Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 37 VELVAKANDI Velvakandi svarar ! sima 10-100 kl 14— 1 5, frá rriánudegi til föstu- dags 0 Kjördæmin keppa Eftirfarandi bréf er um sjón- varpsþáttinn „Kjördæmin keppa frá Þ.S. „Mönnum er mjög gjarnt að nöldra, ef þeim finnst eitthvað miður fara — og þá liggja ríkis- fjölmiðlarnir, Utvarp og Sjón- varp, vel við höggi, þvi að þeir geta að sjálfsögðu ekki alltaf gert svo að öllum líki. Það sem vel er gert liggur oftar í láginni. Kannski flokkast þetta bréf undir, nöldur, en þó vil ég hrósa Sjónvarpinu fyrir þáttinn „Kjör- dæmin keppa“. Það er mjög mikið horft á þann þátt. Það veit af tali manna og þeirri umræðu, sem hann vekur. Hann er rétt byggður upp að mínu viti, þar sem báðum aðilum gefst kostur á að koma með svar sitt, en ekkert kapp- hlaup um takka, þar sem sá, sem handfljótastur er, ber sigur úr býtum. Ö Flýtt sér um of En þá er komið að nöldrinu. Eg held að stjórnardi þáttanna hafi alla burði til þess að leysa það starf vel af hendi. Hann er skýr- mæltur og röggsamur, en flýtir sér um of. Það er engu Ifkara en að hann sé að lýsa kappleik, þar sem nauðsynlegt er að koma sem mestu að á mettíma, þar sem at- burða rásin er svo hröð. En hér liggur ekkert á. í svona þætti eiga menn ekki að þurfa að hafa sig alla við til þess að geta fylgzt með. Ég trúi ekki að þessum þætti sé ætlaður svo naumur tími að þessi ógnarflýtir sé nauðsunlegur. Það er að minnsta kosti fráleit ráðstöf- un, ef svo er. 0 Spurningar og svör Þá var ég að velta þvi fyrir mér, hvort sumar spurningarnar séu ekki þannig vaxnar, að þær feli í sér meira en eitt rétt svar. Mér biður til dæmis í grun, að Mið- Ameríkuríkin og ríkin í vestan- verðri Suður-Ameríku eigi ýmis- legt annað sameiginlegt en spænska tungu. Og þá er ég komin að öðru nöld- ursatriði. Ég álít að höfundur spurninganna eigi sjálfur að vera dómari í keppninni. Þátttakendur eiga að geta rökrætt við hann séu þeir með svar, sem þeir álíta jafn- gilt og hið eina „rétta“. Við það gæti færzt meira líf í keppnina og áhorfendur haft af þó nokkra skemmtan, og til þess er nú leik- urinn gerður, ekki satt? Auðvitað er hugsanlegt að þátt- urinn lengdist eitthvað við þetta, en ég neita því í annað sinn að Sjónvarpið hafi ekki efni á að sjá sömu jakkafötunum og áður af þeirri einföldu ástæðu hann hafði ekki tekið með sér fleiri alklæðn- aði, var Paul Derain. Hann hallaði sér makindalega upp að súlu við inngangshliðið að höllinni og minnti á málverk hvar hann stóð eins og stytta og hreyf- ingarlaus. David stöðvaði bflinn, sté út og gekk f áttína til hans. — Þú hefur verið á veiðum, sagði hann. — Ég hélt að Nicole hefði sagt yöur að þér áttuð að koma klukk- an sex. Paul stóð teinréttur með riffil- inn undir hendinni og auðvitað til að fullkomna myndina lá hundurinn við fætur honum. — Ég sagði Nicole að ég vrði seinni, svaraði David. — Hvað i ósköpunum liggur svona mikið á? — Það liggur ekkert á. Við vor- um úti að skjóta. — Og hvernig gekk? — Ekkert sem orð er á gerandi. Fáein smákvikindi. — Eins konar hreingernig kannski. Paul brosti. — Oldungis hárrétt. — Segið mér þá, sagði David af nokkrum mínútum i viðbót i þátt, sem menn almennt hafa ánægju af að horfa á. Ég þykist vita að úr þessu verð- ur engu breytt með þá keppni, sem nú er hafin — en þetta verð- ur vonandi ekki síðasta keppni í svipuðum stíl í Sjónvarpinu. Sjón- varpið er þarna á réttri leið. Þ.g.“ % Rússneskt réttarfar Ingjaldur Tómasson skrifar: I sjónvarpsþætti eftir siðast lið in áramót var rætt um mannrétt indi í Rússlandi og víðar. Þar komu fram einn stjórnmálamað- ur, tvö stórskáld og einn ritstjóri. Það var lærdómsríkt að hlýða á þennan sjónvarpsþátt, ekki sist fyrir þá menn sem litið hafa fylgzt með eða lokað eyrum og augum fyrir þeim hryllilegu stað- reyndum, sem hafa gerzt og eru að gerast i Rússlandi— landinu þar sem sösíalisminn er búinn að ríkja i meira en 50 ár. Engum mun hafa komið á óvart viðbrögð stjórnmálamannsins. Hann greip það ráð, eins og margra sósialista er siður nú, að líkja rússneskum innrásum og ofbeldisaðgerðum við veru Bandaríkjamanna hér á landi. Ég býst við að mörgum hafi komið á óvart viðbrögð annars stórskáldsins. Það var engu líkara en hann færi algerlega úr sam- bandi þegar Morgunblaðið og Þjóðviljinn komust inn i umræð- urnar. Ef stórskáldið er andvigt (sem ég efa ekki) þeim mann- drápum, vinnubúðaþrælkun, nauðungarflutningum, nauðung- arvistun heilbrigðs fólks á vitfirr- ingahælum og fleiri glæpum, sem rússneskir ráðamenn hafa framið i stórum stíl, allt frá Stalínstíman- um til nútiðar, þá held ég að stór- skáldið hefði frekar átt að þakka ritstjóranum fyrir hans miklu réttu upplýsingar, sem blað hans hefir birt af rússneskri ógnar- stjórn bæði fyrr og síðar. Aðrir fjölmiðlar minnast ef til vill á glæpina i réttarfarinu eftir að þeir hafa gerst, það er svo látið niður falla. Aftur á móti eru mót- mæli fjölmiðla næstum stöðugt i gangi ef glæpaverk eru framin i hinum vestræna heimi (sb. glæpaverk Hitlers, Watergate o.f 1.). Undirlægjuháttur vest- rænna ráðamanna og vestrænna fjölmiðla gagnvart ógnarstjórn og útþenslustefnu Rússa er hroll- vekjandi öllum hugsandi mönn- um. Það er söguleg staðreynd að Stalín lét myrða mikinn hluta rússneskra bænda. Síðan hafa Rússar tæplega getað brauðfætt sig. Hernaðarútþenslustefnjn hefir augljóslega forgang. Við þurfum að hlusta með meiri at- hygli á viðvaranir Solzhenitsyns og margra fleiri manna, sem stöðugt eru að segja okkur stað- reyndirnar af framkvæmd sósial- ismans í Rússlandi. 0 Lesið Gulageyjarnar Lesið Gulageyjarnar, bók Solzhenitsyns, og ég trúi ekki öðru en þeir, sem mest dást að rússneskum sósíalisma, og óska þess jafnvel að ísland verði rúss- neskt áhrifasvæði, skipti um skoð- un við lesturinn. Það er hafið yfir allan vafa, að ef Rússar næðu hér yfirtökum, yrði beitt svipuðum aðferðum, eins og lýst er i fyrr- nefndri bók. Eg býst við að mörg- um tslendingum þætti þá þröngt fyrir dyrum. Ég vil skora á sam- tök islenzkra rithöfunda og lista- manna, með okkar kæra Nóbel- skáld í broddi fylkingar að láta kröftugar mótmælaöldur stöðugt skella á hinni rússnesku ógnar- stjórn og rússneska sendiráðinu hér og veita með þvi rússneskum almenningi ómetanlegan stuðn- ing i frelsisbaráttunni. HÖGNI HREKKVÍSI „Honum hættir til að gleypa í sig matinn.“ Glæsileg köld borð og heitur veizlumatur — Sendum lieim — 'RRAIN Veitingahús Við Hlemmtorg Sími 24631 £ CloAk' Frúarskór í E breidd litir: svart, brúnt, beiz. kr. 5.095.— Kr. 5.380.— Skósel, Laugavegi 60 — Sími21270 Póstsendum Götuskór í D breidd VERKTAKAR — BYGGINGAMEISTARAR— SVEITAFÉLÖG Þessi hús er hægt að fá innréttuð sem skrif- stofur, kaffistofur, svefnhús, klósetthús og fleira. Með tjökkunum utan á húsunum er hægt að lyfta þeim í ca 3 metra hæð. Verðin eru mjög hagstæð, t.d. hús sem er 12 fet x 8 fet x 8 fet ca kr. 550.000.— Sýningarhús á staðnum. GÍSLIJÓNSSON & CO HF., SUNDABORG KLETTAGÖRÐUM 11. Simi 86644.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.