Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1976 Litir gera lífió fjölskrúóugt Hversdagsleikinn í daglegu lífi er grárri en góðu hófi gegnir. Andstæða þessa gráma eru litir náttúrunnar, sem vekja gleði í brjósti þess, er gengur á vit þeirra. Litirnir frá Hörpu standast ef til vill ekki sam- anþurð við litadýrð náttúrunnar, en þeir geta vikið hversdagsleikanum til hliðar og hresst upp á tilveruna. LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN LÍF Í LITUM ER ÁNÆGJULEGRA Milljónatjón þegar vél- smiðja í Njarðvíkum brann MILI.JÓNATJÓN varð ( bruna f Innri-Njarðvík I gærmorgun. Kom upp eldur ( vélsmiðjunni Kópu sf. og má segja að vél- smiðjan hafi brunnið til kaldra kola. Hús vélsmiðjunnar er ónýtt, en það var 150 fermetra járnklætt timburhús. Sömule.lis eru verkfæri og vélar smiðjunnar stórskemmdar eða ónýtar, en eig- andinn telur verðmæti véla og verkfæra 4—5 milljónir króna. Það er því ljóst að þarna hefur orðið stórtjón. Vélarnar voru flestar nýlegar. Slökkviliðið í Keflavík var kall- að að vélsmiðjunni klukkan 7.50 í gærmorgun. Var þá þegar orðinn mikill eldur og magnaður og þeg- ar tókst að ráða niðurlögum hans, var húsið að mestu fallið. Talið er líklegt að kviknað hafi í út frá kyndingu. —■ Algjör þögn Framhald af bls. 1 dag: „Skjótur friður í þorskastrfði ólíklegur". Fréttamaður blaðsins, Pet- er Niesewand, hefur eftir Crosland: „Ég veit af við- ræðum mínum í Ósló að enn er nokkuð langt í land. Ég trúi því að samkomulag sé mögulegt en það er enn langt í frá öruggt. Allt, og ég endurtek, allt veltur nú á því sem gerist í Reykja- vík á næstu tveimur dög- um.“ Þá er haft eftir Crosland á fundi i Grimsby: „Það er ekki satt að ég hafi verið undir gífurlegum þrýstingi af hálfu NATO á meðan ég var í Osló í síðustu viku um að leysa deiluna við íslendinga. Vita- skuld vill NATO samkomulag vegna þess að deilan hefur áhrif á varnir þess á norðurhluta banda- lagssvæðisins. En það er greini- legt að önnur NATO-lönd lita ekki svo á að það séu Bretar sem hegði sér á óábyrgan hátt.“ Niesewand segir ennfremur i frétt sinni að þrátt fyrir það að brezka rikisstjórnin vilji ekki láta neitt uppi um Oslóarviðræðurnar i einstökum atriðum sé „talið að viðræðurnar hafi ekki snúist um árlegt aflamagn í tonnum sem brezkum togurum yrði heimilt að veiða á hinum umdeildu miðum heldur fremur um raunverulegan fjölda skipa sem hleypt yrði inn á svæðið." BEÐIÐ EFTIR ISLENDINGUM? Malcolm Rutherford skrifar í Financial Times að „samkomulag i þorskastríðinu milli Bretlands og Islands sé komið undir ríkis- stjórnarfundinum í Reykjavik í dag“. Hafi að mestu verið gengið frá nokkrum grundvallaratriðum í Ösló „en brezka ríkisstjórnin óttast enn að þau verði ekki talin aðgengileg fyrir islenzku ríkis- stjórnina í heild“. „Þess vegna,“ heldur hann áfram, „hafa Bretar frestað að tilkynna um ákvörðun- ina um að stöðva flotavernd við brezka togara á hinum umdeildu miðum. Þessi ákvörðun hefur verið tekin efnislega, en fram- kvæmd hennar veltur á því að traust trygging fáist fyrir þvi frá íslenzku ríkisstjórninni um að hinar formiegu viðræður um sam- komulag báðum aðilum í hag geti skjótlega hafizt“. Daily Telegraph segir í frétt sinni að brezkir embættismenn vilji ekki gera of mikið úr sam- komulagshorfum, því það sé bitur reynsla að Islendingar hafi á síð- ustu stundu halað í land. Bæði The Guardian og The Times skýra stuttlega frá ásök- unum Kristins Arnasonar, skip- herra á Ver, á hendur John Tait, skipherra á Leander, um „morð- tilræði", en Times hefur eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis- ins að sigling Vers hafi boðið árekstri heim. Haft var eftir Anthony Cros- land í Grimsby um helgina að' hann teldi ósennilegt að íslend- ingar hætti þátttöku í NATO vegna fiskveiðideilunnar. Slíkt myndi t.d. kosta Islendinga „veru- Iegar fjárupphæðir og góðvild að því er Bandaríkin varðar“. Hann játti því hins vegar að ljóst væri að íslenzka ríkisstjórnin væri undir miklum þrýstingi um úr- sögn úr bandalaginu. — Vilja fá Framhald af bls. 2 við rætt mest um Miklatún, en auðvitað koma ýmsir aðrir staðir til greina og menn sem kunna að hafa áhuga á málinu eru beðnir að hafa samband við garðyrkju- stjóra. Markmiðið með þessu er að reyna að glæða þessi grænu svæði enn meira lífi, fá fleira fólk til að njóta þeirra með því að koma á þau. Við viljum gjarnan stuðla að þvi að fólk sæki meira í garða borgarinnar, því þar er ýmislegt að sjá ef að er gáð, ýmislegt sem fólk sér ekki í gegn um bílrúðurn- ar. Það er mín skoðun að fólk heimsæki ekki nógu mikið garð- ana í borginni, en ef til vill glæð- ist áhugi fólks ef unnt er að ganga að einhverju sér til dægrastytt- ingar og því óskum við eftir hug- myndum og framkvæmdafólki.“ HARPA SKÚLAGÖTU 42 Ólafsvík: Matthildur aflahæst Ólafsvík, 24. maí. LÉLEGRI vertíð er nú lokið. Fá- einir bátar róa þó enn með net og smærri bátar með handfæri. Þann 15. maí höfðu borizt á land 6445 lestir af 20 bátum. Aflahæst- ir urðu Matthildur með 534 lestir, Garðar II. með 521 og Fróði með 492 lestir. Skipstjóri á Matthildi er Kristmundur Halldórsson. — Helgi. — Betri tíð Framhald af bls. 1 um hug hlutleysisstefnu Svía, en hlutleysisstefna flestra rikja væri þó undir þvi komin að vaidajafn- vægið í Evrópu héldist óskert fyr- ir tilstilli NATO og Bandaríkj- anna. Kissinger snæddi í dag há- degisverð með Karli Gústaf Svía- konungi og eftir blaðamanna- fundinn hélt hann til kirkjugarðs fyrir norðan Stokkhólm þar sem afi hans, er flúði undan nasistum til Svíþjóðar árið 1938, ergrafinn. Með Kissinger var Arno Kissin- ger, frændi hans, sem flúði tveim árum á undan, og er búsettur i Svíþjóð. Er Kissinger kom til Stokkhólms á sunnudagskvöld höfðu um 15.000 manns tekið þátt i mótmælaaðgerðum i borginní gegn Bandaríkjunum. Fótbrotnaði í árekstri HARÐUR árekstur varð snemma í gærmorgun á mótum Suður- landsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Lentu þar saman tveir fólksbílar. Ökumaður annars bílsins fótbrotnaði, en hinn ökumaðurinn slapp án meiðsla. Þá skemmdist annar bíll- inn mjög mikið, en það var bíll af Volkswagengerð. Hinn billinn, Scout-jeppi skemmdist sáralítið. Talið er að sá bíll hafi ekið yfir á rauðu ljósi. ................. ROLLING STONES hljómleikar í París VIKUFERÐ Á STONES HLJÓMLEIKANA í PARÍS 1 . — 8 JÚNÍ NOKKUR SÆTI LAUS. UPPL. í SÍMA 26572 HEIÐAR mmmmmmm^m^^mmmmmmmmmmmmm^á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.