Morgunblaðið - 16.06.1976, Page 5

Morgunblaðið - 16.06.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976 5 ■ í kárnabærM . . . —.—...- I IM^A. im m I AimAt/Cf' OA, ^ AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 Fullar verzlanir afnýjum Fiskleitin for- gangsverkefni Haf- rannsóknastofnunar MILLI 120 og 130 manns sóttu fjölmennustu ráðstefnu Fjóró- ungssambands Norðlendinga til þessa, sem haldin var á Sauðárkróki um sl. helgi og fjaliaði um stöðu sjávarútvegs og fiskvinnslu á Norðurlandi og hagkvæmasta nýtingu haf- svæðisins frá Horni að Langa- nesi Sjávarútvegsáðherra, fiskifræðingar, fulltrúar stofn- ana í sjávarútvegi og hags- munaaðilar í sjávarútvegi sóttu þessa ráðstefnu, auk sveitar- stjórnarmanna, en FSN er sam- tök sýslu- og sveitarfélaga f báðum Norðurlandskjördæm- unum. í inngangserindi ráðstefn- unnar drap sjávarútvegsráð- herra, Matthías Bjarnason, m.a. á fyrirhugaðar aðgerðir i fisk- leitar og markaðsmálum, er væru við það miðaðar, að beina veiðisókn að nýjum fisktegund- um, til að hlífa mest veiddu nytjafiskum okkar einkum þorski, sem væri verulega of- veiddur og í hrunhættu að dómi fiskifræðinga. Hækkun vöru- gjalds hefði haft þann tilgang að afla fjár bæði til landhelgis- gæzlu og Hafrannsóknastofn- unar, og fengi síðar nefnda stofnunin þann veg viðbótar- fjármagn að fjárhæð 250 m. kr. til fiskleitar og markaðsmála. Starfsáætlun Hafrannsókna- stofnunar hefði nú verið endur- skoðuð með það að markmiði að fiskleitin hefði algjöran for- gang fyrst um sinn. í þessu sambandi nefndi ráð- herra nokkur dæmi: 0 — 1) í lok þessa mánaðar væru þrjú til fjögur skip til að fylgjast með og leita að loðnu fyrir Vestur- og Norðurlandi, en möguleikar væru taldir á góðri loðnuveiði á þessum slóð- um síðsumars og haustmánuði, en fullnaðarkönnun í þessu efni þyrfti fram að fara. 0 — 2) Svipaður fjöldi skipa yrði settur í skipulega leit að rækju á djúpmiðum (úthafs- rækju), en þar væru taldir verulegir ónýttir möguleikar, einkum fyrir þau skip, er unnið gætu rækjuna um borð. 0 — 3) Allmörg skip hefðu fyrir nokkrum árum verið gerð út á grálúðu og mikilvægt væri að kanna, hvort ekki væri hægt að hefja þær veiðar á ný. 0 — 4) Leigt hefði verið skip til að fylgjast með karfamiðum og leiðbeina veiðiskipum þangað, sem helzt væri veiði- von. Sparaði það veiðiskipum bæði tíma og olíu. Þá hefði verðlagsráð sjávarútvegsins ákveðið nýtt verð á karfa yfir 500 gr eða kr. 36,00 á kg. (hækkun 46%) fyrir tímabilið 8. júní til áramóta. Ábyrgist ríkisstjórnin að gera verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins kleift að risa undir þessu verði, sem væri liður í að beina skipum frekar frá sókn í þorsk- stofninn, treysta rekstrarstöðu togaraflotans og auka atvinnu- og framleiðsluverðmæti frysti- húsanna. 0 — 5) Þá fjallaði ráðherra um auknar veiðar á kolmunna og spærlingi og vinnslutilraunir og sölutilraunir á afurðum úr þeim fiskum. Gat ráðherra þess að Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins hefði náð umtalsverð- um árangri í vinnslu á kol- munna, í samvinnu við fleiri aðila. Hefðu nú verið send sýnishorn af hertum kolmunna til Nigeríu og kolmunna- marningi til Bandaríkjanna, sem gæfu ástæðu til nokkurrar bjartsýni. Ljóst væri þó að verja þyrfti verulegum fjár- munum i sambandi við markaðs og sölumál, varðandi nýjar leiðir f veiðum og vinnslu. Ráðherra ræddi auk framan- greinds efnis „svörtu skýrsl- una“ frá 1975, skýrslu Hafrann- sóknastofnunar og tillögur til að tryggja viðkomu og viðgang fiskstofna frá 1972' nauðsyn þess að auka hlutdeild Islend- inga í heildaraflanum samhliða stjórnun veiða og vinnslu með hlíðsjón af veiðiþoli stofnanna. Utfærslan í 200 sjómílur og magháttuð löggjöf i kjölfar hennar væri viðleitni í þessa' átt. Nefndi ráðherrann lög frá 1975 um samræmda vinnslu sjávarafla og veiða, lög um upp- töku ólöglegs sjávarafla og hin nýju lög um veiðar i fiskveiði- landhelginni sem m.a. fælu i sér nýjung um „skyndilokanir veiðisvæða“, ef smáfiskur gengi á þau, sérstök eftirlits- skip, trúnaðarmenn um borð í veiðiskipum ofl. Ráðherrann ræddi samninga, sem gerðir hefðu verið til bráðabirgða við aðrar þjóðir um veiðiheimildir, í framhaldi af útfærslunni í 200 sjómílur. Þessir skammtimasamningar gerðu það með öðru mögulegt að ná heildarstjórn á veiðum og vinnslu á íslandsmiðum, fyrr en ella, og að íslenzkar reglur um friðunarsvæði og veiðar- færi væru frekar virtar. Auk þess væri hlutdeild útlendinga i heildarafla færð úr 40% niður í 20% á þessu ári. Viður- kenning Breta á 200 mílunum, einhliða rétti okkar til veiði- stjórnunar, tollfríðindi, friður á miðunum og aflaskerðing brezkra togveiðiskipá úr 70 þús. tonnum i 30 þús. tonn á timabilinu júní-nóvember (miðað við fyrra ár) væru allt liðir í islenzkum fullnaðarsigri sem væri í augsýn. ítessi val- Framhald á bls. 18 Fjölmenni á sjávarútvegsráðstefnu Norðlendinga: Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra flvtur inngangserindi á sjávarútvegsráðstefnu Norðlendinga. Auk hans fluttu framsögu- erindi: Jakob Jakobsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknarstofnun- ar, Kristjón Kolbeins, ftr. hjá Framkvæmdastofnun rfkisins, Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, og Jónas Blöndal, skrifstofustjóri Fiskifélags Islands. Lengst til vinstri á myndinni er Jóhann Salberg Guðmundsson. svslumaður, fundarstjóri á ráðstefnunni. (Ljósmynd Mbl. Guðni Friðriksson).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.