Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 1

Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 1
36 SIÐUR 145. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Suarez leitar til and- stöðunnar til stjóm- armyndunar á Spáni Sjá einnig bls. 19. -□ -□ □ □ Madrid, 6. júlí — Reuter. ADOLFO Suarez, forsætisráð- herra Spánar, hefur enn ekki tek- izt að mynda nýja rfkisstjórn, en Tveir Rússar út í geiminn Moskvu, 6. júlí — AP SOVÉZKIR vfsindamenn skutu f dag á loft mönnuðu geimfari, og er talið að geim- farið verði tengt geimstöðinni Salyut-5, sem skotið var á loft 22. júnf sfðastliðinn. Nýja geimfarið nefnist Soyuz-21, og eru tveir geimfar- ar um borð f þvf. Þetta er fyrsta mannaða geimferðin sfðan f júlf í fyrra þcgar Bandarfkin og Sovétrfkin unnu sameiginlega að Apollo- Soyuz geimferðinni, þegar geimfarar frá báðum löndum hittust úti f geimnum. Soyuz-21 var skotið á loft frá Baikonur-geimstöðunni í Kazakhstan, um 2.250 km suð- austur af Moskvu um hádegið i dag (ísl. tími), og tókst geim- skotið með ágætum að sögn Tass fréttastofunnar sovézku. Geimfararnir tveir eru Boris V. Volynov ofursti, sem verið hefur starfandi við geimrann- sóknir frá 1960 og stjórnaði Soyuz-5 í janúar 1969, og Viteli Zholobov, sem nú fer sína fyrstu geimferð. Hann er 35i geimfari Sovétrikjanna. Talið er að fyrirhugaðar séu fleiri mannaðar geimferðir frá Sovétríkjunum á næstunni, en Bandaríkin áætla engar mannaðar geimferðir næstu tvö til þrjú ár. ráðherrann sór embættiseið sinn á mánudag og hét þvf þá að hraða st jórnarmyndun eftir mætti. Fljótlega eftir að Juan Carlos konungur skipaði Suarez for- sætisráðherra á laugardagskvöld, lýstu fjórir fráfarandi ráðherrar úr stjórn Ariaz Navarro, þeirra á meðal Jose Maria de Areilza utanrfkisráðherra, Manuel Fraga innanríkisráðherra og Adolfo Martin Gamero upp- lýsingamálaráðherra því yfir að þeir gæfu ekki Framhald á bls. 20 Yigal Allon utanrfkisráðherra Israels tekur á móti gíslum frá IJganda við komu þeirra heim á sunnudag. Lengst til vinstri á myndinni er flugstjóri frönsku þotunnar, sem rænt var. Viðbúnaður í ísrael hótanir í Uganda Öryggisráðið beðið að ræða árás ísraela á Entebbe-flugvöll Sjá einníg bls. 16. -□ -□ □ — □ — Nairobi, Tel Aviv, New York 6. júlt — AP. Reuter. EININGARSAMTÖK Afríku, OAU, hafa formlega farið þess á leit f New York að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kvatt saman til aukafundar til að ræða „grófa árás“ tsraels á Uganda þegar tsrael sendi víkingasveit til að frelsa 110 gfsla úr höndum flugræningja á Entebbe-flugvelli við Kampala um helgina. Yigal Allon utanrfkisráðherra tsraels hefur hins vegar ritað Kurt Waldheim aðalfram- kvæmdastjóra SÞ bréf þar sem Allon þakkar tilraunir Wald- heims til að fá gfslana lausa. Einnig skýrir Allon Waldheim frá ástæðum tsraelsmanna fyrir þvf að vfkingasveitirnar voru sendar. Efni bréfsins hefur ekki verið birt. Idi Amin forseti Uganda hefur nú opinberlega ásakað vfirvöld f Kenya fyrir beina aðild að árás tsraela á Entebbe flugvöll, en kveðst hins vegar ekki hafa f huga árás á Kenya f hefndar- skyni. í Ísrael er nú mikill viðbúnaður til að verjast hugsanlegum árás- um arabiskra skæruliða til að hefna ófaranna i Uganda. Hefur komið til tals að koma á dauða- refsingu við skæruliðastarfsemi eða flugráni. Sagði Yitzak Rabin forsætisráðherra í því sambandi að f hvert skipti sem „morðingi" væri dæmdur til nokkurra ára fangelsisvistar, væri aukin hætta á frekari glæpaafbrotum í til- raunum við að fá hann lausan. Rabin benti á mál Japanans Kozo Okamato í þessu sambandi, en hann var dæmdur til fangelsis- vistar fyrir aðild að árás á Ben Gurion flugstöðina árið 1972. Nú var hann einn þeirra fanga, sem flugræningjarnir í Uganda heimt- uðu að fá lausan. Taldi Rabin nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnina að fá frjálsari hendur varðandi dauðarefsingu, sem nú má einungis beita gegn þeim, sem standa fyrir þjóðarmorðum á borð við ofsóknir nasista i Þýzkalandi Hitlers. Hann varaði einnig við frekari árásum í ísrael til að hefna fyrir Framhald á bls. 20 Súdan slítur stjómmála- Líbýu sambandi Egyptar gefa í skyn að Rússar styðji Líbýu í árásum á Arabalönd Khartoum. Súdan, 6. júlí — AP, Reuter. SUDAN SLEIT í dag stjórnmálasambandi við Lfbýu, og hefur starfs- mönnum sendiráðs Lfbýu verið tilkynnt að óskað sé eftir þvf að þeir hverfi allir úr landi innan sólarhrings. Fylgja þessar aðgerðir f kjölfar þess að Súdan sakaði á mánudag Lfbýu um að hafa undirbúið misheppnaða stjórnarbyltingu, sem gerð var f Súdan á föstudag. Lýsti Jaafar Mohammed Nemery forseti Súdans þvfyfir opinberlegaað Lfbýa hefði séð uppreisnarmönnum fyrir vopnum, þjálfun í hernaði og fjármunum, til að kosta byltingar- tilraunina. Skýrði Nemery forseti frá ákvörðuninni um stjórnmálaslit á útifundi, sem haldinn var f Juba, höfuðborg suðurhéraða Súdans, f dag. Forsetinn sagði einnig aó allar flugsamgöngur milli Súdans og Líbýu yrðu stöðvaðar, og að flug- vélum frá Líbýu yrði bannað að fljúga yfir súdanskt landsvæði. Á mánudag lýsti Nemery for- seti því yfir að skæruliðar, þjálf- aðir í Líbýu, hefðu komið til Súd- ans til að aðstoða innlendar bylt- ingarsveitir. Nú hefur TAP- fréttastofan f Túnis tekió undir þessi orð forsetans. í frétt í dag segir TAP að verið sé að þjálfa fjölda ungra Araba F-’skæruhern- aði í Líbýu, þeirra á meðal 2.400 manna hóp frá Túnis, og eigi þess- Nemery. ir skæruliðar siðan að mynda kjarna að byltingarsveitum í heimalöndum sfnum. TAP segiraðífyrstuhafiyfir- völd í Líbýu haldið þvi fram að þjálfunarbúðirnar væru ætlaðar sjálfboðaliðum, sem vildu berjast með palestinskum skæruliðum. Síðar hafi hins vegar komið i ljós að ætlunin var önnur. Sambúð Túnis og Libýu versn- aði mjög fyrr á þessu ári þegar lögreglan í Túnis skýrði frá því að hún hefði komizt að samsæri um að ræna eða myrða Hedi Nouira forsætisráðherra Túnis, og að að- gerðir þessar hafi verið skipu- lagðar í Libýu. 1 dag birti útvarpið í Súdan viðtöl við nokkra menn, sem sagt var að væru málaliðar, er tekið hefðu þátt i byltingartilrauninni á föstudag. Mennirnir, sem rætt var við, sögðust hafa fengið þjálf- un í Libýu, og síðan verið fluttir til Súdans með vörufiutningabif- reiðum. Á mánudag óskaói Súdans- stjórn eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði kallað saman til að ræða ábyrgð Libýu á byltingartilrauninni í Súdan. I Framhald á bls. 20 Þrjátíu ríkis- stjórar styðja Carter Hershey —6. júli — AP AÐ ÞVl er næst verður komizt lýstu 30 af 36 rfkisstjórum f Bandaríkjunum, sem eru demókratar, einróma stuðn- ingi sfnum við framboð Jimmy Carters f forsetaembætti og sendu þeir frá sér ályktun þar sem heitið er stuðningi og sameinuðu átaki til að hann verði kosinn næsti forseti Bandarfkjanna. Þetta varð niðurstaða hádegisverðar- fundar, sem Jimmy Carter bauð öllum rfkisstjórum demókrata til I Pennsylvanfu f dag. Meðal þeirra fáu, sem ekki komu til fundarins var Framhald á bls. 20 Hart barizt i Líbanon Nicosia og Beirut, 6. júli — AP. Reuter. ÓVENJU harðir bardagar hafa geisað í Lfbanon frá þvf snemma á mánudag, og hefur fjöldi manna fallið, bæði úr röðum kristinna hægrisinna og vinstri- sinnaðra Palestfnu-Araba og stuðningsmanna þeirra. Um átta þúsund manna lið vinstrisinna og Palestínu-Araba hóf mikla sókn í norðurhéruðum landsins, og tókst að sækja inn í úthverfi borgarinnar Chekka, sem er í höndum hægrisinna og Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.