Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRlL 1976 17 Brock í Fædd í gær, hnitmiðuð kritarmynd af ameriskri mann- gerð — og Don Camillo, fínlegri og kvikari í senn, einn hugmynda- ríkur himinsins trúður. Eða tvö hlutverk sýnu alvarlegri: I Dagbók önnu Frank varð Valur fulltrúi karlmannlegrar mannúðar af skírustu gerð, — i Föðurnum fórnarlamb kvenlegs mannúðarleysis; þar spannaði hann flestar tilfinningar mannlegs eðlis — frá ofsa og hörku til viðkvæmni og vitfirrts gráts. Leyfi mér aðeins að nefna tvær afburðatúlkanir frá síðari árum svo að þessi upptalning verði ekki of löng: Davies i Húsverðinum (hafi einhver leyft sér að gagn- rýna rödd og framsögn Vals áður, skyldi hann kynna sér þennan leik, hann er til í útvarpsgerð) — og Salomon í Gjaldinu — sem var nú heill heimur út af fyrir sig. Og loks frá allra sfðustu árum, til að rétt minna á, að enginn endir hefur orðið á nýsköpuninni: prestinn i Hafið bláa hafið og Marteinn Kiil i Þjóðníðingi. Nú skal ekki talið lengra að sinni. En má ég fyrir hönd Þjóð- leikhússins og sjálfs min vegna líka flytja Vali Gfslasyni hug- heilar árnaðaróskir á þessum merkisdegi og það fylgir með að við hlökkum til þess, þegar hann kemur í hópinn okkar aftur. Megum við ekki óska okkur sjálf- um og þjóðinni til hamingju með að eiga hann. Okkur er nefnilega gjarnt að lfta á hann sem kjöl- festuna i starfi okkar. Sveinn Einarsson. Valur Gíslason á 50 ára leikaf- mæli um þessar mundir. Fyrsta hlutverk sitt lék hann þann 23. apríl árið 1926. Hann á því 50 ára leikafmæli á morgun. Valur steig sín fyrstu spor á fjölunum í Iðnó eins og flestir af okkur eldri leik- urum. Hlutverkið, sem hann kom fyrst fram f, var Sebastían í Þrett- ándakvöldinu eftir William Shakespeare. Leikstjóri var Ind- riði Waage, sá mikilhæfi leikhús- maður, þá nýkominn frá leik- listarnámi i Þýzkalandi. Leiklistin var þá tómstundaiðja nokkurra dugandi listelskra áhugamanna, sem unnu hörðum höndum langan vinnudag við önn- ur og óskyld störf, en mættu eftir vinnu til æfinga og sýninga á fjöl- unum í gömlu Iðnó, til þess að sinna hugðarmálum sínum. Um laun fyrir það starf var vart að ræða á þeim árum. Valur Gíslason er einn þessara merku brautryðj- enda íslenskrar leiklistar. Þessum merku mönnum verður aldrei fullþakkað. Valur starfaði hjá Leikfélagi Reykjavíkur i 24 ár, eða nánar tiltekið allt til ársins 1950, en þá var hann fastráðinn hjá Þjóðleik- húsinu og þar hefur hann starfað síðan. Hlutverk hans hjá Þjóðleik- húsinu munu nú vera alls nær 120, enda hefur hann verið einn af aðalleikurum leikhússins allt frá byrjun. Nær 90 hlutverk mun hann hafa leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur ef allt er talið. Fjöl- mörg eru þau hlutverk, sem Val- ur hefur leikið I útvarpinu á s.l. 40 árum, en ekki hef ég á taktein- um nákvæma tölu þeirra. Margar leikrita-upptökur með Val eru varðveittar i segulbanda-safni út- varpsins og er þar vissulega að finna góðar heimildir um hann sem listamann fyrir komandi tíma. Eins og alþjóð veit þá á Valur langan og merkan leikferil að baki og verður ávallt talinn i röð okkar mikilhæfustu leikara bæði fyrr og síðar. Fjölmörg eru þau hlutverk, sem hann hefur túlkað á stórbrotinn hátt bæði á leiksviði og við hljóðnemann og hin síðari ár hjá sjónvarpinu. Hér vinnst ekki tími til að þylja þann langa nafnalista hlutverka, enda oft erf- itt að gera upp á milli, hvað hann hefur gert best og hvar list hann hefur risið hæst. Það, sem umfram allt hefur ein- kennt Val sem listamann, í öllu hans langa starfi á listabrautinni, er frjó sköpunargáfa og mikill tilfinningahiti. Honum hefur jafnan tekist að finna það sanna og manneskjulega í túlkun sinni á hinum óliku manngerðum, sem honum hefur verið falið að leika. Leikpersónur hans hafa þvi birst áhorfendum látlausar og trúverð- ugar bæði í gleði og sorg. Ýkjur ' og ofleikur hefur honum ávallt verið fjarri skapi. Valur hefur frá upphafi tekið virkan þátt í félagsmálum fyrir stétt sína og ennfremur fyrir sam- tök íslenskra listamanna. Hann hefur verið formaður Félags ís- lenskra leikara i samtals níu ár eða nánar tiltekið lengur en nokk- ur annar. Óhætt mun að fullyrða að hann hefur manna mest mótað stefnuna um kjara- og hagsmuna- mál leikarastéttarinnar hér á landi. Valur var um nokkurt skeið forseti Bandalags íslenskra lista- manna og sat auk þess i stjórn þess, sem fulltrúi Félags isl. leik- ara í all mörg ár. Formaður Leik- félags Reykjavíkur var hann á árunum 1941 — 44 og ritari L.R. var hann í fimm ár. Félagar Vals í Félagi íslenskra leikara senda honum hugheilar árnaðaróskir á 50 ára leikafmæl- inu. Þeir þakka honum samstarfið á liðnum árum og allt það sem hann hefur unnið íslenskri leik- list til velferðar og þroska. Klemenz Jónsson 1 SUMARBYRJUN á aldursfor- seti þriggja heiðursfélaga Leik- félags Reykjavíkur hálfrar aldar leikafmæli. Til sumarmála hlýtur hann þvi að rekja upphaf leik- ferils síns. Vafalaust hafa verið árstíðaskipti í lífi Vals Gislasonar eins og annarra manna, en við sem höfum notið leiklistar hans sjáum þar framar öðru grósku og gæði sumartíðar. Leikfélag Reykjavíkur á Vali Gíslasyni margt og mikið upp að unna. Hann var meðal þeirra, sem gerðu garðinn frægan í Iðnó á öðrum fjórðungi þessarar aldar og sannaði á hinum þriðja í nýju leikhúsi, að á gamla setrinu við Tjörnina hafði verið ræktuð leik- list, sem stóð undir stofnun þjóð- leikhúss. Hann var í hópi forustu- manna Leikfélagsins um langt skeið, ekki einungis sem einn af traustustu leikkröftum félagsins heldur einnig iðulega í stjórn þess, sem mótaði getu þess og stefnu, m.a. formaður þess á árun- um 1941—’44. Því skal ekki gleymt, að i þá daga var leiklist ekki enn orðin aðalstarf manna eins og nú þykir sjálfsagður hlut- ur, heldur unnið að henni í dýr- mætum frístundum frá öðrum oft erilsömum störfum. Valur Gislason hefur gefið íslenzkri Ieiklist minnisverðan persónuleika, sem við sjáum f.vrir okkur ljóslifandi i ýmsum gerfum þegar við hugsum til hans á leik- sviði, og rödd, sem hljómar í eyr- um okkar og við þekkjum og tengjum leikaranum og mannín- um hvenær sem hún berst okkur til eyrna. Hann á virðingu og þakklæti okkar allra, sem unnum leiklist. Leikfélag Reykjavíkur sendir heiðursfélaga sínum á tímamót- um óskir um heill og hamingju — og að sumarið haldi áfram að vera honum gleðilegt. Vigdís Finnbogadóttir. 1 Gjaldinu eftir Arthur Miller. Sem Jón gamli I samnefndu leikriti eftir Matthfas Johannessen. Valur og Róbert f Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness, sem séra Guðmundur og Bjartur. Sem logmaður Evdalfn og Sigrfður Þorvaldsdóttir f hlut- verki Snæfrfðar f Islandsklukk- unni eftir Halldór Laxness. Sem Paul Lange f Paul Lange og Þóra Parsberg eftir Björnstjerne Björnson. Sem Harry Brock eftir Garson Cane. Fædd f gær Sem Mikkel Borgen f Orðinu eftir Kaj Munk. Sem Jörgen Tesman f Heddu Gabler eftir Ibsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.