Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRlL 1976 33 hestamanna- mót framundan Landssamband hestamannafé- laga hefur nú gert skrá yfir vænt- anieg hestamannamót á sumri komanda og fer skráin hér á eftir: 22. apríl Blær, Norófirði. Firma- keppni 22. apríl Geysir, Hellu, Rang. Firmakeppni 1. maí Geysir, Hellu, Rang. 8. maí Fákur, Reykjavík, Firma- keppni 16. maí Fákur, Reykjavík. 23. maí Gustur, Kópavogi 29. mai Sörli, Hafnarfirði. Félag tamningamanna. 30. maí Sörli Hafnarfirði. Félag tamningamanna. 7. júní Léttir, Akureyri. Funi, Eyjafirði, Melgerðismelum. 7. júní Fákur, Reykjavík. 13. júní Máni, Keflavík. 13. júní Léttfeti Sauðárkróki. 19. júni Sindri í Mýrdal. 20. júní Dreyri, Akranesi. 20. júní Neisti, Oðinn og Snarfari, A.-Húnavatnss. 27. júní Freyfaxi á Héraði. 27. júní Þytur, V-Húnavatnssýslu. 26.—27. júní Fjórðungsmót sunn- Yorkshire- sjónvarpið vildikappræðu milli Jóns Olgeirssonar og Crosslands AFLABRÖGÐ brezkra togara hér við land hafa verið svipuð og undanfarið, eftir því sem Jón Olgeirsson, ræðismaður ís- lands í Grimsby, tjáði Morgun- blaðinu í gær. Togararnir hafa fengið mjög misjafna túra en markaðurinn hefur heldur far- ið hækkandi, og togararnir hafa selt mest fyrir 30 — 35 þúsund pund en farið niður í 16 — 20 þúsund pund. Togararnir eru nýbyrjaðir að landa eftir páska og hefur það verið þokkalegur fiskur en hlutfall smáfisks er alltaf hið sama eða 40—50%. Jón sagði, að Kissinger myndi á næstunni ræða við Crossland, utanríkisráðherra, og væri ákveðið að fundur þeirra færi fram skammt frá Grimsby í kringum næstu helgi. Jón gat þess, að sjón- varpið í Yorkshire hefði beðið sig að koma til kappræðna við Crossland í sjónvarpinu, en ekki orðið af því, það eð Cross- land hefði ekki viljað koma fram fyrr en hann væri kom- inn betur inn í sitt nýja starf. Biðskák Guðmundar og Larsens Las Palmas 21. apríl. Einkaskeyti til Mbl. frá AP: SKÁK Guðmundar Sigurjóns- sonar og Bent Larsens í 14. um- ferð alþjóðlega skákmótsins í Las Palmas á Kanaríeyjum fór í bið í kvöld eftir 40 leiki. Larsen og Efrim Geller frá Sovétrfkjunum eru efstir og jafnir með 9'A vinning. Hubner er f öðru sæti með 8'/t þá Portisch, Byrne og Guðmundur (þessir þrír með bið- skák hver), Czeshkoveky og Gherghiou með 8 vinninga hver. Á morgun, fimmtuddag, er hvíldardagur en 15. og síðasta um- ferðin verður telfd á föstudag. Þá teflir Guðmundur við Geller! lenskra hestamanna á Heliu f Rangárvallas. 3. júlí Glaður í Dalasýslu. 4. júlí Hornfirðingur í Hornafirði 10. —11. júli Fjórðungsmót Norð- lenskra hestamanna á Melgerðis- melum, Eyjafirði. 11. júlí Blakkur, Strandasýslu. 18. júlí Sleipnir og Smári á Murn- eyri, Arnessýslu. 18. júlf Faxi, Faxaborg í Borgar- firði. 24.—25. júlí Skógarhóiamót i Þingvallasveit. 31. júlí Snæfellingur á Snæfells- nesi 1.—2. ágúst Léttfeti og Stígandi, Vindheimamelum, Skagafirði. 1. ágúst Logi, Biskupstungum. 8. ágúst Geysir, Heilu. Rang. 8. ágúst Grani, Húsavik og Þjálfi, Þingeyjarsýslu. 15. ágúst Hringur, Dalvik og Gný- fari. Ölafsfirði. 15. ágúst Hörður, Kjósarsýslu.2 15. ágúst Blær, Norðfirði. Hondu stolið A skírdagskvöld var stolið skellinöðru frá ungum pilti, sem hafði skilið hana eftir utan við hús við Lambastaðabraut á Sel- tjarnarnesi. Þetta er Honda 50 skeilinaðra árgerð 1974, svört og gul að lit og ber einkennisstafina R-532. Þeir, sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um það hvar hjól þetta er niðurkom- ið, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Reykjavík. Snjórall á Hvammstanga Hvammstanga, 21. apríl LIONSKLÚBBURINN Bjarmi og Slysavarnadeildin Káraborg á Hvammstanga stóðu fyrir snjó- ralli hér sl. laugardag í hlfðum Vatnsnesfjalls, skammt ofan Hvammstanga Hlutskarpastur varð Sveinn Guðmundsson, Hjarðarhorni, Hrútafirði, og í öðru sæti Sigurður Birgir Jóns- son, Hvammstanga. Bezta veður var og áhorfendur margir. Brautin var um 8 km löng og þótti erfið. —Karl — Sements- hækkun Framhald af bls. 40 Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Sigurð Jónsson forstjóra Breiðholts hf., og spurði -hann hvað þessi hækkun hefði i för með sér í byggingarverði. Hann svaraði því til, að í meðal einbýlis- hús færu um 150 rúmmetrar af steypu og að 38% hækkun sements myndi þýða um 300—350 þúsund króna hækkun á byggingarverði sliks húss. — Ráðstafanir Seðlabanka Framhald af bls. 40 magnsmyndun í þjóðfélaginu, en þó sérstaklega á aukningu spari- fjárinnlána í bönkum og öðrum innlánsstofnunum. Sem dæmi um þróunina er nefnt að heildarráð- stöfunarfé innlánsstofnana hafi á fimm ára timabili lækkað úr rúm- lega 40% af þjóðarframleiðslu niður í aðeins 28% á síðastliðnu ári. Hafi þannig geta bankakerfis- ins til að sinna fjármagnsþörf at- vinnuveganna rýrnað um 30% á þessu tímabili. Afleiðingin sé rekstrarfjárskortur og skulda- söfnun við útlönd. Þessi þróun verði vart stöðvuð, nema unnt reynist að bæta hag sparifjáreig- enda og gefa bankakerfinu um leið betri samkeppnisaðstöðu á fjármagnsmarkaðnum. Og á meðan ekki hefur tekizt betur til í baráttunni við verðbólguna, verði þessu markmiði ekki náð nema með verðtryggingu sparifjár eða vaxtahækkun. Það kom fram á fundinum með bankastjórum Seðlabankans i gær, að eftir rækilegar athuganir og viðræður hafi síðari leiðin verið valin og þar með hafi verið fallið frá þeirri hugmynd að verð- tryggja spariféð. Sú leið, sem valin hefur verið, verður fram- kvæmd á eftirfarandi hátt: • Stofnaður verður nýr innláns- reikningur, er njóti sérstaks vaxtaauka, er Seðlabankinn ákveði eftir þvi sem verðlags- þróunin gefur tilefni til. Er að því stefnt, að vaxtaaukinn nægi til að tryggja sparifjáreigendum viðun- andi ávöxtun með tilliti til verð- lagsþróunarinnar. Vaxtaaukinn frá 1. mai n.k. verður 6% og sam- tals verða því greiddir 22% vextir af hinum nýju reikningum frá þeim tíma. • Til þess að njóta vaxtaauka verða innstæðueigendur að stofna nýja innlánsreikninga, svo kallaða vaxtaaukareikninga, er skráðir verða á nafn og bundnir í ekki skemmri tíma en 12 mánuði þ.e. ekki er hægt að taka peningana út fyrsta árið. í stað sparisjóðsbóka verða gefin út sér stök stofnskírteini við opnun vaxtaaukareiknings, en veð- setning innstæðna á þessum reikningum verður óheimil. Heimilað verður að flytja fé af öðrum bundnum sparifjár- reikningum á hina nýju vaxta- aukareikninga þótt skilyrðum um uppsagnarfrest hafi ekki verið fullnægt. Bundið fé mun nú vera um fjórðungur af innstæðum í bönkum, eða um 10 milljarðar króna í landinu. Til þess að standa undir greiðslu vaxtaauka a hinum nýju innlánsreikningum verða eftir- farandi ráðstafanir gerðar: • Almennir forvextir á vtxlum verða hækkaðir um y*%, en aðrir útlánsvextir um 1%. Útlánsvextir eru nú 16% af víxlum og lánum og hækka því í 163/4% og 17%. Vextir af skuldabréfum eru 17% og geta orðið 18%. Þeir hækka í 18 og 19%. Þessi hækkun vaxta nær til skuldabréfa, þar sem þess er sérstaklega getið að brefin beri hæstu leyfilega vexti, en mjög margir lífeyrissjóðir gefa út slík bréf. Undanþegnir hækkun eru vextir af endurseljanlegum afurða- og birgðalánum atvinnu- veganna, svo og vextir af reglu- bundnum viðbótar- og rekstrar- lánum. 0 Innlánsstofnunum verður heimilað að taka f takmörkuðum mæli upp nýjan flokk fasteigna- veðlána, sem beri 'á% hærri vexti en vaxtaaukareikningur, þ.e. 22'A% vexti. Þetta nær aðeins til innlánsstofnana sem taka á móti fé með þessum háu vöxtum (22%) og nær þarafleiðandi t.d. ekki til lífeyrissjóða, en þeir hafa aftur á móti leyfi til að veita lán með verðtryggingu. 0 Loks hefur verið ákveðið að lækka vexti á tékkareikningum, þ.e.a.s. innlánum á hlaupa- reikningum og sparisjóðsávísana- reikningum, úr 5% í 3%. — Ashkenazy Framhald af bls. 40 voru menn allbjartsýnir á að leyfi Sovétyfirvalda fengist, þar eð ekki væri lengur stætt á þvf að neita föður hans um fararleyfi eftir að Helsingfors- yfirlýsingin var undirrituð í fyrra en þar er mönnum heitið ferðafrelsi og lögð áherzla á endurfundi ættingja. En þrátt fyrir það að Sovétmenn legðu sérstaka áherzlu á undirritun Helsingfors-yfirlýsingarinnar með öllum þeim fyrirheitum, sem þar er minnzt á, er eins og ekkert hafi gerzt: allt situr við það sama. Svar berst ekki frá Rússum og faðir Ashkenazys hefur ekki enn fengið leyfi stjórnvalda lands sfns til að skreppa f 2—3 vikna heimsókn til sonar sfns á tslandi, Þórunnar tengdadóttur sinnar og barnabarna. — 17 stiga hiti Framhald af bls. 40 dvöidu hér á hótelinu um pásk- ana, gátu ekkert farið á skíði, heldur urðu að skoða Húsavík og nágrenni í góðu veðri. Þessi mildi vetur kom eftir gott sumar, svo að sumir „spámenn- irnir" eru farnir að hallast að því að við fáum ekki þriðja góða sum- arið í röð en aðrir segja „allt er þegar þrennt er“. Fréttaritari — Viðbúið Framhald af bls. 40 dómar þeirra fara nærri raun- veruleikanum. Hins vegar hefðu stjórnvöld verið furðu sein að taka við sér og enn sem komið væri hefðu þau ekki lagt neitt raunhæft til málanna sem gæti á einhvern hátt dregið úr því áfalli sem fyrirsjáanlegt væri. — ASÍ Framhald af bls. 2 með neinni hækkun. Þá hefði ver- ið reiknað með 15% hækkun hita- veitu en hún væri nú orðin 27%. Stöðvun auglýsinga ASÍ Þá kom einnig fram að auglýs- ing frá ASl sem sýnd var í sjón- varpi á þriðjudag og flutti sömu upplýsingar og bæklingur Al- þýðusambandsins, hefði verið stöðvuð. Var ástæðan sögð sú að hæpið væri að hún samræmdist reglugerð um auglýsingar. Pétur Guðfinnsson sagði er Mbl. hafði samband við hann í gær að hon- um hefði ekki virzt einsýnt að kröfum í auglýsingareglugerð um óhlutdrægni væri fullnægt. Hann hefði því talið rétt að vfsa málinu til útvarpsráðs enda segði i lögum útvarpsins að „snerti vafaatriði reglur um óhlutdrægni ber að leggja það fyrir útvarpsráð". Sagði Pétur að væntanlega yrði fundur útvarpsráðs á laugardag. Sama auglýsing fékkst ekki held- ur birt í hljóðvarpi og sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri að hann hefði talið rétt að fresta birtingu hennar þar til útvarps- ráð hefði fjallað um málið þar sem auglýsingin væri þess eðlis. Þá var einnig stöðvuð auglýsing ASÍ er skýrði frá þessum málum og hvatti verkafólk til að dreifa bæklingi ASl. Taldi Björn Jóns- son að þarna hefði rikisstjórnin kippt í spottana og væru ríkisfjöl- miðlarnir einungis tæki hverrar rikisstjórnar sem hún gæti notað á hverjum tima fyrir sig. — Crosland Framhald af bls. 1 Atlantshafsbandalaginu hljóta ad fagna þessari skipan", segir blaðið. Um ríkisstjórn Callaghans segir blaðið siðan að forsætis- ráðherrann hafi sýnt þá var- færni sem búizt hefði verið við af honum og reynt að þræða meðalveginn í flokknum. Hann hafi losað sig við nokkra sem áttu að hverfa, en þó ekki við alla. Áreiðanlega hafi Callaghan valdið vonbrigðum hæfileika- mönnum úr röðum þeirra yngri á borð við Roy Hattersley að- stoðarutanríkisráðherra og William Rodgers. aðstoðar- varnarmálaráðherra, sem hafi verið að vonast eftir meiri for- frömun í nýju ríkisstjórninni. — Tilkynning Seðlabankans Framhald af bls. 28 laginu, en þó sérstaklega á aukn- ingu sparifjárinnlána 1 bönkum og öðrum innlánsstofnunum. Sem dæmi um þróunina má nefna, a8 heildarráðstöfunarfé innlánsstofn- ana hefur á fimm ára tímabili lækkað úr rúmlega 40% af þjóðar- framleiðslu ofan í aðeins 28% á síðastliðnu ári. Sé út frá þvl geng- ið. að rekstrarfjárþörf atvinnuveg- anna breytist sem næst I beinu hlutfalli við verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar, felst I þessu, að geta bankakerfisins til þess að sinna fjármagnsþörf atvinnuveganna hefur rýrnað um 30% á þessu tlmabili. Afleiðingin hefur orðið rekstrarfjárskortur og skuldasöfn- un við útlönd. Þessi þróun verður varla stöðvuð, nema unnt reynist að bæta hag sparifjáreigenda og gefa bankakerfinu um leið betri samkeppnisaðstöðu á fjármegns- markaðinum. Á meðan ekki tekst betur I baráttunni við verðbólguna en nú er útlit fyrir, verður þessu markmiði ekki náð nema með verðtryggingu sparifjár eða vaxta hækkun. Á vegum Seðlabankans og við- skiptabankanna hafa á undanförn- um mánuðum átt sér stað rækileg- ar athuganir og viðræður um leiðir til þess að verðtryggja sparifé. Niðurstaða þessara athugana hef- ur orðið sú, að bein vísitölutrygg- ing innlánsfjár væri að ýmsu leyti viðsjárverð, en auk þess mjög flókin og erfið I framkvæmd. Það væri þvi æskilegt að fundin yrði önnur og einfaldari leið I þessum efnum. f framhaldi af þessum athugun- um hefur bankastjórn Seðlabank- ans nú, að höfðu samráði við við- skiptabanka og sparisjóði, ákveð- ið. að I stað verðtryggingar verði stofnaðir nýir innlánsreikningar, er njóti sérstaks vaxtaauka, er Seðlabankinn ákveði eftir þv! sem verðlagsþróunin gefur tilefni til. Þótt hér sé ekki um beina verð- tryggingu að ræða. verður að þvi stefnt, að vaxtaaukinn nægi til þess að tryggja sparifjáreigendum viðunandi ávöxtun með tilliti til verðlagsþróunarinnar. Ákveðið hefur verið, að vaxtaauki frá 1. mai n.k. verði 6% og munu þvi samtals verða greiddir 22% vextir af hinum nýju reikningum frá þeim tima. Með þessum reikning- um er ætlunin að bæta úr brýnni þörf fyrir sveigjanlegt innláns- form, er tryggi almenningi hag- stæða ávöxtun á sparifé sinu án sérstakra verðbréfakaupa. Til þess að njóta vaxtaauka verða innstæðueigendur að stofna nýja innlánsreikninga, svo- kallaða vaxtaaukareikninga. er skráðir skuiu á nafn og bundnir til ekki skemmri tima en 1 2 mánaða. I stað sparisjóðsbóka verða gefin út sérstök stofnskirteini við opnun vaxtaaukareiknings, en veðsetn- ing innstæðna á þessum reikning- um verður óheimil. Heimilað verð- ur að flytja fé af öðrum bundnum sparifjárreikningum á hina nýju vaxtaaukareikninga. þótt skilyrð- um um uppsagnarfrest hafi ekki verið fullnægt. Til þess að standa undir greiðslu vaxtaauka á hinum nýju innláns- reikningum verða almennir for- vextir af vixlum hækkaðir um 3/4%, en aðrir útlánsvextir um 1%. Undanþegnir þessari hækkun verða þó vextir af endurseljanleg- um afurða- og birgðalánum at- vinnuveganna svo og vextir af reglubundnum viðbótar- og rekstr- arlánum. Hnnfremur verður inn- lánsstofnunum heimilað að taka i takmörkuðum mæli upp nýjan flokk fasteignaveðlána, er beri 1/2% hærri vexti en vaxtaauka- reikningar. Loks hefur verið ákveðið að lækka vexti á tékka- reikningum, þ.e.a.s. innlánum á hlaupareikningum og sparisjóðs- ávisanareikningum. úr 5% i 3% á ári. Það er vitaskuld ógjörningur að áætla fyrirfram með nokkurri ná- kvæmni, hver kostnaður af hinum nýju vaxtaaukareikningum verður. Fer það i reynd bæði eftir þeim viðtökum, sem þetta nýja innláns- form fær hjá sparifjáreigendum og verðlagsþróuninni, sem kann að gefa tilefni til þess að breyta vaxtaaukanum þegar á næstu mánuðum. Mun Seðlabankinn fylgjast nákvæmlega með þróun- inni i þessum efnum i samráði við innlánsstofnanir og breyta fram- angreindum ákvörðunum, eftir þvi sem þróunin gefur tilefni til. Formleg vaxtatilkynning, þar sem f ramangreindar ákvarðanir munu koma fram, verður birt í Lögbirtingablaði innan fárra daga. Mun gildistimi hennar verða frá 1. mai n.k. og er þess vænzt, að flestar innlánsstofnanir verði til- búnar að taka við fé á hina nýju vaxtaaukareikninga þegar frá þeim tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.