Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 31

Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 31 traust samverkamanna sinna. Þeir sýndu honum margs konar vinsemdarvott og einnig eftir að hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests. Guðmundur var að eðlisfari ein- staklega hjartahlýr og góðvilj- aður. I öllu dagfari var hann stilltur og gætinn í orðum og at- höfnum gagnvart samferðamönn- um sínum, hlédrægur og hógvær. Þeir, sem kynntust honum fundu það fljótlega, að hann naut þess að geta glatt og hjálpað. Þrátt fyrir þungbæra lifsreynslu, var hann mildur í annarra garð og heiðrikja hugans skóp umhverfi hans birtu og yl. Lifsskoðun hans var mótuð af hugsjón jafnaðarstefnunnar og kenningum dr. Helga Pjeturss um framþróun jarðlifsins og lifs að þessu loknu. Þegar hægðist um varð honum mikið áhugamál, að kynna sér ritverk Helga Pjeturss. Þar fann hann uppsprettu mik- illar vizku og snilldar varðandi málefni, sem honum höfðu löngum verið hugleikin. Mér er það þó til efs, að hann hafi rætt þessi mál við aðra en nánustu ættingja og vini. Þeim samræðum munu þeir seint gleyma, því að hugskot hans var svo uppljómað af einlægni og fögnuði. 16. nóvember 1929 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Elimundardóttur frá Hellissandi. Foreldrar hennar voru Elimundur formaður Ög- mundsson og kona hans Sigurlaug Cýrusdóttir. Börn Guðmundar og Guðrúnar eru Sigurður E., fram- kvæmdastjóri, kvæntur Aldísi Benediktsdóttur, Kristinn, lækn- ir, kvæntur Valgerði Bergþórs- dóttur, Þorgrímur, lögregluþjónn, ókvæntur, en hefur búið með for- eldrum sínum, og Kristin, gift Guðjóni lögfræðingi Albertssyni. Auk þess tóku þau i fóstur Mar- gréti Pétursdóttur sem gift er Einari Rafnssyni og litu á hana sem eitt af sinum börnum. Barna- börnin eru nú orðin ellefu. 1 bliðu og stríðu var samheldni Guðmundar og Guðrúnar einstök. Þau vöktu yfir velferð heimilisins og barnanna, unnu þeim allt sem þau máttu. Þess varð og aðnjót- andi móðir Guðmundar, sem bjó með þeim um langt tímabii. Gest- kvæmt var alla jafnan á heimili þeirra og öllum tekið opnum örmum. I langvarandi veikindum Guð- mundar komu eiginleikar þeirra hjóna vel í ljós. Hann æðrulaus og þakklátur fyrir umönnun alla, hún fórnandi af einstakri alúð. Þegar ég hugsa til alls þessa, kemur mér í hug greinarkorn Helga Pjeturss „Eðli ástarinnar", en þar segir m.a.: „Astin er til- raun til að nálgast guð, magnast af guðlegum krafti, og maðurinn er aldrei eins nálægt guði og í faðmi góðrar konu.“ Það vildi svo til, að konan min er systir Guðrúnar, og við Guð- mundur því svilar. Samgangur milli fjölskyldna okkar hefur verið náinn í áratugi. Á kveðju- stund, er okkur því efst í huga þakklæti fyrir ótaldar ánægju- stundir og óskir um fararheill honum til handa inn i óravíddir eilífðarinnar. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við Guðrúnu, börnunum og ættingjum öllum. Megi vissa hans um framhaldslíf vera okkur öllum huggun í harmi og leiðsögn til langframa. Minning hans er merluð kyrrð og kærleika. Guðjón Halldórsson. Þegar Guðmundur Kristinsson var á unglingsaldri las hann grein eftir mann sem var að halda því fram að hinn himingnæfandi goðabústaður Forngrikkja, Ölym- pos, væri á öðrum hnetti, og að frá slíkum stöðum væru goða- sögur komnar. Guðmundur hugs- aði með sér, þegar hann las þetta: „Þarna er einhver sem skrifar öðruvisi en hinir. Það er bezt að taka vel eftir því sem frá honum kemur.“ — Það er ekki hægt að neita því, að þetta var skynsam- lega — og dálítið frumlega — hugsað, hjá snúningapilti í Reykjavík haustið 1918. Og Guð- mundur vanrækti ekki þennan ásetning sinn. Allt sem kom frá hendi dr. Helga Pjeturss eftir þetta — en hann var einmitt höf- undur greinarinnar um hina skín- andi bústaði — las Guðmundur með athygli og hugleiddi. Og þar var ekki um athyglina eina að ræða. Guðmundur var sá drengur í eðli sínu, að hann langaði til að verða því að liði, sem honum skildist vera sannast og réttast. Mér verður alltaf minnisstætt kvöldið, sem við sátum saman heima hjá Guðmundi nafnar tveir, í leiguíbúð hans á Grundar- stig 4 fyrir rúmum tuttugu árum. Attum við þar samræður fróðleg- ar og ánægjulegar lengi kvölds, en jafnframt þessu veitti ég þvi athygli hve heimilisbragurinn var góður. Húsfreyja bar okkur veit- ingar auk þess sem hún starfaði að sinu, hýrlegir unglingar og börn kynntu sig og tóku síðan að sinna sínum verkefnum. Þó að íbúðin væri ekki stór, bar ekki á öðru en að nóg rúm væri fyrir alla sem þarna voru, og það sem einn hafðist að truflaði ekki annan. Mér hefur oft dottið það í hug síðan, að ekki þyrfti að furða sig á þvi þótt gott og þroskavænlegt fólk yrði úr þeim börnum sem þarna voru að vaxa upp, því satt að segja minnist ég þessa kvölds jafnan eins og það hefði verið þægilegur draumur. En unga fólkið var fjögur börn þeirra Guð- rúnar og ein fósturdóttir, frænka Guðmundar, því að ekki höfðu þau hjónin neitt verið að horfa í að bæta við heimilið föðurlausri stúlku þaðan sem neyð þrengdi að. Það fór nú ekki hjá því að það hvarflaði stundum að mér þegar ég heimsótti Guðmund, þarna á Grundarstígnu'm og siðar annars- staðar, að að baki hinu góða heim- ili lægi margur langur vinnu- dagur og erfið ár, enda þótt slíkt bærist sjaldan i tal hjá okkur. En einhverntima eftir að þau hjón höfðu eignast íbúð, með hinni vaxandi velmegun og möguleik- um, þá hrutu Guðmundi þau orð, eins og hann væri að spyrja sjálfan sig spurningar, hvort maður mætti nú leyfa sér þann munað að eiga eigin ibúð. Þetta var víst ekki óalgengt um þá sem lifað höfðu við mikla fátækt, að þeir eins og efuðust um rétt sinn til hinna nýju þæginda. En vist er um það að fáir hafa betur til þeirra unnið en einmitt erfiðis- mennirnir. Það er ekki hægt að skrifa svo um Guðmund að ekki sé minnzt nánar á þetta sem ég minntist á hér I byrjun. Guðmundur var Ný- alssinni og dró enga dul á það. Þegar stofnað var til félagsskapar um þau málefni var Guðmundur einn þeirra sem fyrstir urðu til fylgis. Og það varð aldrei neitt lát á því fylgi hans, meðan hugur og lif entist, en það stafaði af því að honum var málið ljóst. Tvö atvik verð ég að minnast á í þvi sam- bandi. Þegar þess er gætt hve veik og vanmáttug sú tilraun var öll i fyrstu, að menn færu að hafa sambönd sin á milli um þau mál, þá skilst betur hve smáatvikin voru þar i raun og veru stór. Að byrja á því að hafa orð á hlut- unum er þýðingarmeira en margur hyggur. Aldrei gleymi ég þvi þegar Guðmundur sagði ein- hverntima: „Hún er áreiðanlega rétt skýringin hans Helga Pjeturss á uppruna pýramid- anna“. Helgi hafði skýrt þessi miklu mannvirki út frá lif- magnararlögmáium — og útfrá samanburði við mannvirkin í Sefsurð i Noregi. Öll höfðum við sem þarna vorum lesið þessa rit- gerð hans. En eitt er að hafa lesið og íhugað, og annað að segja rak- leitt og beinskeytt að skýringin sé rétt, eins og Guðmundur gerði þarna, með þeim árangri að öllum varð þetta nokkru ljósara en áður. Hitt atvikið var á þessa leið. Jónas Guðmundsson skrifstofu- stjóri gaf út tímaritið Dagrenn- ingu og var það allmikið lesið á þeim árum. Hafði Jónas verið of- drykkjumaður og margt reynt til þess að fá bót á því meini, meðal annars að biðjast fyrir, en það nægði ekki. Loks hitti hann pre- dikara sem sagði honum hvernig hann ætti að biðja, og þá lækn- aðist hann. Ég minntist á þessa frásögn við ungan menntamann, sem hafði lesið hana. „Skemmti- leg skáldsaga" sagði hann heldur þurrlega. Þetta svar nægði mér ekki, og leitaði ég annarra skýr- inga, og mun ég hafa haft orð á þvi við einhverja. Nokkru siðar var ég enn þar sem þetta barst i tal, og þá segir Guðmundur Krist- insson: „Það er alveg rétt það sem þú segir Þorsteinn, það voru stilli- áhrifin frá predikaranum, sem læknuðu Jónas, en ekki trúar- skoðanirnar í sjálfu sér.“ Þessi ummæli Guðmundar eru einhver þau beztu lofsyrði sem ég hef þegið á ævi minni. Þarna var „óbreyttur alþýðumaður" sem undireins skildi þá skýringu sem óhætt er að nefna náttúrufræði- lega, og tileinkaði sér hana, meðan menntamennirnir sáu sér þann kost vænstan að taka ekki til orða um þessi mál. En andlegt frelsi er það að þora að ræða málin. Og Guðmundur var einn þeirra manna sem þorðu að hugsa um það sem mestu máli skiptir. Hann var frjáls í hugsun og anda. Þannig kynntist ég honum og þannig mun ég minnast hans i framtiðinni. Um leið og ég lýk þessum minn- ingarorðum um vin minn Guð- mund Kristinsson og þakka honum fyrir góða samfylgd, vil ég óska fjölskyldu hans og afkom- endum góðrar framtiðar í anda þess starfs og hugsunar sem hann rækti í lífi sinu hér á jörð. Þorsteinn Guðjónsson. Kveðja: Jón Emil Reynisson Fæddur hinn 10. ágúst 1961. Dáinn hinn 30. mars 1976. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund Fagurt med frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, Ift og blöð niður lagði, — líf mannlegt endar skjótt. H.P. Hármafregn! Okkur setti hljóð og þögnin varð löng. Gat þetta verið satt? — Hann Jón Emil dá- inn? Kátur bekkjarbróðir okkar í gær — horfinn í dag. Hversu tor- ráðin eru örlögin. Við skólasystkini hans höfðum reyndar óljósa hugmynd um að Jón gengi ekki heill til skógar en slík var lífsgleði hans að það vildi gleymast í leik og önn dagsins. Enginn sem kynntist honum varð ósnortinn af hreinskilni hans og heiðarleik. Hann kom þannig fram við okkur bekkjar- systkinin, kennarana og aðra starfsmenn skólans að öllum varð ósjálfrátt hlýtt til hans. Við erum reyndar ung og okkur stundum sagt að við séum reynslulítil en þó finnum við að mynd þessa skóla- bróður mun ætíð fylgja okkur og ekki mást úr minni. Við viljum með þessum fáu orð- um sýna hug okkar til Jóns og votta foreldrum hans og bróður okkar innilegustu samúð Bekkjarsystkini. Sigrún Kjartansdótt- ir — Minningarorð Það var i þá daga þegar ég var 12 ára, en nú er ég 82 ára. Um þrjú leytið um nótt var mamma sótt til starfsins, þvi að hún var yfirsetukona. Var hún vel lærð og henni kært að hjálpa, svo að starfið gekk henni vel. Og var henni tamt að flýta sér. En um fimm leytið sömu nótt kom röskur maður utan yfir Þjórsá. Þessi maður var ferjumaður frá Þjórs- árholti og vildi fá mömmu til konu, sem var í barnsnauð og var vel kunnug foreldrum minum, sem og eiginmaður hennar, sem var í verinu. Mamma kenndi pabba að taka á móti barni. Þetta var 14. barnið, er hann tók á móti og fór því öruggur með ferjumanninum út yfir Þjórsá. Gekk hann léttur í spori með komumanni, og allt fór vel. Daginn eftir kom pabbi frá Þjórsárholti þakklátur fyrir vel heppnað starf. Næsta dag kom mamma frá sinu starfi, sem gekk mjög vel. Þá sagði pabbi við konu sína: „Ingi- björg mín, blessuð konan, fagnaðí mér og minni hjálp, en ekki var mikið til utan um barnið, svo að ég fékk hreina og slitna karl- mannsskyrtu úr lérefti, hjá hús- freyjunni í Þjórsárholti til að bæta úr þessu. Eg fann mjög vel að litla barninu var ekki fagnað, nema af móðurinni. Þú ert ekki með neina vöggu núna, góða min. Ég held að best væri að við færum til Pálinu og tækjum barnið i fóstur, það er fallegasta stelpa og Pálína, móðir hennar er okkur kær.“ Við getum það vel Filippus minn,“ mælti mamma. „Eg lofaði að koma með þig eftir viku, því þá átti að skíra þá litlu.“ A tilteknum tima fóru foreldrar mínir. Mamma bað okkur systurn- ar að taka vögguna ofan af lofti, þvo hana vel, láta hana út i sól- skinið. Láta hey í poka, hafa allt eins og vera á. Hita upp vögguna með bosi i miðju. Bos var heit aska úr hlóðarsteinum, sem látin var i þéttriðna poka og siðan var dúnsængin breidd yfir barnið. Voru þrjú bos notuð á sólarhring. Milli þess sem það var ekki i vöggunni var bosið hitað á hlóðar- steinunum. En færi svo að barnið bleytti bosið — gegnum bleiur — var blautri bosöskunni hellt úr pokunum. Þessi athöfn fór fram um miðjan apríl. Barnið fæddist 8. apríl 1907. Kl. 5 sáum við foreldra okkar koma utan af ferjustað. Þaðan er röskur hálfrar stundar gangur heim. En foreldrar minir riðu greitt á góðum hestum. Þegar þau komu á stöðulinn og heim i traðir, sá ég að pabbi reiddi ekki neitt í fangi sinu, svo að mér lá við gráti, þvi að ég taldi að barnið væri ekki með. Foreldrar minir fóru létti- lega af baki og ég sá, að pabbi var með eitthvað í barmi sínum og trefil sinn bundinn um mittið. Er hann kom í baðstofuna leit hann í barm sinn og sagði: „Hún sefur blessunin," og glaðnaði þá yfir mér. Var sú litla lögð I heita vögg- una, falleg með rauðleitt hár. Systir mín Villa, rúmum 2 árum eldri en ég, og allir heimamenn fögnuðu þeirri litlu, sem hafði verið skírð Sigrún. Mamma kunni vel tökin á að annast stelpuna og var hún fjórða fósturbarn foreldra minna. Einu bættu þau við sig eftir tvö ár. Fleiri tóku þau um tíma, er með þurfti. Sjálf áttu þau 7 börn, en barnaveikin tók 2 þeirra, 6 og 8 ára gömul á 5 dögum. Sárt var það, en ekki var það rætt. 4 ára dreng misstu þau, sem var undra- barn. Fjórar tröppur voru upp í hlóðareldhúsið, og rétt áður en drengurinn dó, sagði hann „Það er valla, það má kalla mamma að ég komist upp til þin, elskulega móðir min.“ 4. barnið dó á fyrsta ári. Nú eru öll fóstursystkini min dáin, og ég minnist þeirra allra með þakklæti og sárum söknuði. En nú er ég einkum að minnast á systur mína, er dó fyrir ári. Björgvin bróðir minn orti kvæði um hana, og las við kistu hennar í Skarðskirkju. Við öll, eiginmaður hennar og börn, 4 að tölu fylgdu henni. Sigrún varð aðeins 67 ára og varð fremur brátt um hana. Heimili hennar var og er hin mesta prýði. Eiginmaður hennar, Dagbjartur, og börn þeirra hið mesta myndarfólk. Heimili þeirra var og er í Þúfu i Landsveit. Söknuður okkar allra er mikill. Efni þeirra voru engin er þau byrjuðu búskap, en starfs- kunnátta og listasmekkur frábær. Frá þeim andaði gleði og skapandi góðleik til allra. Fósturdóttir min var hjá þeim á sumrin og lærði hún vel að meta móðurfaðm Sigrúnar og öllum á þvi heimili vil ég þakka fyrir góða meðferð á henni. 1 huga minum og okkar allra heima á Hellum var Sigrún jafnan ljósgeisli. Allur ömurleiki og myrkur hvarf fyrir hlýju hennar, fórnfýsi og kær- leika. „Leyndardómur einfaldleikans er leyndardómur ljósins. Hið fagra er sama sem hið einfalda og hið fagra er sama sem hið bjarta," las ég eftir leikbróður mínum Grétari Fells. Friður Guðs blessi Sigrúnu okkar. Hveragerði i apríl 1976. Árný Filippusdóttir. SPÓNAPLÖTUR Gólfspónaplötur nýkomnar stærð: 62x240 cm. 18 m.m. þykkt. Mjög gott verð. ^ TIMBURVERZLIININ VÖIUNDURhf. Klapparstíg 1, Skeifan 19. Símar 18430 — 85244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.