Morgunblaðið - 16.06.1976, Síða 32
MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976
Listahátíðar-
gestir verða
yfir 20 þúsund
14.500 sóttu hátíðina 1974
AÐSOKN að Lislahátíðinni nú
hefur verið mjiig góð og allt útlit
fyrir að hún verði töluvert fjöl-
sóttari en fvrri listahátíðir, að
sögn Hrafn Ounnlaugssonar,
framkvæmdastjóra hátfðarinnar.
Þau dagskráratriði sem mesta
aðsókn hafa hlotið eru ballettinn i
Þjóðleikhúsinu, tónleikar Anne-
liese Rothenberger og tónleikar
Benny Goodman. Einnig var upp-
selt á tónleika Michalaflaututríós-
ins og uppselt var á sýningu
Framhald á bls. 18
Samningarnir við opinbera starfsmenn:
Áherzla nú lögð á
kennarasamninga
SAMNINGANEFND ríkisins hef- lag Islands, við Félag mennta-
ur að undanförnu staðið í samn-
ingaviðræðum við samninga-
nefnd Bandalags háskólamanna
og Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja. Að sögn Höskuldar Jóns-
sonar. ráðuneytisst jóra, hefur
verið samið við Læknafélag ís-
lands, Félag fsl. fræða, Prestafé-
Nauðgun
í Eyjum
LÖGREGLUNNI í Vestmannaeyj-
um barst f gær nauðgunarkæra
frá konu einni þar f bæ. Vcgna
þessa máls var maður einn hand-
tekinn, og við yfirheyrslur játaði
hann að hafa nauðgað konunni
nóttina áður.
Er rannsókn málsins lokið, og
verður það á næstunni sent ríkis-
saksóknara til umfjöllunar og
ákvörðunar. Að sögn fulltrúa við
embætti bæjarfógetans í Vest-
mannaeyjum er hér um mjög við-
kvæmt mál að ræða og vildi hann
ekkert frekar tjá sig um mála-
vexti.
skólakennara og við Félag há-
skólamenntaðra kennara vegna
kennslu f framhaldsskólum. Síð-
an hefur verið gerður samningur
við Landssamhand framhalds-
skólakennara, einnig vegna
kennslu í framhaldsskólum og nú
standa yfir samningar við Lands-
samhand framhaldsskólakenn-
ara og Félag háskólamenntaðra
kennara vegna launa kennara f
sjöunda til tfunda bekk grunn-
skólans eða unglinga- og gagn-
fræðaskólum, eins og þeir hafa
heitið til þessa.
Höskuldur sagði ennfremur, að
samninganefnd ríkisins hefði
einnig átt ítarlegar viðræður við
Samband ísl. barnakennara að
undanförnu, en hann kvað þar
ekki horfa eins vel til samkomu-
lags og við hina. Hann kvað þetta
allt vera mjög stór félög og skýr-
inguna á því hversu mikil áherzla
hefði verið lögð á samninga við
kennara væri m.a. sú, að þessir
samningar væru miklu flóknari
og margbrotnari en aðrir samn-
ingar og þannig miklu líkari aðal-
kjarasamningi heldur en sér-
kjarasamningi.
Höskuldur sagði, að auk þess-
Framhald á bls. 18
Höfum þegar veitt 3/4 af
árskvóta okkar af þorski
Margvíslegar ráðstafanir til að draga úr sókn í þorsk-
inn, segir Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra
mHiurT Skeglan verpir
Grímsey: varla í sumar
þjóðir, ásamt Færeyingum, Norð-
mönnum og Belgum veitt upp
undir 69 þúsund tonn eða um
24,6% af þeim 280 þúsund tonn
um, sem talið er óhætt að veiða.
Eru þá eftir handa íslendingum
211 þúsund tonn, sem þýðir að
íslendingar mega ekki til áramóta
veiða meira en 51 þúsund tonn
eða tæplega 7.300 tonn að meðal-
tali á mánuði. Islendingar hafa
því þegar veitt 160 þúsund tonn
af 211 þúsund tonnum, sem sam-
kvæmt þessu falla í þeirra hlut.
Eru þeir því þegar búnir á 5
Framhald á bls. 18
Síðdegis-
skemmtanir
þjóðhátíðar-
dagsins úr
Laugardal á
Lækjartorg
DAGSKRA þjóðhátfðardagsins f
Reykjavfk verður með svipuðu
sniði á morgun og verið hefur
undanfarin ár. Þó verða sfðdegis-
skemmtanirnar ekki f I.augar-
dalnum að þessu sinni heldur á
Lækjartorgi og er ástæðan sú að
unnið er að lagfæringum á
Laugardalsvellinum um þessar
mundir. Dansað verður við sex
skóla f borginni annað kvöld frá
klukkan 21—24 og f Breiðholti og
Arbæjarhverfi verða sérstakar
hátfðadagskrár sfðdegis á
morgun.
4 egg fást nú í sigi þar
sem þúsund fengust áður
Grímsey — 15. júnf.
HEIMAMENN hér velta nokk-
uð vöngum yfir hátterni
skeglunnar eða rytunnar eins
og hún er nefnd syðra, sem hér
hefur venjulega verpt i tug-
þúsundatali. Eins og undan-
farin sumur hefur verið hér
geysimikið af þessum fugli, en í
sumar bregður svo við að að-
eins örlítið brot hennar verpir
hér, jafnvel ekki meira en f
hundraðatali. Fuglinn situr
eftir sem áður í björgunum og
spekúlerar, en verpir ekki
hvernig sem á þvf stendur.
Má til dæmis nefna, að f einu
bjargsigi hér sem alla jafnan
hefur gefið um þúsund egg,
komu nú á dögunum aðeins
fjögur egg upp og sigmenn hér
eru hættir að hugsa um frekari
eggjatöku.
Við erum auðvitað undrandi
á þessu náttúrufyrirbæri, en ég
læt mér einkum detta tvennt í
hug til skýringar á því. í fyrsta
lagi að náttúran- hafi hreinlega
hönd í bagga og grípi f taumana
þegar stofninn er orðinn of
stór, og hins vegar að
skýringarinnar kunni að vera
að leita * því, að átan sé óvenju-
langt undan að þessu sinni. Allt
um það — þá mun fugla-
fræðingur vera væntanlegur
Framhald á bls. 18
Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
TRUKKUR A HLIÐINA — Þessi stóri trukkur
með aftanfvagni fór á hliðina á Melatorgi um
hádegisbilið í gær. Að sögn bílstjórans fór aftur-
hjól vagnsins upp á umferðareyjuna um leið og
hann tók vinstribeygju, og skipti engum togum að
bíllinn fór á hliðina. Engin meiðsli urðu á fólki, en
það má telja mikla mildi að ekki skyldi verða bfll
við hliðina á trukknum þegar atburðurinn varð,
því að töluverð umferð var þá um torgið.
BRAÐABIRGÐATÖLUR segja,
að heildarbolfiskaflinn frá
janúar til maf sé tæplega 222
þúsund tonn. Sé gert ráð fyrir þvf
að hlutur þorsks f þessum afla sé
hinn sami og áður hefur verið,
lætur nærri að þessa mánuði hafi
tslendingar veitt 160 þúsund tonn
af þorski. Eru það 75,8% af þeim
afla, sem samkvæmt mati fiski-
fræðinga, að frádregnum afla út-
lendinga vegna samninga, kemur
í hlut Islendinga. Til saman-
burðar má geta þess að á sömu
mánuðum 1974 veiddu tslend-
ingar 62,7% af heildarþorskafla
sfnum það ár. Matthfas Bjarnason
sjávarútvegsráðherra sagði er
Mbl. bar undir hann þessar tölur,
að fjölmargar ráðstafanir stjórn-
valda vegna þessara mála leit-
uðust við að draga úr sókn í þorsk
og beina athyglinni að öðrum teg-
undum. Nefndi hann sem dæmi
47% hækkun karfaverðs. Þá kvað
ráðherrann aflaþyngd ekki segja
alla söguna. Nú hefðu lslending-
ar með samningum öðlast stjórn á
fiskveiðunum við landið og hinu
gegndarlausa smáfiskadrápi út-
lendinga væri nú nokið. I þvf
fælist auðvitað stórfelld friðun á
þorski sem öðrum fisktegundum.
Fískifélag íslands hefur birt
bráðabirgaðtölur yfir heildarafla
landsmanna fyrstu 5 mánuði
þessa árs og er svokallaður þorsk-
afli, sem er bolfiskafli, þar með
talinn þorskur, ufsi, ýsa, steinbýt-
ur, karfi og sitthvað fleira 221.753
tonn. Sé gert ráð fyrir því að
hlutfall þorsks sé hið sama og það
var í heildarbolfiskaflanum í
fyrra lætur nærri, að heildar-
þorskaflinn þessa mánuði, janúar
til maí sé tæplega 160 þúsund
tonn. Má því gera ráð fyrir að
tslendingar séu búnir að veiða
rúmlega 57% þess þorsks, sem
vísinamenn telja, að óhætt sé að
veiða á þessu ári.
Talið er óhætt að veiða um 280
þúsund tonn af þorski við ísland.
Samkvæmt áætlun er búizt við
því að Bretar hafi möguleika á að
ná fram til áramóta um 25 þúsund
tonnum af þorski og Þjóðverjar
hafa heimild til þess að veiða 5
þúsund tonn yfir árið. Ekki er
enn ljóst hve Bretar veiddu
mikið undir herskipavernd fyrri
hluta þessa árs, en gizkað er á að
þeir hafi náð rúmlega 30 þúsund
tonnum. Samtals geta því þessar