Morgunblaðið - 16.06.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 16.06.1976, Síða 25
MORCiUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976 25 fclk í fréttum + Það hefur löngum verið skylda konunglegs fólks að halda litlar tölur endrum og eins eða taka fólk tali svona eins og f kurteisisskvni. Mar- grót prinsessa lét þó allar kon- unglegar venjur lönd og leið þegar hún brá sér á bak við eftir að sýningu lauk á ballett- inum „Þvrnirós" og spurði Nicholas Johnson. dansmev, hvort hún væri í sokkabuxum undir búningnum. Nicholas lét þá buxurnar falla og svaraði kurteislega: „Já, vðar tign.“ Margrét prinsessa: „Eruð þér f sokkabuxum?" + Þeir félagarnir Davis og Tammy horfa fullir aðdáunar á hundinn Sylvester sem getur gengið upp og niður stiga á framfótunum einum saman. Það er þó ef til vill meiri ástæða til að taka ofan fvrir eiganda hans, frú Leslie Carroll, sem f full tvö ár unni sér ekki hvfldar fyrr en hún hafði kennt hundinum þessar kúnstir. Stomu Yamashta + Ekki er ólíklegt að 28 ára gamall Japani, Stomu Yamashta að nafni, komi til með að s!á í gegn í poppinu f ár með verki sem hann kallar „Go“. Frumflutningur þess fór fram f London nú á dögunum og ásamt honum komu þar fram Stevie Winwood, sem lftið hefur heyr/t til síðan hann var með Traffie og Blind Faith, Phil Manzanera úr hljómsveit- Stevie Winwood. inni Roxy, AI Dimeola úr Return To Forever, Klaus Schulze úr Tangerine Dream og I!..vu.< Gee úr Traffie. Faðir Yamashta var stjórn- andi sinfóníuhljómsveitar f Kyoto og þrettán ára gamall skrifaði Stomu sfna fvrstu tón- list fyrir kvikmvnd og nú hefur hann nýlokið við að semja tón- list við sfna 17. mynd. Lorna Luft er enn laus og liðug en hefur verið orðuð við Burt Reynolds. „Ég vil vera ég sjálf, ” segir Lorna Luft + Mér dytti aldrei í hug að fara í felur með að ég er dóttir Judy Garland og systir Lizu Minnelli en ég vil þó fyrst og fremst vera ég sjálf.“ Það er Lorna Luft sem tekur þannig til orða, 23 ára gömul söngkona sem getið hefur sér gott orð bæði í Bandarfkjunum og Evrópu, þar sem hún hefur komið fram að undanförnu. Lorna Luft er dóttir leikkon- unnar Judy Garland og kvik- myndaframleiðandans Sid Luft og er sagt að hún hafi skapferli sitt — ákafann — frá föður sfnum. Lorna Luft telur, að það að vera úr frægri fjölskyldu hafi vissulega opnað henni margar dyr. „Fólki þvkir alltaf gaman að sjá dóttur Judy Garlands, en þegar á reynir er engin misk- unn sýnd. Þá verð ég að sýna og sanna að mér sé ýmislegt til lista lagt og lifi ekki bara á frægð móður minnar og s.vst- ur,“ segir Lorna. Liza Minnelli. Judv Garland. I.cikflokkurinn frá Akureyri fyrir utan Iðnó, þar sem hann mun flytja Glerdýrin. Á myndinni eru, sitjandi, Sigurveig Jónsdóttir og Aðal- steinn Bergdal. Standandi eru Eyvindur Erlendsson, Saga Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson. Akureyringar með Glerdýrin á listahátíð Leikflokkur frá Akureyri cr kominn til Reykjavfkur til að flytja á lokadegi listahátfðar Glerdýrin eftir Tennessee Willi- ams f Iðnó. Verður sýningin kl. 20.30 á miðvikudagskvöld og sfð- an mun flokkurinn endurtaka sýninguna á föstudagskvöld. Er þetta fyrsta framlag leikfélags ut- an Reykjavfkur til listahátfðar. Leikritið var sett upp um jól í vetur. Gísli Halldórsson, sem hafði verið fyrir norðan og leikið í Kristnihaldi undir jökli, er leik- stjóri. Leikfélag Akureyrar sem sýndi Kristnihaldið á nokkrum stöðum á Austur- og Suðurlandi á leiðinni suður, sýnir Glerdýrin tvisvar í Reykjavík, og komið hef- ur til orða að fara vestur um og sýna þau á nokkrum stöðum á leiðinni heim, að því er Erlendur Eyvindsson, leikhússtjóri, tjáði blaðamönnum. Leikritið Glerdýrin gerist á kreppuárunum i Bandaríkjunum og fer fram á tveimur tímum. Tom segir þar frá lifsreynslu sinni. Inn í hana dragast myndir af uppvexti hans og fjölskyldu, sem hann skildi við, en sem ekki vilja skilja við hann, eins og Ey- vindur orðaði það. Sigurveig Jónsdóttir leikur móðurina, Am- öndu, Aðalsteinn Bergdal Tom son hennar, Saga Jónsdóttir Láru dóttur hennar og Þórir Stein- grímsson gestinn, Jón O'Connor. Leikmyndina gerði Jónas Þór Pálsson frá Sauðárkróki. Leikur- inn var færður upp hér í Reykja- vík fyrir 18 árum, en hefur ekki verið leikinn hér síðan. Þá lék Gfsli Halldórsson, sem nú er leik- stjóri, hlutverk Toms. Ekki er þó notuð sama þýðingin sem þá. Nú er leikritið flutt í þýðingu Gisla Ásmundssonar. Sýningin á Gler- dýrunum í meðförum LA hlaut góða dóma f vetur, er hún var sýnd fyrir norðan. Leikfélag Akureyrar starfar nú með miklum blóma, og var metað- sókn í vetur. Þá höfðu rúmlega allir Eyfirðingar komið i leikhús- ið, eftir tölunúm að dæma. Þetta er þriðja árið, sem leikhúsið er rekið sem atvinnuleikhús, með styrk frá ríki og bæ. Fastráðnir er 7'A starfsmaður og um 40 manns koma inn í sýningar á vfxl. Venju- lega er leikið á föstudögum og sunnudögum í gamla samkomu- húsinu á staðnum. 1 vetur voru auk Gfsla Halldórssonar þeir Sveinn Einarsson og Steinþór Sig- urðsson fyrir norðan og unnu sem gestir við sýningar. í vetur voru settar upp fimm leiksýningar. Og nú er byrjað að undírbúa næsta leikár. Er Karl Guðmundsson m.a. að þýða eitt af leikritum Aristof- anesar fyrir leikfélagið. Vorþing umdæmisstúku nr. 1 UMDÆMISSTlIKAN nr. 1 hélt vorþing sitt f Hafnarfirði hinn 29. f.m. Var þingið mjög fjölmennt og var almennur áhugi á þvf að efla Góðtemplararegluna sem mest f baráttu hennar gegn áfengisbölinu, segir f frétt frá stúkunni. Ölafur Jónsson, sem verið hef- ur umdæmistemplar í um það bil hálfan annan áratuc. baðst undan endurkosningu. Umdæmistemplar var kosinn Stefán H. Halldórsson. Margar ályktanir og samþykktir voru gerðar á þinginu og voru þær helztar, að mótnælt var vín- veitingum á leiksýningum Þjóð- leikhússins, menntamálaráðherra var þakkað fyrir lokun Laugar- vatnsbarsins, fagnað var vakn- ingaöldu gegn tóbaksreykingum f skólum og hvatt var til aukinnar fræðslu um áfengismál í fjölmiðl- um, þar sem víða gætti vanþekk- ingar og hjátrúar um þessi mál hjá landsmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.