Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 2
2____________________________ TI9VIINN ________________ a——wwwn1wa—i—miwiwi!wm*iff&bumxiiiwimiirniniifimn iiihmimu»iiiim> ■ ■"'■» hm ■> Eriksen segir af sér sem leiðtogi Vinstri f lokksins NTB-K AUPM ANN AHÖFN, föstudag. Vinstrablaöið „Vestkysten", staðfesti í dag þann orðiróm, sem verið hefur á kreiki síð- Erlk Eriksen ustu dagana, að Erik Eríksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur. muni segja af sér sem leiðtogi næst stærsta flokks Danmerkur, Vinstri flokksins. Mun hanm gera þetta vegna vaxandi andstöðu innan flokksiins. Blaðið, sem alltaf hefur ver- ið nátengt Eriksen, harmar það í forystugrein í dag, að Erik- sen ætli að segja af sér, en kvaðst jafnframt skilja hvers vegna hann gerir það. — „Hann hefur ekki fengið nauðsynlegan stuðning við stefnu sína. Heldur hefur verið unnið gegn honum, bæði ljóst og leynt, á slíkan hátt, að það hefur verið bæði erfitt og sárs- aukafullt fyrir hann“ — skrif ar Vestkysten. Orðrómurinn um að Erik Eriksen ætli að segja af sér eftir um 40 ára stjórnmálastarf, var umræðuefni fjögurra stór- blaða í dag, þ.e. Politiken, Jyl- landsposten, BT og Ekstrablad- et. Blöðin sögðu, að ástæðan til þess, að Eriksen hefur ákveð ið að segja af sé formennsku flokksins og þingflokksins sé einfaldlega, að hann er svo til eini maðurinn í Vinstriflokkn- um, sem vill sameina flokkinn þriðja stærsta flokki Danmerk- ur, íhaldsflokknum. Jyllands- posten birti í dag niðurstöður á athugun á skoðunum þing- manna Vinstri flokksins á slíkri sameiningu. Voru 25 þingmenn af þeim 36, sem Vinstri flokk- urinn hefur á þingi, spurðir. 16 svöruðu því til, að þeir væru al- gjörlega á móti slíkri hugmynd, einn var með, en hinir átta kváðust ekki enn hafa myndað sér endanlega skoðun á mál- inu. Erik Eriksen er 62 ára gam- all. Hann var forsætisráðherra í samsteypustjórn Vinstri flokksins og íhaldsflokksins ár- in 1950 til 1953, og hann var forseti Norðurlandaráðs árin 1953—’'54, 1956—’'57 Og 1961— ’62. Hann fór fram á það fyrir tveim árum að fá að draga sig til baka sem formaður flokks- ins, en hélt þó áfram vegna á- kafrar hvatningar. Síðan hefur hann oft falað við nánustu vini sína um, að hann sé orðinn leiður á stjórnmálum og að þörf væri á nýjum mönnum í stjórn flokksins. LAUGARDAGUR 22. mai 1965 Mæðradagurinn er á sunnudag FB-Reykjavík, fimmtudag. Mæðradagurinn er á sunnudag- inn, og í tilefni hans mun Mæðra styrksnefnd selja sín árlegu mæðrablóm, litla tvílita rós, og ef vel á að vera þurfa konumar í Mæðrastyrksnefndinni að geta selt allar þær 20 þúsund rósir, sem þær hafa á boðstólum, því ágóðinn rennur allur til uppbygg- ingar og rekstrar mæðraheimilis- ins að Hlaðgerðarkoti í Mosfells- sveit, en væntanlega verður haf- izt handa i sumar um byggingu viðbótarálmu með 10 herbergjum fyrir heimilið samkvæmt uppruna Iegri teikningu að því. Sala mæðrablómsins hefst kL 10 á sunnudagsmorguninn og verða blómin afgreidd í öllum barnaskólum borgarinnar, og einnig í ísaksskóla og Vesturbæj- arskólanum við Öldugötu. Mæðra- rósin mun kosta 15 krónur. Starfsemin að Hlaðgerðarkoti mun hefjast upp úr 20. júní næst komandi, en þar voru í fyrra 50 mæður með 120 börn sín auk 25 Framhald á 14. síðu. NÝ GERÐ AF RÚSSNESKRI LANDBÚNADARBIFREIÐ KJ-Reykjavík, föstudag. Ný gerð af rússneskum land búnaðarbíl er nú komin til landsins, og er hann all frá- brugðinn hinum eldri í útliti, þótt undirvagninn sé mikið til sá sami. Bíll þessi er frambyggður, ög einna líkastur frambyggðúm sendiferðabíl í útliti, en undir- vagninn er þó allur annar og sterkari, þar sem Þetta er fjögurra drifa bíll. Vélin er á milli framsætanna, og gott útsýni er úr ökumannssætinu. Dyr eru aftast á bílnum, en hæglega má setja dyr á hlið hans, og eins er leyfilegt að setja glugga á hliðarnar án þess að bíllinn hækki við það í tollflokki, því lér er um að ræða landbúnaðarbíl, sem kjör inn er til fjallaferða, og akst urs 'á veglaysum, fyrír þá sem áihuga hafa á slíku. Bíl þennan nefna Rússarn- ír UAZ-450, og hefur hann ver ið til reynslu hjá verksmiðjun um í nokkur ár áður en hann var settur á almennan markað. Má segja að undirvagninn sé allur sá sami og á hinum vel þekktu GAZ-landbúnaðarbílum sem verið hafa í notkun hér á landi um nokkurra ára skeið. Dekkin eru þó stærri, og eins er mælaborðið allt annað og smekklegra útlits. UAZ-450 er 4.35 m. á lengd, 1.94 á breidd, hæð er 2.05 m., fjarlægð milli öxla 2.30 m. Breidd milli hjóla 1.43 og hæð undir lægsta punkt 1 er 21 cm Hámarkshraði er g uppgefinn 90 km. og eyðsla á 100 km. 14 lítrar. Hann er með þriggja gíra kassa, háu og lágu drifi og framdrifi að sjálfsögðu. Bifreiðar- og landbúnaðarvél ar, Suðurlandsbraut 14, flytja inn þennan bíl eins og aðra rússneska bíla, og veita allar nánari upplýsingar um hann. Verðið er áætlað 153 þúsund krónur, og má telja Það mjög hagstætt, þar sem hér er um að ræða mikinn bíl, sem hægt er að nota á margan hátt. sé a8 ferSlnnl upplagSur fjallabíll. Firmakeppm Fáks er á sunaudaginn KJ-Reykjavík, fimmtudag. Hestamannafélagið Fákur efnir til sinnar árlegu firmakeppni á skeiðvellinum við Elliðaár næst komandi sunnudag, og hefst keppnin klukkan 15 síðdegis. Hér er ekki um að ræða kapp- reiðar, heldur er þetta stórkost- leg góðhestasýning, þar sem um 240 gæðingar verða sýndir. Verð- ur öllum hestunum riðið inn á völl inn og um hann í byrjun, og í fararbroddi verður Sigurður Ólafs son hinn kunni hestamaður og söngvari á Glettingi sínum, sem er sonur hinnar frægu Glettu. Gæðingunum verður síðan riðið eftir skeiðvellinum einum og ein- um og mun þá dómnefnd, sem skipuð er félögum úr Hestamanna félaginu Herði, dæma gæðingana, og ekki aðeins þá heldur og líka alla framkomu knapans og hvern- ig hann ber sig að við hestinn. Formaður dómnefndar verður Pétur Hjálmsson ráðunautur. Að lokinni þessari miklu góðhesta- sýningu verður aftur riðið í fylk- ingu um völlinn. Aðgangur að firmakeppninni er ókeypis og gefst þarna gott tæki- færi til að skoða alla mestu gæð- inga, sem eru í eigu Reykvíkinga. Fákskonur munu selja happ- drættismiða þennan dag, en dreg- ið verður á annan í hvítasunnu, hinum árlega kappreiðadegi Fáks. Eru vinningar í happdrættinu gæðingsefni og strandferð með Eimskip. Reinhard Lárusson formaður firmakeppninefndar Fáks afhenti í dag eigendum þeirra fyrirtækja verðlaun, sem sigruðu í firma- keppninni í fyrra. Málning h.f. í Framnaló á 14 síðu. LÍZT VEL Á MINKA- RÆKT HÉR Á ÍSLANDI KJ-Reykjavík, fimmtudag. f gær átti Tíminn tal við Alf Lund, formann dönsku loðdýra- ræktarfélaganna, en hann kom hér við á leið sinnl til Grænlands. — Á hvaða ferðalagi eruð þér til Grænlands? — Eg er að fara þangað á vegum dönsku grænlandsverzlun arinnar þeirra erinda að skrifa bók um minkarækt í Grænlandi. Þeir hafa áhuga á að koma á fót minkarækt þar í landi, og mun ég skrifa bókina á dönsku sem síðan verður þýdd á græn- lenzku og dreift tii þeirra sem áhuga hafa á þessari atvinnugrein. Eg mun dvelja í um hálfan mán- uð, aðallega í Narssak og Þar um kring þar sem eitt minkabú hef ur þegar verið sett upp. Græn- landsverzlunin mun þó ekki sjálf standa fyrir búunum, heldur gefa Grænlendingum möguleika á að koma sér upp búum og reka þau sjálfir. — Hvað getið þér sagt okkur um minkaræktina í Danmörku? — Núna eru um 6 þúsund minkabú þar og verða seld þar minkaskinn í ár fyrir um 200 milljónir d kr Skinnin eru seld á fjórum uppboðum sem haldin eru ár hvert á vegum samtaka okkar Mjög góð samvinna er á milli Finnlands. Noregs. Svíþjóð ar og Danmerkur um uppboðin, og eru þau aldrei haldin samtím is í tveim löndum svo skinnakaup menn geta farið á mílli landanna og verið á öllum uppboðunum. Hvert skinn er selt á hundrað krónur danskar að meðaltali, og eru þau Þá ekkert verkuð, að- eins þurrkuð. Eftirspurnin er mikil, og fer mikill hluti skinn anna til Bandaríkjanna, en einníg til Þýzkalands og annarra Evrópulanda. — Hvernig er með fóðuröflun til minkaeldis í Danmörku? — Við þurfum um hundrað milljón kíló af fiski í þessi 6000 bú, og nokkuð af því magni get- um við fengið í Danmörku, en stóran hluta þess verður að flytja inn frá öðrum löndum. Við erum því ekki eins vel settir með minkafóður og þið hér sem haf ið nóg af fiski. Og annað hafið þið hér sem okkur vantar til- finnanlega, en það eru landsvæði fyrir minkabúin. Danmörk er lítið land, og þéttbýlt, en hér hafið Þið nóg landrými, og þess vegna skil ég ekki í því hvers vegna þið hafið bannað minkarækt. — Hvað kostar góður minkur til undaneldis í Danmörku? — Góður minkur til undaneldis kostar í Danmörku 250—300 krón ur danskar, eða nærri tvö þúsrund krónur íslenzkar — Og yður lízt sem sagt vei á minkarækt hér á landi? — Já, ég held að þið hafið allt I til þess að reka minkabú, og við mundum mjög gjarnan verða Is- lendingum til leiðsagnar við stofn setningu búanna. Alf Lund

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.