Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 16

Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1976 BJÖRGUN GÍSLANNA Á ENTEBBE-FLUGVELLI Sigri Rabins og Vikingasveitanna fagnaðá Ben-Gurionflugvelli. Rabin þjóðhetja á ný — eftir margra mánaða gagnrýni BJÖRGUNARAÐGERÐIR ísraels manna í Uganda hafa gerbreytt stíórnmálaástandinu í ísrael. Ekki er lioin nema vika frá þvi að gagnrýn- endur stjórnarinnar í ísrael fjölluðu um það alvarlega að koma Rabin forsætisráðherra frá völdum, svo veikburða var stjórn hans í augum þorra landsmanna. í dag hefur blaðið snúist við. Ákvörðun Rabins um að Þegar Rabin lét af herþjónustu var hann verðlaunaður með sendiherra stöðu í Washington og þar er honum þakkað fyrir að hafa komið sam- skiptum Bandarfkjanna og ísrael á öruggun grundvöll. Eftir 5 ára dvöl í Washington sneri hann heim aftur um mitt ár 1 973 til að bjóða sig fram til þings, en Yom Kippur stríðið varð til þess að Golda Meir varð að segja af sér forsætisráðherraembætti og tilviljanir leiddu til þess að sam- komulag varð innan verkamanna- flokksins um hann sem nýjan for- sætisráðherra. Eftir að Rabin var orðinn forsætisráðherra virtist sem honum væri ómögulegt að halda um stjórnvölinn í stjórn sinni og hann lenti oft í hörðum deilum við samráð- herra sína, en flókið stjórnarsam- starf knúði hann til samstarfs með mönnum, sem hann var ekkert of hrifinn af. Stjórnmálafréttaritarar segja að skortur á stjórnmálalegri reynslu hafi háð Rabin mjög og tregða til að slá I borðið í samskipt- um við pólitlska og efnahagslega þrýstihópa svo og tilhneiging til að taka mikilvægar ákvarðanir án sam- ráðs við aðra. Simon Perez varnar- málaráðherra kvartaði yfir þvf fyrir nokkrum mánuðum, að Rabin gæfi Gyðingum var upphaf- lega boðið að gera Uganda að landi sínu Entebbe- flug- | völlur senda víkingasveitirnar á vettvang til að bjarga gislunum úr höndum skæruliðanna á Entebbeflugvelli og hinar frábærlega vel heppnuðu leifturaðgerðir þeirra hafa gert Rabin á ný að þjóðhetju í ísrael, eins og hann var eftir 6 daga stríðið 1967, sem hann stjórnaði sem yfirmaður ísraelshers. út yfirlýsingar, eins og hann væri að skjóta úr marghleypu. Afleiðingin af þessu hefur verið minnkandi traust israela á Rabin. Entebbeaðgerðirnar hafa nú breytt þessu öllu að minnsta kosti um sinn og hörðustu gagnrýnendur hans eiga ekki nægilega sterk orð til að hrósa honum fyrir hvernig hann leysti per- sónulegar deilur innan stjórnarinnar og skapaði einingu um aðgerðirnar. Blöð f Ísrael hafa undanfarna daga verið full af auglýsingum, þar sem Rabin og stjórn hans er óskað til hamingju með sigurinn. Hetjur dags- ins eru að sjálfsögðu ónefndu her- mennimir, sem tóku þátt íaðgerðun- um, en engum dylst, að það var Afstaðan á Entebbeflugvelli. 51 45 Stöðu- svæði flug- véla 49 nmvpM no» Lake Victoria Rabin, sem tók ákvörðunina og til þess þurfti mikið hugrekki og hrósið hlýtur að láta Ijúflega í eyrum hans eftir erfiðar stundir undanfarinna mánaða. Ein af ástæðunum fyrir þvl að aðgerðir ísraela tókust svo vel, var sú. að það var israelskt fyrirtæki, sem byggði nýju flugstöðina sem hluta af aðstoð Israela við Uganda 1973. en Israelskir sérfræðingar þjálfuðu flugmenn Uganda 1971 — 72 og þvi gjörþekktu ísraelar flugvöllinn. Tel-Aviv, 6 júlí AP ÞAÐ kann a8 vera mesta kaldhæðnin í sambandi við aðgerðir ísraela í Uganda, að árið 1903 lagði Joseph Chamberlain þáverandi ný- lendumálaráðherra Breta til við Theodor Herzl Gyðinga- leiðtoga, að Gyðingar í Evrópu, sem leituðu sér að föðurlandi settust að í Ug- anda Árið 1905 fór sendi- nefnd Gyðinga til Uganda til að skoða þessa perlu A- Afríku, en þrátt fyrir unaðs- legt loftslag og fegurð lands- ins komust þeir að því að aðeins Palestlna hentaði endurreisn Gyðingaríkisins. Á næstu 60 árum voru engin sam- skipti ísraela og Úgandamanna þar ti| Golda Meir þá forsætisráSherra fór I heimsóknir um Afrlku til þess að afla ísraelum stuSnings. Heimsókn hennar til Uganda var mjög vel heppnuð og brátt voru Israelar farnir að veita Ugandastjórn efnahags- og hernaðaraðstoð og þjálfa her Uganda. Einn af þeim sem þjálfun hlutu var Idi Amin sjálfur, sem kom til Ísraels sem yfirmaður herþjálf unar Ugandahers. Amin er enn með einkennismerki Israelsku fallhllfa- sveitanna I barmi. en að sögn ísraela stökk hann aldrei. vegna þess að hann er svo slæmur i hnjánum. Heimildir herma að Amin hafi meira að segja ráðgast við Boka Bar Lev hernaðarráðunaut Ísraela I Kampala 1971 um byltinguna, sem hann gerði til að velta Oboto forseta úr stóli. Þegar Amin var komin til valda þrábað hann ísraela um að láta sér i té Phantomþotur, landgöngu- pramma og fé til að hann gæti gert innrás I Tanzanlu. ísraelar sáu fljótt að Amin var hættulegur maður og hættu að láta honum vopn í té. Amin varð öskureiður og 1972 sagði hann skilið við israela og gekk i lið með Aröbum og sleit siðan stjórnmála- sambandi við ísrael í kjölfar Yom Kippur striðsins 1 973. Álit sérfræðinga á a MEÐ því að gefa rangar upplýsingar um fyrirhugaðar aðgerðir í sambandi við lausn gíslanna og með afbragðsskipulagningu á sjálfri árásinni, komu ísraelar flugræningj- unum á Entebbe flugvellinum í Uganda gjörsamlega í opna skjöldu. Þetta er, að áliti hernaðarsérfræðinga F Bandaríkjunum og annars staðar, lykillinn að velgengni ísraelanna þar á sunnudaginn var. í fyrsta lagi gaf ísraelsstjórn fram á síðustu stundu ekki annað í skyn en að samið yrði við ræningjana. í öðru lagi beindu þeir athygli ræningjanna frá byggingunni þar sem gísl- arnir voru F haldi og að hinum enda flugvall- arins með sprengingum og eldglæringum. hyggja. segja þeir, tóku Ísraelsar á sig töluverða áhættu. Stærsta áhættan var e.t.v. sú, að Uganda gæti haft MIG-21 herþotur á stöðugu varðbergi ylir flugvellinum. Jafnvel þrjár sllkar þotur hefðu nægt til að koma I veg fyrir lendingu hinna þriggja óvernduðu flugvéla ísraela. Enn fremur hefði fjandsamlegt radár- tæki getað orðið flugvélanna vart á leiðinni frá Tel Aviv til Entebbe og varað Uganda við þeim. Á milli Tel Aviv og Entebbe eru tæpir 4000 km og leiðangurinn er sá lengsti sinnar tegundar I hernaðarsögunni. (Yfirmaður i bandariska hernum segir árangur árásar- innar sýna Ijóslega fram á hversu nauðsynlegt það er að hafa bæði leifturárásarlið sem ávallt er til taks og flutningavélar i flughernum. En einmitt þetta hafa Bandarikin nú.) Þeir sérfræðingar, sem hafa verið reiðubúnir til að fjalla um árásina vegna þeirra óljósu upplýsinga, sem liggja fyrir, eru sammála um, að hér hafi verið um að ræða stórkostlegt hernaðarlegt afrek. Eftir á að Aðspurðir um fregnir þess efnis. að Ísraelar haf verið óeinkennisklæddir, kemur sérfræðingum samar um að ef svo hafi verið, hafi verið um að ræða enr eina áhættuna. Hefði árásin mistekizt og israelai verið teknir til fanga. þá hefði verið litið á þá serr hryðjuverkamenn en ekki hermenn i Uganda og þeii meðhöndlaðir samkvæmt þvi. En fréttum ber ekk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.