Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 16
TELJA SIG GETA HÆKKAD VÍNVERÐ Á EIGIN SPÝTUR birgðastörf hér og erlen.tMs eða hættir störfum. Fyrir nokkru var haldin samkeppni um tillögur að félagsmerki fyrir félagið og var verðlaunatillaga Ingva H. Magnús- sonar auglýsingateiknara sam- þykkt félagsmerki Læknafélags Reykjavíkur. f fréttatilkynningu frá LR seg- ir, að óvenju margir félagsfundir og fræðsluerindi hafi verið haldin á starfsárinu, m. a. héldu 7 er- iendir fyrirlesarar erindi um lækn isfræðileg efni á fundum félags- jps. Þá hafa verið fluttir hálfsmán SSarlega þættir í ríkisútvarpið á vegum félagsins undir heitinu „Raddir lækna“. Víðtæk athugun hefur farið fram innan félagsins um framtíð- arskipulag læknisþjónustumála og tillögur gerðar til úrbóta og breyt Sáttafundur AlftReykjavík, föstudag. Sáttafundur hófst kl. 17 í dag í deilu verkalýðsfélaga fyrir aust an og norðan, og stóð hann til kl. 19, án þess, að nokkurt samkomu lag næðist. Torfi Hjartarson, tjáði blaðinu í kvöld, að annar fundur sé boðaður kl. 20.30 n. k. mánudagskvöld. TÚMATAR KOMA I NÆSTU VIKU FB-Reykjavík, föstudag. Neyzla grænmetis hefur mjög færzt í aukama síðustu ár hér á landi, og því er það, að margar Hannes Kjartans- son ambassador iáSÞ Fyrir nokkru tók ríkisstjórnin þá ákvörðun, að skipaður skyldi sérstakur ambassador fyrir ísland hjá Sameinuðu þjóðunum i New York. Utanríkisráðuneytið hefur nú skipað Hannes Kjartansson,sem undanfarin ár hefur verið aðal- ræðísmaður íslands í New York, til þess að vera ambassador ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum og afhenti hann aðalframkvæmda stjóra þeirra embættisskilríki sín hinn 20. maí. Hannes Kjartans son mun verða áfram aðalræðismað ur íslands í New York. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 21. maí 1965. Hálfrar aldar almanak FB-Reykjavík, föstudag. Blaðinu hefur borizt lítið og þægilegt dagatal, sem gildir ekki í eitt ár eins og flest slík gera, heldur verður Það í sínu fulla gildi allt fram til ársins 1990. Dagatalið er þunn plata, aðeins 9 cm. á kant. Á henní eru mánaðardagarnir, nöfn mánaðanna og ártöl. Vilji mað ur vita upp á hvaða vikudag einhver mánaðardagurinn ber eitthvert ákveðið ár, stillir maður ártalið á mánuðinn, og síðan er hægt að lesa ef efri töflu (sjá mynd) skífunnar, hvaða vibudagur verður þenn- an ákveðna mánaðardag. Hlaup ár eru stérstaklega merkt. Þetta þægilega dagatal get- ur hver sem eir fengið keypt í Samvinnubankanum eða útibú- um hans um allt land, gegn Framhald á 14 síðu húsmæður hafa horít vonaraugum! í kringuin sig í búðunum undan- farna daga í von um að koma þar auga á tómata, sem ekki hafa verið á boðstólum síðan í fyrra- haust. Við spurðumst fyrir um tómatauia hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, og einni'g spurðum við Eirík 'Snæland garðyrkju- bónda að Espiflöt i Biskupstung- um um uppskeruna, og fengum þær upplýsingar, að ekki gæti dreg izt langt fram yfir helgina, að tómatarnir kæmu í verzlanir hér í borginni. Eiríkur Snæland tjáði okkur, að þegar væri farið að senda tó- mata til Reykjavíkur, en magnið væri svo lítið ennþá, að líklegt væri, að mestur hluti þess færi beint til veitingahúsanna. Hins vegar sagði hann. að ekki gæti lið- ið langt fram yfir helgi án þess að eitthvað færi að sjást af þeim í búðum, en líklega yrði þó ekki um svo mikið magn að ræða fyrst um sinn, að það nægði eftirspurn- inni í borginni. Margir tómatarekendur verða með tvær uppskerur af tómötum í sumar, svo búast má við, að hægt verði að fá þá allt fram að jólum, sem er alveg nýtt, því til þessa hafa tómatar ekki enzt leng- ur en fram í október. Þeir, sem verða með tvær uppskerur, fá þá fyrr nú á næstunni, en seinni upp- skeran verður í september. Svo eru allmargir, sem aðeins hafa eina uppskeru, og verður því nóg af tómötum allt sumarið, því þessi Framhaic a i4. siðu FRAMSÓKNARMENN í KÓPAVOGI Stofnfundur félags um húseign- ina Neðstutröð 4 verður haldinn að Neðstutröð 4 laugardaginn 22. maí kl. 4 e. h. — Undirbúnings- nefndin. SURTSEYJARFÉ LAG STOFNAÐ MB-Reykjavík, föstudag. f gær, fimmtudag, var stofnað Surtseyjarfélag, og á það að beita sér fyrir eflingu rannsókna í jarðvísindum og líffræði í sam bandi við Surtsey og á íslandi almennt. Félagið vinnur nú að því í samráði við Björgunarfélag Vestmannaeyja að reisa hús í Surtsey. Skömmu eftir að gosið í Surtsey hófst mynduðu vísíndamenn í jarð vísindum og líffræði. sem störf uðu að rannsóknum á gosinu og eyjunni, með sér Surtseyjarnefnd til þess að samræma rannsóknir í eyjunni. Hefur starfsemi nefnd arinnar aukizt smám saman, enda hefur einnig vaxið mjög áhugi á rannsóknum í Surtsey og koma þar ekki síður erlendír vísinda- menn við sögu. Með tilliti til þess arar þróunar var ákveðið að stofna Surtseyjarfélagið. Félagið sjálft annast ekki rannsóknarstörf, en skal leitast við að efla og samræma rannsóknir á ofangreind um sviðum,1 m. a. með því að afla fjármagns og veita styrki til einstaklinga, stofnana eða verk efna. Stofnendur voru íslenzkir Framhald á 14 sfðu 1000farþegar fyrstu vikuna Hannes Kjartansson. MB-Reykjavík, föstudag. Nú er liðin rétt vika síðan hin nýja flugvél Flugfélags ís- lands, Fokker Friendship-vélin Blikfaxi. kom til landsins, en fyrsta innanlandsflug hennar var s. 1. sunnudag. Síðan hefur vélin verið í næstum stanz- lausu flugi á daginn, fyrir há degi mestmegnis í æfingarflugi en í aætlunarflugi eftir hádegi. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa F.Í., munu þegar yfir eitt þús- und manns hafa ferðazt með vélinni, ef með eru taldir boðs- gestir frá hinum ýmsu viðkomu stöðum vélarinnar. Eins og frá hefur verið sagt var tekið með viðhöfn á móti vélinni á Akur- eyri, Egilsstöðum og ísafirði og bauð F.í gestum frá þessum stöðum og nágrenni þeirra í flugferð með vélinni yfir ná- grennið. Myndirnar hér til hlið ar eru frá móttökum á Egils- stöðum og ísafirði. Á efri myndinni flytur Bjarni Guð- björnsson forseti bæjarstjóm- ar ísafjarðar ræðu (ljósm. ÍJ) og á neðri myndinni býður Sveinn Jónsson bóndi á Egils- stöðum flugvélina velkomna þangað. (ljósm. SJ). EJ-Reykjavík, föstudag. Undanfarið hefur staðið yfir deila um verðlag á „sjússum“ á veitingahúsum. Hófst deilan með því, að þjónar ákváðu nýja gjald skrá fyrir áfengi, þar sem þeir reiknuðu þjónustugjaldið, sem er 15% af verði áfengisins, eins og áfengisverzlunin gefur það upp, og söluskattinum, en hingað til hefur þjónustugjaldið verið reiknað af áfengisverðinu án söluskatts. Mál Þetta fór til dóms málaráðuneytisins, sem úrskurð aði þessa nýju gjaldskrá ólöglega. Þjónar svara því til í greinar- gerð, sem blaðinu barst í dag, að þetta komi ráðuneytinu ekki við, en Ólafur W. Stefánsson, fulltrúl í ráðuneytinu, sagðl í viðtali við blaðið í dag, að þessi skilningur þjóna væri alrangur, þar sem hér væri um ólöglega hátt verð á á- fengi að ræða. Mun ráðuneytið væntanlega taka ákvörðun um, hvað gera skal í málinu á mánu- daginn. Blaðinu barst í dag eftirfarandi greinargerð frá stjórn Eélags framreiðslumanna: „Vegna blaðaskrifa um verðlag á víni í veitingahúsum hér í borg viljum vér biðja yður að birta eftirfarandi: 1. Deila sú, sem risið hefur milli Félags framleiðslumanna og eigenda veitingahúsa hér í Reykja vík urn það hvort framreiðslu- mönnum beri þjónustugjald af söluskatti o. fl., sem gestir eru látnir greiða umfram það verð á vínum, em áfengisverzlunin hef ur ákveðið og framrelðslumönn- um hefur verið uppálagt að ton- heimta af gestum auk stofnverðs og þjónustugjalds, er dómsmála- ráðuneytinu með öllu óviðkom- andi, þar sem hér er nm að ræða deilu um kaupgjald og skilning á samningi framreiðslu- manna við veitingamenn. Framhald á 14. sfðu. Félagsmerki Lækna- fálags Reykjavíkur LR FB-Reykjavík, föstudag. Nýlega var haldinn aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur og lauk þar með fimmtugasta og fimmta starfsári félagsins. Félagsmenn eru nú 279, og eru þar af starfandi í borginni um 180 læknar, en um 100 læknar eru við nám eða bráða inga, en auk þess á LR aðild að læknisþjónustunefnd Reykjavíkur- borgar, er vinnur að endurskoðun læknisþjónustu í Reykjavík utan sjúkrahúsa og sambandi hennar við sjúkrahúsin. Framhalö a 14. siðu I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.