Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1976 21 Jón Valur Jensson, guðfræðinemi: Hin gullvæga, rómverska regla, sem höfð er hér að fyrirsögn, má kaliast hornsteinn í sérhverju réttarríki: það er að samninga ber að virða. Þarf ekki að tíunda það hér, hve mikilvæg þessi grund- vallarregla hefur verið fyrir öll eðlileg viðskipti manna og þjóð- félagslegt réttaröryggi og hversu afdrifaríkt það getur orðið fyrir gagnkvæmt traust milli einstakl- inga, félaga og stofnana, ef hún er virt að vettugi. Að gefnu tilefni þykir mér til hlýða að minna ráðherra sjávarút- vegsmála, Matthías Bjarnason, á þessi sannindi með nokkrum orð- um. Svo er mál með vexti, að í út- varpsþættinum „Bein lína“ fyrir skemmstu var ráðherrann inntur eftir því, hvort hann gæti gefið vilyrði um, að ríkisvaldið hróflaði ekki við kjarasamningum sjó- manna á Vestfjöróum. Var svar hans neikvætt, þar sem hann taldi slika íhlutun bæði réttmæta og eðlilega. Færði hann þær ástæður fyrir svari sinu, að með óvenju- mikilli fiskverðshækkun í vetur og niðurskurði sjóðakerfis sjávar- útvegsins væru forsendurnar brostnar fyrir kjarasamningi vestfirzkra sjómanna og útgerðar- manna frá vorinu 1975. Auk þess hefðu sjómenn víða um land sam- þykkt, að hundraðshluti sá, sem félli til þeirra af aflaverðmæti minni skuttogara lækkaði úr 35% i 28.3%. Væri réttlátt, að þarna yrói sama skiptaprósentan látin gilda fyrir alla, og tók ráðherrann því alls ekki í mál að gefa loforð um, að samningum Vestfirðinga yrði ekki raskað. STÓRKOSTLEG KJARA- SKERÐINGARTILRAUN Vert er að vekja athygli manna á því, að hér er ekkert smámál á ferðinni. Mundi sú lækkun skipta- prósentu, sem útgerðarmenn sækjast eftir, hafa í för með Sér um 20% tekjulækkun fyrir sjó- menn á minni skuttogurum. En sú kjaraskerðing jafngilti því, að tugmilljónir króna rynnu í vasa útgerðarmanna hér vestra. Það er því ekki að undra, að flestir hafa þeir fengið ágirnd á þessu fé, sem þeir ættu að réttu lagi að greiða sjómönnum, skv. kjarasamning- um milli þessara sömu útgerðar- manna og sjómanna. Nú um stundir fá þvi vestfirzkir togara- sjómenn laun sín gerð upp af að- eins28.3% aflaverðmætis. Alþýðusamband Vestfjarða (ASV) hefur svarað þessum að- gerðum útvegsmanna með því að vara togaramenn við því að skrifa undir uppgjör nema með þeim fyrirvara, að þeir áskilji sér rétt til launagreiðslna skv. fullri skiptaprósentu (35%). Auk þess má vænta málshöfðunar af hálfu sambandsins, ef reynt verður að rifta löglegum kjarasamningum. Það er því langt frá þvi, að ásælni útgerðarmanna og stefna ráðherr- ans muni mótspyrnulaust ná fram að ganga. Sjómenn eru ráðnir í að standa fast á þeim rétti, sem frjálsir og löglegir samningar veita þeim. ERU ATHAFNIR UTGERÐARMANNA LÖGMÆTAR? Rétt er að líta nánar á þessa samninga með tilliti til þess, hvort þar finnist einhver glufa fyrir útgerðarmenn til að breyta skiptaprósentunni upp á sitt ein- dæmi eða fyrir ríkisstjórn lands- ins að rifta þeim vegna nýrra við- horfa í verðlagsmálum. Á Isafirði 13. april 1975 undir- rituðu fulltrúar ASV og Utvegs- mannafélags Vestfjarða samning um kaup og kjör háseta, mat- sveina og vélstjóra á Vestfjörð- um. 1 35. grein hans segir svo: „Samningur þessi gildir frá 1. marz 1975 til 15. sept. 1975 og er uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara; sé honum ekki sagt upp, framlengist hann til 1. júní 1976 méð sama fyrirvara." Þar sem hvorki sjómenn né út- gerðarmenn hafa sagt upp þess- um samningi, er ljóst, að hann hefur verið i fullu gildi frá 1. marz 1975 til 1. júni 1976. Það er lágmarkskrafa til útgerðarmanna, að þeir segi upp samningi, ef þeir telja sér ofviða að standa við hann, en grípi ekki til einhliða ráðstafana með þvi að raska hlutaskiptareglum sjómanna, nema samningarnir sjálfir eða iandslög heimili þeim slikt. — Tómt mál væri að tala hér um stuðning af lögum, því að engin lög á umræddu tímabili (1.3. 1975 — 1.6. 1976) verða notuð sem átylla fyrir þennan fjárdrátt út- gerðarmanna. Þvert á móti brýtur athæfi þeirra i bága við landslög (um kjarasamninga og vinnudeil- samræmingu" yrði að setja aftur- verkandi lög, sem hefðu fullt gildi um aflahlut sjómanna allt frá þvi í 'vetur, þótt setfyrðu í sumar. Lögfróður maður hermir mér, að slík lagasetning geti ekki staðizt í þessu tilfelli, þar sem fyrir liggja löglegir, gildandi kjarasamningar. Sizt af öllu yrði talið lögmætt að rifta þeim samn- ingum eftir á með bráðabirgða- lögum. Það var opin leið til að segja samningunum upp og jafn- vel að rifta þeim á sínum tima með lagasetningu Alþingis, tn hitt væri mikið fólskuverk, ef ríkisstjórnin færi að setja aftur- verkandi. bráðabirgðalög. Lög, sem virka aftur í tímann, eru and- stæð réttarhefðum landsins nema i örfáum, tilgreindum málaflokk- um, en hins vegar alls ekki hér, þar sem í gildi er samningur, sem er í fullu samræmi við lög um kjarasamninga og vinnudeilur. Bráðabirgðalög i þessu máli yrðu Pacta sunt servanda Adrepa til sjávarútvegsráðherra ur, en á þeim byggist gerð hins umrædda samnings). Þá er aðeins eftir að kanna ákvæði samningsins sjálfs um gildi skiptaprósentunnar. I 4. grein er skýrt kveðið á um, að skipverjar á skuttogurum allt að 500 rúmlestir fái 35% af brúttó- afla í sinn hlut. Enginn stafkrók- ur þar né annars staðar i samn- ingum veitir minnstu heimild til að lækka þessa skiptaprósentu. Það er því á hreinu, að út- gerðarmenn hafa í leyfisleysi hlunnfarið togaramenn hér vestra um fimmtung (20%) af réttmætum launum. Þetta sjálf- dæmi þeirra um launagreiðslur á sérengastoð ilögumné íumrædd um kjarasamningi og verður því að flokkast undir þess háttar vald- beitingu, sem minnir helzt á of- ríki einokunarkaupmanna gagn- vart réttindalausu starfsfólki og viðskiptamönnum sínum. Sé þvi haldið fram, að samn- ingurinn útiloki ekki beinlínis að- gerðir af þessu tagi (enda ræði hann ekki um þær), vegna þess að allar forsendur séu gerbreyttar, með því að fiskverðshækkunin hafi vegið fyllilega upp á móti skerðingunni á aflahlut sjó- manna, —- þá verður að visa slíkri „röksemd" algerlega á bug. Ef annar samningsaðili getur snið- gengið þannig löglegan samning með nýjum ráðstöfunum vegna einhverra „breyttra ytri for- sendna", þá veitir samningurinn ekki lengur neina tryggingu gegn einhliða geðþóttaákvörðunum annars aðilans, sem getur þó að vild notað hverja átyllu sem er til samningsrofa. Ef sjómenn mega ekki treysta skuldbindingum út- gerðarmanna, eru þeir ekki lengur öruggir um samnings- bundna stöðu sína og afkomu. Utgerðarmenn hafa haft næg tækifæri til að segja upp samning- um, en þeir hafa ekki gert það. I 35. grein segir: „Nú verður breyt- ing á lögskráðu gengi islenzku krónunnar, og er þá samningur þessi uppsegjanlegur með 1 mánaðar uppsagnarfresti hvenær sem er.“ Einmitt í þessu ákvæði er gert ráð fyrir „breyttum forsendum" samningsins, sem gefa öðrum aðila hans sérstakan rétt varðandi uppsögn hans. Síðan í fyrra og fram til 1. júni hefur islenzka krónan óneitanlega „sigið“ í gengi gagnvart erlendum gjald- miðlum. Utgerðarmenn gátu því af þeirri ástæðu — og vegna hins nýja fiskverós og samdráttar sjóðakerfisins, sem vissulega skapar ný viðhorf í kjaramálum sjómanna — sagt upp þessum kjarasamningi. Það er þeirra eig- in, fávislega yfirsjón, að þeir hafa ekki gert það, og þeir geta með engu móti notfært sér það axar- skaft sitt til að rétitlæta það, að þeir af sjálfdæmi sínu ákvarði nýjar hlutaskiptareglur fyrir sjó- menn. Þeir setja ekki lög, heldur ber þeim sem öðrum að virða bæði landsins lög og gilda samn- inga. Því að „ef vér sundur slítum lögin, þá slitum vér og í sundur friðinn". RÁÐHERRANN FORÐIST HLUTDRÆGNI Matthías Bjarnason hefur opin- berlega gefið í skyn (eins og fyrr- segir), að ríkisstjórnin muni lög- bjóða, að 28.3% skiptahlutfallið verði látið gilda eftir fiskverðs- hækkunina. Nú er það ljóst, að útgerðarmenn sögðu ekki upp samningnum, svo að þetta laga- boð væri eina leiðin fyrir þá til að geta komið fram varanlegri lækk- un á aflahlut sjómanna. Aðgerðir þeirra, sem hingað til hafa verið ólögmætar, yrðu þannig viður- kenndar með lögum. Það er ekki hlutverk ríkis- stjórnarinnar að löghelga þá rangsleitni, sem ákveðnir sér- hagsmunahópar hafa haft i frammi. Vestfirzkir útvegsmenn geta sjálfum sér um kennt, að þeir verða að borga sjómönnum samningsbundnar tekjur sínar. Vel má vera, að sjávarútvegsráð- herra hafi góðan ,,skilning“ á stöðu útgerðarmanna, enda komst hann um tíma í þann flokk, svo að eftir er munað. En þess er þó að vænta, að hann eigi sér ekki færri kjósendur í vestfirzkri sjómanna- stétt en meðal vina sinna í út- gerðarmálum. Frumkvæði hans um löggjöf til að hýrudraga togaramenn gæti þvi komið hon- um sjálfum verst i koll. Og alltént hefur hann gott af að minnast orða sálmaskáldsins, þegar hann þarf að taka ákvörðun sína: „Vinn það ei fyrir vinskap manns að vikja af götu sannleikans." LAGASETNING STENZT EKKI Allir vita, hversu bráðabirgða- lög um kjaradeilur hafa verið óvinsæl, jafnvel þar sem ríkis- stjórnin hefur haft ótvíræðan rétt til nauðsynlegra afskipta (sbr. verkfallið I Áburðarverksmiðj- unni og víðar, sem var haldið til streitu, þótt ólöglegt væri). En í siðmenntuðu réttarríki verður að krefjast þess, að þeim lögum sé framfylgt eins og öðrum lagaboð- um. Hinu er ekki að leyna, að það er alla jafna æskilegra, að lögin komi beint frá Alþingi heldur en ríkisstjórn, sem oft kann að vera grunuð um hlutdrægni. Mun það ekki siður eiga við í þessu deilu- máli heldur en ýmsum öðrum. En það er annað, sem verður að teljast afgerandi röksemd gegn því, að rikisstjórnin fari að lög- bjóða 28.3% skiptaprósentu fyrir minni togarana um allt land. Til að koma á þeirri „nauðsynlegu tvímælalaust ógilt með Hæsta- réttarúrskurði, segir mér hinn sami lögvitringur. Ég vil ákveðið vara ráðherrann við því að beita sér fyrir svo óvin- sælli löggjöf. Hún myndi mæta harðri mótspyrnu sjómanna- stéttarinnar og auk þess verða rikisstjórninni til álitshnekkis, þar sem ógilding laganna yrði tek- in sem sönnun fyrir hlutdrægni ráðherrans gróðabröllurum i vil. Sú röksemd, að hér þurfi nauð- synlega að samræma hlutaskipta- reglur um allt land til að „fyllsta jafnréttis sé gætt“, fellur um sjálfa sig, þegar haft er í huga að ríkisvaldið hafi einmitt umsjón með samningaviðræðum aust- firzkra sjómanna og útgerðar- manna i vetur, eftir að hinum almennu sjómannasamningum (sem samþykktir voru víða og fólu í sér 28.3% regluna) hafði verið hafnað þar eystra. En úrslit þessara samningaumleitanna, sem síðast fóru fram undir stjórn sáttasemjara rikisins i Reykjavik, urðu þau, að Austfirðingum voru boðin betri skiptakjör en Sunn- lendingum. Það er þá auðsýnt, að ríkisvaldið hafði þarna forgöngu um samninga, sem samrýmdust ekki þeirri almennu reglu, sem ráðherrann vill koma á með aftur- verkandi lögum. Það breytir engu um þessa staðreynd, að jafnvel þessir samningar voru felldir af sjómönnum þar eystra. Það er að- eins staðfesting á því, að örugg- asta tekjutrygging sjómanna — há skiptaprósenta — verður varin með oddi og egg af þeim félags- samtökum, sem láta ekki kúga sig. VELJIÐ EKKI VERSTA KOSTINN íslenzka þjóðin verður að geta treyst því, að ríkisstjórn landsins vinni í anda stjórnarskrárinnar og velji hverju sinni þær stjórnar- farsleiðir, sem bezt geta sam- rýmzt réttindum borgaranna og frjálsu réttarþjóðfélagi. Þess vegna verður sú röksemd, að fyrirvarinn um fiskverðshækkun- ina (þ.e. að skiptaprósenta minnki til að geta hækkað í sama mæli verð á fiski) heimili ráða- mönnum að rjúfa löglega kjara- samninga, að skoðast léttvæg af- sökun á þessari gfeðþóttaihlutun, sem ráðherrann dreymir um. Meðan samningarnir hafa gildi og sjómenn afsegja að fallast á réttarskerðingu frá hendi rikis- valdsins, þá hlýtur sú leið að kall- ast ótækur úrkostur og i mótsögn við borgaralegan rétt. Hafi fisk- verðshækkunin verið bundin þeim ótvíræðu skilyrðum af hálfu stjórnvalda, að skiptaprósentan lækkaði um land allt, ætti að vera hægur vandinn að afturkalla þetta háa fiskverð á þeim stöðum, þar sem „vanefndir" kunna að hafa verið á lækkun aflahlutar sjómanna. En ef svo er ekki — eins og mig grunar — þá hefur rikisvaldið ekki við aðra en sjálft sig að sakast að hafa ekki haft þennan „fyrirvara“ skýlaus- ari. Þar sem þessi skársti úrkost- ur valdhafanna, þ.e. lækkun fisk- verðs t.d. til togaranna á Vest- fjörðum, reynist hins vegar ófær leið, þá verður það engin réttlæt- ing fyrir þvi, að hinn versti úr- kostur verði það úrræði, sem gripið verði til. Þvi að það óvin- sæla örþrifaúrræði, afturvirk bráðabirgðalög, er hrein lögleysa, eins og fyrr segir, og einmitt þetta haldleysi hins veika „fyrirvara" sýnir bezt, að hann verður ekki notaður sem átylla fyrir samn- ingsrof. Ég skora á sjávarútvegsráð- herra að láta mál þetta kyrrt liggja og gefa samningsaðilum kost á því að semja með frjálsum hætti um lausn málsins eða vísa því til Félagsdóms. Ríkisstjórn- inni ber i öllum tilvikum að virða löglega samninga. Gert á Suðureyri 16. júni 1976. Jón Valur Jensson, háseti b/v Trausta ÍS-300. Norskur karlakór þakkar fyrir sig FORSETA tslands, herra Krist- jáni Eldjárn, var á mánudaginn afhent hljómplata norsks karla- kórs, sem hér dvaldist um tlma á síðasta ári. Hrifust kórfélagar af móttökum öllum hér á landi og þá ekki sfzt á Bessastöðum er þeim var boðið þangað I heimsókn. Sendu þeir forseta Islauds plötur nr. 1, sem þakklætisvott fyrir móttökurnar. Kór þessi heitir Gullbergs Aka- demiske kor og er frá Osló. Er kór þessi einn þekktasti karlakór Norðmanna. Ætlunin var að Helgi Seip framkvæmdastjóri Norður- landaráðs afhenti plötuna er hann var staddur hér á landi á dögunum. Var forsetinn þá í Svi- þjóð við brúðkaup Karls Gústafs Svíakonungs og var Gylfa Þ. Gislasyni því falið að afhenda hljómplötuna og er meðfylgjandi mynd frá þeim atburði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.