Morgunblaðið - 07.07.1976, Page 14

Morgunblaðið - 07.07.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIOVIKUDAGUR 7. JULI 1976 ÞESSA dagana cru bændur um land allt að rýja fé sill og koma því á afrétf. Ekki er þetta þó algilt, því á síðustu árum hefur mjög farið í vöxt að fé sé rúið yfir vetrarmánuðina auk þess, sem margir bændur hafa fé sitt í heimahögum vfir sumarmán- uðina. En hvað sem þessu líður hefur vorsmalamennska, rún- ingur og rekstur fjár á fjall haft yfir sér ákveðinn blæ til- hlökkunar og skemmtunar. Há- punkturinn er þó jafnan, þegar féð er rekið á fjall og víst er að þeir. sem einu sinni hafa rekið fé á fjall, glevma þeim atburði seint. Tæknin og vélmenningin hefur gripið inn I þessi störf eins svo mörg önnur og er nú óðum að ná vfirhöndinni, hvað snertir rekstur fjár á fjall að vori. Verulegur hluti bænda ek- ur fé sínu til afréttar á bíl- um eða heyvögnum, dregnum af dráttarvélum. Blaðamaður Mbl. var á ferð um uppsveitir Arnessýslu sl. mánudag og hitti þá fyrir nokkra bændur, sem voru að sýsla við fé sitt. Ekki verður annað séð en ærin, sem hún Eygló Jóhannesdóttir I Asakoti er hér að rýja, felli sig fyllilega við klippurnar og sjálfsagt hefur henni orðið hugsað til hlýrra sumardaga, sem — vonandi — eru í nánd. „Hjarðmennskan í manni fær útrás við þetta“ Það endar sjálfsagt með því að við sem enn rekum verðum safngripir," sagði Eyjólfur Guðnason, bóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, er við hitt- um hann skammt frá bænum Tungufelli, þar sem hann var að reka fé sitt á fjall við fjórða tnann. „Það að menn reki á fjall er alveg að leggjast af, því eftir að vegur var lagður inn á afréttinn vilja menn frekar aka fénu inn eftir. Þetta er í 11 skiptið, sem ég rek en það er eins og einhver hjarðmennska fái útrás í manni við þetta og ekki skemmir það yfir að ég hef gaman af þessu,“ sagði Eyjólfur. Að sögn Eyjólfs lögðu þau fimmmenningarnir upp með safnið frá Bryðjuholti kl. 7 ár- degis um morguninn, mánu- dagsmorgun, og gerðu ráð fyrir að komast inn í Svínárnes í Þær eru ófáar ærnar, sem Jóhannes Jónsson, bóndi f Ásakoti, hefur rúi<) á sfnum 52 búskaparárum. tiríkur Kristófersson á Grafarbakka var að gefa fé sfnu inn ormalyf meðan við stöldruðum við. „Endar sjálfsagt með því að við sem enn rekum verðum safngripir’’ „Ekki hækkun að láta ullina hækka en kjötið lækka“ A bænum Ásakoti í Biskups- tungum var verið að rýja, þegar okkur bar að garði. Fé var í rétt og ungir sem aldnir kepptust við að Ijúka rúningnum áður en degi tæki að halla, þvf þá þurfli að taka til við mjaltir. Við tókum tali Jóhannes Jóns- son, en hann býr ásamt s.vni sínum, Kagnari, f Asakoti. Jóhannes hefur búið f Ásakoti f 52 ár og við báðum hann að segja okkur Iftillega frá þeim breytingum, sem orðið hafa á ullarverðinu til bænda frá þvf að hann hóf búskap? „Fyrst er það að þegar ég byrja búskap var hlufi af ull- inni alltaf tekinn frá og það unnið f lopa, sem notaður var í sokkaplögg og annan fatnað. Þetta gekk fram að strfðinu en þá bre.vttist þetta eins og ann- að. Farið var að selja ullina óþvegna til ullarþvottastöðva en verðið var Ifkt og verið hef- ur, þar til því var breytt f vetur. Þó ullarverðið hafi eki verið svo mjög lágt f byrjun, hefur v. það ekki fylgt breytingum á Jkaupgjaldi og síðustu ár hefur ekki svarað kostnaði að rýja en það er hins vegar nauðsynlegt að rýja vegna fjárins.“ Eins og þú bentir á var ullar- verð hækkað á sl. ári. Teiur þú að með þeirri hækkun hafi ver- ið tekin upp rétt stefna? „Það er mfn skoðun að hver vörutegund eigi að hafa sitt rétta verð en ekki eigi að vera að jafna á verðinu á milli vöru- tegunda. Eg get ekki talið það hækkun að hækka ullina en lækka kjötið, sem fæst af kind- inni. Ef ullin hefði hækkað og ^ kjötið haldið sínu verði, hefði gegnt öðru máli.“ Heldur þú að þessi breyting á ullarverðinu verði til þess að betri skil verði á ullinni frá bændum? „Eg á ekki von á að menn fari að rýja vegna hennar einnar. í fyrra fengu menn 100 krónur fyrir kílóið af óþveginni ull og uppbót eftir gæðum, sem eng- inn veit enn hvað verður. Nú fást að meðaltali 380 krónur fyrir kílóið af óhreinni ull. Það er Ifka annað að nú er orðið það fámennt á stórum svæðum í landinu s.s. á Vestfjörðum og Austfjörðum að ekki er mann- skapur til að smala og það hlýt- ur að hafa áhrif á ullarmagnið, sem fram kemur“. fyrsta lagi kl. 10 á þriðjudags- kvöld en þangað ætluðu þau að> reka féð. Vegalengdin, sem þau þurfa að fara er um 53 km og eftir að búið er að reka féð í Svfnárnes fer einn dagur í að ríða heim aftur. Eyjólfur sagði að á þessu vori yrðu það aðeins átta bændur f Hrunamanna- hreppi, sem rækju fé sitt á f jall en helmingur bænda f sveitinni hefur fé sitt í heimahögum. Aðrir bændur sem hafa fé aka því á bílum eða vögnum. „Afrétturinn er að sögn þe?rr>i, sem um hann hafa farið mjög gó'<ur en mikill snjór var yfir öllu lengi frameftir og því er mikið í ám,“ sagði Eyjólfur að lokum. Jarm lamba, sem höfðu orðið viðskila við mæður sínar, rauf kyrrðina og við óskuðum ferðalöngunum góðr- ar ferðar. „Flokkun á ullinni er nokkuð handa- hófskennd“ Við bæinn Foss f Hruna- mannahreppi mættum við fjár- rekstri en þar var á ferð Þor- geir Sveinsson, bóndi á Hrafn- Með þrjá til reiðar rckur Þor- geir Sveinsson á Hrafnkelsstöð- um fé sitt á f jall. Við kvöddum fólkið f Ásakoti en þvf má að síðustu bæta við að þeir Jóhannes og Kagnar voru á sl. vetri með um 200 ær á vetrarfóðrum en þeir feðgar eru með blandaðan búskap. Eyjófur Guðnason f Bryðjuholti, annar frá vinstri, f ánfngarstað ásamt fólki sfnu. Sá yngsti f hðpnum er 11 ára en hann ætlaði þó aðeins að fara hluta leiðarinnar. Ljósm. Mbl. t.g.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.