Morgunblaðið - 07.07.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 07.07.1976, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUH 7. JÚLÍ 1976 „Hef alla Ifð haft sérstaklega góða húsbændur ..t baksýn sést málverkið sem vinnuveitendur Þðrðar færðu honum f tilefni áfangans. „...það eru allar kell- ingar sem þekkja hann ” ÞÓRÐUR tiuðmundsson hefur um þessar mundir starfað f hnlfa öld hjá verzluninni Ilvannbergshra'ðrum. Blm. Morgunhlaðsins átti stutt sam- tal við Þórð af þessu tilefni. „Kg stundaði nám í Sam- vinnuskðlanum og útskrifaðist þaðan 1928 og hðf þá störf hjá heildverzlun í Hafnarstrætinu, en var þar ekki nema rúman mánuð. Þá réð ég mig til Hvannbergsbræðra og hef verið þar síðan.“ Þannig fðrust Þórði orð er hann var spurður hver hefði verið aðdragandi þess, að hann réðst til Hvannbergs- bræðra. „Fyrstn árin var ég mest í búðinni, en nú seinni árin hef ég verið á skrifstofunni og líkar það betur því ég var farinn að finna til þreytu i fótunum af að standa allan daginn í búðinnt. Annars finnst mér í rauninni skemmtilegra að vera í búðinni, þar hittir maður margt fólk og þar er alltaf líf og fjör. Og þó að ég sé nú aðallega á skrifstof- unni hef ég þó verið að afgreiða við og við, því ég vil fylgjast með því sem er að gerast í búð- inni og þekkja hvernig þar er.“ Hafa ekki orðið miklar breyt- ingar á verzlunarháttum á þess- um tíma, sem þú hefur starfað við verzlunarstörf? „Jú. alveg geysimiklar. I þá daga, þegar 'eg var að byrja, skipti miklu máli að vera góður sölumaður, en í dag er þetta allt breytt og fólk skoðar vörurnar á rekkum og afgreiðslufólkið kemur ekki eins mikið víð sögu og áður.“ „Mér eru einnig mjÖg minnis- stæðir skömmtunartimarnir, þegar fólk stóð í biðröðum til að ná í vörurnar og ég man vel eftir því að einn daginn fengum við 200 pör af karlmannaboms- um og þann dag var ekkert ann- að selt." „Og það hefur fleira breyzt heldur en verzlunarhættir á þessum 50 árum. Ég man það t.d. að þegar ég var að byrja hjá Hvannbergsbræðrum var sum- arfríið ekki nema 3 dagar á ári og 1930 var það lengt i viku,. Síðan hefur þetta smábreytzttil batnaðar og nú eru það aldeilis góð frí sem fólk fær." Þú hefur náttúrlega eignazt marga vini og kunningja gegn- um starfið. Geturðu ekki sagt okkur frá einhverju skemmti- legu sem hefur komið fyrir þig i starfinu? „Ja, það sem mér dettur nú fyrst í hug þegar þú talar um vini og kunningja er atvik sem skeði fyrir nokkrum árum. Þá vann dóttir mín við afgreiðslu i búðinni og einn daginn kemur hún heim til mömmu sinnar og segir alvarleg á svip: „Mamma, ertu ekki hrædd um hann pabba i vinnunni, það eru allar kell- ingar sem þekkja hann.“ Það fór náttúrlega ekki hjá því að Rætt við Þórð Guðmundsson 1 tilefni af hálfrar aldar starfs- afmæli hans maður eignaðist ýmsa góða kunningja en þá var allt öðru- vísi en nú er, bærinn miklu minni og því samskipti fólks persónulegri." Þórður sagði að sér likaði starfið mjög vel, annars væri hann ekki þarna ennþá, og hann minntist sérstaklega á að hann hefði alltaf haft sérstak- lega góða húsbændur. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til alls samstarfsfólks síns fyrir vináttu og vinarhug og þá sér- staklega til -eigenda Hvann- bergsbræðra sem hefðu heiðrað hann í tilefni þessa áfanga og fært honum að gjöf málverk eftir Ásgrim Jónsson. Hann sagðist hafa ákaflega miklar mætur á Ásgrími og þætti sér- staklega vænt um þessa vinar- gjöf. Að lokum var Þórður spurður hvort hann hygðist halda áfram að starfa. Hann sagði: „Ég get þakkað fyrir að hafa góða heilsu og meðan svo er, er ekkert í vegi fyrir að halda áfram, því meðan heilsan er i góðu lagi gengur allt vel. Halldór Jónsson, verkfræðingur: Um landsins gagn Um fátt hefur verið meira talað á undanförnum dögum en her- varnarmál Islendinga. Hafa marg- ir mætir menn lagt þar orð í belg og sýnist sitt hverjum. Eðlilegt er, að menn veiti þess- um málum athygli, þegar að okk- ur hrannast þær fréttir, að þorsk- urinn sé að verða uppurinn, iðn- aðurinn búi við þvílíkt atlæti af hálfu stjórnkerfisins, að hann hafi ekki í sér þann vaxtarbrodd sem dugi til þess að hann megi taka við því vinnuafli, sem á markaðinn er væntanlegt og hag- fræðingar og héraðshöfðingjar hafa úthlutað honum. Þar við bætist, að þjóðin er sokkin í er- lent skuldafen, virkjanir okkar standa sumar annað hvort gufu- eða orkukaupendalausar og að- staða fólks til mannlífs utan Reykjavíkur er slík, að sífellt þarf að leggja fé í aóstöðujöfnun, svo mikið fé að fátt verður afgangs til þess að fjárfesta í framleiðslu- tækjum. ARON OG IIINIR Sumum mönnum er gefin sú náð, að geta talað Ijósar og rök- fastar en aðrir menn. Mér hefur ávallt fúndizt, að Aron Guð- brandsson væri þar framarlega i flokki, hvort sem hann talar um hermálin eða eitthvað annað. En það hefur náð hvað mest eyrum fólksins, það sem Aron hefur sagt um afstöðu okkar til hersins, enda tíminn réttur núna, þegar krepp- an er við dyrnar og fólk veit það. Luns blessaður benti á það hvað við spöruðum Nato með því að leyfa þeim herstöðvarnar. Þetta hefur svo sem verið reiknað áður hér í biaðinu, en þá tók enginn eftir því. Allavega vöknuðu menn fyrst núna til umhugsunar. Hinir farsælu frændur okkar Norðmenn með allan sinn olíuauð virðast ekki kveinka sér við að láta Nato kosta samgöngumál og fjarskipti í landi sínu. En við gef- um allt, vegna þess að við virð- umst hafa trúað þvi, að varnarlið- ið væri hér fyrst og fremst í okkar þágu. Eysteinn Jónsson lýsir því yfir í Tímanum þann 24.6., að hann hafi verið og sé þeirrar skoóunar, að fyrir vörnina eigi ekkert gjald að koma. Vilhjálmur Hjálmarsson segir í sama blaði, að við skulum bara herða sultarólina og hætta að hugsa um Natopen- inga. Ég, fyrir mitt leyti, fellst ekki á þessar skoðanir og svo er um fleiri. Hvað varnarmál snertir þá er kjarni málsins þessi: Það er lega landsins, sem gerir það að verk- um, að hingað kemur her, verðí styrjöld í Evrópu. Ef við viljum hafa áhrif á það, hvort það verður vestrænn her eða mongólskur, þá ákveðum við það strax með samn- ingujn eins og við höfum þegar gert. Með þetta sjónarmið eitt er réttlætanlegt að taka ekkert fyrir aðstöðuna og herða sultarólina hans Vilhjáims. En fleira kemur til. Styrjöldin verður háð af íbúum N-Amer- íku, ekki okkur. Meirihluti okkar óskar þeim sigurs. Til þess að þeir hafi möguleika á að verjast árás, þurfa þeir viðvörunarstöðvar ná- lægt andstæðingnum. Það þýðir hernaðarmannvirki á Islandi, Tyrklandi, Noregi og öðrum vin- veittum löndum. Hernaðarmann- virki eru skotmörk og sá sem byggir við þau er í hættu. Hann myndi ekki endilega losna við hættuna þó að mannvirkin væru ekki til staðar. Við stjórnuðum ekki ferðinni i tveim síðustu heimsstyrjöldum og gerum það tæpast í þeirri þriðju. Því er lík- legt að hlutleysisvörnin sé i meira lagi vafasöm. Því finnst mörgum það vera meira í þágu þeirra hundruða milljóna manna sem byggja N-Ameríku og hinn vestræna heim en okkar, að hér sé fram- varðarstöð, sem sé hlekkur i alls- herjarvarnarkerfi þessarra aðila. En séu þá íslendingar sjálfir með- taldir, þá er eðlilegt að hér verði að gera meira en það sem bara lýtur að vörnum N-Ameríku og Evrópu. Það þurfi að hugsa um varnir íslendinga líka. Aron benti á, að hér sé enginn viðbúnaður til þess að taka við slösuðu fólki í stórum stíl. Þetta er rétt. En það eru heldur engir vegir fyrir fólkið að flýja eftir frá hættusvæðunum ef til átaka kem- ur. Engar varabirgðir af olíu svo að við getum lifað af olíuleysi, sem myndi þýða hungursneyð í landinu, bæði fisk- og heyleysi. Samgöngumannvirki, fjarskipti og olíuvarabirgðir eru þáttur í vörnum islendinga og ég fæ ekki betur séð en að samstarfsþjóðum okkar í Nato beri beinlínis að taka Halldór Jónsson þátt I að framkvæma þennan þátt. Það er ekki sanngjarnt að við sitjum á fallbyssuhlaupinu þeim til varnar, án þess að eitthvað sé hugsað um öryggi okkar þjóðar. Þessar þjóðir kæmust sjálfsagt yf- ir þá tragediu, ef við, þessar 200.000 hræður, féllum fyrir föð- urlandið. NB þeirra föðurland, ekki okkar. Við erum aðeins í samningsaðstöðu gagnvart þeim á friðartímum og hana eigum við að nota. Ég er sammála þeim sjónarmið- um sem fram hafa komið, að öm- urlegt væri að verða háður er- lendu styrktarfé, eins og við myndum verða ef stjórnmála- mennirnir færu að glingra með aukið stórfé í atkvæðaveiðar, nið- urgreiðslur og byggðasukk. Þá yrðu islendingar að betlilýð. Góð-1 ar samgöngur og fjarskipti eru hins vegar frumforsenda virkra almannavarna. Þetta atriði leggur Nato beinlínis skyldur á herðar að aðstoða okkur við varanleg samgöngumannvirki ofl„ því nú- verandi fyrirkomulag varn- armála fullnægir ekki varnar- skyldu Nato við okkur. Steyptir vegir um þetta land ásamt fjar- skiptastöðvum fyrir gervihnetti og fleiri framkvæmdir myndu, auk varnargildisins, gera okkur kleift að byggja landið betur og jafna aðstöðu fólksins til lífsins. Ef 3—5 tima akstur hvert á land sem væri myndi verða harla lítið eftir af byggðavandamálinu. Við gætum auðveldlega haft hemiT á framkvæmdum sem þessum, þannig að þær yllu ekki þenslu í efnahagskerfinu, engu síður en Norðmenn stýra sinum olíuauð- æfum. Ég sé ekki að Keflavíkurflug- völlur og Reykjavíkurflugvöllur hafi oróið okkur til tjóns, þó að við höfum fengið þá án eigin til- stuðlunar. Miklu fremur hafa þeir eflt þjóðina til þroska og bættra búskaparhátta. Hraðbraut- irnar sem komnar eru hafa breytt svo miklu i daglegu lífi manna hér sunnanlands, að fáum dylst. Áreiðanlega vill enginn núna hverfa aftur til malarveganna, þó svo að erlendar skuldir hafi hækkað viðbygginguþeirra. Stað- reyndin er hins vegar sú, að við höfum ekki ráð á að byggja fleiri slika vegi í bili og það mun taka okkur áratugi að teygja slikt vega- kerfi um allt land af eigin ramm- leik. En við höfum tækifæri nú, og reyndar miklu fyrr, til þess að taka áratuga skref á fáum árum. Fortíðina þýðir ekki að sýta, hún verður minnisvarði þeirra manna sem þá réðu, efalaust í góðri trú. En nú er mál að menn vakni. Ágætu stjórnmálamenn: Það þýðir ekki að segja fólkinu að það skuli hverfa afturábak og una glatt við rimur og fornsögur en hálfa aska. Ef þið viljið tolla í stólunum, sem víst enginn efast um, þá skuluð þið athuga vilja fólksins í þessum efnum. Það er nokkuð áreiðanlegt, að meirihlut- inn vill stefnubreytingu gagnvart Nato, fólk hefur öðlazt nýjan skilning á varnarmálunum og þið verðið að taka tillit til þess. Svo mættuð þið fara að athuga, að atvinnurekstur landsmanna er i skattalegri úlfakreppu og iðnað- urinn býr við tollamisrétti og ójafna aðstöðu við önnur lönd. Þegar þið gerið ykkur þetta ljóst og bætið úr, þá mun ekki lengi þurfa að biða framfaranna. Og leið til þessa opnast einmitt þegar við getum farið áð létta af okkur ýmsum verkum Nato í samgöngu- málum og fjarskiptum. Þá verður hægt að lækka skatta I fyrsta sinn. Enginn er eyland. Lífskjör okk- ar byggjast á því að vera þátttak- endur í heimsviðskiptunum og halda okkur atvinnulega til jafns öðrum þjóðum. Atvinnulegt frelsi Framhald af bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.