Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRorBunliIabi?) AUGLÝSINGASÍMrNN ER: 22480 JW»r0uni)Ial>it( FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1976 Sementshækkunin: Meðaleinbýlishús hækkar um 300 þús. STEYPA frá steypustöðvunum hækkaði um 17—24% f gær f kjöl- far hækkunar sements frá Sementsverksmiðju rfkisins. t samtali við Morgunblaðið í gær sagði Vígfundur Þorsteinsson, framkvst. BM Vallár, að þessi hækkun á steypu kæmi eflaust til með að valda stöðvunum erfið- leikum og hafa áhrif á rekstur þeirra. Víglundur sagði, að erfitt væri að segja fyrir um hvort þessi hækkun ylli beinlínis samdrætti i eftirspurn eftir steypu en það væri viðbúið að steypustöðvarnar yrðu að draga úr lánum til við- skiptavina sinna og ekki væri gott að segja hvaða áhrif það hefði á eftirspurnina. Kvað Vfg- lundur gífurlega hækkun hafa orðið á sementi á undanförnum tveimur árum. Víglundur sagði, að fyrir þessa hækkun hefði rúmmetrinn af steypu kostað 7.316 kr. en kostar nú 8.684 kr. af tegundinni S-160. Framhald á bls. 22 17 stiga hiti á Húsavík Húsavík — 21. apríl. } ÉR kveður óvenjulega mildur vetur með 17 stiga hita í dag, logni og sólskini. Heita má að hér hafi verið snjólaust frá því um nýár, og snjórinn sem kom á Norðurlandi um páskana og olli erfiðleikum á skíðalandsmótinu á Akureyri, náði ekki austur fyrir Vaðlaheiði, svo að gestir þeir, sem Framhald á bls. 22 Ashkenazy býður föður sínum enn í heimsókn til íslands: Myndina tók Helgi Hallvarðsson skipherra af Húsavfkurbátnum Náttfara f stormkviku á Vestfjarða- miðum. Það er ekki mikill sjór eins og sjá má, en stormkvikan frussar og auðséð er að vindurinn tekur í bátinn. Ráðstafanir Seðlabankans: Ekkert svar hefur borizt frá Sovétstjjórninni 1 8 mánuði Vextir af bundnu sparifé hækka í 22% r A móti verða almennir útlánsvextir hækkaðir um 3/4—1% og vextir af tékkareikningum lækkaðir úr 5 í 3% TILKVNNING SEÐI.ABANKANS ER BIRT I IIEII.D A BI.S. 28 □ --------------------------□ BANKASTJÓRAR Seðlabanka ts- lands boðuðu blaðamenn á sinn fund f gær og skýrðu þeim frá ýmsum ráðstöfunum f peninga- málum, sem bankastjórnin hefur talið nauðsynlegt að gerðar yrðu nú þegar. Þessar ráðstafanir miða að þvf að ná þolanlegu jafnvægi á fjármagnsmarkaðnum og tryggja getu bankakerfisins tii þess að sinna brýnustu rekstrarfjárþörf- um atvinnuveganna, eins og segir f fréttatilkynningu frá banka- stjórninni. Ráðstafanir þessar eru þrfþættar: • llmsamin útlánamarkmið bankanna á þessu ári verða hækkuð. Verður stefnt að þvf að almenn útlán innlánsstofnana, önnur en reglubundin afurða- og rekstrarián, hækki ekki um meira en 16% á árinu 1976 f stað 12% eins og ráðgert var og samið hafði verið um við bankana. • Endurkaup Seðlabankans á afurða- og iðnaðarvíxlum verða aukin meira en lánsfjáráætlun hafði gert ráð fyrir. Er það vegna hækkandi verðlagsogframleiðslu- kostnaðar. Er nú talið að meðal- hækkun þessara útlána þurfi að vera um 30% á árinu, en til þess að standa undir þessari hækkun hefur verið ákveðið að hækka hámarksbindingu innlána í Seðla- bankanum úr 23% í 25% af heildarinnstæðum hjá hverri inn- lánsstofnun. 0 Loks hefur verið ákveðið að stefna að því að tryggja hag spari- fjáreigenda og stuðla að eðlilegri fjármagnsmyndun í banka- kerfinu með því að taka upp nýja innlánsreikninga, er njóti sér- staks vaxtaauka, sem Seðla- bankinn ákveði og endurskoði með tilliti til verðlagsþróunar. 1 fréttatilkynningu Seðla- bankans segir m.a. að verðbólga undanfarinna ára hafi haft mjög alvarleg áhrif á heildarfjár- Framhald á bls. 22 Viðbúið að mestum hhita vertíðarbáta verði laet \ f I tirvrnnn in nn líHniro neðin Ttfii* ^ Aflarýrnunin nú líklega orðin yfir 20% miðað við vertíðina í fyrra „ÞAÐ er hreinn uppgjafartónn f bátaútgerðinni núna, enda útlitið sannarlega fskyggilegt og svo mjög, að ég held að al- menningur geri sér enga grein fyrir þvf hversu alvarlegt ástand- ið er f þessari atvinnugrein," Rýrasta vertíð í áratugi Ólafsvík — 21. apríl. VETURINN kveður með suðlægri átt og hlýindum. Það var á páska- dag, sem skipti til hi.is betra og hlýnaði. Á föstudaginn langa var hér hins vegar ruddaveður eins og annars staðar á landinu. Hin þráláta vestanátt hefur valdið miklu um það, hve veturinn var ógæftasamur og önuglyndur til lan3s og sjávar. Lítið var um vinnu í fiski um páskana vegna aflaleysis. Er nú ljóst, að þessi vertíð er sú rýrasta hér þótt litið sé yfir áratugatimabil. — Helgi sagði Ágúst Einarsson, hag- fræðingur, hjá I.andssambandi fsl. útvegsmanna, þegar Morgun- blaðið spurði hann hvernig af- komu bátaútgerðarinnar væri háttað með tilliti til hins fyrir- sjáanlega aflabrests á þessari ver- tfð suðvestanlands. Sagði Ágúst viðbúið að miklum hluta vertfðar- báta yrði lagt eftir þessa vertfð. Samkvæmt upplýsingum Ágústs er aflarýrnunin það sem af er þessari vertíð geigvænleg eða um 15—20% fyrstu þrjá mánuði ársins og með tilliti til ördeyðunnar í aprílmánuði taldi Ágúst fullvíst að rýrnunin væri nú orðin meira en 20% miðað við vertíðina í fyrra, sem var þó ein hin lakasta um langt árabil. Eins og áður greinir sagði Agúst að búast mætti við því að stórum hluta vertfðarbáta yrði lagt eftir þessa vertíð, þar eð fyrirsjáanlegt væri að afkoma þeirra væri vonlaus. Auk aflaleys- isins kæmi þar til hækkun olíu- verðs og hækkun launaútgjalda vegna áhafnar auk þess sem breytingar á sjóðakerfinu hefðu haft i för með sér að útgerðin tæki á sig tryggingar til áhafnar f meira mæli en verið hefði. Þannig hjálpaðist allt til þess að grafa undan afkomumöguleikum út- gerðarinnar. Ágúst sagði að þetta hefði þó ekki þurft að koma neinum á óvart eftir umsagnir fiski- fræðinga um ástand þorskstofns- ins, og það hefði stöðugt verið að koma betur f ljós hversu spá- Framhald á bls. 22 Sjá forystugrein IVIorgunbladsins f dag □ UNDANFARIN sjö ár hef- ur Vladimir Ashkenazy, pfanósnillingur, reynt að fá föður sinn f heimsókn til sfn og fjölskyldu sinnar en án árangurs. Sovétstjórnin hefur alltaf neitað föður hans um fararleyfi. og fyrir átta mánuðum bauð hann föður sfnum enn að koma f 2—3 vikna heimsókn til Islands, en svar hefur ekki borízt frá Sovétstjórninni. Þó hafa fslenzkir ráðamenn beitt sér mjög eindregið fyrir þvf að Sovétstjórnin veitti föður Ashkenazy fararleyfi, en allt situr við það sama. Málið er f athugun segja sovézk stjórn- völd. Morgunblaðinu er kunnugt um að Ashkenazy hefur að ósk föður síns enn einu sinni endurnýjað heimboð sitt. Þegar Ashkenazy bauð föður sínum fyrir átta mánuðum, Framhald á bls. 22 Vladimlr Ashkenazy Davfd Ashkenazy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.