Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 12

Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1976 Yfir Atlantshaf fyrir fimm hundruð krónur — eftir Stefán Sæmundsson: „Ferðin gekk eins og í lygasögu” Frá Tobermory Sigurgeir stnellir af okkur mynd í Eyjum. tekið prýðisvel. Við vissum þá ekki að eitt blað þeirra, 14. September, hafði birt af okkur mynd og frásögn af ferðinni. Við hringdum strax til Islands og óskuðum eftir að fá veður- spá. Skilaboð fengum við frá Páli Bergþórssyni um góða vinda. Páll hafði s.l. haust farið fyrir okkur yfir veður veður- skýrslur og lagt á ráðin um hvenær helzt mætti búast við hagstæðum byr. Það var að sjálfsögðu fyrsta skilyrðið fyrir góðri ferð til íslands og umsam- ið var að hann gæfi okkur grænt ljós þegar bezt útlit væri. Nú var sem sagt komið grænt ljós og ekki eftir neinu að bíða. Daginn eftir höfðum við hraðan á við allan undirbúning og um hádegið var svo lagt af stað. Til íslands Við höfðum strauminn með okkur meðfram eyjunum og gekk prýðisvel. Segultruflanir eru þarna miklar svo lítið var að marka kompásinn til að byrja með. Helzta ráðið var að taka mið af eyjunum meðan Leiðin frá Tobermory til Stornoway er þannig að farið er um þröngt sund hjá Kyle Akin og er þar mjög straumhart. Hitta verður á réttan straum og varasamt að fara þar um í myrkri. Þetta þýddi að við urð- um að leggja af stað á réttum tima frá Tobermory þ.e. um klukkan þrjú að nóttu 24. maí. Þegar við vöknuðum var leið- indarok og við heldur óhressir yfir því að leggja af stað. Sam- þykkt var að fresta brottför þann dag og fara þess í stað næsta dag klukkutíma seinna (vegna seinkunar á flóði) sem þýddi að þá yrði aðeíns farið að birta. Við sofnuðum allir sam- stundis aftur. Þegar kominn var siðaðra manna fótaferðar- tími fór kokkurinn að fást við pottana. Sú hefð var komin á að hafa egg og bacon í morgunmat þeg&r sjólag leyfði, svo nú var ekki undankomu auðið. Ein- kennilegt er annars með þessar blessaðar pönnur hvað allt toll- ir við þær, sérstaklega egg. Það sem á pönnuna fór, komst aldrei heilt og óbrunnið á disk- inn. Eftir hádegi skruppum við smástund í land en að því búnu lögðumst við aftur við akkeri við hlið gömlu skútunnar. Leiðinlegt veður hélzt allan daginn og margar skútur höfðu bætzt í hópinn þarna á læginu, þar á meðal skúta hennar hátignar. Vakið var máls á því að gaman væri nú að fá að skoða gömlu skútuna sem við vorum mikið búnir að dást að. Sjálfstýring sem hafði þjónað okkur dyggilega allan timann gaf upp öndina þá um kvöldið. Sigldi hún bátnum í tvo hringi meðan við vorum að borða kvöldmatinn og síðan byrjaði að rjúka úr henni. Blessuð sé minning hennar. írskir radíóamatörar fræddu okkur á því að Brendan leiðangurinn væri skammt vestur af okkur Argerð 1936 Síðari grein eftir miðnætti og afréðum að sofa til morguns. Til Færeyja Starfsmaður ToIIgæzlunnar kveður okkur á Stornoway Móttökunefndin f Færeyjum spreytir sig á fslenzku sem minnst upp. Þannig var minnstur saggi í bátnum neðan sjólínu. Sjávarhiti er orðinn það lítill á þessum slóðum að allur raki þéttist á köldum glasfiber bolnum. A öðrum degi fór ég að hugsa um sextantinn og siglingafræðina. Við höfðum með okkur sólstein sem feng- inn var frá Noregi og var áður fyrr notaður til að finna sólar- átt þó ekki sæi til sólar. Það var nú frumstæðasta tækið um borð. Einnig höfðum við ný- tízku vasatölvu til að reikna út staðsetningu og svo venjulegar töflur ef talvan skyldi bila. Öll- um tækjum, að milumælinum meðtöldum, bar saman um að okkur gengi mun betur en við höfðum áætlað. Eftir aðeins tvo sólarhringa komum við að Suð- urey í sól og sunnan blæ. Tveir Færeyingar á trillu mættu okk- ur á leið inn fjörðinn og I Vaag var okkur heilsað með nafni og þær sáust. Austan áttin gaf okk- ur beggja skauta byr næstu tvo daga, 4 til 6 vindstig, enda gekk ferðin eins og í lygasögu. Fyrsta daginn náðist ekkert radiósamband við ísland og settum við þó flöskuskeyti fyrir borð með tilheyrandi viðhöfn. Svo fórum við að heyra Utvarp Reykjavík gegnum endurvarps- stöðina á Eiðum og þá fór að lifna yfir skútukörlunum. Fyrsta fréttin sem við heyrð- um var að verið væri að semja við Breta, sem okkur þótti að vonum góð frétt. Á þriðja degi sáum við skúm og áttum þá að vera suður af Vatnajökli. Um kvöldið sama dag sást svo Dyr- hólaey gegnum þokubakka. Ég held að bæði Árni og Axel hafi orðið verulega hissa að við skildum hitta á landið og það á réttum tíma. Þegar við nálguð- umst Vestmannaeyjar fór að auka vindinn og um miðnættið Og viti menn, gamli maðurinn birtist rétt i því á þilfarinu og kallaði til okkar hvort ekki mætti bjóða okkur upp á drykk. Ekki stóð á okkur og gamli maðurinn sótti okkur á létta- bát. Skútan, sem var heimili hans, var smiðuð 1936 og mað- urinn var áttatíu og tveggja ára og hafði verið vélstjóri áður fyrr. Nú var hann kominn á eftirlaun og var á sinni árlegu siglingu um þessar slóðir. Við áttum skemmtilega kvöldstund með gamla manninum og skútan var einstök hvað snerti útlit og viðhald. Hann hafði deginum áður gáð í fánabókina og séð hvaðan við vorum, lék honum forvitni á að kynnast íslendingum og var sú ástæðan fyrir heimboðinu. Á eftir sýnd- um við honum farkost okkar og síðan kvöddumst við með virkt- im og gamli skipsstjórinn reri jftur út I skútuna sína. Við ;órum snemma að sofa vegna "yrirhugaðrar brottfarar klukk- ,.n fjögur. Allt gekk eins og í ögu næsta dag og um hádegi ígldum við framhjá Kyle Akin ”, stefndum til Stornoway. og þar væru flestir blautir og sjóveikir. Við gerðum okkur þá ljóst hversu við vorum heppnir að vera allir sjóhraustir og hafa ekki fengið kvef í nös sgllan tímann. Borgarljósín frá Stornoway sáust langt út á hafi og í tunglsljósinu sást móta fyr- ir Hebrides eyjum. Til Stornoway komum við skömmu Veðurspáin var góð svo við gerðum innkaup í skyndi um morguninn og svo var toll- skammturinn fenginn um borð. Tollþjónninn var hinn elsku- legasti og hraðaði afgreiðslunni eftir föngum. Við smelltum svo af honum mynd þegar hann kvaddi og þökkuðum honum kærlega fyrir lipurðina. Um kaffileytið lögðum við af stað til Færeyja, nýbaðaðir og hressir. Litill vindur var í fyrstu en síðan fengum við austan átt sem fylgdi okkar alla leið til Suðureyjar. Fátt var um fugla á hafinu, aðallega fýll en ryta nær landi. Talsvert var um súlu nærri Súluskeri þar sem við vorum á öðrum degi. Eitt kjóapar sáum við og stöku svartfugl. Á nóttunni var farið að kólna nokkuð svo ullarfötin voru tek- in í notkun yzt sem innst. Erfitt er að halda á sér hita þegar ekkert er hægt að hreyfa sig heila vakt. Regnföt mættu líka vera vel víð þannig að loftaði um þau, fullmikill raki vildi myndast innan á þeim. Okkur hafði réttilega verið bent á að nota Terylene svefnpoka og mestu máli skiptir að þeir halda ekki i sér miklum raka og eru auðþurrkaðir þótt þeir blotni. Okkur reyndist bezt að hafa sem mest opið út og hita

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.