Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 27
i I ......... I. ...........—— , ■ — ...................— ■■ ■— — • ...... .... ' ........ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976 27 Fjölþættir tónleikar á Hellissandi KÓR Tónlistarskólans í Reykja- vík heldur tónleika i félagsheimil- inu á Hellissandi á miðvikudags- kvöld 26. maí kl. 8.30. Á efnisskrá eru íslensk og erlend þjóðlög í útsetningu ffægra tónskálda, gamankeðju- söngvar eftir Mozart og litil barnaópera „Við reisum nýja Reykjavík“ eftir Hindemith. Einnig leika ungir listamenn á hljóðfæri. Söngstjóri er Marteinn Hunger Friðriksson. — Ford sækir á Framhald af bis. 1 um Bandarikjanna. Það yar Nelson Rockefeller varaforseti sem fór fram á þennan stuðning við forsetann og aðeins 18 fulltrúar lýstu stuðningi við Ron- ald Reagan, 15 eru áfram óbundn- ir. Með þessu hefur Ford 695 fulltrúa á bak við sig, en Reagan 553. Kosiö verður á morgun i Oregon, Kentucky, Arkansas, Tennessee, Nevada og Idaho og hefur aldrei verið kosið i svo mörgum ríkjum á einum degi. Ford er spáð sigri í Oregon, a:m.k., en þar er hins vegar spáð harðri baráttu meðal demókrat- anna Jimmy Carters, Frank Church og Jerry Brown. IflNlflMIJH MY Adalst MSMS (ÍJ&\ AUGLÝSINGA- 'ýSIy TEIKNISTOFA NDAMÓTA ræti 6 simi 25810 Jóhann G. framlengir JÖHANN G. Jóhannsson list- málari og tónlistarmaður hefur að undanförnu haft opna málverka- sýningu að Skógarlundi 3 í Garða- bæ. Sýningunni átti að ljúka um helgina, en Jóhann hefur ákveðið að framlengja hana í eina viku eða til 30. maí. Á sýningunni eru 52 myndir, aðsókn hefur verið mjög góð og sérstaklega um síð- ustu helgi, en um helmingur myndanna hefur selzt. Leiðin að Skógarlundi er vel merkt frá Hafnarfjarðarveginum. — Leynivopn Framhald af bls. 1 sem fest er við veiðarfæri tog- arans og klippir af „klippur“ varðskipanna. Við tilraunirnar gerði tundurduflaslæðari út- búinn „klippum" á borð við þær sem íslenzku varðskipin hafa aðför að togara. Tilraunir þessar munu hafa verið „til- tölulega vel heppnaðar", en meðal stjórnvalda í London er litið svo á að beiting þessa vopns gæti verið of ögrandi i núverandí stöðu og ekki er vit- að til þess að ákvörðun hafi verið tekin um notkun þess á íslandsmiðum. Á sjö mánuðum yfirstandandi deilu hafa togar- arnir misst veiðarfæri að verð- mæti 138.700 dollara, vegna klippinga. — 100 skotnir Framhald af bls. 1 banamönnum þeirra. Stjórn Ian Smiths hefur stórlega hert öryggisráðstafanir í suðurhluta landsins einkum við landamærin. Margir ungir liðsmenn í varaher- liðinu þurfa nú að gegna her- þjónustu um óákveðinn tíma, og vegna þess að æ fleiri Rhódesfu- menn eru kallaðir til virkrar her- þjónustu hefur verið tilkynnt um að haldið verði eins konar nám- skeið til að gera eiginkonum kleift að stjórna fyrirtækjum eiginmanna sinna á meðan þeir eru í burtu. í Lusaka í dag sagði Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, að skæruhernaður gegn stjórn Smiths yrði hertur enn og muni enda með „blóðbaði“ ef Smith neitaði að afsala sér völdum til blökkumanna. — Rithöfunda- sambandið Framhald af bls. 2 voru Vilborg Dagbjartsdóttir með 34 atkvæði og Ármann Kr. Einars- son með 32 atkvæði. Stjórnin hélt sinn fyrsta fund í gær og skipti með sér verkum: Sigurður A. Magnússon for- maður, Ingimar Erlendur Sig- urðsson varaformaður, Kristinn Reyr gjaldkeri, Njörður P. Njarð- vík ritari og Ingólfur'Jónsson frá Prestbakka meðstj., en í vara- stjórn eru Ása Solveig og Jenna Jensdóttir. Framhaldsaðalfundur var m.a. ákveðinn vegna þess að ekki gafst tími til að afgreiða reglur um launasjóðinn, en þar er um að ræða reglur um launasjóðinn, samþykktar af launasjóðsnefnd, sem menntamálaráðherra skipaði. Launasjóðsnefnd lagði reglurnar síðan fyrir stjórn Rit- höfundasambandsins sem sam- þykkti þær einnig samhljóða, en þar sem félagsfundur í Rithöf- undasambandinu er æðsta vald í málum rithöfunda verður málið lagt fyrir almennan fund áður en það fer aftur til ráðherra. Launa- sjóðurinn byggir á sömu lögum og viðbótarritlaunin, en gerir ráð ! fyrir starfslaunum í 9, 6 og 3 mánuði vegna óútkominna verka, en 2 mán. vegna útkominna og er þá miðað við sömu upphæð og viðbótarritlaun eru. Reglurnar miða við að þeir sem sækja um 9,6 eða 3 mán. ritlaun segi upp föstu starfi í jafn langan tíma. Gert er ráð fyrir liðlega 20 millj. kr. í launasjóð, en upphæð viðbótarrit- launa var síðast um 12 millj. kr. Öll varan heim án vanhalda eða skemmda Þaö er reglan hjá okkur,enda eru vöruflutningar okkar sérgrein. Og athugaðu: • Farþegar eru engir um boró. •Varan þín fær ALLA okkar athygli. ISCARGO HF Reykjavikurflugvelli Simar: 10541 og 10542 Telex: 2105 Iscarg-is Ein umferð af þessari frábæru utanhúss- málningu frá Málningu h/f jafngildir 3 til 4 umferðum af venjulegri plastmálningu. Hraun hefur ótrúlega góða viðloðun við flest byggingarefni og frábært veðrunarþol. Hraun fæst með tvennskonar áferð, — fínni eða grófri. HRAVIN SENDIN PLASTMÁLNING málninghlf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.