Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1976 Evrópukeppni landsliða: Mœtast Vestur-Þjóðverjar og Hollendingar í úrslitum? EINS og flestir bjuggust við, veröa þaö Holland, Vestur-Þýzkaland, Júgóslavía og Tókkóslóvakía, sem leika í undanúrslitum Evrópukeppni landsliða. Seinni leikir 8-liöa úrslitanna voru leiknir á laugardaginn og unnu þá Vestur-Þjóðverjar Spán- verja 2:0, Hollendingar unnu Belga 2:1, en jafntefli gerðu Walesbúar og Júgóslavar 1:1 og Sovétmenn og Tékkar 2:2. í fyrri leikjum lióanna, sem fram fóru í byrjun maí, sigruðu Júgóslavar Walesbúa 2:0 og því samanlagt 3:1, Tékkar unnu Sovétmenn 2:0 og því samanlagt 4:2, Hollendingar unnu Belga 5:0 og því samanlagt 7:1 og Spánverjar og Vestur- Þjóðverjar gerðu jafntefli 1:1, en Þjóðverjar unnu samanlagt 3:1. Vestur-Þjóðverjar eru núverandi Evrópumeistarar landsliða, báru sigur úr býtum í keppninni 1972, en tveimur árum síðar tryggði liðið sér svo heimsmeistaratitilinn, eins og menn eflaust muna. I undanúrslitunum mæta Vestur-Þjóðverjar Júgóslövum og Hollendingar mæta Tékkum. Það er því allt útlit fyrir það, að úrslitaleikurinn verði milli Vestur- Þjóðverja og HolJendinga og yrði þá um að ræða endurtekningu á úrslitaleik HIVI 1974, en þann leik unnu Þjóðverjar 2:1. Franz Beckenbauer og Helmut Schön, mennirnir, sem staðið hafa að baki velgengni v-þýzka landsliðsins undanfarin ár. Vestur-Þgzkatand - Spánn 2:0 Vestur-Þjóðverjar, núverandi heimsmeistarar og Evrópumeist- arar, komust átakalftið í undanúr- slit EM með því að sigra Spán 2:0 f Miinchen á laugardaginn að við- stöddum 77.600 áhorfendum. Liðið lók af öryggi f vörninni og var ákveðið f sóknaraðgerðum sínum og virðist stefna að enn einum sigri f stórmóti. Keisarinn Franz Beckenbauer var sem fyrr potturinn og pannan í leik liðsins, en hann lék þarna sinn 55 lands- leik í röð, sem er nýtt met. Komist Þjóðverjar f úrslit keppn- innar, leikur Beckenbauer þar sinn 100. landsleik fyrir Vestur-Þjóðverja. Velgengni hans hefur verið einstök, hann hefur verið fyrirliði heims- meistaraliðs og Evrópumeistara- iiðs, fyrirliði Bayern Miinchen, sem þrisvar f röð hefur orðið Evrópumeistari félagsliða, og auk þess hefur hann unnið ótal titla í heimalandi sínu. Spánverjar sóttu mun meira í byrjun og snemma í leiknum áttu þeir skot í þverslá. En á 17. mín- útu tóku Þjóðverjar forystuna þegar Uli Höness skallaði boltann laglega i netið eftir fyrirgjöf Beer, en Höness var þarna að leika sinn fyrsta landsleik eftir árs fjarveru vegna meiðsla. Við þetta mark var mestur vindur úr Spánverjum og Klaus Toppmöller arftaki Gerd Miiller, bætti við marki eftir að Angel, markvörður Spánverjanna, hafði hálfvarið skot frá Beckenbauer. Spánverjar komu knettinum einu sinni í net- ið, rétt fyrir Ieikslok, og var Quini þar að verki, sá sami og hafði fyrr skotið í þverslána, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Wales - Júgóslavía 1:1 LEIKUR Wales og Júgóslavíu í Cardiff var mjög sögulegur. Tvö mörk. skoruð af John Toshack, voru dæmd af við litlar vinsældir áhorfenda og var stanzlaust pípt á dómarann, Rudi Clöckner frá Vestur-Þýzkalandi. Auk þess brást Terry Yorath bogalistin í vítaspyrnu þannig að Wales átti sér ekki viðriesnar von. Leikur- inn endaði 1:1 og Júgóslavfa komst áfram f Evrópukeppninni. Júgóslavía náði forystunni á 18. mínútu, þegar Katalinski skoraði úr vítaspyrnu. Á 39. mínútu jafn- aði Ian Evans metin fyrir Wales upp úr hornspyrnu. í seinni halfleik færðist fjör í leikinn. Toshack skoraði mark en það var dæmt af vegna þess að dómarinn taldi John Mahoney sýna háskaleik þegar hann sendi boltann til Toshack með hjól- hestaspyrnu. Áhorfendur ruddust inn á völlinn svo að hlé varð að gera á leiknum. Hótaði dómarinn að flauta leikinn af ef ekki færðist ró á mannskapinn. Eftir þetta skoraði Toshack annað mark, en það var dæmt af vegna rangstoðu. Loks fimm minútum TEKKAR komust f undan- úrslit EM með því að slá Sovét- menn óvænt úr keppninni en örugglega. Sovétmenn tefldu fram liði Dynamo Kiev sem landsliði, sama liði og lék hér gegn Akranesi á Melavellinum f fyrrahaust. Seinni leiknum lauk 2:2, en hann fór fram í Kiev á laugardaginn. Fyrri leikinn unnu Tékkar 2:0. Framherjinn Moder var heldur betur á skotskónum fyrir Tékka á laugardaginn. Sovétmenn sóttu mun meira í fyrri hálfleik en gátu ekki brotið niður vörn Tékkanna. fyrir leikslok misnotaði Yorath vítaspyrnu fyrir Wales. Mark- vörður Júgóslava gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Þýzki dómari bókaði 4 leik- menn í þessum sögulega leik. Svo var það á 44. mínútu að Moder skoraði stórglæsilegt mark af 30 metra færi, sem hinn hávaxni markvörður Rudakov átti ekki möguleika að ná. Þegar 8 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik jafnaði Burayak fyrir Sovétmenn. Þannig var staðan þar til á 84. mínútu að Moder bætti við marki fyrir Tékka eftir fallega sóknarlotu. En Sovétmenn jöfnuðu aftur þremur mínút- um síðar og var þar að verki bezti knattspyrnumaður Evrópu, Blokhin. Sovétrðdn - Tékkóstóva/da 2:2 Leighton James, einn leikmanna Wales, sem urðu að bfta f það súra epli að ná aðeins jafntefli gegn Júgóslövum, þrátt fyrir að lið Wales hefði yfirburði f leiknum. Betgía -Hotland 1:2 HOLLENZKA landsliðið virðist vera f miklu stuði ef miðað er við útreiðina, sem belgfska landsliðið fékk hjá þvf f Evrópukeppninni. Fyrri leikinn unnu Hollending- arnir 5:0 og þann seinni 2:1 f Briissel f Belgfu á laugardaginn. En þrátt fyrir tapið á laugardag- inn var belgfski landsliðsþjálfar- inn Guy Thys ekki óánægður með útkomuna. Hann er að þreifa fyr- ir sér með nýtt lið og t.d. léku 5 nýliðar með á móti Hollandi. Eins og menn muna, drógust Holland og Belgfa með tslandi í riðil f undankeppni heimsmeistara- keppninnar og leika bæði liðin hér á landi f haust. Ekki voru liðnar nema 7 mínút- ur af leiknum þegar varnarmaður Belganna, Maertens, handlék boltann inni í vítateig, en Johnny Neeskens skaut langt framhjá úr vítinu. Belgarnir tóku sfðan for- ystuna með marki Roger van Cool eftir að hann hafði fengið boltann frá félaga sínum Vandereycken. Hollendingarnir sóttu allmikið í fyrri hálfleik en nýliðin Pfaff í marki Belganna varði vel. En hann réð ekki við skot Rep á 63. mínútu, sem jafnaði metin fyrir Holland, en Rep fékk boltann eft- ir góða sóknarlotu Cruyff og Kraay. Og á 78. mínútu skoraði Cruyff sjálfur sigurmark Hol- lendinga úr mjög þröngri aðstöðu. 1 Reutersfrétt er þess sérstaklega getið, að Hollendingurinn Rensenbrink, sem leikur í Belgiu, hafi varla komið við boltann leik- inn út í gegn. Danir unnu stór- sigur gfir Kgpur DANIR unnu stórsigur yfir Kýp- ur um helgina. Þetta var fyrsti leikur f undankeppni Heims- meistarakeppninnar 1978. Leikið var í Limasol á Kýpur og unnu Danir 5:1, en f hálfleik var staðan 3:1. Kýpur tók forystuna á 9. mín- útu með marki Michael, en Danir byrjuðu brátt að raða niður mörk- unum. Mörk þeirra gerðu Allan Simonsen, Niels Tune Hansen, Ole Rassmusen og Lars Bastrup (2). Kýpurbúar gerðu ekki fleiri mörk þótt þeir fengju mörg góð tækifæri í leiknum. Sovétmenn unnn Brela 428:253ílanfckqipni í frjálsnm íþrótiuni SOVETRlKIN sigruðu Bretland örugglega f frjálsfþróttalands- keppni, sem háð var f Kiev f Sovétrfkjunum um helgina. Unnu Sovétríkin samanlagt með 428 stigum gegn 253, f karlagreinum 254:153 og 174:100 f kvennagreinum. Sovétmenn unnu sigur f 26 greinum en Bretar 8. Þrátt fyrir yfirburði Sovét- manna var það 19 ára brezk skrifstofustúlka frá Birming- ham, Sonia Lannaman, sem vakti mesta athygli. Fyrri dag keppninnar hljóp hún 100 metrana á 10,75 sek., sem er bezti tími, sem kona hefur náð í vegalengdinni, en vegna of mikils meðvinds fæst metið ekki staðfest. Og daginn eftir setti hún brezkt met f 200 metra hlaupi er hún hljóp á 22,6 sek. Binda Bretar miklar vonir við ungfrúna á Olympiuleikunum í sumar. 1 1500 metra hlaupi náði Lud- mila Bragina bezta tíma ársins er hún hljóp á 4,06,0 mín og í 100 metra grindahlaupi náði Anisimova, Sovétrikjunum, bezta tíma ársins, 12,75 sek. I karlagreinum voru Sovét- menn beztir nema helzt í lang- hlaupum. I kúluvarpi háðu Alexander Baryshnikov og Geoff Capes hörkukeppni og hafði Sovétmaðurinn betur með 21,31 metra kasti á móti 21,15 m hjá Capes. Sovétmenn náðu prýðilegum árangri i mörgum greinum. Til dæmis stökk Budalov 2,21 m f hástökki, Peraverzev stökk 8,21 m í langstökki, Prokhorenko stökk 5,50 m í stangarstökki og Spilidonov kastaði 78,62 metra í sleggjukasti. Bonavena myrtnr ARGENTlSKI þungaviktarhnefaleikarinn Oscar Bonavena var myrtur f gleðihúsi einu í Nevada í Bandarfkjunum um helgina. Bonavena, sem var 33 ára gamall, var 7. f röðinni á áskorendalista heimsmeistarans Alis. Hann þótti harður f horn að taka og hafði keppt við alla helstu boxara heimsins. Öryggisvörður einn f gleðihúsinu er f haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa skotið Bonavena með riffli. Gleðihúsið er f eigu manns nokkurs, sem sá um framkvæmd á sfðasta bardaga hnefaleikarans. Lögreglan er með málið f rannsókn, en kona Bonavena hefur sagt að hann hafi á síðustu dögum fengið morðhótanir og síðustu viku var framið innbrot þar sem hann bjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.