Morgunblaðið - 16.06.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976
23
Guðlín Gunnarsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 17. sept. 1949
Dáin 7. júní 1976
Ég vil meó nokkrum orðum
minnast minnar góðu vinkonu er
andaðist á Grensásdeild Borgar-
spítalans þann 7. þessa mánaðar
eftir langan og strangan sjúkdóm
eða nánar tiltekið 6 — 7 mánuði.
Allan þennan tima sýndi hún svo
mikinn lífsþrótt að einsdæmi
mun vera, enda ber öllum er
henni kynntust saman um dugnað
hennar, ekki síst i hennar erfiðu
veikindum er siðast yfirbuguðu
lífsþrótt hernar. Mér dettur í
hug, nú þegar ég hef misst mina
góðu og traustu vinkonu að eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr enn
misst hefur, svo traust og góð
reyndist hún mér frá því að við
vorum báðar börn.
Burtu var hún kölluð héðan að-
eins 26 ára að aldri. Það er áreið-
anlega rétt að Guð elskar ekki síst
þá sem ungir deyja og nú er hún
komin til hans sem gaf hana ást-
kærri móður og föður.
Sárastur verður söknuðurinn
hjá eiginmanni og sonunum
tveim, foreldrum og systkinum.
Eg bið guð að blessa þau og
styrkja á lifsins braut. Eg vil með
þessum fáu orðum votta þeim
mína dýpstu samúð við missi
minnar elsku Gullýar. Guð blessi
minningu hennar.
Hvf fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hvf sveipar barnió blíóa
svo brátt hin dimma nótt?
Hvf voróur von og yndi
svo varpaó nióur í gröf?
IIví berst svo burt f skyndi
hin bosta Iffsins gjöf?
Já, sefist sorg og trogi
þér saknendur vió gröf
því týnd er yóur eigi
hin yndislega gjöf.
Hún hvarf frá s.vnd og heimi
til himins-fagnió því
svo hana guó hann geymi
og gefi fegri á ný.
Erla Haraldsdóttir.
t
Þökkum sýnda samúð við andlát
og jarðartör,
ÁSGRÍMS
JÓSEPSSONAR.
Vandamenn.
t dag verður kvödd frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði ung frænka
mín, aðeins 26 ára gömul. eigin-
kona og tveggja barna móðir.
Af hverju fellur ung kona og
móðir frá? Og hvers vegna hún?
Hefur hún lokið hlutverki sínu
hér í þessum heimi? Hver ræður?
Þannig leitar hugurinn svars,
svars við spurningunni, sem
aldrei fæst svar við.
F.vrir átta mánuðum fann hún
fyrst til þess sjúkdóms, sem sigr-
aði hana, þrátt fyrir sterkan lífs-
vilja, fyrirbænir og góða hjúkrun.
Gullý frænka var lffsglöð,
óvenju viljasterk og athafnasöm
ung kona, sem alltaf sá björtu
hliðarnar á lífinu.
25. apríl 1971 giftist hún ungum
Hafnfirðingi, Isleifi Valtýssyni,
og í Hafnarfirði stofnuðu þau sitt
fyrsta heimili. Fyrir þremur ár-
um fluttust þau til Ólafsfjarðar
ásamt foreldrum hennar, Jónu
Arthúrsdóttur og Gunnari Guð-
laugssyni vélvirkja. En til
Hafnarfjarðar ieitaði hugurinn
aftur, og á síðast liðnu ári festu
þau kaup á íbúð þar. Til hinztu
stundar var Gullý með hugann við
nýju íbúðina, sem átti að verða
framtiðarheimili þeirra.
Það er alltaf erfitt að sætta sig
við fráfall fólks i blóma lífsins.
Sterkur hlekkur hefur brostið og
eftir stöndum við, full sorgar og
vanmáttar.
I dag hugsum við til sonanna
ungu og Isleifs, sem öllum stund-
um sat við sjúkrabeð konu sínnar,
til foreldra hennar, sem syrgja
sitt elzta barn, en þær mæðgurnar
voru óvenju samrýmdar. til syst-
kina hennar, ömmu og afa og ann-
arra vandamanna.
„Krislur minn. ég kalla á þi«.
komdu aó rúmi m(nu.
(iræóarinn Jesú geymdii mi«.
(•uó í faómi þínum“.
Blessuð veri minning frænku
minnar.
Sveinn Guðlaugsson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hver er, að yðar áliti, mikilvægasta kenning kristinnar
trúar?
Ég tel, að upprisa Jesú frá dauðum sé meginkenn-
ing kristindómsins. Margt í ritningunni væri óskilj-
anlegt, ef hann hefði ekki risið upp frá dauðum, enda
segir Biblían: „Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er
ónýt predikun vor, ónýr líka trú yðar. — Ef Kristur
er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn
í syndum yðar.“ (1. Korintubréf 15, 14, 17). í
mörgum trúarbrögðum heimsins eru einhverjar
kenningar um friðþægingu, sem komið er til leiðar
vegna dauóa. En Jesús einn reis upp frá dauðum,
þegar fórn hans var fullkomin. Biblían segir: „Fyrir
því getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann
ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir til að
biðja fyrir þeim.“ (Hebreabréfið 7.25).
— Fjölbrauta-
skólinn
Framhald af bls. 12
lögum. Einmitt skóli eins og þessi,
sem hér er verið að byggja upp og
þróa, ætti öðrum skólum fremur
að þroska og glæða þessa vitund
og skapa sérstaka virðing fyrir
hinum ólíku verkefnum er leysa
þarf af hendi í þjóðfélagi okkar,
verkefnum og störfum er kalla
okkur til lífs og leitar.
En til er einnig svo sem ég gat '
um annað viðhorf til lífsins og
samfélagsins. Það viðhorf leggur
ekki aðaláhersluna á verkaskipt-
inguna og sundurgreininguna.
Þvert á móti. Samkvæmt hinu
öðru viðhorfi er það einingin og
samstaðan sem mestu máli skipt-
ir. öll höfum við okkar verk að
vinna eða erum að búa okkur und-
ir að takast ákveðin störf á hend-
ur Það er sjálfsagt og eðlilegt.
En hitt er meira að átta sig
á að störfin tengja okkur
öðru fólki, gera okkur að
samferðamönnum og samstarfs-
mönnum. Hvernig lff okkar
verður, hvernig þjóðfélag okkar
verður ræðst engan veginn af
störfunum einum og kunnáttu
okkar og gctu að leysa þau af
hendi. Hitt skiptir jafnvel meira
máli, hvaða hug við berum til
annarra manna og hver og hvern-
ig þau tengsl verða sem þar skap-
ast. Lif mennskra manna og sam-
félagsbyggingin sjálf er miklu
háðari þessum þætti safnskipta og
samstöðu. Ég ætla að einnig þetta
viðhorf sé okkur, sem hér störfum
í þessum skóla, hugstætt og hug-
þekkt. Þótt sviðin í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti séu mörg
og námsbrautirnar ennþá fleiri,
er það einingin og samstaðan,
skólinn sem ein stofnun og óskipt
heild sem okkur öllum er mest f
mun að vernda. Á þætti sam-
skipta og samstöðu byggjast
grundvallarviðhorf þeirra skóla-
hugsjóna, sem leitast er við af
veikum mætti að gera að veru-
leika innan veggja þessarar
menntastofnunar.
Bæði eiga þannig viðhorf sam-
tíðarinnar til lífs og samfélags
sterkan hljómgrunn í vitund okk-
ar, viðhorf sundurgreiningar og
verkaskiptinga svo og viðhorf ein-
ingar og samstöðu. Megi þau bæði
eflast hér og áhrif þeirra vaxa
okkur öllum til ávinnings og skól-
anum til stuðnings og styrktar.
III
1 síðustu viku lést einn af kunn-
ustu heimspekingum samtiðar-
innar, Martin Heidegger, maður
sem mótað hefur hugmyndaheim
á síðari hluta 20. aldar meira en
flestir aðrir. Ég hef hugsað mér
að koma á framfæri í .niðurlagi
þessarar skólaslitaræðu örfáum
hugmyndum þessa sérstæða
manns.
öllu öðru fyrirferðarmeira í
fræðum Heideggers er hugmynd
hans um veruna, tilveruna, alver-
una. Ekkert er manningum mikil-
vægara að átta sig á en þessari
einföldu staðreynd, að hann er.
Ekki hvað þú átt, heldur hvað þú
ert skiptir mestu máli. En hver
maður getur engu að siður verið á
marga vegu og margar af erfið-
ustu kenningum Heideggers eru
einmitt f því fólgnar að lýsa hin-
um óliku formum og myndum
mennskrar tílveru. Þrennt er þó
einfalt og augljóst í þeim fræðum.
Maðurinn getur látið sér nægja
aðeins að vera til, án dýpri skynj-
unar án meiri umbrota og um-
þenkingar. En fæstir sætta sig
samt til lengdar við það þroska-
og þróunarstig. Þeir skynja ver-
öld, þar sem maðurinn greinir sig
frá og verður sérstæður í skynjun
sinni með öðru fólki. í mati ann-
ars fólks og dómum. Samkennd
þróast og sérkenni verða til. En
einnig þetta þroskastie er heil-
brigðum manni ófullnægjandi.
Það er ekki nóg aðeins að vi-ra ti!
og það er heldur ekki nóg að
vita sig sérstæðan í tcngsl-
um og fyrir tengsl. Hitt er þrá
mannsins heitust að vera til fyrir
eitthvað, vegna einhvers, í þeirri
þrá sjálfsgleymskunnar rfs til-
vera mannsins hæst. En um leið
og maðurinn þræðir veg mismun-
andi tilveru er hugsun hans og
afstaða að breytast. Frá hagrænni
hugsun, um Iffræna hugsun bein-
ist athygli hans að hugsun til-
beiðslu og jugleiðslu. En einmitt
á þann veg nálgast maðurinn
sannleikann sjálfan að skoðun
Heideggers, aletheia sem að
grískum skilningi var hið sama og
opinberunin, það sem ekki er
hjúpað og falið, heldur ljóst og
lýsandi.
Það er von mfn að þetta skólaár,
sem nú er á enda, hafi í huga
okkar gert margt ljóst og lýsandi.
Blessun fylgi þessari stofnun
okkar, megi hún dafna okkur öll-
um til ávinnings og gæfu.
Fjölbrautaskólanum f Breið-
holti er slitið.
Guðmundur Sveinsson.
Volkswagen ■ jru æ ■
og auói bnasyning
_______________________
f KEFLAVÍK
í kvöld miðvikudaginn 16. júní kl. 8 — 10
hjá
Bílaverkstæði Birgis Guðnasonar, Grófinni 7
$)) Volkswagen CDOOAuði HEKLA HR
Laugavegi 170—172 — Sími 21240
Komið
skoðið
og
reynsluakið