Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 40
A U(iLVSÍN(iASÍMINN ER:
22480
JGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1976
Smygl finnst
í Laxfossi
TOLLVERÐIR fundu f gærmorgun 2—300 flöskur af 75% vodka í
Laxfossi, þar seni skipiö lá í Reykjavíkurhöfn. (írunur leikur á að
meira áfengi sé að finna í skipinu og hefur verið settur vörður um það.
Leit verður haldið áfram f dag. Söluverðmæti þess áfengis, sem þegar
hefur fundizt er á aðra milljón króna.
Að sögn Kristins Ólafssonar
tollgæzlustjóra var Laxfoss að
koma frá nokkrum Evrópuhöfn-
um. Er talið fullvíst að áfengið
hafi verið keypt í Póllandi. Flösk-
urnar voru faldar í tilbúnu hólfi-
undir vél skipsins. Var mjög hag-
anlega frá því gengið og því erfitt
fyrir tollverði að finna smygl-
varninginn. Nokkrir skipverjar
voru yfirheyrðir í gær og verður
yfirheyrslum yfir skipverjum
haldið áfram i dag.
Þess má geta að lokum, að þetta
var síðasta ferð Laxfoss til lands-
ins, því Einskipafélag Lslands hef-
ur selt skipið til Grikklands.
Gjaldeyrisstaðan:
Hreyfingm hagstæð
um 228 millj. í feb.
NETTÓ gjaldeyrisstaðan í
febrúarmánuði sl. var nei-
kvæð um 4503 milljónir
króna, samkvæmt upp-
lýsingum sem Mbl. aflaði
sér hjá Seðlabankanum í
gær. Hreyfingin á
gjaldeyrisviðskiptum var
hins vegar hagstæð um 228
milljónir í mánuðinum í
fyrsta sinn um langan
tíma.
Á sama mánuði í fyrra var rýrn-
unin í gjaldeyrisviðskiptum
samtals 150 milljónir króna. Frá
áramótum hefur gjaldeyrisstaðan
rýrnaö samtals um 1159 milljónir
króna en rýrnaði um 4240
milljónir á sama tímabili í fyrra.
Allar tölurnar hér að framan eru
miðaðar við gengið í lok febrúar-
mánaðar.
KÓPA-
MESSA
— MENNTASKÓLINN f Kópavogi útskrifar sína fyrstu stúdenta f vor.
Síðasti kennsfudagur þeirra var í gær og þá söfnuðust stúdentsefni ásamt
kennurum saman kl. 9. þar sem stúdentar messuðu yfir kennurum og
Ingólfur Þorkelsson skólameistari yfir stúdentsefnum. Að loknu þvf var
sunginn „Kópamessusálmur“ og síðan gengu stúdentsefni um götur
Kópavogs.
40% hækkun áburðarverðs:
Tonnið af kjamaáburði
hækkar um 10 þús. kr.
Hitaveitumál Akureyringa ktinnuð hjá ráðuneyti:
„Alvarlegt fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur
fari borinn norður”
Iðnaðarráðherra hefur átt fund
með fulltrúum Akureyrar vegna
tilmæla bæjarins um áframhald-
andi boranir á varmasvæði
Laugalands. Er nú verið að kanna
með hvaða hætti hægt sé að koma
til móts við óskir Akureyringa, en
fari borinn sem nú er á Lauga-
landi að Kröflu er ekki nema um
tvo bora að ræða — annar þeirra
er við boranir við Blönduós en
Framhald á hls. 23
Ríkisstjórnin ákvað á
fundi sínum í fyrradag að
heimila hækkun á áburðar-
verði og er hækkunin frá
verði ársins 1975 í kring-
um 40%, að því er Hjálmar
Finnsson, framkvæmda-
stjóri Áburðarverksmiðj-
unnar, tjáði Morgunblað-
inu í gær.
í fyrra urðu sem kunnugt er
miklar hækkanir á áburði í kjöl-
far mikilla hækkana á erlendu
hráefni vegna olíukreppunnar.
Var hækkunin á áburðarverðinu
á síðasta ári 153% miðað við verð-
lag ársins á undan, og var ákveðið
„Þetta er allt eftir nótum
— segir Óskar á Frá, sem fékk
fullfermi á sama stað og
sama tíma og fyrir ári síðan
Óskar horfir kampakátur út um
brúargluggann meðan verið er
að landa. (Ljósm. Mbl. Sigur-
geir).
„HANN Óskar á Háeyri var að
setja f ’ann,“ eru þeir farnir að
segja núna í Vestmannaeyjum.
Óskar þessi er Þórarinsson, eig-
andi og skipstjóri á trollbátn-
um Frá. Hann er hin mesta
aflakló og hefur aflað vel þao
sem af er, en í gærmorgun tókst
honum þó að koma samborgur-
um sfnum á óvart, þegar Frár
kom drekkhlaðinn að landi. Þá
var liðið nákvæmlega eitt ár og
einn sólarhringur frá þvf að
hann hafði leikið sama leikinn
á sfðustu vertíð.
„Þetta voru rétt rúm 60
tonn,“ sagði Öskar í stuttu
spjalli við Morgunblaðið f gær.
„Þetta var nánast eins mikið og
báturinn getur tekið, í góðu
veðri væri kannski hægt að
taka 5—6 tonn í viðbót en
báturinn er sjálfur 73 tonn.“
Aflinn fékkst austan við
Eyjar, milli Hrauna og Háa-
dýpis sem svo er kallað. „Þetta
var aðallega ufsi og eitthvað
smávegis af þorski, ekki nema 1
og tonn að ég held. Þetta
fékkst í 6 hölum og við vorum
27 tima á veiðum. Það var verið
að landa þessu fram eftir degi
en við erum að búa okkur undir
að fara út núna.“
Afli af þessu tagi er þó
ekkert einsdæmi hjá Óskari.
„Jú, það er vist rétt, að fyrir
nákvæmlega einu ári og sólar-
hring fékk ég eitthvað þessu
líkt — þá voru það 4 höl sem
gerðu 54 tonn og það var á sama
stað, svo að þetta núna var allt
eftir nótum. Það er bara að
reyna að muna hvar maður
fékk þetta síðast. Þið ættuð
þess vegna að reyna að hringja
í mig 8. apríl á ári liðnu.”
Framhald á bls. 23
að sú hækkun skyldi niðurgreidd
af hálfu, svo að hækkunyáfburðar
til bænda varð þá 76,5%. Nú verð-
ur hins vegar um engar niður-
greiðslur að ræða, og þar af leið-
andi er hækkunin milli áburðar-
verðsins á sl. ári og nú svo mikil,
sem að framan greinir.
Sem dæmi um verðhækkunina
nú má nefna, að kjarni hækkar úr
23.660 krónur tonnið í 33.120
krónur, garðáburður (141818)
sem kostaði i fyrra 29.440 krónur
hækkar í 41.200 kr„ græðir 2
áburður, sem kostaði þá 27.380
krónur hækkar i 38.340 krónur og
græðir 4 sem svo er nefndur
hækkar í 40.100 kr. en kostaði í
fyrra 28.640 kr.
Að sögn Hjálmars eru bændur
nú að fara að hugsa sér til hreyf-
ings í áburðarkaupum, og virtist
svo sem eftirspurnin nú ætlaði að
verða eitthvað meiri en var í
fyrra.
Þrír skipstjórar
fyrir rétt
MÁL skipstjóranna á
bátunum 10, sem varðskip-
ið Þór stóð að veiðum á
friðaða svæðinu á Selvogs-
banka, hafa enn ekki verið
tekin fyrir hjá viðkomandi
yfirvöldum. Morgunblaðinu
var hins vegar tjáð í gær,
Keflavík
að þrír skipstjóranna ættu
að mæta fyrir rétt í Kefla-
vík árdegis í dag og munu
skipstjórar hinna bátanna
væntanlega þurfa að mæta
fyrir rétt í dag og á
morgun.
Mjölframleiðslan
um 50 þús. lestir
A NYLOKINNI loðnuvertíð
gerðu Islendingar ekki miklu bet-
ur en að framleiða upp f gerða
fyrirframsamninga á loðnumjöli.
Fyrirfram sömdu framleiðendur
um sölu á rösklega 40 þúsund
tonnum, en eftir þvf sem næst
verður komizt mun mjölfram-
leiðslan vera f kringum 50
þúsund tonn.
Morgunblaðið hafði samband
við Gunnar Petersen hjá Bern-
hard Petersen í gær og spurði
hann hvort einhverjar breytingar
hefðu átt sér stað á mjöl-
mörkuðum erlendis undanfarið
og hvort veiðar Perúmanna hefðu
haft einhver áhrif á markaðinn.
Gunnar kvað Perúmenn nú
vera búna að upphefja
útflutningsbann á mjöli og lýsi er
þar var í gildi og ekki hefði það
orðið til að styrkja markaðinn.
Hins vegar væri ekkert mjöl til að
selja á íslandi, þannig að ékki
hefði reynt enn á það hvaða áhrif
veiðar Perúmanna hefðu á
markaðsverð.
Fyrstu dagana, sem ansjósu-
veiðarnar voru heimilaðar í Perú,
eftir langt veiðibann, veiddust
50—60 þús. tonn á dag.