Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976 37 VELVAKAIMOI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags 0 Bein lína mun betri Utvarpshlustandi skrifar: Ég las í pistlum Velvakanda um daginn skrif um beina linu og þaó hversu erfiðlega spyrjendum gengi að halda sig við efnið, þ.e. beinar spurningar og ekkert mál- æði. Nú vil ég lýsa ánægju minni yfir því, að loks er að takast að halda sköpulagi á þessum þætti, fyrir vasklega framgöngu stjórn- enda. Og líklega er fólk smám saman að átta sig á að þessi spurningaþættir eru ekki til að koma skoðunum sinum á fram- færi, heldur Ieita eftir svörum og skoðunum ráðamanna á ákveðn- um málaflokkum. Þannig var spurningaþátturinn siðasti, þar sem Gunnar Thoroddsen svaraði að mestu málefnalegum hreinum spurningum um iðnaðar- og orku- mál og gaf skilmerkileg svör víð þeim. Og stjórnendur héldu í skefjum þessum fáu, sem reyndu að vera með eitthvert annað röfl um sig og sínar skoðanir. Ég þakka fyrir það. Með þessu móti varð ég miklu fróðari um ýmis mál, sem ég hefi heyrt um óljósar dylgjur, eða ranghermi. 0 Hjólreíðamenn í umferðinni Bilstjóri hringdi og bað Vel- vakanda að koma því á framfæri við hjólreiðamenn á umferðar- götunum, að hættulegt er að þeir hjóli úti á götunni. Einkum kvað hann þetta hættulegt á götum, eins og Skúlagötunni, en margir þeirra kjósa að hjóla með sjónum, sem er ákaflega skiljanlegt. Þar háttar svo til, að gangstéttin er lítið notuð af vegfarendum og auð, og raunar nota hana flestir hjólreiðamenn líka, án nokkurra vandkvæða. En stöku maður virðist halda að hann eigi að hjóla úti i götunni og þá verður hadtan. Ef maður á hjóli er í annarri akbrautinni, sem þarna eru tvær og umferð mikil, þá verður bíla- röðin að víkja í sveig frá honum. Við það lenda bílarnir úti í hinni akreininni. Þeir koma hver af öðrum fyrir eða utan í bílana, sem þar koma og geta ekki séð hvað er um að vera. Af þessu stafar hætta mikil, því alltaf er þarna mikið um bíla á báðum akreinum. Hjólreiðamenn eru miklu öruggari sjálfir og umferðar- öryggið meira, ef þeir eru á gang- sjéttinni. Þeir geta sér til ánægju hjólað með sjónum þannig. Erlendis er mjög algengt að gang- stéttir á slíkum stöðum séu beinlínis ætlaðar bæði fyrir reið- hjól og fótgangandi vegfarendur og þá stundum skipt með striki, þar sem umferðin er mest. Vegna mismunandi hraða eiga fótstignu hjólin oftast betur heima með fót- gangendum en bílum á 50—70 km hraða. Þetta á auðvitað við þar sem umferð fótgangenda er ekki mjög mikil. Mundi t.d. ekki eiga við á Laugaveginum. Það verður að beita skynsemi á allar reglur og taka tillit til aðstæðna. 0 Hestamenn í Árbæjarhverfi Árbæjarbúi skrifar: Enn skrifa ég þér vegna hesta- manna og umferðar um Árbæjar- hverfið. Leitt væri, ef girða þyrfti Árbæjarhverfið, svo hestamenn gætu ekki riðið þar í gegn, vegna þeirra fáu, sem ekki virðast skilja að grasflatirnar eru garðar okkar, sem þarna búum, en ekki afréttur eða einskis manns land, sem menn geta riðið yfir og rótað upp með hestahófum. Hestamenn geta ákaflega vel riðið þarna um og það er meira að segja ánægja að sjá þá fara um með fallega fáka. En auðvitað er undanskilið að þeir ekki riði yfir lóðirnar okkar eða eftir ræktuðum grasflötum. Við í Árbæjarhverfi þurfum að hafa okkar garða óskemmda eins og aðrir. Ég tek það aftur fram, að með góðri umgengni komast allir fyrir bæði við og hestamennirnir, ef þeir bara vilja skilja, eins og flest- ir þeirra raunar gera, að reiðmennska inni í borg verður að lúta vissum lögmálum. Þar verður að ríða eftir götum. Nú vil ég biðja þá um að ergja okkur ekki meira en nauðsyn krefur, svo ekki komi fram kröfur um að beina þeim frá hverfinu. Kannski væri rétt að leggja reiðgötu þvert yfir Arbæjarhverf- ið og girða beggja megin við hana og leyfa eingöngu hesta eftir henni. Hestamennirnir þurfa að komast frá Elliðaánum og yfir Ár- bæjarhverfið, fram hjá iðnaðar- húsunum og siðan hafa þeir reið- götu alla leið upp i Mosfellssveit og meðfram sjónum. Það virðist aðeins vera spottinn gegnum Ár bæjarhverfið, sem veldur vand- ræðum. Og þyrfti að taka málið til meðferðar og leysa það. Um leið og komin er byggð, þá auðvitað geta reiðmenn ekki vaðið yfir eins og þeim sýnist. mætum tíma sfnum f að lögsækja virtasta borgarann og hetju and- spyrnuhreyfíngarinnar. Ég viður- kenni að þessar staðreyndir hljðma ljómandi vel og hægt væri að valda hneyksli með þvf að gera þær heyrinkunnar. En þó efast ég um það. Eg er ekki svo rfkur að fólk leggi fæð á mig. Ég er ekki stjórnmálamaður. Eg er þeirra maður — hér f þessum bæ og nýt töluverðra vinsælda þótt ég segi sjálfur frá. Eg á fáa óvini en marga vini og suma býsna áhrifa- mikla. Farið þér nú heim til Eng- lands, M. Hurst og gleymið þessu öllu. Þó svo að ég hefðí tekið gullið — sem ég myndi aldrei játa — hefði ég haft þrjátfu ár til að fela slóð mfna. — Hvernig vissuð þér um gullið spurði Davíd. Sekúnduþögn var f sainum áður en hann svaraði og þó var þetta hik nægilegt til að David vissi. — Það fór fram rannsðkn eins og ég sagði yður, sagði Marcel. — Það var aldrei minnzt á gull- ið I rannsókninni. Þetta var ein- vörðungu rannsðkn til að reyna að komast að þvf hvað hefði orðið um peningasendinguna. Áfhend- ing gullsins var aðskilið mál. Og ef þér viljið breyta svari yðar og HÖGNI HREKKVÍSI „Þú ættir að sjá söngskrána í kvöld!“ Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar efti tilboðum í lagningu dreifikerfis í Keflavík 1 . áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Htiaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A, Keflavík og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavík gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja miðvikudaginn 9. júní kl 14.00. MAHARISHl MAHESH YOGI MEIRA EN 400 REYKVÍKINGAR iSka innhverfa ihugun (Tanscendental Meditation techni- que), tækni Maharishi Mahesh Yoga. Visindalegar rannsóknir meira en 200 háskóla og menntastofnana i fleirí en 20 löndum færa sönnur á gildi tækn- innar fyrir andlegan og likamlegan þroska einstaklingsins. Nýjar banda- riskar tölfræðirannsóknir sýna, að þar sem 1 % íbúa iðka tæknina, verður stökkbreyting til batnaðar í borgarlífi. Um þetta fjallar m.a almennur kynn- ingarfyrirlestur a8 Hverfisgötu 18 (beint á móti Þjóðleikhúsinu), þriSju- daginn 25. mai, kl. 21.00 iJKénwood ÞUBRKABI AuðvelduraSstaðsetia. Auðveldurlnotkun. AuðveldarÞvo«.d.g.nn. hT.iþ..." „h V2 425 Verð Vr.&&•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.