Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. APRlL 1976 3 Sumri fagnað í Reykjavík: Skrúðgöngur, úti- og inniskemmtanir í dag Hátiðarhöldin í dag, sumar- daginn fyrsta verða haldin af Barnavinafélaginu Sumargjöf f samvinnu við skátafélögin I Reykjavík. Verður dagskráin með nokkuð öðrum hætti en verið hefur, farið verður I skrúðgöngur frá fjórum stöðum f borginni á mismunandi tíma en skátar verða f fararbroddi í þeim öllum. Utiskemmtanir verða við Austurbæjarskóla og inniskemmtanir i Fellahelli, Árbæjarskóla og Austurbæjar- skóla. Kl. 10.15 árd. hefst skrúð- ganga við gatnamót Alftabakka og Stekkjarbakka og veröur gengið að Breiðholtsskóla en þar verður skátamessa kl. 11, en lúðrasveitir Árbæjar- og Breiðholtsskóla ásamt Lúðra- sveit verkamanna leika fyrir göngunni. Einnig verður skáta- messa f Neskirkju og mun skátafélagið Ægisbúar fara f skrúðgöngu um hverfið fyrir messuna. Klukkan 13 verður farin skrúðganga frá Hólahring að Fellahelli, en klukkustund síð- ar hefst önnur skrúðganga frá Sjómannaskólanum og verður farið um Stakkahlið, Flókagötu og Egilsgötu að Austurbæjar- skólanum. Kl. 14.15 verður gengið frá Hljómskálagarðin- um um Sóleyjargötu, Hring- braut, Barónsstíg og að Austur- bæjarskólanum. Utiskemmtanir verða við Austurbæjarskólann, þar sem skátafélögin í Reykjavík verða með svonefndan Tívolídag og hefst hann kl. 15. Einnig verður þar leikvöllur fyrir yngri börn- in. Kl. 16.30 halda St. Georgs- gildin kvöldvöku við Austur- bæjarskólann. Inniskemmtanir verða í Fellahelli kl. 15 þar sem Leik- brúðuland sýnir tvö leikrit og verður sýningin síðan endur- tekin í Árbæjarskóla kl. 16, en í Austurbæjarbíói munu nem- endur úr Fóstruskóla Islands halda barnaskemmtun kl. 13.30. Þá mun Hestamannafé- lagið Fákur verða með hesta á gamla skeiðvellinum milli kl. 3 og 4 siðdegis, þar sem börn yngri en 10 ára fá að skreppa á hestbak. Borgfirðingavaka hófst í gærkvöldi Borgarnesi, 20. apríl Ntf MEÐ sumarkomu er f þriðja sinn efnt til Borgfirðingavöku. Fyrirkomulag er með hliðstæðum hætti og á þeim tveimur vökum, sem á undan hafa farið. Vakan verður sett með kvöldvöku. Þar fer fram kynning á ritverkum tveggja Borgfirðinga og að auki verður kórsöngur, þjóðdansa- sýning og létt efni. Þá eru að þessu sinni á dagskrá vökunnar leiksýning, sem Ung- mennafélagið Islendingur hefur sett upp. Viðfangsefnið er gömul revía, sem hefur reynzt halda gildi sfnu þótt yrkisefnið sé á sín- fr Egiis- staðir Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Vegaveitingum næstkomandi laugardag og hefst kl. 2 e.h. Sverrir Hermannsson alþingis- maður mætir á fundinum og ræð- ir stjórnmálaviðhorfið. um tíma tekið úr viðburðum líð- andi stundar, sem nú eru orðnir fjarlægir. Á dagskrá eru hljóm- leikar lúðrasveitar, en slíkir tón- leikar eru nýmæli hér. Að þessu sinni er einn þáttur Framhald á bls. 23 Verkalýðsskóli Sjálf- stæðisflokksins I DAG hefst verkalýðsskóli Sjálf- stæðisflokksins í nýja Sjálfstæðis- húsinu að Bolholti 7. Markmiðið með verkalýðsskól- anum er að ná saman sjálfstæðis- fólki úr mismunandi launþega- stéttum, miðla fræðslu um undir- stöðuatriði almennra félagsmála, veita þátttakendum fræðslu um verkalýðshreyfinguna, uppbygg- ingu hennar, störf og stefnu. Enn- fremur þjálfa nemendur i að koma fyrir sig orði, taka þátt f almennum umræðum og ná valdi á góðum vinnubrögðum í félags- starfi. Skólinn er heilsdagsskóli og mun starfa dagana 22.—25. april. Fimmtán leiðbeinendur verða við skólann. Eins og áður segir hefst verka- lýðsskólinn i dag og verður settur að Bolholti 7 kl. 9 f.h. Sýningu Steingríms Sigurðssonar f Eden f Hveragerði lýkur n.k. sunnudagskvöld. Áætlað var að sýningin stæði páskavikuna en sfðan var hún framlengd. — Tuttugu myndir hafa þegar selzt á sýningunni. HOOVER er heimilisprýði HOOVER Tauþurrkarar. Stærð: Hæð 85 cm, breidd 59 cm, dýpt 55 cm. Hleðsla: 3,5 kg, af þurrum þvotti. Þurrkkerfi: Tvö, annað fyrir náttúrulegan vefnað en hitt fyrir gerfiefni. Hitastig: 55 C, 75 C. Tímastillir: 0 til 110 mínútur. Öryggi: Öryggislæsing á hurð, 1 3 A rafstraumsöryggi, Taurþurrkarinn erá hjólum. Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan mo FALKIN N Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70 HOOVER- VERKSMIÐJURNAR ÁBYRGJAST VARAHLUTI í 20 ÁR, EFTIR AÐ FRAMLEIÐSLU SÉRHVERRA TEGUNDA ER HÆTT HOOVER þvottavélar Stærð. HxBxD. 85x59x55 sm. Þvottamagn: 5 kg af þurrum þvotti. Þvottakerfi: 1 2 til 16 algjörlega sjálfvirk þvottakerfi. Vatnsinntak: Heitt og kalt (blandar), eða eingöngu kalt vatn. Vatnshæðir: Vélarnar velja á milli vatnshæða. Sápuhólf: Skúffa sem skipt er í 3 hólf, forþvottur, aðalþvottur og bætiefni. Hitastig: 30 gr. C, 40 gr. C, og 60 gr. C, og 95 C Öryggi: Öryggislæsing á hurð, vatnsöryggi á sápuskúffu. 1 3 A rafstraumsöryggi. Þvottatromla úr ryðfríu stáli. Vélarnar eru á hjólum. Állur stjórnbúnaður er staðsettur að framan. Þær falla því vel í innréttingar eða undir borð. Einnig má sameina þvottavél og tauþurrkara á þann hátt að skorða þurrkarann ofan á vélina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.