Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 1
HANDBÖK VERZHJtNAR.MATMNA ÁSKRIFTARSÍMI 1GGS8 16688 16688 HANDBÓK VERZLUNARMANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 16688 16688 WÍfcteiiiii'y: Tvíhöfða gimbur MB-Reykjavík, föstudag. Um næstu mánaðamót hefjast untlirbúningsframkvaundir við fyr- irhugaða kísilgúrverksmiðju við Vantar 4 upp á þjoð- aratkvæði EJ-Reykjavík, föstudag. Blaðið átti tal við Geir Aðils, fréttaritara í Kaup- mannahöfn í dag, og sagði hann, að 56 þingmenn hefðu nú undirritað kröf- una um þjóðaratkvæða- greiðslu um lögin um af- hendingu íslenzku handrit- anna, og vantar því fjóra þingmenn til þess, að slík atkvæðagreiðsla fari fram. Geir sagði, áð það væri vafamál, hvort andstæðing- um afhendingarinnar tæk- ist að ná þeim fjórum þing mönnum, sem eftir eru. Hlé er nú í þinginu þar til á mánudag, og þeir vinstri- menn, sem enn eru „volg- ir“, sögðu í viðtölum við dönsku blöðm í dag, að þeir myndu ekki skrifa und ir. En þó er aldrei að vita, hversu hart er að þeim lagt og geta þeir því hæglega látið undan á síðustu stundu. Sagði Geir, að þannig hefði það verið 1961, þegar afgreiðslu frumvarpsins var frestað samkvæmt kröfu 60 þing- manna, en þá tókst and- stæðingunum að ná í tvo Framhald a bls. 14 Mývatn og í sumar er ætlunin að | reisa dælustöð við Helgavog, sem er í hálfs annars kílómetra fjar- lægð frá Reynihlíð, byggja við hana leðjugeymi, byggja dælu- pramma til að dæla leðjunni úr vatninu og upp í geyminn og leiðslur frá prammanum til dælu- stöðvarinnar og einnig frá henni á þann stað, sem verksmiðjan sjálf verður reist á. f sumar er svo áætlað að tilraunadælingar hefjist úr vatninu og alla leið til þess staðar, sem verksmiðjan verð ur reist á. Blaðið ræddi í dag við Halldór Jónatansson, deildarstjóra í við- skiptamálaráðuneytinu og frétta- ritara sinn í Mývatnssveit, Pétur Jónsson í Reynihlíð, og spurðist fyrir um þessi mál. Framkvæmdir við hina fyrirhuguðu verksmiðju hefjast nú um næstu mánaðamót, ef alit fer eftir áætlun, og Hall- dór sagði blaðinu, að í sumar yrði byggð dælustöð og við hana leðju- geymir, og yrði hvort tveggja úr stáli. Þá yrðu settar upp þriggja kílómetra langar leiðslur frá Framhaia ð 14. siðu MB-Reykjavík, fimmtudag. Um helgina gerðist sá sjald- gæfi atburður á Hvassafelli undir Eyjafjöllum, að tvíhöfða lamb fæddist. Lambið var al- veg fullburða, en dó i fæðing- unni. Blaðið átti í dag tal við Gunn ar Þorsteinsson, dýralækni, og sagði hann, að lambið hefði að öllu leyti verið eðlilegt, utan þess að vera tvíhöfða, en það er mjög sjaldgæft. Þarna var um gimbrarlamb að ræða og seinni tvílembing tíu vetra ær, sem Páll Magnússon á Hvassafelli undir Eyjafjöllum á. Bæði lömbin voru á stærð við góðan einlembing, enda er ærin mik- il afurðaær. Gunnar kvaðst ekki hafa komið á staðinn fyrr en fæð- ingin var afstaðin, en fæðing fyrra lambsins gekk mjög vel, en eitthvað þurfti að hjálpa til með fæðingu vanskapaða lambs ins. Hitt lambið heldur lífi. Tvíhöfða gimbralambið frá Hvassafelll. Tímam.-SÁÞ. j| Stjórn Eimskips fellefi að seíja Loftleiðum bréfin JHM-Reykjavík, föstudag. í dag var haldinn í húsi Eim- skipafélags íslands fimmtugasti að alfundur félagsins. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundar- störf, auk þess sem önnur mál voru tekin til meðferðar, svo sem 200.000 króna gjöf til Hjarta verndar. Það mál, sem flestir bjuggust við að yrði tekið til með ferðar á fundinum, var hugsan- Ieg sala hlutabréfa EÍ í Flugfé- lagi íslands til Loftleiða h. f., en það kom ekki fram. Mikið hefur verið rætt og rit- að um þessa hlutabréfasölu nú að undanförnu, og hefur almenning- ur fylgzt með málinu af miklum áhuga. Þegar hin nýja Fokker Friendship-flugvél FÍ kom til landsins þann 15. maí s. 1., varaði Örn Johnson, forstjórl félagsins, hluthafa við að selja bréf sín til viss aðila, sem vildi kaupa Þau á fimmtánföldu verði. Hér átti Örn við Loftieiðir, sem hafa látið þau aðalfundi Eimskipafélags íslands. (Tímamynd KJ) boð út ganga að þeir viljí kaupa hlutabréf í F. í. Þannig er mál með vexti, að seint á síðasta ári vildu nokkrir flugmenn hjá Flugfélaginu kaupa hlutabréf í félaginu, og fóru fram á það við Eimskipafélagið að kaupa bréf af þeim fyrir tífalda upphæð. Stjórnin tók þetta mál til at'hugunar. Stjómarformaður Eimskipafélagsins, Einar B. Guð mundsson, tjáði fréttamanni blaðs ins að aðalfundinum loknum, að stjórnin hefði látið í það skina í byrjun janúar, að hún vildí selja Flugfélaginu sjálfu hluta af hluta bréfum sínum gegn staðgreiðslu og á tíföldu verði, sem var það kaupverð sem þá var í boði. Hér mun hafa verið um hlutabréf fyr- ir 800.000 kr. að ræða á tíföldu verði, eða helmingur af hinum 37 prósentum, sem Eimskip á í Flugfélaginu Flugfélagið tók þetta mál tsl athugunar, og víldi síðan kaupa þessi hlutabréf og borga þau á einu ári. Um svipað leyti fréttu Loftleiðamenn af Þessari hluta- bréfasölu, og buðu fimmtánfalt verð fyrir þau. Nýlega var haldinn stjórnar- fundur i Eimskip þar sem þetta mál var tekið til meðferðar, og hafnaði stjómin tilboði Loftleiða, og að sögn með eins atkvæðismun. Það skal tekið fram að stjórnar- Framhald á 14. síðu. FRAMKVÆMDIR VIÐ KÍSILIDJUNA HEFJAST

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.