Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1976 Albert Guðmundsson um jarðalagafrumvarpið: Stefnir að eignaupptöku Óttast fleiri kærleikstákn af þessu tagi HÉR fer á eftir — orðrétt — ræða, sem Albert Guðmundsson, alþingismaður, flutti í efri deild Alþingis, er stjórnarfrumvarp til jarðræktarlaga var þar á dagskrá: í ÁTT TIL KOMMÚNISMA Ég vil strax í upphafi máls míns segja það, að ég er á móti þessu frv. til jarðalaga og tel það stefna í átt til hreins kommúnisma. Þetta er eignaupptaka á eignum manna, sem búa í þéttbýli, sem þeir eiga utan sinna heima- byggðar. Ég hafði víst gaman af því að hv. siðasti ræðumaður, Helgi Seljan, 7. landsk.þm., skyldi upplýsa það, að hann væri þó gæddur vissri braskaranáttúru, hann hefði eignazt jörð, en væri nú að stuðla að því með lagasetn- ingu á Alþingi að koma í veg fyrir það, að þessi hvöt hans bæri nú lengra á þessum gróða- og brask- aravegi. Eg vil upplýsa hv. 7. landsk.þm., að ég vil ekki viður- kenna, að hér hafi verið brædd saman sjónarmið Sjálfstfl. og Framsfl. almennt. Ég vil mót- mæla því og ég tel mig í Sjálf- stæðisflokknum. Það getur vel verið, að það séu menn innan Sjálfstæðisflokksins, sem telja þetta gott frumvarp, en ég tel það ekki vera. Það vill nú svo til, að margir af þeim, sem búa úti á landi og hafa erfiðað og lagt sitt til landsins, hafa á elliárum losað sig við jarðir sínar og komið sér fyrir í þéttbýli. Ég er anzi hrædd- ur um, að það verði erfiðara, eftir að þetta frumvarp nær fram að ganga, er jarðalaganefnd eða jarðanefndir koma til með að tak- marka söluverð þessara eigna. Ég efast um, að þeir geti í framtíð- inni fengið sér smáíbúð t.d. í Reykjavík, Akureyri eða annars staðar, þegar þeir þurfa á hvíld að halda og kannski að vera nálægt sjúkrahúsi. Nei, ég held, að þetta frumvarp sé að mörgu leyti van- hugsað og sízt til bóta fyrir ein- mitt þá, sem menn þykjast vera að berjast fyrir, en það eru bænd- urnir sjálfir. EF SVEITARFÉLAG A EIGN í ÖÐRÚ SVEITARFÉLAGI Ég er sammála því, sem kemur fram hjá hv. varaþm. Alþfl., Braga Sigurjónssyni, sem því miður var horfinn af þingi áður en þetta mál var tekið til af- greiðslu, þegar hann segir með leyfi hæstv. forseta í sínu nefnd- aráliti: „Annað markmið frv. virðist að festa i sessi eignar- og umráðarétt sjálfseignarbænda og sveitar- hreppa yfir öllu landi, bæði þing- lýstum eignum sem og afréttum og óbyggðum öllum, lóðum og lendum utan skipulagðra þétt- býlisstaða, gögnum lands og gæð- um sbr. 3. gr. frv. Undirritaður telur, að jafnafdráttarlaust yfir- ráða- og valdsvið og frv. leggur til með fyrirhugaðar jarðanefndir hafi hljóti að leiða til árekstra með íbúum sveitahreppa og íbú- um þéttbýlisstaða, þar eð skipun jarðanefndanna virðist miðuð við hagsmuni sjálfseignarbænda og sveitahreppa einvörðungu.“ Ég held, að þetta frumvarp stuðli einmitt að þessu ósætti milli íbúa í þéttbýli og íbúa í strjálbýli. Bragi Sigurjónsson heldur áfram í sínu nefndaráliti: „Hætt er við, að slfkir árekstrar kunni að skapast varðandi úthlutun og ákvörðun útilífssvæða og sumar- bústaðalóða, einnig ráðstöfunar- stjórn á fasteignum sem eitt sveitarfélag á í öðrum, t.d. Reykjavíkurborg í Grafnings- hreppi, Nesjavellir, eða Hafnar- fjarðarbær í Grindavíkurhreppi eða Krýsuvík, svo að dæmi séu nefnd. Enn er að geta slíkra til- fella, þegar íbúar þéttbýlisstaða telja sig þurfa að kaupa jörð,‘ jarðir eða jarðahiuta í öðru sveitarféiagi, sé til landrými. Það ber að koma sveigjanlegri sjónar- miðum að með skipan jarða- nefnda en ætla verður að skipan samkv. frv. bjóði upp á og er tillöguflutningur í sambandi við þetta nefndarálit m.a. við það miðaður. Svo koma breytingartil- lögur sem þegar hafa verið lesnar hérna upp og ég kæri mig ekki um að endurtaka." JARÐANEFNDIR Ég vil þá rétt aðeins koma að því, sem ég tel athugunarvert í þessu frv. og byrja þá á jarða- nefndunum sjálfum. Það segir hér í 5. gr.: „Jarðanefndir skulu hver á sínu svæði vera sveitarstjórnum til aðstoðar við framkvæmd laga þessara sbr. 1. gr. með því að“ o.s.frv. Albert Guðmundsson, alþingismaður. Er ekki nóg, að kjörnir fulltrú- ar í hverju sveitarfélagi sjái sjálf- ir um, að lögum sé framfylgt í viðkomandi sveitarfélagi? Þarf virkilega að koma með eina silki- húfuna til viðbótar í stjórnkerfi landsins; jafnvel þótt hún komi í staðinn fyrir aðra nefnd, og jafn- vel þótt hún sé prjónuð og þá kannski úr rauðu. Ég álít, að þetta sé alveg furðulegt, að sveitar- stjórn, með kjörnum fulltrúum skuli ekki vera treyst til þess að framfylgja lögum á hverjum stað; og það skuli þurfa að skipa sér- stakar nefndir til þess að sjá um, að sveitarstjórnir framfylgi lög- um. Eina ráðið er að kjósa þá menn, sem fólkið treystir á hverjum stað, en ekki setja eftir- litsmenn til að sjá um, að þeir starfi eins og þeir eiga að starfa lögum samkvæmt. í 3. lið 5. gr. segir, að jarðanefnd skuli fylgjast með því, að sveitarstjórn gæti ákvæða gildandi laga um mann- virkjagerð í sveitinni, töku hvers konar jarðefna og stuðla að góðri umgengni um land og mannvirki. Hvað á þetta að þýða? Hvers vegna komum við ekki með til- lögu um, að það verði sett eitt- hvað yfir Alþingi nýtt Alþingi til þess að hafa eftirlit með okkur hér, sem þjóðin virðist vera að verða óánægð með? Þátttaka ríkis í rekstri verzlunarskóla Viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi SVO sem kunnugt er stóðu nokkrar deilur á Alþingi um frumvarp til laga um viðskipta- menntun á framhaldsskólastigi, einkum um hlut ríkisins f rekstrarkostnaði Verzlunarskóla tslands og Samvinnuskólans, en áhuga- og hagsmunasamtök verzl- unar hafa til þessa borið uppi nokkurn kostnaðarhluta rekstrar þessa skóla. Hér fer á eftir 9. gr. hinna nýju laga, er fjallar um framtíðarskip- an fjárhagshliðar f rekstri þessara skóla. Samvinnuskólinn og Verslunar- skóli íslands hafa rétt til þess að halda áfram að rækja það fræðslustarf, sem þeir hingað til hafa annast, og til að auka það og sérhæfa eftir því sem aðstæður leyfa og þörf krefur á hverjum tíma. Um fjárveitingu úr ríkissjóði til nefndra skóla skulu eftirfarandi ákvæði gilda: a) Rekstrarkostnaður skólanna skal greiddur að fullu, annar en rekstrarkostnaður heimavistar, þar sem hennar er þörf, en til hennar skal veitt fjárveiting, er nemur 80% kostnaðar. Framlag rikissjóðs samkvæmt þessum staflið skal að hámarki miða við kostnað í ríkisskólum á sama fræðslustigi. b) Stofnkostnaður þess kennsluhúsnæðis, sem byggt verður eftir gildistöku laga þessara, skal greiddur úr ríkis- sjóði að 80% og skal hið sama gilda um heimavist, þar sem hennar er talin þörf. Skilyrði nefndra fjárveitinga er, að menntamálaráðuneytið hafi samþykkt árlega áætlun rekstrar- kostnaðar skólanna og að fé sé veitt í fjárlögum fyrir stofn- kostnaði, enda liggi áður fyrir samþykki stjórnvalda fyrir nýjum byggingarframkvæmdum. Framlög ríkisins samkvæmt þessari grein miðast við, að skólar þessir starfi í samræmi við megin- stefnu 5. gr. þessara laga svo og skv. þeim reglugerðum, sem settar verða. Nú eru skólar þessir lagðir niður eða svo fer, að ekki er hag- nýtt í þágu skólanna skólahús- næði, hvort sem er til kennslu eða heimavistar, og fær ríkið þá eignarráð yfir hlutaðeigandi hús- næði i samræmi við stofn- kostnaðarframlög sín. Ef ágrein- ingur verður um skiptinguna og er úrskurður þeirra endanlegur. Skólanefndir skulu starfa við . Samvinnuskólann og Verslunar- skóla íslands. Hafa þær með höndum fjárreiður skólanna og eignaumsýslu í umboði eigenda. Skólanefndir ráða skólastjóra svo og kennara f samráði við hann. 1 skólanefnd sitja fimm fulltrúar. Skal einn tilnefndur af menntamálaráðherra, en eign^)-- aðilar tilnefna fjóra. Nefndin kýs sér sjálf formann og varafor- mann. Við Samvinnuskólann og Versl- unarskóla Islands skulu starfa skólaráð, skipuð fulltrúum kennara og nemenda ásamt skóla- stjóra. GENGIÐ Á EIGNARÉTT, GE£N STJÓRNARSKRA í 5. gr. er talað um, hvernig peningastofnanir og aðrir geti eignazt land, geti eignazt það í nauðungarsölu og á uppboðum, þar með útlagningu til veðhafa o.s.frv. En um það er hvergi nokk- urs staðar getið hvernig þessar peningastofnanir, sem eru þó ríkisfyrirtæki, geti losnað við þessar jarðir sínar aftur, ef þær eru neyddar til þess að taka við þeim. En ég álít, að það sé ekki nokkur leið að forsvara það, að Sjálfstfl. láti Framsfl. teyma sig út i að samþykkja þetta frv. Það er andstætt því, sem ég álít, að séu lífsskoðanir sjálfstæðis- manna. Það er hvergi nokkurs staðar í frv„ sem ég get séð, að réttur eigenda sé tryggður að öðru leyti en því, að hann getur áfrýjað til ráðherra. En það kem- ur fram seinna í frv„ ég man nú ekki hvar það er, að ef eigandi telur sig hafa kaupanda að jarðar- eign sinni, og sveitarstjórn eða jarðanefnd telur verðið of hátt, þá getur hún flokkað það undir brask og vefengt það, metið það og tekið á því verði, sem hún ákveður sjálf. Síðasta mgr. hljóðar svo: „Falli fasteignaréttindi við erfðir til annarra en þeirra, sem greiðir I 1. tölul., á hreppsnefnd rétt á að fá þau keypt því verði, sem þau eru lögð erfingjum til arfs.“ Erfingjar hafa ekki einu sinni leyfi til þess að eiga þetta, ef sveitarstjórnir eða jarðanefnd ákveður að taka það af þeim. Er hægt að koma með svona — brýt- ur þetta ekki í bága við stjórnar- skrána? Sem sagt, hvað er hér um að vera? Ætlar Sjálfstfl. að láta Framsfl. teyma sig út í svona bölvaða vitleysu? Það er tæplega þörf á þvi að lesa 13. og 14. gr„ en ég ætla nú samt að lesa hérna 14. gr.:_______________________ ÍBÚÐAREIGN UTANBÆJARMANNA 1REYKJAVÍK „Nú er jörð i sameign, en einn sameigandi rekur bú á jörðinni og hefur þar fasta búsetu og getur ráðh. þá leyft honum að leysa til sin eignarhluta meðeigenda sinna, enda hafi sveitarstjórn, jarðanefnd og landnámsstjórn mælt með því. Náist ekki sam- komulag um verð á hinum inn- leystu hlutum, skal fara um mat og greiðslu bóta eftir lögum um framkvæmd eignarnáms." Ég kalla þetta hreinan dóna- skap að koma fram með svona frv„ hreinan dónaskap. Ja, hvað gerist, ef hér í Reykjavík verður látin fara fram athugun á þvi, hvað bændur eða utanbæjar- menn eiga mikið af ibúðum, og Reykvikingar, þeir, sem leigja hjá þeim, vildu kaupa íbúðirnar? Við gætum látið fara fram mat á þessum íbúðum, eftir okkar geðþótta, en söluverðið yrði ekki gangveró, Framhald á bls. 31. Söfnun og úrvinnsla íslenzkra þjóðfræða Þingmenn úr öllum þingflokk- um fluttu tillögu tii þingsálvkt- unar um söfnun og úrvinnslu fs- lenzkra þjóðfræða (Asgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings, Guðm. H. Garðarsson (S), Eðvarð Sigurðsson (Alb), Sig- hvatur Björgvinsson (A) og Magnús T. Ólafsson (SFV). Til- lagan og greinargerð fara hér á eftir: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að gera ráðstafanir til að efla eins og fært þykir þá söfn- un og úrvinnslu íslenskra þjóð- fræða, sem fer fram á vegum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns íslands og Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi. Greinargerð Það er kunnara en frá þurfi að segja, að heimildir um daglegt líf manna, venjur þeirra listiðkun og vinnubrögð, hverfa og gleymast óðfluga með hverri kynslóð. Ástæðan er sú, að þessi sjálfsögðu atriði geymast einna síst í opin- berum gögnum öfugt við t.d. al- menna stjórnmála-, verslunar- eða hagsögu. Síðar meir verður mönnum hins vegar einatt mikil eftirsjá að því, að þessum heimildum skuli ekki hafa verið haldið til haga. Eina íslenska stórvirkið á þessu sviði, sem enn hefur séð dagsins ljós, er bókin Islenskir þjóðhættir eftir sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Hún er þó ekki annað en ófullgert yfirlits- rit, enda unnið á síðustu 10 æviárum þess mæta manns og var hvergi nærri frágengið, þegar höfundur féll frá. Dr. Einar Ól. Sveinsson bjó þann efnivið til prentunar árið 1934, 16 árum eftir dauða sr. Jónasar. Skipuleg þjóðháttasöfnun lá síðan að mestu leyti niðri í rúm 40 ár eftir dauða sr. Jónasar eða þar til Alþingi veitti Þjóðminjasafn- inu nokkurn styrk til þessarar starfsemi árið 1959 og sérstök þjóðháttadeild var stofnuð við safnið á 100 ára afmæli þess árið 1963. Þótt síðan hafi kappsamlega verið unnið að þess konar söfnun, kom brátt i ljós, að hin öra þróun og breytingar með búsetu- og tæknibyltingu á fyrrnefndum fjórum áratugum hefur sópað burt svo mörgum menningarsögu- legum þáttum, að ekki er gerlegt að halda i og brúa bilið, nema fleiri starfskraftar komi til. Er hér einkum um að ræða árabilið frá síðustu aldamótum og fram um 1930, þvi að Jónas frá Hrafna- gili heldur sig eðlilega mest við 19. öldina og þaðan af eldri tið. Nú munu ekki vera eftir nema um 900 manns á landinu 85 ára og eidri, fólk sem ætti aldurs vegna að geta munað eftir sér frá því um og fyrir aldamót. Einungis hluti þeirra mun þó fær um að veita upplýsingar af heilsufars- ástæðum. Ástandið er vitaskuld skárra í yngrí aldursflokkum, en þar strjálast þó jafnt og þétt. Sú vitneskja, sem einvörðungu býr í minni aldraðs fólks, verður ekki grafin úr jörðu síðar meir eins og sumar aðrar minjar. Svipaða sögu er að segja af öðrum greinum þjóðlegra fræða: sögnum, kvæðum, þulum, þjóð- lögum og dönsum. Að söfnun þess háttar efnis hefur einkum verið unnið á vegum Stofnunar Árna Magnússonar hin síðari ár, en margir einstaklingar hafa þar að auki lengi lagt hönd á plóginn. Enn hefur mjög lítið verið unnið úr því margháttaða efni, sem þegar hefur safnast, til að koma þvi fyrir almennings sjónir og heyrn. Að vísu má segja, að það glatist ekki, sem þegar hefur verið safnað, ef menn vilja endi- lega láta framtiðina um úrvinnsl- una. En bæði er farið mikils á mis að fá ekki að líta augum sem fyrst niðurstöður af söfnunarstarfinu, og í öðru lagi er miklum mun heppilegra, að sömu menn og safna vinni úr því efni, heldur en óþekktir fræðimenn í framtíðinni sem eðlilega verða enn fjarlægari vettvangi en þeir, sem enn eru á dögum. Samhliða úrvinnsla getur komið í veg fyrir margs konar misskilning seinna meir. Af þessum sökum er ljóst, að mjög brýnt er að efla þessa starf- semi nú þegar þótt seint sé, ef menn telja varðveislu slíkra heimilda um daglegt líf og listiðk- un yfirleitt nokkurs virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.