Morgunblaðið - 07.07.1976, Page 17

Morgunblaðið - 07.07.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 17 BJÖRGUN GISLANNA A ENTEBB Bfr ; í '■ ■ Olíklegt að Amin leggi út 1 stríð við Kenya Teikningin sýnir flugleiSina frá ísrael I bakaleiðinni lentu vélarnar á NairóbifJugvelli. FRETTARITARI danska blaðsins Politiken John Danstrup segir I blaði sínu í gær, að Idi Amin hafi í fyrsta bræðiskasti sinu eftir aðgerð ir ísraela á Entebbeflugvelli hótað að fara með stríð á hendur Kenya vegna þess að stjórn Jomo Kenyatta hafi hjálpað ísraelum við aðgerðir þeirra. Ekki er þó talið að Amin vilji strið. Hann fær allar helztu lífsnauðsynjar sínar gegnum Kenya, auk þess sem hætta væri á að hann lenti i uppgjöri við Tanzaníu einnig ef hann legði til atlögu við Kenya. Miklar andstæður eru i stjórnmálum Tanzaníu og Ug- anda og i því fyrrnefnda situr Milton Oboto, sem Amin steypti af stóli, tilbuinn til að snúa aftur ef Amin fellur og i Uganda situr Oscar Kampona, helzti andstæðing- ur Nyerere Tanzaníuforseta tilbúinn ef Nyerere verður steypt af stóli. Óvináttan milli Uganda og Kenya er þó hættulegri. Tengsl Uganda við umheiminn liggja um Kenya og fjöl- miðlar þar eru I bestri aðstöðu til að fylgjast með þvl sem fram fer í Ug- anda. Oft hefur mikil spenna rlkt þama. Einnig er um að ræða alvar- legar landamæradeilur, en Amin gerði I fyrravor kröfur til að fá aftur landsvæði, sem brezka stjórnin færði undir Kenya á sínum nýlenduárum. í þessu máli hefur Amin nokkuð til slns máls og málið er erfiðara fyrir Kenya af þeim sökum að Eþlópla og Sómalla gera einnig kröfur til land- svæða af Kenya. Spennan milli Ug- anda og Kenya varð til þess að Kenyatta fékk hafnarverkamenn I Mombasa til að neita að losa vörur til Uganda og tollverðir á landamær unum stöðvuðu flutningablla. Þetta var gert á þeirri forsendu að Uganda- menn gætu ekki staðið I skilum með tollgreiðslur, en höfuðástæðan var sú að Kenyatta vildi eki hleypa I gegn til Uganda fleiri vopnasending- um frá Sovétrlkjunum meðan ástandið I deilum landanna væri svo tvisýnt. Þegar litið er á hernaðarstyrkleika landanna tveggja virðist Uganda hafa mikla yfirburði með 20 þúsund manna herlið á móti 5000 manna liði Kenya. i lofti hefur Amin einnig yfirburði með Mig-15 og Mig-17 sovézkar þotur á móti léttum brezk- um orustuvélum Kenya. Einnig ræð- iburðunum í Uganda saman um búning ísraelanna. Fréttir frá Entebbe og Tel Aviv leggja áherzlu á afbragðsundirbúning árásar- innar. Starfslið Ísraelshers skipulagði með algjörri leynd á 24 timum afrek sem ekki á sér nein fordæmi I hernaðarsögunni. í undirbúningnum fólst að velja og safna saman hæfum hermönnum, liðsforingjum og flugmönnum, það þurfti að velja flugleið, sem lá yfir sem fæst óvinalönd og að siðustu þurfti að skipu- leggja sjálfa árásina. israelar urðu lika að taka til greina þann möguleika, að Uganda hefði uppi varnir. Það liggur ekki Ijóst fyrir, hvort Ugandamenn gerðu nokkra tilraun til varnar, jafnvel þótt Amin staðhæfði að 20 hafi fallið I bardaganum. Venjulega er hlutfallið milli dauðra og slasaðra á vigvelli um 3:1 og sam- kvæmt þvi ættu 80 Ugandabúar að hafa særzt. Það er afar há tala fyrir svo stuttan bardaga. Sérfræðingum ber saman um, að lið Uganda hafi þotið á hinn enda flugvallarins til að kanna sprengingar, sem ísraelar settu þar á svið og ekki komið aftur til byggingarinnar og gíslanna fyrr en um seinan. Árásin á Entebbe hefur óhjákvæmilega verið borin saman við aðgerðir Bandarikjamanna i Mayaguez í fyrra, en þá björguðu þyrlusveitir bandariska flughers- ins áhöfn farmskips. sem kommúnistar i Kambodíu höfðu I haldi. Aðgerðirnar i Kampala virðast hafa gengið miklu hraðar og betur fyrir sig en i Mayaguez. En israelar þekktu vel staðhætti. veikustu punkta andstæðinganna og hvar gislunum var haldið. Þetta á ekki við um Mayaguez. Bandariákur sjóliðsmaður benti á. að þar að auki hefði árásin i Mayaguez verið af landi, úr lofti og af sjó, en ekki aðeins úr lofti og af landi eins og í Entebbe. Sérfræðingum kemur einnig saman um, að lærdóm- urinn/sem draga megi af atburðunum i Entebbe sé, að meiri tima og starfskraft þurfi að nota í mótaðgerðum gegn flugvélaræningjum. Allar þjóðir, sem reka milli- landaflugfélög eigi hættuna frá þeim yfir höfði sér. Skæruhernaður i loftinu er alit annars eðlis en borga- skæruhernaður og krefst annars konar meðhöndlunar. Loks eru sérfræðingar sammála um, að flugvélaræn- ingjar hafi orðið fyrir miklu áfalli i Entebbe, en atburðirnir þar muni ekki binda enda á hryðjuverk þeirra. New York Times — þýtt. ur Amin yfir fleiei og stærri skrið- drekum. Þetta var fyrir aðgerðir ísra- ela. Fregnir herma að ísraelar hafi eyðilagt margar af flugvélum Amins. sem hefðu verið hvað mest ógnun við Kenya og auk þess er ekki talið að Amin geti treyst því að herinn fylgi honum ef hann fyrirskipar árás á Kenya. Einnig þarf sterkan efna- hagslegan grundvöll til að kosta hernaðaraðgerðir og þann grundvöll hefur Uganda ekki eftir hinn ótrú- lega stjómarferil Amins. Kenya er miklu sterkari. Kenya hefur fengið loforð um aukinn efnahagslegan stuðning frá mörgum vestrænum rikjum. Bæði löndin eiga við innri pólitisk vandamál að striða, en þó er ástandið enn erfiðara fyrir Amin, þvl að i kjölfar stöðugt hryllilegri hryðju- verka sem hann fyrirskipar heima eykst hættan og likurnar á þvi að honum verði komið fyrir kattarnef, ekki sízt ef hann gengur til orustu. Miklu friðsamlegra er i Kenya, þar sem helztu deilurnar i kjölfar efna- hagsuppbygginga rinnar eru milli yf- irstéttarinnar, sem fer með völd I landinu og þeirra sem betur eru sett- ir i borgunum og hinna ýmsu ætt- bálka. „Ég bjargaði lífí Israelanna” — sagði Idi Amin í samtali Þessa mynd tók einn gislanna og sýnir Amin með kúrekahatt ræða við stúlku i hópi gislanna. Tel-Aviv 6 júli.AP ÍSRAELSKA dagblaðið Maariv í Tel-Aviv birti í gær viðtal, við Idi Ar iin Ugandaforseta sem tekið var nokkrum klukkustund- um eftir aðgerðir ísraela á Entebbeflugvelli. Áður en blaða- maður komst að til að spyrja forsetann spurninga byrjaði hann strax að tala og sagði: „Ég ætlaði að vinna að því í dag að semja um að gislunum yrði sleppt og þvi sneri ég svo fljótt heim frá fundinum í Mauritius, en það eina, sem ég get gert er að telja lík hinna föllnu. Herkúlesvélar ykkar komu og hermenn mínir vildu ekki skjóta á þær vegna þess að þeir voru hræddir um að þær myndu farast. Við fórum vel með gíslana, sáum þeim fyrir mat og snyrtivörum og við gættum þeirra til þess að tryggja að þeim yrði sleppt í skiptum, en i stað þess að þakka mér, drepið þið menn mina. — Kemur þú til Israel til að skýra þau vandamál, sem komið hafa upp? — Til hvers. þaðerengin ástæða til að ég komi. það liggur allt Ijóst fyrir. Ég kom vel fram við ísraela og ég vil gera allt til að koma á friði I heimin- um. Ég er ekki ánægður yfir að þið skylduð myrða saklausa menn. — Hvers vegna leyfðir þú þá flug- ræningjunum að fara sinu fram I Uganda I 7 daga? — Flugvélin átti aðeins eftir benxln til 15 mlnútna flugs þannig að ég leyfði henni að lenda svo að ég gæti samið um að gislunum yrði sleppt. — Hvers vegna voru hermenn þln- ir viðstaddir. Voru þeir að hjálpa skæruliðum að gæta glslanna? — Glslarnir voru ekki I höndum Ugandahers, þeir voru I höndum skæruliða. Ef menn mlnir hefðu viljað berjast þá hafðu þeir barist. Þeir voru 200 metra frá gislunum. Spyrjið ykkar fólk þegar það kemur heim til Israels. Hermennirnir voru á staðnum til þess að vernda llf ísrael- anna. Ég bjargaði llfi ísraelanna og þið megið segja þeim þegar þeir koma heim að ég óski þeim ham- ingjusamlegs llfs. Ég vildi aðeins leysa vandamál ykkar og er mjög óánægður með það sem þið gerðuð, það var ekki vel gert." -— Hvers vegna vannstu með skæruliðum Palestlnu? — Ég vann ekki með Palestlnu- mönnum, það voru Þjóðverjar og Frakkar meðal ræningjanna. Þeir komu sprengjum fyrir umhverfis flugstöðvarbygginguna, þar sem glslarnir voru og hótuðu að sprengja hana I loft upp. — Ertu hræddur um forseta- embætti þitt vegna þessa atburðar? — Nei nei, alls ekki. Hermenn mlnir standa með mér og þeir hjálpa mér. Hjá mér eru engin vandamál. Það sem gerðist veldur mér engum áhyggjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.