Morgunblaðið - 07.07.1976, Page 13

Morgunblaðið - 07.07.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 13 Kyrsta landsýn við Island voru komin rúm 7 vindstig. Þetta hentaði okkur ágætlega og meðalhraðinn var kominn í 7 hnúta. Klukkan tæplega hálf tvö komum við svo til Eyja. t Vestmannaeyjum í Vestmannaeyjum beið okk- ar veizlumatur sem móðir Arna Johnsen hafði haldið heitum handa okkur. Svo fengum við að skolpa af okkur skítinn sem ekki var vanþörf á og eftir það vorum við alsælir. Um miðnættið daginn eftir taldi Óskar vitavörður á Stór- höfða að veðrið væri að ganga niður og með það fórum við frá Eyjum. Ragnar, sonur Axels og ljós- myndari Morgunblaðsins, slóst í förina með okkur I Vest- mannaeyjum. Það var líka kom- inn tími til að næðist mynd af söguhetjunum þrem saman á sjó. Mest af leiðinni yfir hafið hafði einn okkar alltaf verið sofandi og stundum tveir. Vakt- ir skiptust í 6 tfma að degi og 4 að nóttu en sá sem næst átti vakt var á bakvakt ef skipta þurfti um segl. Til Reykjavikur var sólarhrings sigling og feng- um við gott veður á leiðinni. Við lögðumst að bryggjunni í Kópavogi rétt eftir miðnættið 4. júní og fengum við hressilegar Eiturbrasarinn móttökur hjá ættingjum og kunningjum sem biðu okkar þar. Heima er bezt Þannig endaði þetta 1600 mílna langa ferðaiag og við urð- um sammála um að allt væri gott sem endaði vel. Stefán Sæmundsson. Lögin um veiðar í fiskveiðilandhelg- inni taka gildi L(jG um veiðar f fiskveiðiland- helgi islands tóku gildi hinn 1. júlf, eða í gær, en þessi lög voru samþykkt á alþingi 31. maf sl. og eru nr. 81. 16. júní sl. voru sfðan gefin út bráðabirgðalög um breyt- ingu á þessum lögum, þar sem nauðsynlegt reyndist að leiðrétta atriði f lögunum sem snertu togveiðiheimildir fsl. skipa á þremur tilteknum svæðum og ennfremur eina ritvillu f staðar- ákvörðun. 1 þessum lögum er gert ráð fyr- ir stóraukinni fiskvernd, stór- auknum friðunarsvæðum og mik- illi stækkun möskva í botnvörpu og dragnót, banni við veiðum með flotvörpu -á hrygningarsvæðum, skertum togveiðiheimildum alls staðar kringum landið og sérstak- lega á uppeldisstöðvum þorsksins fyrir Norður- og Norðausturlandi. Þá er i lögunum gert ráð fyrir að stefnt skuli að því að auka eftirlit landhelgisgæzlu, einnig skuli sérstök eftirlitsskip á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar fylgjast með fiskveiðum í land- helgi í því skyni að koma í veg fyrir óhóflegt smáfiskadráp eða aðrar skaðlegar veiðar. Skipstjóri hvers eftirlitsskips skal vera sér- stakur trúnaðarmaður sjávarút- vegsráðherra og skal ráðinn af honum í samráði við Hafrann- sóknastofnunina. Ráðherra getur Framhald á bls. 29 Kort þetta fylgir lögunum um veiðar f fiskveiðilandhelgi Islands og sýnir friðuð svæði f landhelginni. Frá bridgefélaginu Ásarnir í Kópavogi Urslitin á mánudaginn (28. júnf) sanna að allir geta náð árangri, sem einhverja rækt leggja við fþrótt sfna. Að þessu sinni báru þeir félagar Gfsli Hafliðason og Sigurður Þor- steinsson sigur úr býtum, vel fyrir ofan næstu pör. Mörg „ný“ andlit sáust nú á toppn- um, og er það vel. Röð efstu para varð þessi: 1. Gísli — Sigurður 195 stig. 2. Sigríður Rögnvaldsdóttir — Einar Einarsson 176 stig. 3. Birgir ísleifsson — Karl Stefánsson 174 stig. 4. Kristján Þórarinsson — Jóhannes Gíslason 172 stig. 5. Ármann J. Lárusson — Vig- fús Pálsson 171 stig. 6. Soffía Guðmundsdóttir — Jón Gunnar Pálsson 162 stig. Hjónin urðu því að lúta í lægra haldi, í þetta sinni. Þátt- taka var allgöð, eða 14 pör. Nokkuð hefur verið um það, að menn hafa mætt makkerslaus- ir, en því miður er ekki alltaf að treysta á slíkt. 'Því vil ég skora á menn að mæta og hafa sam- band við okkur, og við munum aðstoða menn við myndun para, ef þess er óskað. Spilað verður á mánudaginn kemur og hefst keppni kl. 20.00. Mætum öll. XXX Frá Tafl- og bridge- klúbbnum Tvo undanfarna fimmtudaga hafa 44 pör tekið þátt f sumar- tvfmenningnum og hefir verið spilað f þremur riðlum. Urslit síðasta fimmtudag urðu þessi: A-riðill: Arnar Ingólfsson — Þorsteinn Bergmann 250 Guðmundur Pálsson — Grímur Thorarensen 242 Jón Pálsson — Kristín Þórðardóttir 238 B-riðill: Gísli Sigurðsson — Ólafur Gislason 239 Ásmundur Pálsson — Einar Guðjohnsen 237 Jakob Ármannsson — Jakob Möller 235 C-riðill: Bernharður Guðmundsson — Júlíus Guðmundsson 197 Jón Sigurðsson — Gísli Sigtryggsson 184 Baldur Ásgeirsson — Jón Oddsson 178 Jón Gíslason — Ólafur Jóhannsson 178 Meðalskor i A- og B-riðli 210 en 165 í Cðriðli. Næst verður spilað á fimmtu- daginn kemur og eru væntan- legir þátttakendur beðnir að mæta timanlega. a. G. R. Heilsugæzlustöð Á FUNDI stjórnar Hellulæknishér- aðs, sem haldinn var nýlega, var ákveðið að taka á leigu 1. hæð I nýbyggingu Verkalýðsfélagsins Rangæings og Ltfeyrissjóðs Rang æinga við Suðurlandsveg á Hellu. Stefnt er að því, að heilsugæzlustöð- in taki til starfa snemma á næsta ári. Er hér um að ræða 360 ferm. hús næði og er gert ráð fyrir lyfjaaf greiðslu. aðgerðarstofu, tannlækna stofu og röntgenstofu auk lækna stofu og aðstöðu fyrir hjúkrunar konu. Þessar upplýsingar komu fram á borgarafundi á Hellu 14. júnl s.l. Bygging á húsi Verkalýðsfélagsins og Llfeyrissjóðs Rangæinga hófst á s.l. ári. Auk heilsugæzlustöðvarinnar á Hellu mun byggingin hýsa skrifstofur, fundarsal og kaffiaðstöðu fyrir verkalýðsfélagið og lifeyrissjóðinn, auk þess sem ráðstafað hefur verið handavinnuaðstöðu skólanemenda Helluskóla. Um þessar mundir er verið að ganga frá húsinu að utan en það er 375 ferm. að flatarmáli, tvær hæðir og kjallari og var hannað af Magnúsi Ingvarssyni byggingafræð- ingi. » I S £ I H| Fðanlegur 2ja og 3ja dyra Krómaðir hurðarhúnar Ryðfríir stállistar með gúmmikanti Nýir hjólkoppar ' ;---------------------\ Berlina og Special 2ja og 3ja dyra nýkominn til afgreiðslu strax. FIAT 1 27 er vinsæll bíll um allan heim vegna aksturseigin- leika og glæsilegs út- lits. v________________________, Nýr hitamœlir Nýtt mælaborð úr mjúku plastefni — Kveikjari Kraftmikil 2ja hraða miðstöð. FIAT 127 var í öðru sæti íhinni erfiðu RaHy-keppni 1976 og sýndi með því sína frábæru FIAT EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI Davíð Sigurðsson hf. SÍÐUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.