Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.05.1965, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR TlMIWN LAUGARDAGUR 22. maí 1965 Frjáls- íjjróttamót í Stykkishólmi Þrjú innanhúsmót í frjálsum íþróttum voru haldin í Styklds- hólmi í apríl. Skólamót MiSskólans í Stykkishólmi 11. aprfl, innanhús- mót H.S.H. 15. aprfl og innanfélags mót Umf. Snæfells 29. aprfl. Beztu afrek í einstökum grein- um urðu þessi: Langstökk án atr. Sigurður Hjörleifsson f.M. 3.16 m Guðbjartur Gunnarss., Í.M. 3.09 m Sigurjón Halldórss, Grf 3.04 m Eyþór Lárentsínusson, Snf. 3.00 m Þrístökk án atr. Sigurður Hjörleifss., Í.M. 9.35 m Sigurjón Halldórss., Grf. 8.92 m. Guðbjartur Gunnarss, Í.M. 8.86 m. Sigurður Kristjánsson St. 8.72 m Hástökk án atr. Eyþór Lárentínusson, Snf. 1.50 m. Friðrik Alexanderss, f.M. 1.45 m Öm Alexandersson, Vík 1.30 m Sigurður Hjörleifsson f.M. 1.30 m Hástökk með atr. Sigurður Hjörleifsson, f.M. 1.70 m Sigurþór Hjörleifss., Í.M. 1.70 m Sigurður Björgvinss., Snf. 1.65 m Eyþór Lárentínuss., Snf. 1.65 m Hástökk með atr., stúlkur. Rakel Ingvarsdóttir, Snf. 1.35 m Sesselja G. Sigurðard., Snf. 1.35 Svala Lárusdóttir, Snf. 1.30 m Kristín Lárusdóttir, Snf., 1.25 m. Afrek Sigurðar og Hrefnu í lang stökki án atr. eru ný héraðsmet. Körfuknatttleiksmót H.S.H., hið fyrsta í röðinni, fór fram í íþrótta húsinu í Stykkishólmi 1. maí. Þrjú lið tóku þátt í mótinu, frá Umf. Snæfelli í Stykkishólmi, Umf. B'ramnaio a bls. 13 KR-ingar fögnuðu sigri í Reykja víkurmótinu í knattspyrnu í fyrra kvöld eftir sigur gegn Val, 2:1. Eftir leikinn var þeiin afhentur Reykjavíkurbikarinn og sést Ellert Schram, fyrirliði, halda honum hátt á lofti. Við hlið hans standa þeir Hreiðar Ársælsson, Bjami Felixsson og Þorgeir Guðmuuds- son, og sigurgleðin leynir sér ekki. Ekkert félag hefur hlotið Reykja- víkurmeistaratitil oftar en KR, þetta elzta knattspymufélag Rvík- ur, en Vesturbæjarliðið hefur unu ið titilinn í 22 skipti aljs. — Langstökk án atr., stúlkur. Hrefna Jónsdóttir, Snf. 2.41' m. Signý Bjarnadóttir, Helg. 2.38 m Sesselja G. Sigurðard., Snf. 2.32 m Rakel Ingvarsdóttir, Snf. 2.20 m SIGURGLEÐI Nú fer að líða að þvf, að Cassius Clay, öðru nafnl „Muhammad Ali'* og Sonny Liston mætist í einvíginu um heimsmeistaratttii { þungavigt, en n. k. þriðjudag er áformað, að leikur þeirra fari fram. Eins og áður hefur komið fram, er Cassius mjög sigurviss, en Liston hefurlífið látið frá sér heyra. Myndin hér að ofan var tekin nýlega af Casstus Clay fyrir framan æfir.gabúðir hans, en þangað hleypur hann okki mörgum að. Á skiltinu stendur „upptekið fyrir Muhammad Ali“, en því nafni vill kappinn láta nefna sig. Keppnin í 1. deilti hefst á sunnudaginn Fram leikur á Akureyri og Skagamenn í Keflavík. Alf—Reykjavfk. — íslandsmótið í knattspyrnu hefst samtímls á tveimur stöðum á sunnudaginn, Akureyri og Keflavík. Fram leik- ur á Akureyri gegn heimamönnum í 1. deild og Skagamenn sækja Keflvíkinga heim. Báðir leikimir hefjast klukkan 16. Mikill spenningur er ávallt um leiki í 1. deild, hvort sem um er að ræða fyrstu leikina eða þá síðustu, því hvert stig er dýrmætt. Ekki er ætlunin að spá neinu fyrir um leikina á sunnudag. Eflaust á Fram við ramman reip að draga á Akureyri, en Akureyringar hafa æft vel að undanförnu og sýndu góða leiki gegn Þrótti nýverið. Leikinn á Akureyri dæmir Einar Hjartarson. — Leikur Keflvíkinga, núverandi íslandsmeistara, og Skagamanna ætti að geta orðið mikill baráttuleikur og verður eflaust um jafna viðureign að ræða. Leikurinn, sem fram fer á Njarðvíkurvellinum dæmir Grétar Norðfjörð. Þess má geta, að ákveðið hefur verið, að leikur Vals og KR í 1. deild, sem fram átti að fara í fyrrakvöld en var frestað, fari fram 4. júní n.k. VormótÍRá morgun Fyrsta opinbera frjálsíþróttamót ið hér í Reykjavík á þessu sumri, Vormót ÍR fer fram á Melavellin um á morgun, sunnudag og hefst kl. 14. Keppni í sleggjukasti hefst þó hálftíma fyrr eða kl. 13,30. Keppt verður í eftirtöldum grein um á mótinu að þessu sinni: 100 m 400 m, 800 m, 3000 m, 4x100 m. boðhlaupi, langstökki, hástökki, sleggjukasti, kringlukasti, kúlu- varpi, , 100 m. hlaupi kvenna og 100 m. hlaupi sveina, þ.e. pilta, sem eru fæddir 1949 eða síðar. Þátttaka er allgóð í mótinu, keppendur eru um 50 m.a. frá Reykjavíkurfélögunum þremur, KR, Ármanni og ÍR og auk þess frá nokkrum utanbæjarfélögum. Frjálsíþróttamenn hafa náð ágætum árangri á innanfélagsmót um í vor, en hæst ber að sjálf- sögðu hið glæsilega íslandsmet Jóns Þ. Ólafssonar í hástökki, 2.10 m. Jón keppir á morgun, og verði gott veður, er ekki gott að segja nema hann bæti metið enn, því að Jón stökk vel yfir 2,10 m. á dögunum. Auk Jóns eru flestir beztu frjálsíþróttamenn landsins meðal þátttakenda, Guðmundur Hermannson, sem varpað hefur kúlu 16,25 m. er í mjög góðri æf- ingu nú og ýmsir eru þeirrar skoðunar^ að hann muni gerast nærgöngull við íslandsmet Husebys frá 1951, en það er 16.74 m. Allir beztu lang- og millivega lengdarhlauparar keppa, svo sem bræðurnir Kristleifur og Halldór Guðbjörnssynir, Agnar Leví o.fl. ALDREIBETRI! Heimsmeistarakeppnin í þunga- vigt í hnefaleiknum verður n.k. þriðjudag milli Cassius Clay og Sonny Liston og frá æfkigabúðum Liston hefur komið sú tilkynning, að fyrrverandi heimsmeistari hafi aldrei verið betri — og nú i miklu betri æfingu, en þegar hann tap- aði fyrir Clay í fyrra. Liston vegur nú 97 kíló, en mun léttast eitt- hvað fyrir þriðjudag. Hann boxar sex lotur á dag gegn tveimur æf- ingafélögum — lotu minna en Clay, sem einnig æfir hlaup mjög — hleypur minnst fimm km. á dag. Clay hætti æfingum í gær, og mun nú einbeita sér að taktiskum hliðum leiksins. PUNKTAR Hin eiginlega vertíð frjáls- íþróttamanna hefst á sunnudag- inn með Vormóti ÍR. Frjáls- íþróttamenn okkar hafa verið í mikjum öldudal síðustu árin, og sárafáir áhorfendur fylgzt með frjálsíþróttamótunum. Sem bet ur fer virðast frjálsíþróttir nú vera á uppleið aftur og væntan lega eiga þær eftir að skipa veglegan sess að nýju. Þegar ég tala um, að frjálsíþróttirn- ar séu á uppleið aftur, á ég ekki endilega við, að hér séu að spretta upp frjálsíþrótta- menn á heimsmælikvarða, þótt t.d. Jón Þ. Ójafsson hafi náð glæsilegum árangri fyrir nokkr um dögum, heldur aðallega það að almennur áhugi unglinga á frjálsíþróttum fer vaxandi. í hópi þessara unglinga eru mörg •kemmtileg efni, sem náð hafa ágætum árangri, þótt enn sé ekki um nein „stjörnuafrek" að ræða. „Stjörnuafrekin" eru heldur ekki alltaf aðalatriðið, heldur hitt að um skemmti- lega og jafna keppni sé að ræða. Það er nokkuð, sem okk ar ungu frjálsíþróttamenn geta boðið upp á, þess vegna eru líkur fyrir þvi, að áhorfendum að frjálsíþróttamótum fari fjölg andi. Stjórn Frjálsíþróttasambands íslands hefur markað hyggi- lega stefnu með því að einbeita kröftum sínum að unglinag- starfinu, ckki einungis hér í Reykjavík, heldur um land allt. Slíkt starf krefst þrautseigju og tíma, en það borgar sig. Næsta skref hjá frjálsíþrótta- forystunni verður svo að vera skipiflagning frjálsíþróttamót- anna, en þvi miður hafa þau verið of illa skipulögð og geng- ið of hægt fyrir sig. Þessu ætti að vera auðvelt að kippa f lag. Og þegar svo er komið, að hægt verður að bjóða upp á skemmti Iega og jafna keppni á vei skipulögðu móti. þurfa íslenzk- ar frjálsíþróttir engu að kvíða — alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.