Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
39
Skotamir unnu nrvalið 3-0
JÍ)RDANIIILL College, skoska
blakliðið sem er hér á landi í boði
Þróttar, lék á mánudagskvöldið
sinn annan leik og mætti þá
Reykjavíkurúrvali. Skotarnir
gerðu sér lftið fyrir og unnu úr-
valið 3—0
Það var kannski ekki við svo
miklu að búast af hálfu ósamæfðs
Reykjavíkurúrvals, en í byrjun
leiksins náði liðið góðri forystu en
undir lokin tókst Skotunum að
jafna og merja sigur 16—14. Þeir
mörðu einnig sigur í næstu hrinu
15—13 en síðustu hrinuna unnu
þeir nokkuð auðveldlega, enda öll
barátta úr okkar mönnum.
Leikaðferð skoska liðsins er
þróaðri en okkar liða og byggist
hún á betri boltatækni hjá þeim.
Þeir lauma mjög mikið og eru
mjög útsjónarsamir við netið,
horfa vel á hávörnina, því þeir
eru engir afbragðs skellarar.
Reykvíkurúrvalinu gekk illa að
setja undir laumurnar, svo var
uppspilið mjög slakt, enda fram-
spilið oft svona og svona.
Markalaust jafntefli
hjá KR og Víkingi
KR og Víkingur deildu stigum í
leik sínum í Reykjavíkurmótinu í
knattspyrnu sem fram fór á Mela-
vellinum í fyrrakvöld. Hvorugt
liðið skoraði mark, þrátt fyrir að
bæði ættu allgóð tækifæri til þess.
Hins vegar bauð leikurinn í senn
upp á mjög svo bærileg tilþrif hjá
Urðn að takmarka þált-
tökn í aðalkeppninni
báðum liðum, milli þess að um
hálfgert hnoð og leikleysu var að
ræða. Lögðu bæði liðin greinilega
áherzlu á varnarleik, — hafa
sennilega gert sér grein fyrir því
fyrirfram, að lítil von var um
aukastig i þessum leik.
Næsti leikur i Reykjavikurmót-
inu verður á laugardaginn og
mætast þá Fram og KR á Mela-
vellinum kl. 14.00
Staðan í Reykjavíkurmótinu
eftir fyrstu umferðina er þessi:
Fram 1 1 00 4:0 3
Valur 1 1 00 4:0 3
KR 1 0 1 0 0:0 1
Víkingur 10 10 0:0 1
Ármann 10 0-1 0:4 0
Þróttur 10 0 1 0:4 0
ÍSLANDSMÓTINU í júdó lauk
s.l. laugardag með keppni í flokk-
um drengja 11—14 ára.
Keppendum var fyrst skipt i tvo
aldursflokka og síðan voru tveir
þyngdarflokkar í hvorum aldurs-
flokki. Geysilega mikil þátttaka
er í þessum flokkum og reyndist
óhjákvæmilegt að takmarka þátt-
tökuna i aðalkeppninni. Var því
forkeppni háð í júdófélögunum,
en hvert félag hafði siðan heimild
til að senda tvo keppendur í
hvern flokk.
Urslit urðu sem hér segir:
11—12 ára:
Léttari flokkur:
Stefán Kristjánsson, UMF
Sveinn Sveinsson, Isaf.
Karl Asgeirsson, tsaf.
Garðar Magnússon, UMFG
Þyngri flokkur:
Jón Kr. Haraldsson, JFR
Halldór Smith, Gerplu
Kristján Valdimarsson, A
Þorfinnur Andersen, UMFG
13—14 ára:
Léttari flokkur:
Finnbogi Jóhannesson, ísaf.
Gísli Bryngeirsson, Gerplu
Gunnar Jóhannesson, UMFG
Kristinn Kristinsson, Isaf.
Þyngri flokkur:
Óli Bieldvedt, Á
Einar Ólafsson, Isaf.
Ketilbjörn Tryggvason, JFR
Óli Antonsson, Isaf.
Meistara-
keppnin
í kvöld fer fram einn leikur t
meistarakeppni KSÍ t knattspyrnu.
Eru það Framarar og Keflvikingar
sem mætast á Melavellinum og
hefst leikurinn kl. 20.00. StaSan i
mótinu er nú sú. aS Keflavik hefur
hlotiS 3 stig. Akranes 2 stig og Fram
1 stig. MeS sigri i leiknum I kvöld
standa þvi Keflvikingar mjög vel aS
vigi i baráttu meistaranna, en sem
kunnugt er taka þau liS þátt I
meistarakeppninni sem eiga rátt á
þátttöku I Evrópubikarkeppninni
næsta sumar.
Fyrirliði Partizan, Horvant, skorar úr vftakasti f leik FH og Partizan f Evrópubikarkeppninni. Þann leik
vann Partizan, en nú fær FH tækifæri til hefnda.
12 leikmenn Partizan hafa á
sjötta Imnárað landsleiki að bái
LEIKMENN handknattleiksliðs
Partizan Bjelovar sem kom hing-
að á föstudagskvöldið I boði Vals-
manna og leika hér þrjá leiki hafa
samtals að baki á sjöunda
hundrað landsleiki fyrir
Júgóslavíu. Hafa 12 leikmanna
liðsins leikið fleiri eða færri
landsleiki, en leikjahæstur er
fyrirliði liðsins, Horvant, en hann
er jafnframt fyrirliði júgóslavn-
eska landsliðsins. Aðrir leik-
menn liðsins er hingað kemur eru
eftirtaldir og eru landsleikir
þeirra i sviga: Nims (41), Pri-
baninc (128), Prodanic (14), Vid-
ovic (44), Matus (6), Jandrokovic
(6), Keres (44), Martinovic (44),
Serdarusic (44), Vidakovic (3) og
Bardic (3).
Markvörður Partizan-liðsins,
Nims, er nú talinn einn bezti
markvörður sem júgóslavneski
handknattleikurinn hefur yfir að
ráða, og er talið að hann verði
innan tíðar arftaki hinna frægu
markvarða Arslanagic og Zorkos.
Nims er vinsælastur allra mark-
varða I Júgóslaviu, og er talið að
hann fái fast sæti i landsliðinu á
næsta keppnistímabili, þar sem
líkur benda til þess að tveir fyrr-
nefndir markverðir fari í atvinnu-
mennsku til Þýzkalands.
Nims er á þrítugsaldri og hefur
þegar leikið 41 landsleik fyrir
Júgóslaviu. Þykir hann sérstakt
prúðmenni á leikvelli, og fátt sem
kemur honum úr jafnvægi. Fróð-
legt verður að sjá hvernig is-
lenzku skyttunum vegnar í viður-
eign við hann, en ekki er ótrúlegt
að hinum snjöllu köppum i FH-
liðinu, Geir Hallsteinssyni og
Viðari Símonarsyni takist að gera
honum lifið svolítið leitt í leikn-
um í Laugardalshöllinni á laugar-
daginn.
Skíðaskáli á faraldsfœti
HIN ýmsu félagasamtök eru sífellt að bæta aðstöðu
skíðafólks í Bláfjöllum. Nokkur félög hafa sett þar upp
skíðaskála, nú síðast skíðadeild Fram. Skáli Fram stend-
ur í svokölluðu Eldborgargili og þar er félagið einnig
með skíðalyftu. Á myndinni sést hvar verið er að flytja
skála félagsins inn í Bláf jöll.
Guðgeirmeð og vann 6:1
GUÐGEIR Leifsson lék í gærkvöldi að nýju með Charleroi eftir að hafa verið
frá í tvo leiki vegna meiðsla. Hvort það hefur verið endurkomu Guðgeirs eða
einhverju öðru að þakka, þá vann lið hans stórsigur. Úrslitin urðu 6:1 og það
gegn Liegois. sem er ofarlega í 1. deildinni. Guðgeir skoraði ekki í leiknum,
en átti mjög góðan leik.
Standard Liege gerði jafntefli 2:2 T gærkvöldi og skoraði Ásgeir jöfnunar-
mark Standard úr vitaspyrnu 1 5 mínútum fyrir leikslok.
• ♦ **
V # V,#' V^ v^
íslantísmeistararnir mörðu
sigur gegn Kft í vítakeppni
FH-INGAR SIGRUOU KR með 25—24 f undanúrslitum f bikarkeppni HSl.
sem fram fór f Hafnarfirði í gærkvöldi. Verða það þvf FH og Valur sem leika
úrslitaleik keppninnar.
Leikurinn f gærkvöldi var lengst af mjög jafn og spennandi. KR-ingar höfðu
þó oftast betur, og náðu sex marka forustu um tfma f fyrri hálfleik. Staðan i
hálfleik var 11 —10 fyrir KR. f seinni hálfleik munaði sjaldan meira en einu
marki, og þegar leiktiminn var að renna út var staðan 18—17 fyrir KR. en á
sfðustu sekúndum leiksins, tókst Birgi Finnbogasyni, markverði FH-liðsins,
að skora jöfnunarmark liðs sfns með skoti yfir endilangan völlinn.
Leikurinn var þvi framlengdur um 2x5 mfnútur, og þar fór á sama veg —
FH-ingum tókst að jafna 21 — 21, þegar timinn var að renna út. Fór þá fram
vitakastskeppni, og skaut hvort lið 5 vftaskotum. Skoruðu FH-ingar úr 4
þeirra en KR-ingar úr þremum. Gat þvf sigur íslandsmeistarana yfir 2. deildar
liðinu ekki verið naumari, og ef horft er til leiksins verður ekki með sanni
sagt, að FH-ingar hafi átt sigurinn skilið — KR-ingar voru betri en það var
tvfmælalaust leikreynsla nokkurra leikmanna FH-liðsins sem skipti sköpum.
Pólverji sigraði í léttvigt
ZBIGNIEW Kaczmarek frá Póllandi varð sigurvegari í léttvigt á
Evrópumeistaramótinu I lyftingum 1 Austur-Berlfn, en keppni f þeim
flokki lauk f fyrrakvöld. Lyfti Kaczmarek samtals 305,0 kg, snaraði
135,0 kg og jafnhattaði 170 kg.
Helztu úrslit í þessum þyngdarflokki urðu:
1. Zbigniew Kaczmarek, Póllandi 135,0—170.0—305,0
2. Jan Lostowski, Póllandi 132,5—170,0—302,5
3. Sergei Pevsner, Sovétrfkjunum 125,0—172,5—297,5
4. Werner Schraut, V-Þýzkalandi 127,5—167,5—295,0
5. Dusan Drska, Tékkóslóvakfu 125,0—167,5—292,5
6. Ulrich Muskatewitz, A-Þýzkalandi 120,0—165,0—285,0
7. Daniel Senet, Frakklandi 122,5—157,5—280,0
8. Alexandru Kiss, Rúmenfu 120,0—160,0—280,0
9. Walter Legel, Austurrfki 120,0—155,0—275,0
10. Gottfried Landthaler, Austurrfki 117,5—155,0—272.5