Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1976 15 kelsstöðum. Var hann að reka um 400 fjár til fjalls og sagði Þorgeir að förinni væri heitið inn í Svínárnes og vfir Sandá. ef hún væri fær vegna vatna- vaxta. 1 allt tekur ferðin 3 dæg- ur eða I 'A sólarhring. „Eg hef allan minn búskap rekið féið á fjall á vorin nema hvað ég fór með einn vagn í fyrra og Ifkaði það engan veg- inn, bæði var það leiðinlegt og erfitt og ekki sfzt fór þetta illa með dráttarvélina," sagði Þor- geir og hélt áfram: „Sumir eru að tala um að reksturinn fari illa með skepnurnar en ef veðr- ið er gott og farið er rólega og gætilega, þá get ég ekki séð að nein hætta sé á ferðum. Það er líka gaman að vera með fénu þennan tfma og ekki síður að fara um afréttinn. Þá er þetta að mfnum dómi ein besta tamn- ing, sem trippi í tamningu geta fengið. Eg þekkti mörg dæmi þess að trippi, sem hafa verið mannhrædd og hvumpin, þegar lagt var af stað, voru orðin al- þæg við heimkomu.“ Hvernig er hljóðið f bændum, vegna þeirra breytinga, sem gerðar voru á verði ullar í vet- ur? „Menn eru nokkuð ánægðir með að verðið á ullinni sk.vldi hækka en það má bara ekki láta það koma niður á kjötverðinu. Það þýðir ekki að láta annað lækka til að hækka hitt en fólk verður að skilja hvers virði ís- lenska ullin er. Vafalaust verða betri skil á ullinni eftir þessa hækkun og menn fara að hugsa betur um ullina. En hvað sem þessu líður þá hefur mér fund- ist matið á ullinni i þvottastöðv- unum nokkuð handahófskennt. Persónulega hef ég rekið mig á þetta, vegna þess að ég á mikið af gráu fé. Þessi litarflokkur hefur ekki skilað sér nema að litlu leyti, þó í heild sé þungi ullarinnar réttur." En nú var ekki lengur til setunnar boðið. Forystufé Þor- geirs hafði tekið á rás og við kvöddum Þorgeir og menn hans, sem héldu áfam með reksturinn og stefndu til fjalls. „Fæ aðeins útborgað þrisvar á ári“ Eirfkur Kristófersson, bóndi á Grafarbakka f Hrunamanna- hreppi var f þann veginn að Ijúka við að rýja fé sitt, þegar okkur bar að garði. Eiríkur er einn þeirra mörgu bænda, sem flvtja fé sitt á afrétt á bílum. Sagðist Eirfkur þurfa að flytja á þessu vori um 650 fjár á af- rétt en vegalengdin, sem hann fer er um 60 km og tekur hver ferð um 2 klukkutíma. Við spurðum Eirík hvers vegna hann flytti fé sitt frekar á bfl- um á afrétt heldur en að reka það? „Það ræðst einfaldlega af því að ég hef ekki mannskap til að reka. Kekstarferðin tekur um 2 sólarhringa og ég þ.vrfti ekki færri en 5 menn til að reka auk hrossa. Með þvf að aka fénu get ég gripið f þetta eftir veðri og aðstæðum en í allt þarf ég að fara með 9 bflfarma." Nú hefur ullarverðinu verið breytt. Ertu ánægður með þessa bre.vtingu? „Þetta er vissulega mikil hækkun á ullinni en gallinn er bara sá að þessi hækkun kemur niður á kjötverðinu. Það er staðreynd að aðeins lítill hluti ullarinnar fer f úrvalsflokk en það er sá flokkur, sem mest munar um hvað verð snertir. Við megum heldur ekki gleyma þvf að ullin skilar sér ekki eins vel og kjötið, því nokkur hluti áf ullinni fer alltaf forgörðum f högum. Því miður veit fólk Iftið um hversu seint við bændur fáum laun okkar greidd. Eg er ekki viss um að allir sættu sig við að fá aðeins úthorgað þrisv- ar á ári og eiga inni frá f.vrra hausti þegar lagt er inn á haust- in. Við bændur verðum hins vegar að staðgreiða allar okkar rekstrarvörur, s.s. fóðurbæti og éburð.,, — t.g. Ljósm Friðþjófur Glattáhjalla í Glœsibœ ÞAÐ VAR glatt á hjalla í Glæsibæ þeg- ar söngkonan Wilma Reading skemmti gestum þar sl. sunnudagskvöld. Skemmti Wilma í u.þ.b. klukkustund og undir lokin tóku gestir virkan þátt í söngnum þar sem fram komu ýmsar út- gáfur af laginu gam- alkunna „When the Saints go marching in“. Enski hljóm- sveitarstjórinn Step- han Hill sem hingað kom í fylgd með Wilmu annaðist undirleik ásamt hljómsveitinni Galdrakörlum. Fyrr um daginn hafði Wilma skemmt á hátíðarhljómleik- um á Keflavíkurflug- velli sem haldnir voru í tilefni 200 ára afmælis Bandaríkj- anna. Á mánudag hélt Wilma ásamt undirleikurum sín- um í hljómleikaför út á land og var fyrsti viðkomustað- urinn Hótel Akra- nes. Síðan lá leiðin í Stykkishólm og í kvöld verða hljóm- leikar í Hnífsdal. Á morgun eru fyrir- hugaðir tvennir hljómleikar í Sjálf- stæðishúsinu á Akur- eyri og á laugardags- kvöldið verður hald- ið í Félagsheimilið Árnes í Gnúpverja- hreppi. Hljómleika- förinni lýkur svo í Glæsibæ n.k. sunnu- dagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.