Morgunblaðið - 16.06.1976, Side 22

Morgunblaðið - 16.06.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976 Guðrún H. Sigurðar- dóttir - Minningarorð Fædd 27. nóvember 1927 Dáin 9. júní 1976 l'pphaf mifl ondir var a*tla<> þessum slad. Þar \ ill mfn vilund svcima. c« vcil. þid skiljid þad. I»ar skoin mór sólin skærasl. þar skildi 0}i lífid hcsl, þar hvíslarii hla*rinn hlfdasl. þí'uar haráltan var mcst. (SÍKiirdur (•udnasoii frá Ila*lavfk) Svo kvaó sveituníji og fra>ndi Gudrúnar II. Sigurðardóttur frá Rekavík, sem í datt veróur kvödd hinstu kveðju frá Fossvosskirkju, en hún andaðist á Borítarspítalan- um 9. þessa m tnaðar. Finnst mér vera vel vtð hæfi að pera ofan- greint erindi að eins konar inn- gangi stuttrar minninKarpreinar. Kem ég að því síðar. Guðrún fa>ddist í Rekavík. Itak við Höfn í Sléttuhreppi, Norður- ísafjarðarséslu, 27. nóvember 1927. Foreidrar hennar voru Inni- hjörp B. Aspeirsdóttir op Sipurð- ur Hjálmarsson bóndi i Rekavík. InKÍbjörfj var ekkja. op hafði eipnast þrjú börn með fyrri manni sínum. Þau eru: IIöKni. Guðrún Þorkatla op Sturlína. oti eru þau (>ll á lífi. InpibjörKU oj> SÍRurði varð einnif; þrifjKja barna auðið, Guðrúnar, Sifjríðar of> Bjarpar. Arið 1995. eftir níu ára sambúð, tnissir Sipurður konu sína frá unpu da'trunum þremur, 8 ára. 6 of> 2ja ára. Inpibjörfí var aðeins 27 ára er dauðinn hreif hana til sín frá manni of> börnum. Það sefjir sif> sjálft hvílíkt reið- arslag það er heimili, þefjar móð- urinnar nýtur ekki lengur við, sérstaklefja þar sem ung börn eru. Ynfjsta telpan var tekin til fósturs af skyldfólki, og ólst upp hjá því. En uppgjöf var fjarri skapferli Sigurðar og hann ákvað að halda áfram búskap á eignarjörð sinni, þótt afskekkt væri ofj erfið að mörgu leyti, ekki hvað síst hvað samfjöní'ur snertir. Rekavíkin er lítil og umgirt háum fjöllum. A landi verðurekki komist til næstu bæja nema um þröngt fjallaskarð eða tæpa götu meðfram sjó, með gínandi hengiflugið fyrir neðan. Jörðin sjálf var heldur kostarýr undírlendi lítið og slægjulönd spillt af vatni, er víða rennur í lækjarsytrum úr fjöllunum. Fyrstu árin eftir lát Ingibjarfjar réttu nágrannarnir Sigurði og dætrunum hans ungu hjálpar- hiind. En því er oft á tíðum þann- if> varið, að það er líkt Of> erfið- leikarnir skiri og móti bestu eðlis- kosti manneskjunnar, gull vilja, dugnaðar og áræðis. Da'turnar voru ekki gamlar né háar í loftinu þegar þær önnuðust að mestu um húsverkin. Og kom það þá að sjálfsögðu í hlut Guðrúnar að hafa forystuna, þar sem hún var tveimur árum eldri en Sigríður. Oft hefur baráttan f.vrir lifinu verið hörð, of> stunduni hefur ein- manaleikinn sótt fast á, í litlu klettavíkinni norður við Dumbs- haf. Myrkt skammdegið grúfir yf- ir. brimið svarrar við björgin of> stormurinn þýtur í fjallaskörðun- um. Veðraguðirnir heyja sinn hrikadans, og ekki er fært vikum saman til nágrannabæjanna. En að hinu leytinu bjó litla vík- in yfir ólýsanlegum töfrum, friði og fegurð. Á vorin kom jörð iðja- græn undan mjallarfeldi vetrar- ins, Iækur hjalaði við stein, lömb skoppuðu í haga, fugl söng í mó og himinhá fuglabjörgin iðuðu af lífi, og margrödduð hljómkviða fyllti blásali norðurstranda. Það þarf ekki að fara i neinar grafgötur um, að hið tignarfagra og töfrum slungna umhverfi hef- ur orkað sterkt á ungar sálir og mótað, svo að ekki máist meðan Iff endist. Sigurður býr í Rekavík með dætrum sinum til ársins 1944, en þá flyst hann til ísafjarðar. Sjálf- ur stendur hann þá á fimmtugu, en Guðrún er 17 ára en Sigríður 15. Sjálfsagt hefur ekki verið sársaukalaust að yfirgefa Reka- víkina. Sigurður var síðasti ábú- andinn, og hefur jörðin verið í eyði síðan. Og á sama veg er nú farið um allar jarðir í Sléttu- hreppi. Eftir að fjölskyldan flyst til Isa- fjarðar, gafst tækifæri til frekari menntunar en skyldunámið eitt bauð upp á. Guðrún var vel gefin, bæ'ði til munns og handa. Sauma- skapur og ýmis konar hannyrðir léku i höndum hennar. Hún brá því á það ráð að setjast í hús- mæðraskólann á isafirði 1946—'47. Eins og að lfkindum lætur lauk hún þar námi með mikilli prýði. Árið 1947 flyst fjölsk.vldan síð- an til Reykjavíkur. Sigurður stundar verkamannavinnu, en systurnar fá störf á saumastofu og í sælgætisgerð. Arið 1951 verða enn þáttaskil í lífi Guðrúnar. Hinn 29. júlí giftist hún eftirlifandi manni sínum, Geir Runólfssyni bankamanni. Ungu hjónin hófu búskap að Ei- riksgötu 13, en það hús á móðir Geirs, sem býr þar ennþá í hárri elli. Geir er mágur minn og vorum við sambýlismenn í rúman hálfan annan áratug, bjuggum við á sitt hvorri hæðinní. Betra sambýlis- fólk en Rúnu og Geir get ég ekki hugsað mér. Þau voru einstaklega prúð í allri umgengni, háttvís og reglusöm. Gott var að leita til þeirra, þau voru bæði hjálpsöm og greiðvikin. Eins og að líkind- um lætur var mikill samgangur á milli heimilanna og börn okkar léku sér saman. Margar ánægju- stundir átti fjölskylda mín á há- tíðum og öðrum tyllidögum á heimili Rúnu og Geirs, enda voru þau bæði hlý í viðmöti, glaðsinna og gestrisin. Guðrún var einstaklega mynd- arleg húsfreyja og bar heimilið vott um smekkvísi hennar og góða umgengni. Hún var ein i hópi hinna fjölmörgu kvenna, sem helga manni, börnum og heimili alla krafta sina, vinna störf sin í k.vrrþey af kostgæfni og kærleika. Það eru þessar konur, sem eru raunverulegar máttarstoðir okkar litla samfélags. F'yrir um það bil átta árum byggðu Rúna og Geir sér nýtt og fallegt hús að Goðalandi 2 í nýja Fossvogshverfinu. Sama smekk- vísin og snyrtimennskan réð þar rikjum, eins og meöan þau bjuggu á Eiríksgötunni. Húsakynnin voru að vísu stærri og glæsilegri, og nú gafst kostur í ríkara mæli að skreyta heimilið útsaumi, veggmyndum og fleiri fallegum munum unnum af húsfreyjunni sjálfri. Handbragð þessara verka ber listrænum hæfileikum fagurt vitni. Ég átti líka því láni að fagna að flytja í þetta nýja hverfi um sama leyti, svo fjölskyldur okkar Geirs héldu áfram að vera nágrannar, þótt ekki væri lengur um sambýli að ræða. Svo skemmtilega vildi til að Sigríður og fjölskylda hennar bjó einnig í næsta nágrenni. En miklir kærleikar voru með þeim systrum, allt frá bernsku- og upp- vaxtarárunum í Rekavfk. Nú var sannarlega breyting á orðin, ein- angrun litlu víkurinnar var ekki lengur til staðar. Systurnar, börn þeirra og makar gátu hittst dag- lega, án fyrirhafnar, en samgang- ur var ætið mikill milli heimil- anna. Hjónaband Geirs og Guðrúnar var einkar farsælt og hamingju- samt. Þau voru samhent í hví- vetna, og veit ég ekki til að skugga hafi nokkru sinni brugðið á sambúð þeirra. Ef Guðrúnu hefði öðlast lengra líf, hefðu þau hjónin átt silfurbrúðkaup í næsta mánuði. Þeim Guðrúnu og Geir varð fjögurra barna auðið. Öll eru þau vel gefin, reglusöm og hin mann- vænlegustu. En ekkert er foreldr- um meira fagnaðarefni í lífinu en að eiga barnaláni að fagna. Börn Guðrúnar og Geirs eru: Sævar Þór, tæknifræðingur, fæddur 15. janúar 1952. Hann er kvæntur Hafdísi Björnsdóttur og eiga þau 2 syni. Gylfi Sigurður, bifvéla- virki, fæddur 8. aprfl 1953. Hann er kvæntur Valgerdi Gísladóttur. Eiga þau 1 son. Jóhanna Elka fa>dd 28. febrúar 1956. Stundar hún nám í menntaskóla og býr I föðurhúsum. Ingibjörg Guðrún, skrifstofustúlka, fædd 22. desember 1958, og býr hún einnig heima í föðurhúsum. Guðrún las talsvert, og hafði sérstakt yndi af ljóðum. Kunni hún margt ljóða og sálma. Dálæti hafði hún t.d. á ljóðabókinni „Brimhljóð" eftir Sigmund í Hælavík, þótt ekki væri hann þekkt skáld. Guðrún var trúkona, þó að hún flíkaði því lítt. Trúarþrekið var henni styrkur. þegar önnur sund lokuðust. Lengst af ævinni var Guðrún heilsuhraust, enda vel á sig komin til sálar og líkama. Það var aðeins síðasta árið, sem hún lifði, er hún kenndi fyrir alvöru hins skæða sjúkdóms er dró hana til dauða. I þjáningum sínum sýndi hún mikla ró og ærðuleysi, þótt hún gerði sér vel ljóst hvert stefndi. Að síðustu þráði Guðrún að fá lausn, og flytjast yfir á annað tilverusvið. Hún lét jafnvel þau orð falla, að fyrst mundi hún staldra við I litlu víkinni sinni kæru, þar sem hún lék sér sem barn. Nú hefur landið klæðst sín- um fegursta áumarskrúða, og nóttlaus birtan ríkir við hið stjörnubláa haf. Þar sem upp- hafið hófst skín nú sölin skærast og blærinn hvíslar blíðast. Með þessa fögru mynd fyrir hugskotssjónum lagði Guðrún upp í sina hinstu för. Skilningur okkar nær skammt, en við vonum að henni hafi orðið að trú sinni. Eg votta skyldfólki, systkinum, börnum, barnabörnum og eigin- manni innilegustú samúð mina. Sorgin og söknuðurinn er sár. En það er huggun harmi gegn, að á minninguna um ástríka móður og elskulega eiginkonu slær engum fölskva í hjörtum hinna nánustu. Blessuð sé minning Gudrúnar H. Sigurðardóttur. Ármann Kr. Einarsson. + Minningarathöfn um manninn minn, ÓTTAR REYNISSON, stýrimann, Meistaravöllum 11, sem fórst með m b. Álftanesi 1 2. apríi sl. hefur farið fram Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við lát hans. Fyrir mína hönd, móður og systkina hins látna, Geirlaug Björnsdóttir. + Eigmkona mín, dóttir, móðir okkar, stjúpmóðir og tengdamóðir, BJÖRG ÞORVARÐARDÓTTIR, Borgarholtsbraut 52, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju, föstudagmn 18 júní kl 1 30 Þeir sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess Sigursveinn Tómasson, Elínbjörg Jónasdóttir, Gréta Sigurðardóttir, Eggert Sigurðsson, Þorvarður Már Sigurðsson, Birna Elinbjörg Sigurðardóttir Jóhannes Sigursveinsson. + Hjartkær eigmkona mín og móðir okkar KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Bergstaðarstræti 50, lést í Landspítalanum 14 þ m Kjartan Jónsson og börn. + Eiginmaður minn, MAGNÚS G GUOBJARTSSON, fyrrv. vélstjóri, Stigahlíð 49, andaðist að heimili sínu mánudaginn 1 4 júní Sigríður Benónýsdóttir. + Þökkum innilega samúð við andlat og jarðarför, BJÖRNS BENEDIKTSSONAR, prentara, Tjarnargötu 47, Reykjavlk, Guðrfður Jónsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Sveinn Kristinsson, Gunnvör Björnsdóttir, barnabörn og aðrir ættingjar og vinir. + Þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför SÓLVEIGAR ÞORFINNSDÓTTUR, BOUCHIR, fyrir hönd okkar systkinanna, Júlíana Þorfinnsdóttir. Sigurður A Hreiðarsson, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Pétur Sigurðsson, + JOHAN JOHANSEN, Dalbraut 5, Grindavík, lézt af slysförum þann 1 3. júní Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og annarra vandamanna, Aðalgeir Jóhannsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR Hæðargarði 22, Reykjavík lést 1 5 júní í Borgarspítalanum Björg Sverrisdóttir Guðmundur Hervinsson Björn Sverrisson Solveig Indriðadóttir og barnaböm. Sonur okkar, + BJÖRGÓLFUR K. ÁRNASON, Ásbúðartröð 9, Hafnarfirði, lézt að morgni þann 1 4. júni. Ester Kláusdóttir, Árni Gislason + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, MARGRÉTAR HALLDÓRSDÓTTUR, Þjórsárgötu 6. Margrét Hjálmarsdóttir, Freyr Bjartmarz, Kristfn Helga Hjálmarsdóttir, Ámundi Óskar Sigurðsson, Hörður Hjálmarsson. Anna Sigmundsdóttir, Guðrún Hjálmarsdóttir Waage, Sigurður S. Waage, Halldór Hjálmarsson, Steiney Ketilsdóttir Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Baldur Úlfarsson, Ólöf Hjálmarsdóttir. Jóna Ólafsdóttir, Þorsteinn Hjálmarssón, Egill Hjálmarsson, Helga Jasonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.