Morgunblaðið - 16.06.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976
11
Heilbrigðiseftirlitið:
Óhófleg upphitun í
híbýlum á íslandi
ÁRLEGA berst heilbrigðiseftir-
litinu mikill fjöldi kvartana og á
sl. ári urðu þær alls 319. Var þar
m.a. um að ræða kvartanir vegna
gallaðra neyzluvara, óþrifnaðar á
lóðum, ólvktar, hávaða, frá-
rennsla, hollustuhátta á vinnu-
stöðum, lélegt íbúðarhúsnæðis,
skordýra, rottugangs o.m.fl. Þess-
ar upplýsingar komu m.a. fram á
fundi með fréttamönnum, sem
framkvæmdanefnd heilbrigðis-
eftirlitsins efndi til vegna út-
komu skýrslu um heilbrigðiseft-
irlit. Á fundinum kom einnig
fram, að híbýli manna á Islandi
eru yfirleitt of mikið hituð með
þeim afleiðingum að vanlíðan
kemur í stað vellíðunar sem þó
mun vera tilgangurinn. Það virð-
ist því vera útbreiddur miskiln-
ingur meðal íslendinga að unnt
sé að vinna upp norðlæga legu
landsins og hráslagalegt loftslag
með óhóflegri kyndingu sem ger-
ir andrúmsloft f híbýlum óhollt
og allt of þurrt.
Eins og undanfarin ár voru á
vegum heilbrigðiseftirlitsins tek-
in reglulega sýni af helztu neyzlu-
vörum, sérstaklega þó þeim. sem
eru viðkvæmastar og hættast er
við skemmdum, svo sem af unn-
um kjötvörum, salötum, brauð-
samlokum og mjólk.
Á árinu 1975 fjallaði heil-
brigðiseftirlitið um þrjár matar-
eitranir. Á fjölmennu móti, sem
haldið var i Laugardalshöll, veikt-
ust um 1000 manns af matareitr-
un af um 1300 þátttakendum. Af
þeim urðu svo til allir aðeins lítið
veikir og enginn alvarlega. Kjöt-
réttur framleiddur og seldur af
veitingahúsi hér í borg olli matar-
eitruninni. Þá veiktust um 40
manns af matareitrun hjá verk-
takafyrirtæki hér í borg og sam-
tímis í fangageymslu lögreglunn-
ar. Sami kjötréttur olli sýking-
unni og var hann framleiddur og
seldur af öðru veitingahúsi en
því, sem áður var getið. Matareitr-
un þessi var einnig væg og gekk
fljótt yfir hjá báðum þessum aðil-
um. Clostridium Perfringens sýk-
illinn var valdur að báðum þess-
um sýkingum, og í því skyni að fá
upplýst með hvaða hætti hann
hefði sýkt matinn, voru ofan-
greind mál send yfirsakadómara
til frekari rannsóknar.
Loks veiktust um .30 manns af
taugaveikibróður, eftir að hafa
verið í fermingarveizlu hér í borg.
Öll matlagning fór fram á heimili
Kappreiðar
Sindra á
laugardag
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Sindri
heldur sínar árlegu kappreiðar
nk. laugardag, 19. júní, við
Pétursey.
Kappreiðarnar hefjast kl. 14
með hópreið hestamanna. Síðan
fer fram gæðingakeppni, þar.sem
díemt er með spjaldadómum og
hver hestur hlýtur fullnaðardóm
á einum hring, 600 m löngum.
Með þessu fyrirkomulagi á gæð-
ingadómum er meira höfðað til
sýningar fyrir áhorfendur, þar
sem dómur hrossanna gengur
mjög fljótt fyrir sig.
Þá verður keppt í 250 m skeiði,
fyrstu verðlaun eru 7.500 kr., 800
m stökki, fyrstu verðlaun eru
7.500 kr., 300 m stökki, fyrstu
verðlaun eru 4.500 kr., 250 m fola-
hlaupi, fyrstu verðlaun eru 3.000
kr., og 800 m brokki, fyrstu verð-
laun er verðlaunapeningur.
Á fiessum kappreiðum Sindra
fer einnig fram val gæðinga á
Fjóröungsmót sunnlenzkra hesta-
manna. Börn, sem hafa verið í
reiðskóla hjá Sindra, sýna hesta
sína og unglingar, sem taka þátt í
gæðingakeppni á fjórðungsmóti,
koma fram.
Þeir sem hyggjast taka þátt í
kappreiðum með kappreiðahross
þurfa að tilkynna þátttöku til
Jónasar Hermannssonar, Norður-
hvammi, sími um Vik, fyrir föstu-
dagskvöld, 18. júni.
viðkomanda. sem er farmaður. en
hráefnið var keypt erlendis og í
því fannst taugaveikibróðursýk-
illinn.
Eftir kröfu heilbrigðiseftirlits-
ins var á árinu eytt 810 kílóum af
kjötvöru.
Eins og undanfarin ár, var aðal-
lega athuguð á vinnustöðum loft-
ræsiing, hiti, kuldi, aðbúnaður og
umgengni. Þar sem ástæða þótti
til var reynt að komast að þvi með
mælingum, hvort andrúmsloft
væri mengað af skaðlegum efn-
um, og ennfremur var reynt að
fylgjast með, hvort önnur hætta
væri samfara efnum, sem unnið
var með.
Á árinu var, að undirlagi heil-
brigðiseftirlitsins, tekin í notkun
viðvörunarbúnaður gegn hættu-
legum hávaða í einu af samkomu-
húsum borgarinnar. Með búnaði
þessum (ljóssúlu og ljóskúlu) er
reynt að koma í veg fyrir hugsan-
legan heyrnarskerðandi hávaða
frá hljómsveitum samkomuhúss-
ins. Beri þessi tilraun góðan ár-
angur, verður eigendum annarra
samkomuhúsa bent á þessa úr-
lausn. Einnig er þá líklegt, að
nefndur viðvörunarbúnaður komi
á sama hátt að gagni á vinnustöð-
um, þar sem mikill hávaði ríkir.
%rtu buxnolous ?
oðfullar búðir
Gallabuxur
Denimvesti
Denimtoppar
Kúrekaskyrtur
Bolir ofl.
!$S5?£<8
5f»
sS
sS
40
LAUGAVEGUR
BANKASTRÆTI
Sf-21599
SSf-14275