Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 22. maí 1965 TÍMINN Ihaldið rís öndvert gegn úrbótum í umferðamálum AK, UeykjavíK, föstudag. — Þau furðulegu tíðindi gerðust í borgar stjórn Reykjavíkur í gærkveldi, að íhaldið beitti sér með oddi og egg gegn því, að boðað yrði til ráð stefnu, sem fjallaði um umferða- slys í borgitnni og varnir gegn þeim, og til hennar kvaddir þeir aðilar, sem mesta reynslu og sér- þekkingu liafa í þessu mikla og sívaxandi vandamáli. Má segja, að skörin sé farin að færast upp í bekkinn, þegar meirihlutinn í borgarstjóm rekur svo skefjalausa gereyðingarstyrjöld gegn öllum nýtum tillögum minnihlutans, að ekki má einu sinni samþykkja til- löigur og sjálfsagðar tilraunir til úrbóta í umferðamálum. — Eftir- farandi tillögu Kristjáns Benedikts sonar, borgarfulltrúa Framsóknar flokksi'ns, vísaði íhaldið til svæf ingar í umferðarnefnd gegn at- kvæðum minnihlutaflokkanna. „Borgarstjórn Reykjavíkur lítur alvarlegum augum á hinn mikla fjölda umferðaslysa í borginni og telur að einskis megi láta ófreist- að til að draga úr þeirri slysa- hættu, sem umferðinni er sam- fara. Því ákveður borgarstjór.’iin að beita sér fyrir því, að haldin verði á suniri komanda sérstök ráðstefna, er eingöngu fjalli um umferðaslys í borginni og varnir gegn þeim. Felur borgarstjórn umíerðanefnd að undirbúa ráð- stefnuna og sjá um framkvæmd hennar. Skal umferðanefnd leita samstarfs við sem flesta þeirra aðila, sem þekkingu og áhuga hafa á þessu mikla vandamáli, svo sem lögreglu, slysavarnafélaga, tryggingafélaga, bifreiðaeftirlits- ins, hinna ýmsu samtaka öku- manna foreldrafélaga og samtaka kennara. Æskii borgarstjórnin þess, að til ráðstefnu þessarar verði vandað eftir föngum, svo að árangur megi verða sem mestur“. í framsöguræðu sinni minnti Kristján Benediktsson á það, að hann hefði fyrir tveimur mánuð- um flutt í borgarstjórn tillögu um að auka umferðaeftirlit á götum og byggja þar á þeirri ágætu reynslu, sem fengizt hefði af slík um ráðstöfunum á miklum um- ferðadögum, t.d. í desember, en það hefur komið í ljós, að umferða- slysum fækkaði í des. tvö s.l. ár vegna þessarar auknu vörzlu. Kristján sagði, að sú tillaga hefði fengið aðra afgreiðslu en hann taldi æskilega. í þeim umræðum hefði verið drepið á ýmis atriði í sambandi við umferðina og kom ið fram mikilvægar upplýsingar um slysafjöldann og orsakir hans. Kvaðst hann ekki vilja endurtaka það allt nú en vísa til þess. Þó vildi hann minna á þá staðreynd, að árið 1961 hefðu umferðaróhöpp verið nær tvö þúsund í Reykja- vík en árið 1964 nær þrjú þúsund eða um 8 á dag. Sýndi þetta þróun ina samfara fjölgun bílanna. Þriðj ungshækkun á þremur árum væri óhugnanleg aukning.Þetta væri svo ískyggilegt, að leita yrði allra ráða til þess að stöðva þessa þróun. Um ferðaráðstefna gæti án efa haft heillavænleg áhrif. Þar munu koma fram nýjar hugmyndir, ný úrræði, er beita mætti í baráttunni. Gísli Halldórsson hafði uppi ýms ar úrtölur og lagði til að tillög unni yrði vísað til umferðanefnd ar. Hann taldi tölur þær, sem Kristján hafði nefnt um umferða slys á síðasta ári of háar og nefndi aðeins tölu þeirra, sem orðið hefðu fyrir bifreiðum og komst að þeirri niðurstöðu, að þeim hefði farið fækkandi. Vildi hann helzt fall ast á, að önnur umferðaslys væru ekki til og ekki taka með í reikn inginn ökumenn eða farþega í bifreiðum. Vakti þessi röksemda færsla undrun manna. Taldi Gísli að ekki þyrfti að leita eftir ráð um, þau væru næg til í þessum málum, og ástandið mundi frem ur fara batnandi en versnandi. Friðleifur Friðleifsson tók mjög í sama streng og Gísli. Kristján Benediktsson hrakti glögglega tölublekkingar Gísla um umferðaslysin og benti á, að það væri ekki leiðin til góðs árangurs í þessu válega vandamáli að vera svona ánægður með á- standið og fram hefði komið hjá talsmönnum meirihlutans. Við getum ekki sætt okkur við það, sagði hann, að ástandið fari svona hríðversnandi ár frá ári. Við get- um ekki horft aðgerðalausir og úrræðasnauðir á það, sem hér er að gerast. Það leysir engan vanda að lýsa yfir, að allt sé í lagi. Það er fráleitt að fara að eins og meirihlutinn í vetur, er hann lét sig hafa það að fella tillögu um aukna umferðarvörzlu í borginni, þó að staðreyndir sýndu, hve góð- an árangur það hefur borið. Einar Ágústsson kvað gamla sögu vera að gerast í afgreiðslu þessa máls. Þegar íhaldið vildi svæfa eitthvert nytjamál fyrir minnihlutanum, þá væri viðbáran, að ekki mætti ganga fram hjá hinni eða þessari nefndinni, og nú væri það umferðanefnd. En það væri ekki til neins að vera með nein látalæti eða yfirdrepsskap um þetta. Tilgangurinn væri sá einn að svæfa málið, losna við það. Hér væri sífellt verið að vísa tillögum minnihlutans til nefnda, en það kæmi aldrei neitt frá þeim aftur, nema helzt yfir- lýsingar um að allt væri í stakasta lagi og ekki þörf á aðgerðum, sem tillögurnar fjölluðu um. Oftást væru þær svæfðar og ekki á þær minnzt framar. Einar sagði, að tillagan um um- ferðarráðstefnu væri þörf og brýn. Enginn vafi væri á því, að hún gæti orðið til gagns, væri vel til henar vandað. Þar ’ mundu koma fram góðar hugmyndir, og þeirra væri þörf. Að lokum var tillögunni um ráð- stefnuna vísað til umferðanefnd- ar með 9 atkv. gegn 6. Þess má geta, að önnur tillaga um um- ferðaráðstefnu hefur legið hjá nefndinni í tvö ár og er þar sofn- uð svefninum langa. Sýnir það, hve rík ástæða var til að vísa þessari tillögu til nefndarinnar líka. Vinnuskólinn veröur að taka við 12 ára stúlkum AK-Reykjavík, föstudag. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins bar fram nokkrar fyrirspumir um Vinnuskóla Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í gærkveldi, og svaraði borgarstjóri þeim. Fyrsta spurníngin var um það, hver væm helztu verkefni, sem unnið yrði að í Vinnuskólanum í sumar. Borgarstjóri sagði, að þau væru margs konar, en nefna mætti hirðingu garða, gróðursetn- ingu, lagfæringar í Öskjuhlíð, gæzlu á barnaleikvöllum, lagfær ingu íþróttavalla, málnmgu vinnu skúra, lagfæringu á skólalóðum og svo ýmsa vinnu á Úlfljótsvatni. Sem svar við öðrum spurning um Kristjáns um Vinnuskólann, sagði borgarstjóri, að undanfarin •‘ rainhal ♦ Í> \ 4 <!>)» Ráðstefaa á Hásavík um EFNAHAGSMÁL, LANDBÚNADARMÁL OG BYGGDAÞRÚUN Samband ungra Framsóknarmanna heldur ráSstefnu fyrir NorSurlandskjördæmi eystra á Húsavík, dagana 26. og 27. meí, og hefst hún kl. 8.30 e..h Framsögumenn verða: Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, bóndi, Tjörn, sem ræðir um efnahagsmál, Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, sem ræðir um landbúnaðarmál, Kristján Ingólfsson, skólastjóri, Eskifirði, sem ræðir um byggðaþróunina. Hjörtur Eldjárn Halldór Pálsson Krlstján Ingólfsson ráðstefnu S.U.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.