fullbúið með veiðarfær- um en fer fyrst í slipp og verður skoðað af umboðsmanni Lloyds á tslandi. Utgerðarráð hafði einnig látið skoða skipið sérstaklega og fengið til þess sérfræðinga bæði frá B.U.R. og aðra. Niðurstöður þessa voru, að engin vandkvæði ættu að vera á að gera skipið út með góðum árangri. Ragnar lauk máli sinu með því að skora á borgarfulltrúa að samþykkja kaupin. Kristján Benediktsson (F) tók næst til máls og taldi málið eigi nægilega vel undirbúið og forsendur kaupanna ekki nægar. Hann sagði þetta óhagkvæm kaup og önnur brýnni verkefni lægju fyrir hjá B.U.R. sem fyrst ætti að Ijúka. Kristján taldi, að B.U.R. ætti að gera samninga um hrá- efniskaup við skipaeigendur. Þá sagði hann, að aðalverkefni hjá B.U.R. væri að flytja löndun úr austurhöfninni í vesturhöfn- ina og að innrétta Bakkaskemmu Framhald á bls. 28 A BLAÐAMANNAFUNDI, sem Fylkingin boðaði til, kom fram að á 30. þingi sfnu ákvað Fylkingin að sækja um aðild að Fjórða alþjóðasambandinu. Af þvf til- efni var nafni samtakanna breytt I Fylking byltingarsinnaðra kommúnista, stytt Fylkingin. Voru allir félagar samtakanna samþykkir þessari ákvörðun en á bak við hana liggur löng umræða sem rekin hefur verið á lýðræðis- legan hátt innan samtakanna, segir i fréttatilkynningu sem af- hent var á fundinum. Þá kom fram, að á 29. þingi samtakanna tóku þau afstöðu í flestum málum sem í grundvallar- atriðum var samhljóða stefnu Fjórða alþjóðasambandsins. Þá var þó ekki tekin ákvörðun um inngöngu ■ sambandið þar sem rétt þótti að gefa öllum félögum betra tækifæri til að kynna sér málið, þrátt fyrir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem sóttu þingið hefði verið inngöngu í Fjórða al- þjóðasambandið fylgjandi. Fjórða alþjóðasambandið var stofnað árið 1938 af fylgismönn- um Vinstri andstöðunnar innan Komintern, en Leon Trotsky var helzti talsmaður hennar. Franska deild Fjórða alþjóðasambandsins er nú öflugasta deildin og hefur stuðlað að uppbyggingu deilda i öðrum löndum. í fréttatilkynningunni segir ennfremur, að Fj órð a alþjóða- sambandið hafi haldið því fram, að úrslit heimsbyltingarinnar verði ekki ákveðin I nýlendum heldur í heimsvaldalöndunum og þá til að byrja með I Evrópu. Þá segir að vaxandi barátta i Evrópu, sérstaklega í Portúgal og á Spáni, en einnig á Italíu og í Frakklandi, hafi sýnt fram á réttmæti þess- arar ályktunar en Fjórða alþjóða- sambandið telur að sigur byltingarinnar í einhverju þess- ara landa mundi marka djúp spor í Evrópu og hafa tilhneigingu til að breiðast út og möguleiki væri á keðju byltinga í Evrópu. Ennfremur segir í fréttatil- kynningunni, að helzta verkefni Fjórða alþjóðasambandsins á næstu árum sé að vinna að því að þessi möguleiki verði að raun- veruleika og muni Fylkingin sem stuðningsdeild Fjórða alþjóða- sambandsins taka virkan þátt I þessu starfi. I lok fréttatilkynningarinnar segir að Fylkingin líti svo á að þrátt fyrir að hugmyndalegur klofningur verkalýðsstéttarinnar sé staðreynd sem óhjákvæmileg sé, eigi það ekki að þurfa að koma I veg fyrir baráttueiningu gegn auðvaldinu. AUGLÝSrNGASÍMINN ER: 22480 3n«rgunb!abib HUSGAGNA Sérstök sölusýning á sænskum raðstóla- og sófasettum. Einstakt tækifæri til að tryggja sér faliegt sófasett eða raðstóla á sýningarverði. Núverandi sýningarverð og væntanleg verð á ULFERTS-húsgögnum. TEGUNDIR SÝNINGARVERÐ NÆSTA VERÐ YÐAR ÁGÓÐI KLACKEN-stólar 16.600.— 21.000,— 4.400,— KLACKEN-borð OLÉ-raðstólar 9.000.— 11.500,— 2.500,— (Beinir og horn) TUFF-raðstólar 24.700,— 30.000.— 5.300.— (Beinir og horn) 19.800,— 26.000,— 6.200,— ASTOR-raðstólar. Beinir. 37.200,— 45.000,— 7.800,— ASTOR-raðstólar. Horn. ASTOR raðstólasett: 6 sæta. 48.900.— 60.000,— 11.100,— (3 + 3) 258.300,— 323.000.— 64.700.— DRABAND-sófasett: 3 + 2+1 381.200.— 500.000,— • 118.800,— DERBY-sófasett: 3 + 2+1 211.500.— 264.000,— 52.500.— RONDO-sófasett: 3 + 2+1 201.600,— 260.000.— 58.400,— ULFERTS SYNINGIN ER OPIN: 2. apríl-24. apríl mánud.-fimmtud. kl.9-18 föstudaga kl. 9-19 laugardaga kl.9-12 HUSGAGNAVERZLUN kristjAns SIGGEIRSSONAR HF. Laugðvegi 13 Reykjavík simi 25870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.