Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1976 Hreppsnefndarmenn úr Gnúp- verjahreppi. Frá vinstri: Erlingur Loftsson, Páll Magnús- son og Sveinn Eirfksson. Þeir sigruðu f keppninni f Árnesi. „Sveitar- stjórnir svara ” á Suðurlandi lýkur senn Syðra-Langholti, 20. apríl. HÉRAÐSSAMBANDIÐ Skarp- héðinn hefur í vetur efnt til spurningakeppni milli sveitar- stjórna Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Tilgangur keppninnar er annars vegar sá að koma á sam- komum með menningarlegu sniði, þar sem eldri og yngri geta skemmt sér saman án áfengis og hins vegar að afla Sambandinu tekna. Þegar hafa 12 slíkar sam- komur verið haldnar og hafa þær tekist vel og verið allvel sóttar. Mætt hafa til keppni í hvert sinn sveitarstjórnamenn frá þrem sveitarstjórnum. Spurningar f keppninni fjalla eingöngu um ís- lenskt efni og eru í frekar léttum dúr. Hafa allir skilið sáttir að leikslokum, þótt ekki hafi allir getað sigrað. Dómari í keppninni er Hreinn Ellertsson en spurning- arnar hefur Jóhannes Sigmunds- son samið. Eftir er að halda tvær samkom- ur og verður sú fyrri að Borg Grímsnesi, föstudagskvöldið 23. apríl n.k. Mæta þar til leiks í undanúrslitum í Árnessýslu sveit- arstjórnir Eyrarbakka, Hvera- gerðir og Grafningshrepps. Sigur- vegararnir á Borg mæta síðan til úrslitakeppni ásamt sveitarstjórn- um Holtahrepps og Gnúpverja- hrepps, sem sigrað hafa hvor á sínu svæði. Úrslitakeppnin verð- ur væntanlega að Flúðum í Hrunamannahreppi föstudags- kvöldið 7. maf n.k. Sig. Sigm. Hótel Valhöll opnar í dag Að venju tekur Hótel Valhöll á Þingvöllum til starfa á ný í dag, á fyrsta degi sumars, að vetrarfríi loknu. Ófært hefur verið til Þing- valla um Mosfellsheiði að undan- förnu, en heiðin var rudd í gær, og ætti að vera vel fær i dag. AÐALFUNDUR Iðngarða hf. verður haldinn í salarkynnum Iðnaðarbanka íslands hf. Lækjargötu 2 fimmtu hæð, föstu- daginn 7. maí 1976 kl. 1 7.00. Stjórnin. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANPS Stjórnun II Stjórnunarfélagið heldur námskeið í Stjórnun II 26. — 30. apríl kl. 14.30—19.15 dag hvern. Gert er ráð fyrir, að þátttakendur þekki hinar formlegu hliðar stjórnunar. Tilgangur námskeiðsins er að gefa þátttakendum innsýn í hina mann- legu þætti stjórnunarinnar, m.a. þau vandamál, sem í því eru fólgin að fá marga einstaklinga til að vinna að sameiginlegu markmiði fyrirtækis- ins. Fjallað verður ýtarlegar um stjórnunarsviðið, hegðun einstaklinga, forystu og stjórnunarstíla, hegðun hópa, ákvörðunartöku, stjórnskipulags- breytingar og andstöðu gegn breytingum. Gefið verður yfirlit yfir starfsmannamál. Þá verður gert grein fyrir helstu greiningar- og hjálpartækjum við ákvörðunartöku. Þeir, sem vilja efla fyrirtækið með auknum afköstum og meiri starfsgleði starfsfólksins, eiga erindi á nám- skeiðið. Leiðbeinandí verður Brynjólfur Bjarnason rekstrarhagfræðingur. Þáttaka tilkynnist í síma 82930. Ungir stjórnendur: LEAP — stjórnunarnámskeið Stjórnunarjfélagið gengst fyrir LEAP (Leadership Education Action Programme) námskeiði laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. apríl n.k. Markmiðið með námskeiðinu er að kynna ungum og verðandi stjórnendum sex hagnýta þætti stjórnunar, sem aeta komið beim að notum í daglegu starfi. Fjallað verður um skapandi hugsun og hugar- flug (brainstroming), hóplausn vandamála, mannaráðningar og mannaval, starfsmat og ráð- gjöf, tjáning og sannfæring, hvatning. Námskeiðið er ætlað ungum og verðandi stjórnendum úr öllum greinum atvinnulífsins, hjá félagasamtökum og í opinberri þjónustu. Leiðbeinandi verður Árni Árnason rekstrarhag- fræðingur. Þátttaka tilkynnist í síma 82930. Aðalfundur ALÞÝÐUBANKANS H.F. verður haldinn laugardaginn 24. apríl 1976 í Súlnasal að Hótel Sögu í Reykjavík og hefst hann kl. 13.30. Dagskrá: ^ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta hlutafélagsins. 2. Önnur mál, sem bera má upp skv. 17. gr. samþykktanna. ☆ Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir . hluthöfum þriðjudaginn 20. aprfl, miðviku- daginn 21. apríl og föstudaginn 23. apríl í afgreiðslusal bankans að Laugavegi 31, í Reykjavfk á venjulegum opnunartíma hans. BANKARÁÐ ALÞÝÐUBANKANS H.F. Hermann Guðmundsson form. Björn Þórhallsson ritari. SUMAR- BINGÓ I kvöld kl. 8.30 heldur Multiple Sclerosis félag íslands bingó í Sigtúni. Meðal fjölda úrvals vinninga eru sólarlandaferðir, margar innanlands- ferðir, ferðabúnaður, rafmagnstæki og ótal margt fleira. Multiple Sclerosis félag íslands Húsgagnaverkstæði —. Innréttingasmiðir Höfum fyrirliggjandi brenni — samsetningar- díla í öllum stærðum. Iðnvélar h.f. S 52224 Hjallahrauni 7, Hafnar- firði. fHtffgmtMitfeft Blaðburöarfólk óskast Óðinsgata. UPPL. í SÍMA 35408 Sumarfagnaður Kiwanis Hinn árlegi fjölskyldufagnaður Kiwanisklúbbs- ins Kötlu er í dag í Súlnasal Hótel Sögu, kl. 1 2 á hádegi. Pylsur, kók, söngur, leikir, dans ofl. Allir hjartanlega velkomnir Stjórnin. er fuWKomnasia e vé\»n 'í / TÍWW* "jfenwood " uÉTTIB ^ heimiusstöbhn T en venjuleg ig æik'u meira. n0ta % táanleg trt »«* .. évaxta- is o\bsX°*^**,''rn0tX \ í;,37.120 Uauga',eS'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.