Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976 25 Blómarós með hvfta húfu. hug þeirra og ræktarsemi i garð síns gamla skóla. Menntaskólanum við Tjörn- ina var slitið í sjöunda sinn sl. föstudag. en Morgunblaðið hefur áður skýrt frá því helzta er fram kom í skólaslitaræðu Björns Bjarnasonar rektors. Þó má bæta því við að í vetur stunduðu 814 nemendur nám við skólann, en vorpróf þreyttu 790. I 1. bekk luku 219 nem- endur prófi, i öðrum bekk 218 og í þriðja bekk 194. Heildar- niðurstöður millibekjaprófa urðu þær, að 69% nemenda stóðust allar prófkröfur, 21% eiga kost á að endurtaka próf til að ná fullnægjandi einkunn en 10% hafa ekki náð lágmarks- fullnaðareinkunn. 160 stúdenta luku stúdents- prófi frá skólanum og stóðust það, þar af 4 utanskóla og hæstur á stúdentsprófi varð Friðrik Már Baldursson 8,9 á eðlisfræðikjörsviði, eins og áður hefur komið fram. Rektor gat þess í skólaslita- ræðu að þetta væru síðustu skólaslit frá Menntaskólanum við Tjörnina, því i haust mun allt skólastarf flytjast i skóla- húsnæði við Gnoðarvog en þar var 1. og 2. bekk kennt sl. vetur. Þriðji og fjórði bekkur voru aftur á móti til húsa við Tjörn- ina en það húsnæði verður nú tekið til annarra nota. Munu Námsflokkar Reykjavíkur fá húsið til afnota næsta vetur. Þá var Menntaskólanum við Hamrahlíð sagt upp um helgina og brautskráðust þaðan um 80 stúdentar, en i þessari viku verða auk þess brautskráðir stúdentar úr öldungadeild skól- ans og verður þá nánar greint frá skólastarfinu nú I vetur. Studentahópunnn ur M.R. á sviði Háskólabíós. Anna Bjarnadóttir, 60 ára stúdent flytur ræðu við skólaslit Menntaskól- ans í Reykjavík. Dúxinn f M.R. — Ragn- heiður Bragadóttir úr fornmáladeild, gengur hér til sætis, hlaðin bók- um sem henni hlotnuð- ust í verðlaun. Ljósm. Ól.K.M. Liðlega 475 stúdentar braut- skráðust frá 4 menntaskólum um FJÓRIR menntaskólar á höfuðborgarsvæðinu braut- skráðu samtals um 475 stúdenta um helgina — Menntaskólinn við Tjörnina, Menntaskólinn f Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlfð og Menntaskólinn f Kópavogi. Sfðastnefndi skólinn braut- skráði nú stúdenta f fyrsta sinn. Menntaskólanum i Reykjavík var sagt upp sl. laugardag og brautskráðust þá 185 stúdentar frá skólanum. Skólaslitaathöfn- in fór fram í Háskólabíói, svo sem verið hefur sl. 12 ár og var húsið þéttsetið, enda afmælis- stúdentar óvenju margir. Undir próf upp úr þremur neðri bekkjum skólans gengu 540 nemendur og stóðust 62% þeirra próf athugasemdalaust, en um 30% þurftu að endur- taka próf i einstökum greinum. Um 8% féllu. Hæstu einkunn á ársprófi hlaut Agúst Lúðvíks- son f 4. bekk, ágætiseinkunn 9,50 og var það jafnframt hæsta einkunn yfir allan skólann. Næst hæstu einkunn hlaut bekkjarbróðir Ágústs, Skúli Sigurðsson, ágætiseinkunn 9.33. Undir stúdentspróf gengu 186 — 183 innanskóla en 3 utanskóla. Einn utanskóla- manna gat ekki lokið prófi vegna veikinda. Þvi braut- skráðust frá skólanum 185 stúdentar — 64 úr máladeild- um, 36 úr eðlisfræðideild og 85 úr náttúrufræðideild. Hæstu einkunn á stúdents- prófi hlaut Ragnheiður Braga- dóttir úr fornmáladeild, ágætis- einkunn 9.18 og er þetta í fyrsta sinn frá því árið 1909 að stúdentar útskrifast frá M.R. úr fornmáladeild, þ.e. grísku og grískri fornfræði. Næst hæsta einkunn hlaut Gunnar Bald- vinsson úr eðlisfræðideild, I. einkunn 8.90. Við skólaslit voru viðstaddir margir afmælisstúdentar og færðu þeir skólanum rausnar- legar gjafir i Sögusjóð. Ræður fluttu frú Anna Bjarnason 60 ára stúdent, sr. Óskar J. Þor- láksson, 50 ára stúdent og loks flutti 25 ára stúdent, dr. Björn Sigurbjörnsson ræðu fyrir hönd allra annarra gefenda. Guðni Guðmundsson rektor þakkaði afmælisstúdentum hlý- helgina Guðni Guðmundsson rektor afhendir verðlaun fyrir góða frammistöðu Hópur nýstúdenta úr M.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.